Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1985, Blaðsíða 22
22
DV. MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1985.
Nýjar bækur
Nýjar bækur
Nýjar bækur
Nýjar bækur
EIÍAS °P
SNÆLAND
JÓNSSON
AlðarSpegill
Kollumálið í
aldarspegli
Annað bindið í bókaflokknum Aldar-
spegill eftir Elías Snæland Jónsson er
komið út hjá Vöku - Helgafelli og
heitir bókin Undir högg að sækja. I
bókinni eru þrír heimildaþættir frá
fyrri hluta aldarinnar, sá lengsti um
„kollumálið" svonefnda.
„Kollumálið" var eitt einkennileg-
asta hitamál stjómmálanna á íslandi á
fjórða tug þessarar aldar. Aðalpersóna
þess var Hermann Jónasson, fyrrum
forsætisráðherra, sem þá var lögreglu-
stjóri í Reykjavík.
Hermann var sakaður um að hafa
skotið á fúgla í Orfirisey og drepið þar
æðarkollu, en það athæfi hefði verið
brot á lögreglusamþykkt bæjarins.
„Kollumálið" varð pólitísk stórbomba
ársins 1934 og blandaðist bæði inn í
kosningabaráttu fyrir bæjarstjómar-
kosningar og alþingiskosningar það ár.
En hvað segja lögregluskýrslur og skjöl
um þetta sérstæða mál? Skaut Her-
mann kollima eða ekki?
Þessu máh og tveimur málum, er
flalla um illa meðferð á bömum, gerir
Elías Snæland Jónsson ítarleg skil í
þessum nýja Aldarspegli. Með stíl sín-
um og framsetningu efiiisins höfðar
hann jafiit til yngra fólksins og hinna
eldri sem muna tímana tvenna.
Bókin er sett, filmuunnin og prentuð
í Prenttækni hf. en bundin í Bókfelli
hf.
BLINDALFAR
SKÁLDSAGA EFTIR PÁL H.JÓNSSON
Blindálfaleikur heitir hann, leikur-
inn sem setur svip sinn á þessa at-
hyglisverðu og mannlegu sögu Páls
H. Jónssonar rithöfundar.
Hér er spurt um einmanaleikann,
einangrunina - tómleikann. Og leit-
að leiða út úr einangrun mannssálar-
innar. Skáldið Ari Jónsson hefur
misst sjónina, en kannski er hann
ekki einn um að vera blindur. Og
hugsanlega er hann blindari að öðru
leyti en því sem sjónina varðar.
1 huga lesandans vaknar eflaust
spurningin: Getur haltur leitt blind-
an? Og ennfremur: Geta skilningar-
vit einnár manneskju komið annarri
að notmp?
Páll H. Jónsson er enginn nýgræð-
ingur á ritvellinum. Hann hefur sent
frá sér lj áðabækur, leikrit, ævisögur
og þrjár barnabækur, en fyrir tvær
þeirra h ,'fur hann hlotið verðlaun
Fræðslui áðs Reykjavíkur.
Blindájfar er sett, fílmuunnin og
prentuð þjá Prentstofu G. Benedikts-
sonar ep bundin hjá Bókfelli hf.
Útgefancji er VAKA-HELGAFELL.
SUÐUR-AMERISKT
BÓKMENNTAVERK
í ÞÝÐINGU
GUÐBERGSBERGSSONAR
Komin er út bókin PEDRO PAR-
AMO (Pétur heiði) eftir suður-amer-
íska rithöfundinn Juan Rulfo í
þýðingu Guðbergs Bergssonar, sem
einnig skrifar eftirmála að bókinni
um höfundinn og verk hans.
Juan Rolfo fæddist 1918 og var
gerður að þjóðskáldi Mexíkó árið
1980. Hann hefur orðið fyrir miklum
áhrifum frá íslenskum bókmenntum,
einkum „heiðasögunum" eins og
hann segir sjálfur. Pedro Paramo
hefur verið þýdd á mörg tungumál
og er af mörgum talin til öndvegis-
bókmenntanna. Um söguþráð bókar-
innar segir m.a. í eftirmála:
Maður að nafni Juan Preciado fer
að ósk móður sinnar að leita að föður
sínum til að hefna sín á honum fyrir
vanrækslu hvað varðar umsjón hans
og uppeldi. Á leiðinni yfir heiði hittir
hann mann sem heitir Abúndíno. í
sögunnar rás kemst lesandinn að því
að Abúndíno þessi er líka sonur
Pedro Paramo. Það er þess vegna
HEIMILISTÖLVUR
Tölvudeild Bókabúdar Braga er scrverslun með _
, ALLAR VINSÆLUSTU,
HEIMILISTÖLVURNARl
Hundruð tölvuforrita—tölvut í marit—tölvubækur—diskettur— diskageymslur - hreinsisett - tölvupappír—möppur. I Prentarar—litaskjáir—stýripinnar—diskdrif — tengi — segulbönd- 1 Ijósapennar — hátalarar — tölvuborð — prentaraborð.
BRAGA-tölvuklúbburinn sendir fréttabréf til félagsmanna með upplýsingum um forrit, bækur, tölvur, námskeið, afsláttartilboð o.fl.l EKKERT KLÚBBGJALD - ENGIN KVÖÐ - ÞJÓNUSTA 1 Ef allt þetta dugir ekki erumviðíbeinusambandiviðfjölda I fyrirtækja úti í hinum stóraheimi og getum því oftast útvegað það I sem vantar með stuttum fyrirvara.
AMSTRAD CPC 464
64 k tölva með segulbandi, litaskjá og íslenskri ritvinnslu.
AMSTRAD CPC 6128
128 k tölva með diskdrifi, litaskjá, CPM stýrikerfi, DR LOGO og ísl.
stöfum .....................................................
COMMODORE 64
64 k tölva með segulbandi og einum tölvuleik......
64 k tölva með segulbandi og litaskjá......
SPECTRAVIDEO
SVI 328 • 80 k tölva með segulbandi og 10 leikjum.
SVI 728 • 80 k MSX tölva með segulbandi ..........
SINCL. SPECTRUM
48 k tölva með 3 tölvuleikjum..............
PLUS 48 k tölva ...........................
kr. 21.980 stgr.
kr. 32.980 stgr.
kr. 9.950 stgr.
kr. 23.350 stgr.
kr. 6.900 stgr.
kr. 9.990 stgr.
kr. 5.950 stgr.
kr. 7.650 stgr.
TRTGGÐU ÞÉR TÖLVU TÍMANLEGA - TAKMARKAÐAR BIRGÐIR AF SIMUM TEGUVDUM
29311
621122
^^Braga
SENDUM í PÓSTKRÖFU Tölvudeild • Laugavegi 118 viö Hlemm
hálfbróðirinn sem leiðir Juan Prec-
iado á vit sögunnar svo hann komist
í allan sannleikann um föðurinn, og
ekki bara um hann heldur líka í
sannleikann um sögu mexíkanskra
sveita og þjóðfélags þar sem stór-
bóndinn ræður öllu, líka ástamálum
manna.
Bókaútgáfan Iðunn gefur bókina
út með styrk úr Þýðingarsjóði.
Magnús Kjartansson málaði mynd á
kápu. Oddi hf. prentaði.
Einar Melax
Einar Melax hefiir sent frá sér ljóða-
bókina „Sexblaðasóley" (misþyrmt af
kú). Medúsa er útgefandinn. Bókin
inniheldur 21 ljóð og ýmislegar mynd-
skreytingajr þeirra, ásamt ljóðaþréfúm.
„Sexblaðasóley“ er fagurlega innbund-
in í Fagrahvammi hf. Stensill hf. prent-
aði.
LEYNDARDOMAR
FORTÍÐARINNAR
UNGLINGABOK EFTIR
VERÐLAUNAHÖFUND
Komin er út ný bók eftir Anke de
Vries, en hann skrifaði bókina
Leyndardómar gistihússins sem
seldist upp á örskömmum tíma. Sú
bók var sæmd viðurkenningu dóm-
nefndar um Evrópsku unglingabóka-
verðlaunin. Þessi nýja bók nefnist
Leyndardómar fortíðarinnar og
fjallar hún um Markús sem er átján
ára. Hann tekur að sér að gera upp
gamalt hús í Frakklandi sem staðið
hefur autt árum saman. En hann
verður þess brátt áskynja að í húsinu
hafa gerst dularfullir atburðir og
þegar hann reynir að grafast fyrir
um þá verður fátt um svör. íbúar