Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1985, Blaðsíða 40
FR ÉTTASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu'
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá i
sima 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krónur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið í
hverri viku.
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1985.
DRANGUR
TÝNDIST
Frá Jóni G. Haukssyni, bláða-
manni DV á Akureyri:
„Það bilaði hjá þeim radíóið,"
sagði Baldvin Jónsson, nýráðinn
framkvæmdastjóri Drangs, er skipið
týndist um tíma á leið sinni til hafn-
arborgarinnar Porte-Verglades,
skammt frá Miami í Bandaríkjunum.
Drangur kom þangað í fyrrakvöld.
Norskt fyrirtæki er með skipið á
leigu og verður það í siglingum á
Karíbahafinu næsta árið. Það fór í
sína fyrstu ferð seint í gærkvöldi.
Það var stuttbylgjustöðin í Drangi
sem bilaði. Ekki náðist í skipið í
nokkra daga og ekkert heyrðist frá
því þó að skipverjar reyndu stöðugt
að ná sambandi.
Ahyggjur manna voru orðnar það
miklar að búið var að hafa samband
við Slysavarnafélag íslands og
bandarísku strandgæslustöðina. En
það náðist svo loks samband við
skipið sl. föstudag án þess að leit
væri hafin.
Baldvin sagði að skipverjum liði
vel. „Einn þeirra, vélstjórinn, fær að
vísu ekki að fara í land í Bandaríkj-
unum. Hann er aðeins með ferða-
mannapassa en þarf líka sjómannap-
assa. Því verður kippt í lag eftir
fyrstu ferðina."
Peningabauk
stolið úr
strætisvagni
Strætisvagn stóð staurblankur við
Lækjargötu í gærkvöldi eftir að
búið var að stela peningabauknum
úr honum. Lögreglunni var til-
kynnt um þjófnaðinn kl. 21.15.
Strætisvagnsstjórinn skildi vagn-
inn eftir manhlausan á meðan
hann skaust frá. Þegar hann kom
aftur var búið að stela peninga-
bauknum sem var festur með keðju.
í bauknum var allur afrakstur
dagsins.
- sos
LOKI
Iðnaðarbankinn er þá
með á nótum Útvegs-
bankans.
Ekki rétt að nauölenda
þótt stúlku verði flökurt
Flugvélin flutt til Reykjavíkur eftir lendinguna á Þingvöllum.
DV-mynd: S.
25 ára gamall einkaflugmaður
var í Sakadómi Reykjavíkur nýlega
dæmdur í 50 þúsund króna sekt og
sviptur flugmannsskírteini sínu í
tvö og hálft ár vegna lendingar á
akvegi í þjóðgarðinum á Þingvöll-
um vorið 1983.
Lendingin tókst ekki betur en svo
að flugvélin rann út af veginum og
skemmdist mikið. Flugmaðurinn
gaf þá skýringu að hann hefði þurft
að lenda skyndilega sökum þess að
stúlku um borð varð flökurt.
Dómurinn féllst ekki á að sú
ástæða réttlætti nauðlendingu.
Taldi dómurinn flugmanninn hafa
lent að nauðsynjalausu og dæmdi
hann fyrir gáleysi og brot á flug-
reglum með þeim afleiðingum að
spjöll urðu á flugvélinni auk þess
sem honum, þremur farþegum og
vegfarendum var stofnað í hættu.
Sérstakur flugdómur dæmdi í
málinu. Dómsforseti var Ármann
Kristinsson sakadómari en með-
dómendur Sigurður Líndal prófess-
or og Baldvin Jónsson hæstaréttar-
lögmaður. Einkaflugmaðurinn hélt
ekki uppi vörnum.
- KMU.
Bústaðavegarbrúin var formlega tekin í notkun í gær. Hún er alls 72 metrar að lengd og ein lengsta
brú á íslandi. Heildarkostnaður við brúargerðinaVerður um 46 milljónir. -KÞ/DV-mynd S.
Eldur á Akureyri:
Fékkreyk-
eitrun og
brenndist
Frá Jóni G. Haukssyni, blaða-
manni D V á Akureyri:
Miðaldra kona var flutt meðvit-
undarlaus á sjúkrahús Akureyrar í
gærkvöldi eftir að eldur kom upp í
íbúð hennar í fjölbýlishúsi í Skarðs-
hlíð 8 á Akureyri. Konan var í morg-
un ekki talin í bráðri lífshættu. Hún
fékk reykeitrun og brenndist einnig.
Eldurinn kom upp í stofu í íbúð
konunnar sem er á j arðhæð fj ölbýlis-
hússins. Konan býr ein í íbúðinni.
Þegar slökkiviliðið kom á vettvang
var mikill eldur í stofunni og reykur.
Vitað var af konunni inni og var
þegar ráðist til inngöngu. Þar lá
konan meðvitundarlaus. Hún var
flutt í skyndi á gjörgæsludeild
sjúkrahússins þar sem hún liggur
núna.
Eldsupptök voru ókunn í morgun.
Mestar skemmdir urðu í stofu íbúð-
arinnar, aðallega af reyk og hita.
Hringt var úr næsta húsi og látið
vita af eldinum.
Verður öll starfsemi Þjóðskjala-
safnsins flutt í húsið sem er 7.400
fermetrar að stærð, á næstu 3 til 4
árum. '
Þá er gert ráð fyrir að Safnahúsið
við Hverfisgötu, sem nú hýsir Þjóð-
skjalasafn og Landsbókasafn, verði
tekið undir Hæstarétt eða forsætis-
ráðuneyti.
Einnig mun koma til greina að
ríkið bæti enn við húsakost sinn
með því að festa kaup á húsi Sam-
bandsins við Sölvhólsgötu undir
eitthvert ráðuneytanna.
-KÞ
Menntamálaráðuneytið hefur
fest kaup á húsi Mjólkursamsöl-
unnar við Laugaveg 162 fyrir starf-
semi Þjóðskjalasafns íslands. Er
kaupverð hússins 110 milljónir,
greitt á 17 árum, fyrst 1987.
Fyrrum húsnæði Mjólkursam-
sölunnar, sem nú hefur verið
keypt undir Þjóðskjalasafnið,
fyrir miðri mynd.
Þjóöskjalasafnið í 110
milljón króna húsnæði