Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1985, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1985, Blaðsíða 2
2 DV. MÁNUDAGUR16. DESEMBER1985. Hólmfríður heim■ sótti Hringinn Hólmfríður Karlsdóttir, ungfrú heimur, heimsótti Barnaspítala Hringsins og vökudeild Kvenna- deildar Landspítalans í fyrradag. Eitt af verkefnum Hólmfríðar á komandi ári verður að ferðast um heiminn og hvetja til fjáraflana fyrir veik börn. Koma Hólmfríðar vakti mikla hrifningu á meðal sjúklinga spítal- ans. Hún hóf heimsóknina á vöku- deild Kvennadeildar en þar eru smæstu sjúklingarnir, fyrirburðir í súrefniskössum. Hún söng jólalög með krökkun- um á Barnaspítalanum og sumum gaf hún myndir með eiginhandará- ritun. í lok heimsóknarinnar voru ræðuhöld og kaffiveitingar í matsal spítalans. ' ÞG í fangi Hólmfríðar er tvíburi tilbúinn til heimferðar. Ungfrú heimi tókst að laða fram bros hjá þessari litlu hnátu í hjólastólnum. Hér skoðar Hólmfríður gestaþraut sjúklings af mikilli athygli. Sjúklingar á öllum aldri heilsuðu Hólmfríði og var það mál manna að hún hefði unnið hug og hjörtu viðstaddra með elskulegri framkomu sinni. DV-myndir PK Tveir sjúklingar á Barnaspítala Hringsins afhentu Hólmfríði og fylgdarkonu hennar, Sally Kemp, blómvendi við komuna þangað. Fra ráðstefnu BHM í Odda á laugardag um háskólanám utan Reykja- víkur. DV-mynd PK. „HALLAST ALLT Á RÉTTA SVEIF’ — segir Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra um háskólanám utan Reykjavíkur og opinn háskóla „Ég sé að það verður ekki farið hugmyndasnautt um þessa bekki,“ sagði Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra í viðtali við DV í gær. Hann sat ráðstefnu sem Bandalag háskólamanna gekkst fyrir í Odda í fyrradag. Umræðuefnið var háskóli utan Reykjavíkur. Ráðherra sagði að mikill áhugi væri fyrir málefninu og menn væru á því að vanda sem best allan undirbúning. „Það hallast allt á rétta sveif í þessu,“ sagði Sverrir. Hann er að ganga frá skipun í 5 manna nefnd til að kanna frekari aðgerðir. Nefndar- menn verða Halldór Blöndal alþing- ismaður, sem verður formaður nefnd- arinnar, Tryggvi Gíslason skóla- meistari og Bernharður Haraldsson, skólastjóri frá Akureyri, og Sig- mundur Guðbjarnason rektor og Bjarni Kristjánsson skólastjóri. Auk umræðna á ráðsteíhu BHM um kennslu á háskólastigi utan Reykjavíkur var rætt um opinn há- skóla. „Ég hef lesið feiknalega um opinn háskóla og ætla að kynna mér meira um starfsemi hans,“ sagði mennta- málaráðherra sem hefur lýst miklum áhuga á því fyrirkomulagi. í Bret- landi hefur opinn háskóli verið starf- andi í ein 15 ár við góðan orðstír. Á ráðstefnunni kom fram að komið hefur til tals að taka upp kennslu á háskólastigi í Samvinnuskólanum í Bifröst. Það kom einnig fram að kennsla á háskólastigi hefur farið íram í mörg ár í Bændaskólanum á Hvanneyri. Varðandi háskólakennslu á Akur- eyri sagði Sigmundur Guðbjarnason, rektor Háskóla íslands, í viðtali við DV að hans skoðun væri að stutt hagnýtt nám sem tengdist atvinnulíf- inu færi fram á Akureyri. Hann sagði að nú virtist sem tæki- færi væri fyrir okkur til að gera góða hluti til dæmis með opna háskólan- um. Nauðsynlegt væri að mæta vax- andi þörf á endurmenntun og sí- menntun. Opinn háskóli er fyrst og fremst sjálfsnám, kennsla fer fram bréflega, í gegnum útvarp og sjónvarp. - ÞG Mikið íjölmenni var við opnun hinnar nýju hjálparstöðvar Rauða krossins. DV-myndPK Rauði krossinn opnar hjálparstöð fyrir unglinga Nú um helgina var opnuð hjálpar- stöð fyrir böm og unglinga sem hafa á einhvern hátt komist í tæri við fíkniefni. Er stöðin opnuð á vegum Rauða krossins og mun verða starf- rækt afhonum fyrst um sinn. Að sögn Ólafs Oddssonar, forstöðu- manns stöðvarinar, er tilgangurinn með stöðinni að reyna að komast að rótum vandans varðandi fíkniefna- neyslu unglinga, þ.e.a.s. að ná til þeirra áður en vandinn verður veru- legur. Markmiðið með starfrækslu hjálparstöðvar fyrir böm og ungl- inga er að veita þeim móttöku og fyrstu aðhlynningu sem vegna vímu- efnaneyslu eða af öðmm félagslegum eða persónulegum aðstæðum þurfa á slíkri aðstoð að halda. Þarna verður engin skráning þannig að krakkarn- ir geta komið og farið án þess að það fari lengra. Á stöðinni verður símaþjónusta allan sólarhringinn og geta ungling- arnir hringt inn og fengið aðstoð í vandræðum sínum. Þjónusta sem þessi hefur ekki verið hérlendis áður en hefur gefist ákaflega vel erlendis. Sími hjálparstöðvarinnar er 622266. Fjórir til fimm starfsmenn verða á stöðinni og munu þeir njóta aðstoðar sjálfboðaliða Rauða krossins þegar þurfa þykir. - SMJ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.