Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1985, Blaðsíða 12
12
DV. MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1985.
I
Frjálst.óháð dagbiað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLT111, SÍMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLT111
Prentun: ÁRVAKU R H F. - Áskriftarverð á mánuði 450 kr.
Verð I lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr.
Erfið samningastaða
Samningamenn Alþýðusambandsins fara geyst af stað
í þessum kjarasamningum. Samningar eru lausir nú um
áramótin. I fyrstu kröfugerð er reynt að endurheimta
kaupmátt ársins 1983, auk breytinga á launaflokkum,
sem gagnast eiga hinum lægst launuðu. Þetta þýðir,
að kröfurnar eru upp á átta prósent aukningu kaup-
máttar launa.
Eðlilegt er, að reynt sé. Hrap kaupmáttar um átta
prósent er mikið áfall fyrir hina mörgu, sem hafa úr
litlu að spila. En hversu rökrétt er að ímynda sér, að
aðstæður séu nú þannig, að slíkar kröfur standist? Hér
stefndi að óbreyttu í gífurlegar launahækkanir, gengju
kröfurnar fram. Líklegt er, að verðbólga verði ekki
minni en 30-40 prósent á næsta ári og gæti orðið meiri,
verði kauphækkanir miklar. Hvernig er efnahagur
þjóðarbúsins undir slíkt búinn?
Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir, að kaupmátturinn
geti vaxið um hálft prósent á næsta ári. Svigrúmið er
vafalaust eitthvað í þeim dúr. Auðvitað er ekki unnt
að gera ráð fyrir, að fyrstu kröfur launþega nái óbreytt-
ar fram að ganga. En hér munar miklu.
Staða útflutningsatvinnuvega er sú, að ríkisstjórn og
Seðlabanki hafa frestað gengisfellingu krónunnar, sem
fískvinnslan þarfnast óhjákvæmilega. Þetta þýðir, að
gengisfelling í kjölfar mikilla krónuhækkana á laun
verður þeim mun meiri. Þetta er ekki glæsileg staða.
Launþegar fengu sig fullsadda á því í kjarasamningum
haustið 1984, að gengisfelling eyddi nær samstundis
allri kauphækkuninni. Eftir stóð þjóðfélagið með óða-
verðbólgu, sem hélzt nokkuð fram á yfirstandandi ár.
Fyrst og fremst verður að forðast slíkt. Ætlast verður
til þess, að samningamenn hafi eitthvað lært. Raunar
bentu samningarnir í júní síðastliðnum til nokkurs
lærdóms. Þá voru hækkanir hófsamlegar og reynt að
varðveita kaupmáttinn.
Illu heilli brást ríkisstjórnin, þannig að góður vilji
samningamanna í júní réð ekki ferðinni.
Alþýðusambandsmenn krefjast einnig, að kaupmáttur
samninganna verði nú tryggður með rauðum strikum.
Þannig hækki kaup að nýju, fari verðbólga yfir viss
mörk. Sem betur fer er ekki reynt að endurvekja gamla
kerfið með fullri vísitölubindingu. En hvernig verður
hið nýja frábrugðið? Vissulega þarf ríkisstjórnin að
taka á sig töluverða ábyrgð í næstu kjarasamningum.
Hún þarf að sjá til þess, að kaupmátturinn verði varð-
veittur, hvort sem hann verður negldur niður við rauð
strik eða ekki. En hvernig er ríkissjóður í stakk búinn
til að mæta slíku?
Sannast sagna er ríkissjóður illa undir þetta búinn.
Nú stefnir í gífurlegan halla á fjárlögum á þessu ári.
Þetta þýðir erlend skuldasöfnun að sama skapi. Þróunin
gengur þvert á loforð ríkisstjórnarinnar. Enn virðist
sem stefna muni í halla á næsta ári. Ríkissjóður virðist
því næsta illa kominn. Erfitt verður að mæta kröfum
um, að ríkisstjórnin haldi verðbólgunni niðri til að
vernda kaupmátt næstu kjarasamninga. En það verður
engu síður að vera krafa þjóðarinnar, allra launþega,
að ríkisstjórnin geri þetta.
Til þess þarf ríkisstjórnin að nýju að finna sér stefnu.
Bjóða verður fram aðgerðir, sem tryggja kaupmátt
ráðstöfunartekna eftir skatta, eða með öðrum orðum
kaupmátt lífskjara, en forðast krónuhækkanirnar.
Haukur Helgason.
„Þó að það sé ekki lengur áhyggjuefni okkar hvaða viðbrögð hann sýnir þá hljóta menn að velta
fyrir sér þeim yfirlýsingum sem hann lét frá sér fara í fjölmiðlum.“
Fyrsta skrefið í átt
að heildarsamtökum
Þá liggur ljós fyrir niðurstaða úr
atkvæðagreiðslu Kennarasam-
bands íslands um veru þess í BSRB.
Niðurstaðan var enn ákveðnari nú
en í vor þar sem nær þrír fjórðu
þeirra sem afstöðu tóku kusu að
vera utan bandalagsins. Þátttakan
var líka mun meiri en í vor. Þegar
slík ákvörðun er tekin þá er það
mikill kostur að hún skuli vera
svona afgerandi. Þessi atkvæða-
greiðsla var framkvæmd til að
skera úr um ágreining sem stóð um
niðurstöðurnar frá í vor. Djúpstæð-
ur ágreiningur, sem varir lengi, er
hverju félagi hættulegur og því
voru menn sammála um að kjósa
skyldi aftur nú og allir myndu hlíta
þeirri niðurstöðu sem fengist.
Frumkvæði
Kennarasambandsins
Kennarar hafa jafnan verið í
forystusveit í launaþegahópi ríkis-
starfsmanna. Þeir eru nú spor-
göngumenn í því að sameina í eitt
félag kennara sem um mörg ár
hafa verið í tveimur samtökum.
Kennarar í KÍ og HÍK vinna ötul-
lega að því að sameina þessi tvö
félög. Þar með er hafln mjög merki-
leg þróun í því að byggja upp ný
heildarsamtök. Þau samtök verða
að vera þannig uppbyggð að alger-
lega fullur samningsréttur verði.
Því er nú fyrir höndum hörð bar-
átta sem kennarar hafa ákveðið að
leggja í og treysta sér til að ná
árangri. Nú fyrst geta þeir farið að
beita afli sínu af fullum þunga.
Auðvitað er þeim ljóst, kannski
betur en mörgum öðrum, að árang-
ur næst ekki án fyrirhafnar. Fé-
lagslega eru kennarasamtökin vel
skipulögð og sterk. Þau eru lang-
samstæðasti hópurinn innan ríkis-
starfsmanna og í baráttu fyrir betri
kjörum og betri skólum vænti ég
þess að styrkur þeirra verði aug-
ljós. Þeim hefur sviðið það sárt
undanfarið að sjá ekki bara tugi
heldur hundruð hverfa út stéttinni,
Kjallarinn
KÁRI
ARNÓRSSON
annaðhvort með því að hætta störf-
um eða koma ekki til kennslu að
prófi loknu. Ástæðan hefur ein-
göngu verið léleg laun.
Á þessu ári, sem senn er á enda,
fór fram á vegum menntamála-
ráðuneytisins sérstakt mat á starfi
kennarans. Niðurstaðan var sú að
starfið var vanmetið til launa og
hafði dregist aftur úr þeim störfum
sem miðað var við í starfsmati 1970
og var þó talið að sú viðmiðun
hefði þá þegar verið kennurum í
óhag. Þetta baráttutæki er enn í
fullu gildi. Það vakti hins vegar
athygli okkar kennara að engar
undirtektir heyrðust frá forystu
BSRB um réttmæti kjarabóta til
kennara á grundvelli þessarar
endurskoðunar, en það er önnur
saga.
Kennarar munu að sjálfsögðu
byggja sínar kröfur á þessu endur-
mati, svo og hljóta hin geigvænlegu
vandkvæði, sem skólum landsins
eru búin vegna skorts á kennurum,
að vega þungt.
í ágætum sjónvarpsþætti, sem
unglingar áttu með menntamála-
ráðherra og forsætisráðherra,
komu þessir erfiðleikar skýrar fram
en hjá flestum öðrum. Ekki er það
að undra því á nemendunum
brennur þetta heitast. Mennta-
málaráðherra hét því að snúist yrði
gegn þessum vanda því öllum væri
hann ljós. Nemendur, kennarar og
foreldrar vænta þess að Sverrir
Hermannsson bregðist hart við í
þessu efni eins og hann hefur sýnt
að honum er lagið þá mikið liggur
við.
Viöbrögðformanns BSRB
Margir urðu undrandi á við-
brögðum formanns BSRB er hann
var spurður um niðurstöður úr
atkvæðagreiðslu kennara. Þó að
það sé ekki lengur áhyggjuefni
okkar hvaða viðbrögð hann sýnir
þá hljóta menn að velta fyrir sér
þeim yfirlýsingum sem hann lét frá
sér fara í íjölmiðlum. Að hans dómi
er brottför kennara úr BSRB ekki
áfall fyrir bandalagið svo hægt sé
að nefna, en það er mikið áfall fyrir
kennara.
Aðgerð sem mjög mikil samstaða
næst um innan félags er áfall fyrir
félagið. En það er ekki áfall fyrir
BSRB (að dómi forystunnar) að
missa úr röðum sínum 27% ríkis-
starfsmanna og 45% þeirra sem
þátt gátu tekið í verkfalli væri um
það að ræða. Hér eru í hnotskurn
þau viðhorf sem ríkt hafa innan
títtnefndrar forystu um langa hrfð,
nefnilega þau að horfast ekki í
augu við raunveruleikann. Þetta
vorum við kennarar búnir að reka
okkur á margsinnis og vissum það
að meðan slík viðhorf ríktu yrði
engu breytt innan bandalagsins.
Formaður BSRB endaði viðtal sitt
í sjónvarpinu á þá leið að svo væri
komið fyrir íslenskri verkalýðs-
hreyfmgu að hún stæði nú í svipuð-
um sporum og í frumbemsku. Já,
illt er ef satt er og einhvers staðar
hefur þá verið haldið illa á spilum
og enn verr spilað úr hjá forystunni
síðustu áratugina ef svona er
komið. Ég hef ekki heyrt neinn
mæla fyrir því með sterkari orðum
að mikil nauðsyn sé á uppstokkun
launþegasamtakanna. Það er það
sem kennarasamtökin eru nú að
gera. Kennarar kveðja BSRB ekki
með neinum sárindum. En því fyrr
sem menn átta sig á að i grundvall-
aratriðum verður að breyta skipu-
lagi verkalýðshreyfingarinnar
þeim mun meiri von er um kjara-
bætur. Óbreytt skipulag leiðir af
sér togstreitu en ekki samstöðu.
SKÓLASTJÓRI
a „Djúpstæður ágreiningur, sem varir
^ lengi, er hverju félagi hættulegur og
því voru menn sammála um að kjósa
skyldi aftur nú og allir myndu hlíta þeirri
niðurstöðu sem fengist.“