Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1985, Blaðsíða 5
DV. MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1985.
5
Guðrún Helgadóttir:
„ÞETTA
ER LYGI”
— segir þingmaðurinn og neitar að
taka á móti svari ráðherra
„Ég tekekkert mark á þessu plaggi.
Þetta er lygi,“ sagði Guðrún Helga-
dóttir, Alþýðubandalagi, á Alþingi í
gær er hún kvaddi sér hljóðs til að
ræða þingsköp.
Tilefni þessara ummæla var að
þingmaðurinn var ekki ánægður með
svör frá dómsmálaráðherra við
spurningum hennar um þyrlukaup
Landhelgisgæslunnar. Guðrún
spurði m.a. hverjir hefðu verið um-
boðsmenn þyrlunnar hér á landi frá
árinu 1980. í skriflegu svari ráðherra
kemur fram að ekki sé kunnugt hver
hafi verið umboðsmaður 1980. Hins
vegar hafi Gunnar Ásgeirsson hf.
tekið við umboðinu í apríl 1983. Þetta
segir þingmaðurinn að sé hrein lygi.
Hún hefur flett upp í ritinu íslensk
fyrirtæki og þar kemur fram svart á
hvítu að Albert Guðmundsson iðnað-
arráðherra hefur verið umboðsmað-
ur allt frá árinu 1980 þar til Gunnar
Ásgeirsson tók við því.
Þá benti Guðrún einnig á að svar
við því hvers vegna þyrlunni vár
flogið til Íslands án tækja sé ekki
viðunandi. Segir í svarinu að það
hafi þótt hentugra vegna hins langa
ferjuflugs frá Marseille.
Þingmaðurinn fór fram á það við
forseta sameinaðs þings að hann
tæki aftur við þessu þingskjali og
sendi það aftur til föðurhúsanna til
að gerðar væru umbætur á því. For-
seti sagði að slíkt væri ekki mögu-
legt. Dómsmálaráðherra sagði að
sannleiksgildi fullyrðinga* þing-
mannsins yrðu kannaðar.
Albert Guðmundsson lét hins vegar
ekki í sér heyra. DV spurði hann
hvort rétt væri að hann hefði verið
umboðsmaður. „Ég fékk einu sinni
sendan bækling frá þessu fyrirtæki
sem hugsanlega hefði getað leitt til
sölu hér á landi,“sagði ráðherra og
sneri út úr öðrum spurningum blaða-
manns. Hann sagðist ekki hafa tíma
til að standa í yfirheyrslum því hann
þyrfti að tefla eina skák i setustofu
Alþingis.
Guðrún Helgadóttir vill fá skýrara
svar. „Ég læt ekki bjóða mér upp á
þetta. Hvernig er hægt að treysta
svörum ráðherra ef þau eru í þessum
dúr?“ segir Guðrún Helgadóttir og
er ekki alls kostar ánægð.
APH
Eldvík stöðvaðist í Hull í sex daga. DV-mynd E. J.
Eldvík laus
Eldvík, skip Skipafélagsins Víkur,
sigldi frá Hull í Englandi um kvöld-
matarleytið í fyrradag eftir sex daga
stöðvun þar vegna ágreinings við
umboðsmann í Fleetwood um reikn-
ing, að sögn Finnboga Kjeld, for-
stjóra skipafélagsins.
Finnbogi sagði að ágreiningur væri
um reikning að fjárhæð um 16 þús-
und sterlingspund, sem er um ein
milljón króna. Bjóst hann við að
skorið yrði úr þeim ágreiningi fyrir
dómstólum.
Fyrir dómstóla fer líklega einnig
skaðabótakrafa Víkurskipa vegna
tafarinnar.
Á Eldvík er ellefu manna áhöfn,
allt íslendingar. Frá Englandi sigldi
skipið til Frakklands og Spánar með
fiskimjöl. Frá Spáni flytur það vænt-
anlega salt til íslands.
KMU.
Framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins:
Bankaráð Utvegsbankans
verði ekki endurkjörið
Framkvæmdastjórn Alþýðubanda-
lagsins er andvíg því að þingflokkur
flokksins tilnefni þingmenn í bank-
aráð. Hún vill að stefnt verði að því
að þingmenn flokksins víki úr
bankaráðum að eigin ósk eða við
endurnýjun ráðanna.
Þetta var samþykkt á nýafstöðnum
fundi framkvæmdastjórnarinnar. Þá
var einnig samþykkt að í ljósi at-
burða síðustu mánuða sé eðlilegt að
allt bankaráð Útvegsbankans verði
endurnýjað.
Framkvæmdastjórnin er á móti því
að Útvegsbankinn verði gerður að
einkabanka. Einnig að eiginfjár-
staða hans verði bætt með framlagi
úr ríkissjóði. Þess í stað verði stefnt
að því að fækka bönkum.
Þá er bent á í samþykkt stjórnar-
innar að bankaleynd eigi ekki að
koma í veg fyrir að bankaráðsmenn,
bankastjórar eða ráðherra banka-
mála komi skilmerkilega á framfæri
við Alþingi og almenning öllum
almennum upplýsingum er varða
stöðu viðkomandi ríkisbanka.
Stjómin leggur áherslu á að bankar-
áðsfulltrúar Alþýðubandalagsins
gegni þessari upplýsingaskyldu.
APH
Fáanlegt með
einföldu og tvöföldu
segulbandi
FISHER
Vasadiskó PH-17
Rúsfnan f pylsuendanuml Vasadlskó m/útvarpl,
í rauðu, hvftu og svörtu. Verðfð gleður alla:
kr. 3.600
Feróatæki PH-510
Laglegt og nett ferðatæki og auðvitað með FM sterfó |Rás 2) LW og MW.
Gott segulband. Fáanlegt f rauðu, svörtu og hvftu.
Verð kr. 7.825.
Póstkröfusendingar afgreiddar samdægurs
System 300
Frábært sett. Vegna velheppnaðrar hönnunar er verðlð mun lægra, en búast mættl vlð.
Hljómtækjasett System 300 hefur alla hlutf aðskllda: plötuspilara, magnara, útvarp og segulband
|elnnlg fáanleg með tvöföldu segulbandl). 7.000 út og rest á sex mán.
Frá kr. 31.900
Vasadiskó MG-zi
Ótrúlegt en satt — vasadlskó á aðelns
kr. 1.690
SJÓNVARPSBÚÐIN
Lágmúla 7 og á homi Borgartúns og Höföatúns.
Símar62 25 55og68 53 33