Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1985, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1985, Page 2
2 DV. MÁNUDAGUR16. DESEMBER1985. Hólmfríður heim■ sótti Hringinn Hólmfríður Karlsdóttir, ungfrú heimur, heimsótti Barnaspítala Hringsins og vökudeild Kvenna- deildar Landspítalans í fyrradag. Eitt af verkefnum Hólmfríðar á komandi ári verður að ferðast um heiminn og hvetja til fjáraflana fyrir veik börn. Koma Hólmfríðar vakti mikla hrifningu á meðal sjúklinga spítal- ans. Hún hóf heimsóknina á vöku- deild Kvennadeildar en þar eru smæstu sjúklingarnir, fyrirburðir í súrefniskössum. Hún söng jólalög með krökkun- um á Barnaspítalanum og sumum gaf hún myndir með eiginhandará- ritun. í lok heimsóknarinnar voru ræðuhöld og kaffiveitingar í matsal spítalans. ' ÞG í fangi Hólmfríðar er tvíburi tilbúinn til heimferðar. Ungfrú heimi tókst að laða fram bros hjá þessari litlu hnátu í hjólastólnum. Hér skoðar Hólmfríður gestaþraut sjúklings af mikilli athygli. Sjúklingar á öllum aldri heilsuðu Hólmfríði og var það mál manna að hún hefði unnið hug og hjörtu viðstaddra með elskulegri framkomu sinni. DV-myndir PK Tveir sjúklingar á Barnaspítala Hringsins afhentu Hólmfríði og fylgdarkonu hennar, Sally Kemp, blómvendi við komuna þangað. Fra ráðstefnu BHM í Odda á laugardag um háskólanám utan Reykja- víkur. DV-mynd PK. „HALLAST ALLT Á RÉTTA SVEIF’ — segir Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra um háskólanám utan Reykjavíkur og opinn háskóla „Ég sé að það verður ekki farið hugmyndasnautt um þessa bekki,“ sagði Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra í viðtali við DV í gær. Hann sat ráðstefnu sem Bandalag háskólamanna gekkst fyrir í Odda í fyrradag. Umræðuefnið var háskóli utan Reykjavíkur. Ráðherra sagði að mikill áhugi væri fyrir málefninu og menn væru á því að vanda sem best allan undirbúning. „Það hallast allt á rétta sveif í þessu,“ sagði Sverrir. Hann er að ganga frá skipun í 5 manna nefnd til að kanna frekari aðgerðir. Nefndar- menn verða Halldór Blöndal alþing- ismaður, sem verður formaður nefnd- arinnar, Tryggvi Gíslason skóla- meistari og Bernharður Haraldsson, skólastjóri frá Akureyri, og Sig- mundur Guðbjarnason rektor og Bjarni Kristjánsson skólastjóri. Auk umræðna á ráðsteíhu BHM um kennslu á háskólastigi utan Reykjavíkur var rætt um opinn há- skóla. „Ég hef lesið feiknalega um opinn háskóla og ætla að kynna mér meira um starfsemi hans,“ sagði mennta- málaráðherra sem hefur lýst miklum áhuga á því fyrirkomulagi. í Bret- landi hefur opinn háskóli verið starf- andi í ein 15 ár við góðan orðstír. Á ráðstefnunni kom fram að komið hefur til tals að taka upp kennslu á háskólastigi í Samvinnuskólanum í Bifröst. Það kom einnig fram að kennsla á háskólastigi hefur farið íram í mörg ár í Bændaskólanum á Hvanneyri. Varðandi háskólakennslu á Akur- eyri sagði Sigmundur Guðbjarnason, rektor Háskóla íslands, í viðtali við DV að hans skoðun væri að stutt hagnýtt nám sem tengdist atvinnulíf- inu færi fram á Akureyri. Hann sagði að nú virtist sem tæki- færi væri fyrir okkur til að gera góða hluti til dæmis með opna háskólan- um. Nauðsynlegt væri að mæta vax- andi þörf á endurmenntun og sí- menntun. Opinn háskóli er fyrst og fremst sjálfsnám, kennsla fer fram bréflega, í gegnum útvarp og sjónvarp. - ÞG Mikið íjölmenni var við opnun hinnar nýju hjálparstöðvar Rauða krossins. DV-myndPK Rauði krossinn opnar hjálparstöð fyrir unglinga Nú um helgina var opnuð hjálpar- stöð fyrir böm og unglinga sem hafa á einhvern hátt komist í tæri við fíkniefni. Er stöðin opnuð á vegum Rauða krossins og mun verða starf- rækt afhonum fyrst um sinn. Að sögn Ólafs Oddssonar, forstöðu- manns stöðvarinar, er tilgangurinn með stöðinni að reyna að komast að rótum vandans varðandi fíkniefna- neyslu unglinga, þ.e.a.s. að ná til þeirra áður en vandinn verður veru- legur. Markmiðið með starfrækslu hjálparstöðvar fyrir böm og ungl- inga er að veita þeim móttöku og fyrstu aðhlynningu sem vegna vímu- efnaneyslu eða af öðmm félagslegum eða persónulegum aðstæðum þurfa á slíkri aðstoð að halda. Þarna verður engin skráning þannig að krakkarn- ir geta komið og farið án þess að það fari lengra. Á stöðinni verður símaþjónusta allan sólarhringinn og geta ungling- arnir hringt inn og fengið aðstoð í vandræðum sínum. Þjónusta sem þessi hefur ekki verið hérlendis áður en hefur gefist ákaflega vel erlendis. Sími hjálparstöðvarinnar er 622266. Fjórir til fimm starfsmenn verða á stöðinni og munu þeir njóta aðstoðar sjálfboðaliða Rauða krossins þegar þurfa þykir. - SMJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.