Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1985, Side 23
DV. MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1985.
23
Nýjar bækur Nýjar bækur Nýjar bækur Nýjar bækur
þorpsins vita meira en þeir vilja láta
uppi og þeir bregðast illa við spurn-
ingum Markúsar. Það eina sem hann
fær upp úr þeim er að óráðlegt sé að
dveljast í húsinu að næturþeli.
Anke de Vries er hollenskur höf-
undur sem hefur unnið sér mikinn
orðstír fyrir barna- og unglingabæk-
ur sínar sem þýddar hafa verið á
mörg tungumál.
Álfheiður Kjartansdóttir þýddi.
Bókaútgáfan Iðunn gefur út. Bókin
er prentuð í Hólum hf.
ÆVIMINNINGAR
LÆKNIS
Iðunn hefur sent á markað bókina
Æviminningar læknis eftir Sigurð
Magnússon, fyrrum héraðslækni.
Höfundur var starfandi læknir á
Ólafsfirði þegar nýskipaður land-
læknir, Vilmundur Jónsson, sótti
hann heim sumarið 1932 en áður
hafði Sigurður gegnt héraðslækni-
sembætti á Þingeyri og Patreksfirði
í þrjá áratugi. Þeim stéttarbræðrum
varð skrafdrjúgt enda var Sigurður
viðræðugóður í besta lagi og sagði
hinum nýja oddvita læknastéttar-
innar margt frá námi sínu í Lækna-
skólanum á árunum 1887-1891,
læknisreynslu og starfskjörum
lækna fyrir og eftir aldamótin síð-
ustu. Lét Vilmundur þess þá þegar
getið „að fróðleikur sá ætti skilið að
skrásetjast". Síðar tók hann þann
þráð upp aftur og með þeim árangri
að haustið 1939 hafði Sigurður lokið
minningum sínum. Ritaði Vilmundur
þá þegar fyrir þeim formála þar sem
segir m.a. á þessa leið:
„Er hér ritaður þáttur í menn-
ingarsögu vora, sem mér er
ekki kunnugt um, að áður
hafi verið færður í letur, og
af þeim manni, að ég ætla
ekki annan núlifandi manna
til þess kjörnari. Nefni ég þar
einkum til frásagna um lækn-
isnámið og undirbúning
lækna undir lífsstarfið, áður
en hófst hin nýja öld læknis-
menntunarinnar hér á landi,
svo og starfsskilyrði lækna á
þeim tímum, að ógleymdum
erfiðleikum þeim að vera
uppfræddur af einni þekking-
aröld til starfa á annarri.
Ætla ég höfundinn valinn
fulltrúa þeirra tímaskipta-
manna.
Útgáfuna annaðist Hannes Péturs-
son skáld með góðum stuðningi
Benedikts Tómassonar læknis. Bók-
in er að öllu leyti unnin í Prentsmiðj-
unni Odda hf. Auglýsingastofan
Octavo hannaði kápu.
SPENNANDI
SJÓFERÐAÆVINTÝRI
FRÁ STRÍÐSÁRUM OG
FRIÐARTÍMUM
Stríðsárasiglingar og smyglævin-
týri eru meðal þess sem Jón Stein-
grímsson skipstjóri fjallar um í stór-
skemmtilegri og lifandi minningabók
sinni. VAKA-HELGAFELL gefui
bókina út og nefiiist hún Kolakláfai
og kafbátar.
Hér segir frá ævintýrum Jóns bæði
á sjó og landi í fjarlægum heimsálf-
um. Stórhættulegar siglingar á ís-
lenskum og færeyskum skipum á
stríðsárunum á Norður-Atlantshafi
eru viðamikill þáttur frásagna Jóns
en hann varð vitni að því er þýskar
flugvélar og kafbátar gerðu árásir á
skipalestir sem hann var í og sökktu
nálægum skipum.
Og ekki mun síður forvitnilegt að
lesa um það hvernig íslenskir far-
menn stóðu að áfengissmygli til
landsins en sú iðja nefndist þeirra á
meðal „aukabúgreinin góða“.
Kolakláfar og kafbátar er sett,
prentuð og bundin í prentsmiðjunni
Oddahf.
Dagur
Ijóðsins
Dagur Sigurðarson hefur gefið út
ljóðabókina „Fyrir Laugavegsgos". í
bókinni eru tuttugu ljóð handskrif-
uð, og ein smásaga. M.a. er þar ljóð
sem heitir „Bragfræði" og hljóðar
svo:
Það er enginn vandi að yrkja
þegar maður kann það
það er bara að raða orðunum
rétt saman.
Annað „Ljóðabréf ‘ hljóðar svo:
í Dag er góður
Dagur til að elska.
Eruð þið hagsýn?
Þeir eru margir sem i gegn um árin hafa notið
góðrar þjónustu Vogue.
Tökum daglega upp nýjar tiskuvörur í miklu úrvali.
Jóladúkar, jólaefni.
Gardfnu- og fataefni.
Rúmfataefni úr t>ómuli|og damaski.
Rúmteppi og efni úr indverskri bómull,
einnig vattstungin rúmteppaefni.
Dúkar úr bómull og púðar úr bómull og silki.
Rúmföt, veggteppi og gólfmottur.
Södahl dúkar, diskamottur og ýmsir smáhlutir eins og
kökubox, kertastjakar, glasabakkar og fleira.
i *■ É»*V -jt' f
Nýi ungbarnabílstóllinn frá
Britax er einhver gleöilegasta og
þarfasta nýjung sem komið hefur á
markaöinn langa lengi. Ungbarna-
bílstóllinn erætlaðurbörnum allt
frá fæðingu, þar til þau eru oröin
u.þ.b. 10 kíló aö þyngd. Stóllinn
bætir þannig úr brýnni þörf, því
venjulegir barnabílstólar eru ekki
ætlaðir yngri börnum en 6 mánaða.
Stóllinn er bæði öruggari og mun
meðfærilegri en burðarrúm og
hentar ekki aðeins í bíla, heldur er
hann einnig tilvalið sæti hvar og
hvenær sem er.
Britax ungbarnabílstóllinn er
festur í bílinn með venjulegu
öryggisbelti hvort sem er í fram
eða aftursæti. Barnið snýr undan
umferðinni eins og öruggast er og
hægt er að stilla hallann á sætinu.
Mjög auðvelt er að koma stólnum
fyrir í bílnum og taka hann úraftur.
Stóllinn er viðurkenndurafbreskum
umferðaryfirvöldum, sem gera
mjög strangar kröfur í þessum
efnum.
Britax ungbarnabílstóll er gjöf
sem sýnir ómælda umhyggju.
Verð aðeins kr. 3.390.-
Fæst á næstu Shellstöð og í
Skeljungsbúðinni Síðumúla 33.