Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1985, Síða 18
18
DV. MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1985.
Menning Menning Menning Menning
Látlaus í háttum en hár í mennt
Sigurjón Björnsson & Aöalsteinn Ingólfs-
son - Jóhannes Geir.
Útg.: Lögberg og Listasafn alþýðu, 1985.
Fyrir allmörgum árum voru hér í
heimsókn tveir kunnir færðimenn
íslenzkir, báðir búsettir í Vestur-
heimi, vinsælir menn og vel látnir.
Sá var munur þeirra, að annar hafði
tamið sér það að halda uppi regluleg-
um fréttaflutningi um athafnir sínar
vestra til birtingar í blöðum hér
heima; hinn var svo framtakslaus á
þessu sviði, að ýmsum þótti nóg um.
I samkvæmi einu, þar sem þeir voru
báðir viðstaddir, lét Tómas Guð-
mundsson þess getið, þegar hann
minntist á hinn síðarnefnda, að þrátt
fyrir allt virtust vera til menn í
Vesturheimi, sem ynnu störf sín í
kyrrþey.
Þetta atvik kom mér í hug, þegar
ég fékk í hendur sérlega fallega bók
um góðkunningja minn, Jóhannes
Geir listmálara. Ef nokkur listamað-
ur, sem ég þekki til, hefur unnið störf
sín i kyrrþey, er það Jóhannes Geir.
Það hafa ekki verið barðar bumbur
eða þeyttir lúðrar, þar sem hann
hefur verið á ferð.
Hann hefur fetað listamannsbraut-
ina hægt og hávaðalaust, en sótt á
brattann j afnt og þétt.
Þyrnum stráð braut
I bókinni, sem ég nefndi, er sögð
saga þessa hlédræga listamanns og
rakinn ferill hans, sem hefur verið
erfiður á margan hátt, þótt erfið-
leikamir séu nú að miklu leyti að
baki, annars vegar fyrir stuðning
nokkurra góðra manna, en þó fyrst
og fremst geysilega þrautseigju og
elju hans sjúlfs.
Sigurjón Björnsson prófessor,
æskuvinur og leikfélagi Jóhannesar
Geirs, greinir í alllöngu máli frá
æsku og uppvexti vinar síns á
Króknum, námi hans, þyrnum
stráðri braut, einkalífi og áhugamál-
um. Manni þykir nóg um þann
dæmalausa húsaga, sem ríkti hjá
Jóni Þ. Bjömssyni skólastjóra, föður
Jóhannesar. Hann virðist hafa verið
slíkur púrítani í lífsháttum, að manni
finnst helzt að hann hefði átt heima
Jóhannes Geir.
í liði Olivers Cromwells hins enska.
Jón var mesti merkismaður, en
óneitanlega verður baráttan fyrir
hinu fullkomna siðgæði stundum
dálítið brosleg. Þar á rnóti kom afinn
Jóhannes, tengdafaðir Jóns. Þó að
hann væri Eyfirðingur, virðist hann
hafa haft til að bera þá eiginleika,
sem löngum eru taldir ríkastir í fari
sannra Skagfirðinga, hestamaður,
kvennamaður og drykkjumaður.
Sigurjón greinir af mikilli nær-
færni frá heimilislífinu, en það var
erfitt, því að Jón missti konu sína,
er hún fæddi 10. barn þeirra, en
systkinin héldu vel saman, og svo
kvæntist Jón myndarkonu, sem
reyndist stjúpbörnunum vel. En bæði
móðurmissirinn og púrítanisminn
hafa líklega sett ævilangan svip á
Jóhannes Geir.
Hér er ekki hægt að rekja frekar
efni þessarar úgætu ritgerðar Sigur-
jóns, en hún stendur sannarlega fyrir
sínu.
Ómildirframan af
Aðalsteinn Ingólfsson hefur ritað
mjög greinargóða ritgerð um list
Jóhannesar. Jóhannesi gekk seint
að öðlast viðurkenningu stéttar-
bræðra sinna;' hann fór aldrei út í
abstraktið, heldur hélt sínu striki
óhúð tízkufyrirbrigðum, en þetta gat
verið erfitt. Hann segir á einum stað:
„Þeir voru varla virtir viðlits, sem
vcguðu sér að mála figurativt eða
hlutrænt, hvað þá naturalistar."
Þetta olli Jóhannesi sannarlega
miklu hugarangri og erfiðleikum
eins og við mátti búast um svo við-
kvæman mann, en hann studdist við
málarana frá Sauðárkróki, fyrst Jón
Stefánsson, sem reyndist Jóhannesi
Geir sannarlega betri en enginn, og
svo þá frændur sína Sigurð og Hrólf
Sigurðssyni.
Eins og þessi orð bera með sér er
þess ekki að vænta, að dómamir um
verk Jóhannesar Geirs hafi verið
mildir framan af, og það virðist ekki
hafa verið fyrr en 1965-1970, sem
viðurkenningin fór að koma bæði
hérlendis og erlendis. Síðan held ég,
Bókmenntir
Páll Líndal
að Jóhannes Geir hafi af flestum
verið viðurkenndur einn fremsti
myndlistarmaður þessarar þjóðar, og
vegur hans hafi farið sífellt vaxandi.
Þeir, sem fletta bókinni, munu
sannfærast um, að það er ekki að
ástæðulausu.
„Nú er þekking mín í molum,“
sagði postulinn, og það ú víst sannar-
lega við um mig og þá ekki sízt
þekkinguna á myndlist. Það litla,
sem ég veit um þau efni, er helzt til
komið í fáeinum viðtölum við þann
góða mann Kurt Zier, sem var traust-
ur lærimeistari Jóhannesar Geirs.
Hann átti oft erindi við mig hér áður
fyrr og þegar þeim var lokið, vék
talið oft að myndlistarefnum og þar
var nú ekki komið að tómu kofum.
Ágætur stílisti
Persónulega hef ég, þrátt fyrir tölu-
vert dálæti á abstraktlist, lengi haft
miklar mætur á verkum Jóhannesar
Geirs.
Ég benti t.d. á skólateikningu á
bls. 19. Teikningarnar frá Örlygs-
staðabardaga þykja mér líka furðu-
lega góðar. Að sumu leyti finnst mér
honum hafa þó tekizt einna bezt upp
i pastelmyndum, sem oft eru gerðar
til undirbúnings stærri myndum og
íburðarmeiri. Myndirnar frá 1964 og
næstu árum þykja mér sérlega at-
hyglisverðar og minna mig töluvert
á myndir eftir Mikines, hinn stór-
góða málara Færeyinga. Ekki hef ég
hugmynd um, hvort nokkur tengsl
eru þar á milli. í ritgerð Aðalsteins
er minnzt á ýmsa fræga útlenda
málara, sem Jóhannes Geir hafi stúd-
erað sérstaklega. Sjálfsagt má finna
áhrif frá þeim öllum, en mér finnst
sjálfum, að áhrifa frá Vlaminck gæti
mest.
Þess hefur ekki enn verið getið, að
auk þess, sem nú hefur verið minnzt
á, er Jóhannes ágætur stílisti. Bréf,
sem minnzt er á í bókinni og birtist
í tímaritinu Heima er bezt sumarið
1984, er í senn merkilegt að efni til
og stórvel skrifað.
Um útgáfu þeirrar bókar, sem hér
um ræðir, er ekki annað hægt en
gott að segja. Listasafn ASÍ og Lög-
berg (Sverrir Kristinsson) hafa þegar
gefið út fjórar veglegar lista-
verkabækur, og þessi, sem er hin
fimmta, gefur þeim ekkert eftir. Þar
eru birtar, auk tíðkanlegra og
skemmtilegra familíumynda, 49 lit-
myndir af málverkum Jóhannesar
auk mynda af teikningum. Allt hand-
bragð er smekklegt og við hæfi. Þó
að ég reyni oft að huga sérstaklega
að prentvillum hefur mér ekki enn
tekizt að finna neina.
Það var kominn tími tilr að þessum
góða listamanni væri sýndur verðug-
ur sómi, og það er sannarlega gert
með þessari bók.
Lífið er ekki leikur
Ekki kjafta frá: Helga ^gústsdóttir.
Útgefandi: löunn 198L
Helga Ágústsdóttir sendi frá sér
sína fyrstu bók fyrir tveimur árum
síðan, söguna um krókódílinn
Krókó Pókó sem var ætluð þeim
yngstu. Nú kemur út hjá Iðunni
sagan Ekki kjafta frá þar sem
Helga skyggnist inn í heim ungl-
inganna.
Vandamál unglingsáranna
Aðalpersóna sögunnar er Edda
sem eftir sólarmerkjum að dæma
er í 9. bekk. Hún er dóttir efnaðra
foreldra sem eru tilbúnir að veita
henni flest nema tíma, skilning og
félagsskap sem hæfir aldri hennar
og þroskastigi. Framan af sögu er
Edda töluvert einangruð félags-
lega. Önnur besta vinkona hennar
er flutt í annað hverfi en hin sækist
eftir öðrum félagsskap og spillir
auk þess „sjens“ fyrir Eddu, að
henni finnst. Þetta hvílir á Eddu
ásamt slæmu ástandi í hjónabandi
foreldra hennar. Ekki bætir úr
skák að Edda er ’mjög hlédræg og
feimin og auk þess hrjáð af bólu-
vandamálinu. Oneitanlega finnast
samt ljósir punktar á tilveru henn-
ar og fer þeim fjölgandi er líður á
söguna. - Ný vinkona, nýr vinur,
endurheimt vinkona, viðurkenning
í skólanum og batnandi ástand
heimafyrir.
Að verða fullorðinn
Sagan er sögð frá sjónarhóli
Eddu. Lesandinn fylgir henni og
fylgist með viðbrögðum hennar og
tilfinningum. Nálægðin við sögu-
hetjuna nær hámarki í dagbókark-
öflunum. En í sögunni skiptast á
bein 3. p. frásögn höfundar og
dagbókarform. Edda heldur dag-
bók og er þar gjarnan lagt nánar
út af nýliðnum atburðum, leitað
útrásar fyrir bældar tilfinningar,
sjálfsóánægju og bitrar hugsanir.
Edda virðist vera ofverndað og
ofdekrað barn sem loks er að brjót-
ast út úr bómullarhreiðrinu og
setja sjálfa sig í samband við
umhverfi og aðstæður. - Kannski
dálítið seint ef hún er 15 ára gömul?
1 rauninni er hún að gera svipaða
uppgötvun og Salka Valka gerir
hjá Laxness 11 ára gömul. Það er
bitur reynsla þegar hún kemst að
því að móðir hennar læðist út í
nóttina til að lifa sínu eigin lífi.
Eins og Laxness orðar það: „Að
verða fullorðinn er að komast að
raun um að maður á ekki móður,
heldur vakir einn í myrkri nætur-
innar.“ Að vísu er dæmið ekki
alveg hliðstætt en í dagbók sinni
ljær Edda hugsunum sínum þenn-
anbúning:
- Ég hef aldrei hugsað út í
það fyrr, að pabbi og
mamma gætu verið að pæla
í einhverju öðru en því sem
er hérna heima, eða því sem
þau eru að gera; eins og
mamma á þessu menning-
artrippi og pabbi niðri í
Visnó.
Þegar ég fór að hugsa
meira um það, þá varð ég
hálffeimin við það. - En ég
sé það þegar ég fer að pæla
í því, að þau eru líka ein-
staklingar.
-Bls. 114
Helga Ágústsdóttir.
Bókmenntir
HILDUR
HERMÓÐSDÓTTIR
Það léttirtil
Flestar íslenskar unglingasögur,
sem komið hafa út á undanfömum
árum, hafa stráka í aðalhlutverki
og þar hefur hlutur stelpnanna
verið misjafnlega raunhæfur. Hér
er loks til umfjöllunar heimur
unglingsstúlkunnar og vandamál
hennar koma býsna kunnuglega
fyrir sjónir að mörgu leyti. Edda
er feimin, hæglát stúlka, skynsöm
og hugsandi, en umhverfi hennar
er tæplega gróðrarstía fyrir við-
kvæma sál og því hefur hún dregið
sig í skel. Andrúmsloftið á heimil-
inu er þrúgandi, fullt af tortryggni
og nöldri; og yfir hvílir leyndar-
dómsfullur skuggi vegna andláts
Huldu, eldri systur Eddu.
Sem betur fer léttir heldur til í
heimi Edddu er líður á söguna. Hún
tekur töluverðum þroska og skiln-
ingur hennar og umburðarlyndi
vex að sama skapi.
Hægstreym frásögn
Það er enginn asi ú höfundinum
í frásögninni. Hann gefur sér góðan
tíma til að íhuga málin með Eddu
og situr það í fyrirrúmi fyrir æsi-
legri atburðarás. Frásögnin er
hægstreym en þó er töluverður
þungi í straumnum undir niðri og
ýmislegt sem gerist varðandi að-
stæður söguhetjunnar. Framan af
sögunni fannst mér eins og vantaði
neistann í frásagnargleðina en
þegar líður á söguna nær höfundur
sterkari tökum á lesandanum og
spennan eykst.
Það býr mikil alvara að baki
þessari sögu; skilningur á högum
fólks og hugsunum. Lesandinn er
minntur á það að lífið er ekki leik-
ur. Allir eiga við sín vandamál að
stríða - jafnvel nánustu vinir án
þess að við höfum kannski hug-
mynd um það. Galdurinn er aðeins
sá að axla byrðarnar án þess að
kikna undan þeim og deila vandan-
um með öðrum í stað þess að byrgja
hann inni. - Eða eins og Stína,
vinkona Eddu, segir á bls. 98:
„Það fer bara alveg í mínar
fínustu, þegar vinkonur
manns ganga um með heim-
inn á herðunum og leyfa
manni ekki einu sinni að
lyfta undir eitt hornið."
Tónninn í þessari sögu er hlýr
og málið gott, kannski mætti kalla
það vandað unglingamál eða eitt-
hvað í þá áttina. Frágangur bókar-
innar virðist góður og myndin sem
piýðir kápuna skemmtileg.