Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1985, Blaðsíða 32
32
DV. MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1985.
Andlát
Þórður Harðarson, Hábergi 24, lést
að kvöldi 15. desember sl.
Valdimar Vilhjálmur Guðlaugs-
son, fyrrverandi fisksali, síðast vist-
maður Amarholti, lést 12. desember.
Jarðarförin fer fram fimmtudaginn
19. desember kl. 10.30 frá Fossvogs-
kirkju.
Páll Hjörleifsson, Hverfisgötu 46,
Hafnarfirði, er látinn.
Lilja Lárusdóttir, Gnoðarvogi
62, sem andaðist 12. desember, verð-
ur jarðsungin frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 19. desemberkl. 13.30.
Jóhann Þorleifsson, sem lést í
Hrafnistu, Reykjavík, 15. desember,
verður jarðsunginn frá Hallgríms-
kirkju föstudaginn 27. desember kl.
10.30.
Magnea Guðrún Stefánsdóttir er
látin. Jarðarförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Tilkynningar
Gjöf til kirkjubyggingar
á Seltjarnarnesi
Kvenfélagið Seltjörn afhenti þann
1. desember sl. sóknarnefnd Seltjarn-
arnessóknar kr. 150.000 vegna
kirkjubyggingar í kaupstaðnum.
Ennfremur lögðu kvenfélagskonur
til kr. 20.000 vegna söfnunar Kven-
félagasambands íslands til kaupa á
geislalækningatæki fyrir kvenna-
deild Landspítalans.
Jólatrésskemmtun barna er í Fé-
lagsheimilinu föstudaginn 3. janúar
nk. og hefst hún kl. 15.00. Ólafur
Gaukur og Svanhildur skemmta
börnunum.
Örfínt!
Hárfínt!
Örfínn úðinn sér til
þess að halda hár-
greiðslunni fisléttri og
fjaðrandi. Það er kom-
ið að þér að sannreyna
SHAMTU.
SHAMTU HÁRLAKK
fyrir:
Venjulegt hár
Feitt hár
Slitið hár
(SHflMTU^
HÁRLAKK
j Undirstrikaðu
glæsileik hársins
með:
I
Heildsala:
Kaupsel
Laugavegi 25
S: 2 77 70 og 2 7740
24 sönglög Ingunnar Bjarna-
dóttur
í byrjun desember kom út annað
hefti sönglaga Ingunnar Bjarnadótt-
ur með útsetningum eftir Hallgrím
Helgason. f nýja heftinu eru flest
lögin ætluð fyrir kórsöng, en fyrra
heftið hafði að geyma níu einsöngs-
lög. Fyrir nokkrum árum gerði sjón-
varpið þátt um ævi og starf Ingunnar
og má búast við að margan fýsi að
kynnast nánar lögum þessarar
söngvölvu.
Jóladagatal SUF.
18. desember nr. 5184
Ályktun Félags
trjálshyggjumanna
Stjórn Félags frjálshyggjumanna
kom saman á fund þriðjudaginn 10.
desember og gerði eftirfarandi álykt-
un um Hafskipsmálið.
Gjaldþrot Hafskips, þar sem Út-
vegsbankinn tapar fyrirsjáanlega
stórfé, sýnir að nauðsynlegt er að
koma fjármunum úr höndum stjórn-
málamanna og embættismanna í
hendur manna sem bera sjálfir raun-
verulega ábyrgð á meðferð þeirra.
Hið gamla lögmál gildir enn að menn
fara betur með eigið fé en annarra.
Stjórn Félags frjálshyggjumanna
skorar því á alþingismenn og þá ekki
síst á þá, sem kenna sig við atvinnu-
frelsi og einkaframtak, að gangast
fyrir því að Útvegsbankanum og
öðrum ríkisbönkum verði hið snar-
asta breytt í sjálfstæða einkabanka.
Oft var þörf, en nú er nauðsyn.
Styrkir frá mennta-
málaráðuneytinu
Menntamálaráðuneytið hefur út-
hlutað styrkjum af fé því sem kom í
hlut íslendinga til ráðstöfunar til
vísindastyrkja á vegum Atlantshafs-
bandalagsins (NATO Science
Fellowships) á árinu 1985.
Umsækjendur voru 27 og hlutu 8
þeirra styrki sem hér segir:
1. Ágústa Guðmundsdóttir, B.S.,
110.000 kr. til framhaldsnáms í ör-
verufræði og lífefnafræði við Uni-
versity of Virginia, U.S.A.
2. Björgvin S. Gunnlaugsson, B.S.,
70.000 kr. til framhaldsnáms í tölvun-
arfræði við McGill University í
Kanada.
3. Fjalar Kristjánsson, cand. pharm.,
110.000 kr. til framhaldsnáms í lyfja-
efnafræði við University of Kansas,
U.S.A.
4. Gestur Valgarðsson, M.S., 110.000
kr. til framhaldsnáms í vélaverk-
fræði við University of Tennessee,
U.S.A.
5. Guðmundur Stefánsson, B.S.,
110.000 kr. til framhaldsnáms í mat-
vælafræði við Leeds University í
Bretlandi.
6. Guðrún Marteinsdóttir, M.S.,
110.000 kr. til framhaldsnáms í vist-
fræði við Rutgers University, U.S.A.
7. Hans Kr. Guðmundsson, Ph. D.,
145.000 kr. til 4 mánaða dvalar við
University of Illinois í Urbana-
Champaign, U.S.A., til að vinna að
rannsóknum á framleiðslu og eigin-
leikum málmglerja og örfínt kristall-
aðra efna.
8. Kolbeinn Arinbjarnarson, B.S.,
70.000 kr. til framhaldsnáms í að-
gerðagreiningu við Stanford Uni-
versity, U.S.A.
Hjálparstöð RKÍ fyrir börn og
unglinga.
Opin ailan sólarhringinn, neyðarat-
hvarf, þjónustusími 622266.
Gjöftilheilsugæslu-
stöðvarinnar í Fossvogi
Heilsugæslustöðinni í Fossvogi hef-
ur borist góð gjöf frá Kvennadeild
Reykjavíkurdeildar Rauða kross Is-
lands. Er hér um að ræða eyrnaþrýst-
ingsmæli (tympanometer). Slíkt tæki
er ómetanlegt til þess að fylgja eftir
börnum sem fengið hafa eyrnabólgu
með tilliti til vökva í miðeyra en slikt
getur valdið heyrnartapi. Einnig
getur tækið hjálpað til að greina
dulda heyrnargalla hjá börnum og
fullorðnum.
Starfsfólk stöðvarinnar fagnar til-
komu þessa nýja tækis sem það telur
einnig að stuðli að þvi að fólk þurfi
síður að leita út fyrir stöðina til þess
að fá sambærilega þjónustu.
Álfadrottningin
Á næstu dögum mun Islenska
hljómsveitin, undir stjórn Guð-
raundar Emilssonar, flytja The
Fairy Queen eftir breska tónskáldið
Henry Purcell (1659-1695). Fyrst
verður verkið flutt í Safnaðarheimil-
inu á Akranesi í dag, mánudaginn
16. desember, klukkan 20.30 og síðan
þrjú næstu kvöld á sama tíma,
þriðjudaginn í Selfosskirkju, mið-
vikudaginn i Keflavíkurkirkju og
loks á fimmtudaginn þann 19. des-
ember í Langholtskirkju klukkan
20.30.
Purcell samdi The Fairy Queen
þrjátíu og tveggja ára gamall að til-
hlutan ensku hirðarinnar, en þar
hafði hann starfað mestalla sína
ævi, svo og faðir hans, föðurfrændur
og síðar börn. Hann var lengi talinn
merkasti tónsmiður sem fæðst hafði
á enskri grund, og jafnvel telja sumir
enn svo vera.
The Fairy Queen, eða Álfa-
drottningin, sem er byggð að hluta
til á leikriti Shakespeares, Draumi
á Jónsmessunótt, er af þeirri teg-
und sem kallast Masque, en mætti
á islensku útleggjast grímuleikur. I
grímuleiknum var tvinnað saman
tali, tónum, dansi og látbragðsleik,
en hér verður það flutt í konsertformi
og því nokkuð stytt.
Einsöng syngja Sigrún Hjólmtýs-
dóttir, Marta Halldórsdóttir,
Hrönn Hafliðadóttir, Katrín Sig-
urðardóttir, Gunnar Guðbjörns-
son og John Speight. Aðrir söngv-
arar eru þau Sólveig Björling, El-
ísabet Waage, Guðbjörn Guð-
björnsson, Kolbeinn Ketilsson,
Anders Josephsson, Sigurdríf
Jónatansdóttir, íris Erlingsdótt-
ir, Elín Sigmarsdóttir, Hildigunn-
ur Haraldsdóttir og Halldór Vil-
helmsson. Einnig munu Helga
Ingólfsdóttir semballeikari og Ólöf
Sesselja Óskarsdóttir sellóleikari
fara með stór einleikshlutverk.
Tónleikunum lýkur með fjölda-
söng. Jólasálmar verða sungnir og
kirkjukórar viðkomandi safnaða
munu leiða sönginn með undirleik
hljómsveitarinnar, en í Reykjavik
Söngsveitin Fílharmónía.
Nýársgleði að Hótel Esju
Innanlandsflug Flugleiða mun nú
um áramótin í fyrsta skipti bjóða upp
á sérstaka nýársferð sem kölluð hef-
ur verið nýársorlof. Mun nýársorlof-
ið hefjast 27. desember og verður
dvalið á Hótel Esju í sex nætur.
Innifalið í nýársorlofi er flug til og
frá Reykjavík, gisting í sex nætur,
leikhúsferð, veglegur kvöldverður,
móttaka við komu og alls kyns fyrir-
greiðsla. Takist vel til nú má gera
ráð fyrir að þetta verði endurtekið á
næsta ári og þá e.t.v. víðar á landinu.
Tilkynning frá Póst-
og símamálastofnuninni
Talsamband við útlönd verður lokað fyrir handvirka
afgreiðslu frá kl. 15.00 á aðfangadag til kl. 13.00 á
jóladag og frá kl. 15.00 á gamlársdag til kl. 13.00
á nýársdag.
Sjálfval til útlanda verður opið með eðlilegum hætti
og er símnotendum bent á að upplýsingar þar að
lútandi eru á bls. 15-17 í símaskránni.
Söluskattur
Viðurlög falla á söluskatt fyrir nóvembermánuð
1985, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi
27. þ.m.
Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir
hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru
orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextirtil viðbótar
fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16.
janúar.
Fjérmálaráðuneytið, 16. desember 1985.
Flugleiðir: aukaferðir um jól og
áramót
Mikið annríki verður að venju hjá
Flugleiðum um jólahátíðina og verða
margar aukaferðir farnar bæði í
innanlands- og millilandaflugi. I
innanlandsflugi má segja að jólaá-
ætlun hafi hafist 11. desember en frá
þeim degi fram á aðfangadag eru
áætlaðar 200 ferðir frá Reykjavík og
verða þar fram boðin um 20 þúsund
sæti. Þessi jólaáætlun nær hámarki
föstudaginn 20. desember en þann
dag verða farnar 20 ferðir frá Reykja-
vík. Síðasta flug frá Reykjavík á
aðfangadag og gamlársdag verður til
Akureyrar kl. 14.00. Ekkert verður
flogið innanlands á jóladag og nýárs-
dag. Til þess að auðvelda afgreiðslu
við brottför er farþegum bent á að
kaupa farseðla áður en komið er á
flugvöll, t.d. á söluskrifstofum Flug-
leiða, ferðaskrifstofum eða hjá um-
boðsmönnum.
í millilandaflugi verða einnig
margar aukaferðir yfír jól og áramót.
Siðasta flug frá Keflavík á aðfanga-
dag verður til New York kl. 16.45.
Ekkert verður flogið frá Keflavík á
jóladag en flug hefst aftur samkvæmt
áætlun annan dag jóla. Á gamlárs-
dag verður einnig síðasta flug til
New York kl. 16.45 og að morgni
nýársdags verður flogið til Lúxem-
borgar.
Rit frá fjármálaráðuneytinu
Út er komið ritið Stjórnir, nefndir
og ráð ríkisins fyrir árið 1984. Út-
gefandi er sem fyrr fjármálaráðuney-
tið, fjárlaga- og hagsýslustofnun.
Ritið er selt í Bókabúð Lárusar
Blöndal og kostar 150 kr.
Ályktun Félags
frjáishyggjumanna
Stjórn Félags frjálshyggjumanna
kom saman á fund þriðjudaginn 10.
desember og gerði eftirfarandi álykt-
un um Hafskipsmálið.
Gjaldþrot Hafskips, þar sem Út-
vegsbankinn tapar fyrirsjáanlega
stórfé, sýnir að nauðsynlegt er að
koma fjármunum úr höndum stjórn-
málamanna og embættismanna í
hendur manna sem bera sjálfir raun-
verulega ábyrgð á meðferð þeirra.
Hið gamla lögmál gildir enn að menn
fara betur með eigið fé en annarra.
Stjórn Félags frjálshyggjumanna
skorar því á alþingismenn og þá ekki
síst á þá, sem kenna sig við atvinnu-
frelsi og einkaframtak, að gangast
fyrir því að Útvegsbankanum og
öðrum ríkisbönkum verði hið snar-
asta breytt í sjálfstæða einkabanka.
Oft var þörf, en nú er nauðsyn.
Gjöftil heilsugæslu-
stöðvarinnar í Fossvogi
Heilsugæslustöðinni í Fossvogi hef-
ur borist góð gjöf frá Kvennadeild
Reykjavíkurdeildar Rauða kross ís-
lands. Er hér um að ræða eyrnaþrýst-
ingsmæli (tympanometer). Slíkt tæki
er ómetanlegt til þess að fylgja eftir
börnum sem fengið hafa eyrnabólgu
með tilliti til vökva í miðeyra en slíkt
getur valdið heyrnartapi. Einnig
getur tækið hjálpað til að greina
dulda heyrnargalla hjá börnum og
fullorðnum.
Starfsfólk stöðvarinnar fagnar til-
komu þessa nýja tækis sem það telur
einnig að stuðli að því að fólk þurfi
síður að leita út fyrir stöðina til þess
að fá sambærilega þjónustu.
Gjöf til kirkjubyggingar
á Seltjarnarnesi
Kvenfélagið Seltjörn afhenti þann
1. desember sl. sóknarnefnd Seltjarn-
arnessóknar kr. 150.000 vegna
kirkjubyggingar í kaupstaðnum.
Ennfremur lögðu kvenfélagskqnur
til kr. 20.000 vegna söfnunar Kven-
félagasambands Islands til kaupa á
geislalækningatæki fyrir kvenna-
deild Landspítalans.
Jólatrésskemmtun barna er í Fé-
lagsheimilinu föstudaginn 3. janúar
nk. og hefst hún kl. 15.00. Ólafur
Gaukur og Svanhildur skemmta
börnunum.
Seðlaveski tapast
Fullorðinn maður varð fyrir því ól-
áni að tapa brúnu seðlaveski í jóla-
innkaupunum og kom það sér ákaf-
lega illa fyrir hann. Þeim sem geta
komið honum í jólaskapið aftur er
heitið fundarlaunum. Upplýsingar í
síma 30224 eða 82380.
FYRIRTÆKI
Stofnuð hefur verið Blikksmiðjan
Vík hf. í Kópavogi. Tilgangur félags-
ins er rekstur blikksmiðju, almenn
blikksmíði ásamt framleiðslu úr
blikki og plasti, eftirlit og þjónusta
á loftræstikerfum, innflutningur og
sala á efnum, vélum og tækjum til
blikksmíða, kaup, leiga, sala og
rekstur fast- eigna, umboðssala og
lánastarfsemi. í stjórn félagsins eru:
Pálmi Helgason formaður, Hjalla-
braut 41, Hafnarfirði, Einar Egils-
son,Þverbrekku 4, Kópavogi, Eyjólf-
ur Ingimundarson, Jörfabakka 18,
Reykjavík. Stofnendur auk ofan-
greindra eru Guðmundur Ingimund-
arson, Klyfjaseli 11, Reykjavík, Jó-
hann Helgason, Brekkubyggð 71,
Garðabæ og Jón Jóhannsson, Akras-
eli 8, Reykjavík..
Könnun Hagvangs:
KVENNALISTINN í
HRAÐRISÓKN
Fylgi Kvennalistans er nú komið í
8,9% samkvæmt skoðanakönnun
sem Hagvangur hefur nýlega gert.
Fylgi flokksins var 5,5% í síðustu
kosningum. I skoðanakönnun DV i
september var fylgi Kvennalistans
5,9%.
Sjálfstæðisflokkur er með mesta
fylgi í skoðanakönnun Hagvangs.
Hann er nú með 42,1% en var t.d. í
síðustu könnun DV með 44,3%.
Alþýðuflokkur er með næstmesta
fylgi og virðist vera rétta úr kútnum
eftir öldudal í sumar. í könnun
Hagvangs er ílokkurinn með 16,2%
en var með 14,5% i DV könnuninni
í september. Alþýðubandalag er með
svipað fylgi og áður. Hann hefur þó
aukið fylgi sitt um 2,6 prósentustig
samkvæmt síðustu Hagvangskönn-
un í júní. Hann er kominn með 14,6%
fylgi og var með 14,2% í síðustu DV
könnun. Framsóknarflokkur vermir
fjórða sætið. Hann er nú með 13%.
Var með 13,8% í síðustu DV könnun
en aðeins með 11% í síðustu Hag-
vangskönnun.
Hjá Bandalagi jafnaðarmanna
virðist síga á ógæfuhliðina. Flokkur-
inn virðist nú vera orðinn minnstur
þingflokkanna. Fylgi hans er komið
í 4,3%. Til samanburðar var það
7,7% í síðustu könnun Hagvangs og
í síðustu DV-könnun 6,2%. Flokkur
mannsins rekur síðan lestina með
1% fylgi, sem er óbreytt miðað við
könnun DV í september. -APH
Tilboð Eimskips:
FRESTAÐ ENN
EINU SINNI
V
Samkvæmt ósk skiptaráðanda hef-
ur Eimskipafélag íslands fallist á að
framlengja enn einu sinni tilboð sitt
í eigur þrótabús Hafskips. Tiboð
Eimskips rennur út 6. janúar.
Að sögn Gests Jónssonar, éins af
bússtjórum þrotabúsins, er þetta gert
til að taka af allan vafa um að öllum
sé heimilt að bjóða í þessar eigur.
Þá þarfnast einnig ákveðin atriði í
sambandi yið tilboð Eimskips nánari
athugunar.
Þeir sem áhuga hafa á að gera til-
boð í eigur Hafskips eru beðnir um
að skila inn tilboðum fyrir kl. 12
föstudaginn 3. janúar. i
Eins og fram hefur komið hafa
nokkrir aðilar sýnt þrotabúinu
áhuga en engin formleg tilboð hafa
þóborist. - APH