Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1985næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1985, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1985, Blaðsíða 16
16 DV. MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1985. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Hefur þú hafist handa við jólabaksturinn? ■ Hansína Kristleifsdóttir húsmóð- ir: Nei, ég byrja á morgun (17. des.). Ég baka bara smávegis: tertu, form- köku og tvær sortir af smákökum. Þetta læt ég duga. Marteinn Sverrisson, vinnur við kælitæki: Ég hef tekið þátt í því með konunni en efast nú um að ég sé góður bakari. Við erum eiginlega búin; hún er góður bakari. Siðferðileg brotalöm Skattþegn og kjósandi spyr: Ætli það sé hugsanlegt að Haf- skipsmálið verði eingöngu reifað sem viðskiptamál? Það sér hver heilvita maður að hér er um að ræða tukthúsmál þar sem stinga á inn forstjóra og stjórnarformanni og handleika þá samkvæmt réttar- farslegum reglum þessa lands. Sömuleiðis á að víkja þegar í stað frá öllum bankastjórum aðalbank- ans og einnig bankaráði og Alþingi á að hundskast til þess að skipa rannsóknarnefnd þegar í stað. En það er víst borin von. Samtrygging spillingarinnar er aðalsmerki Al- þingis í formi gervilýðræðis. Hlut- ur fyrrverandi stjórnarformanns Hafskips og fyrrverandi formanns bankaráðs Utvegsbankans er mál sem hlýtur að koma inn í myndina, ef gengið er fram í þessu máli eins og í siðuðu þjóðlandi sæmir. Fólk- ið, sem veitti núverandi stjórn- völdum brautargengi, tók á sig myntbreytingarsvindlið, síðan sví- virðilega kjaraskerðingu til þess að ná niður verðbólgunni, með því að lúta afnámi kaupgjaldsvísitölu, horfir nú á úrræðalausa stjórnend- ur þessa lands í hverju misindis- málinu á fætur öðru með japli vim íjárlagagöt og annað í þeim dúr. En við skulum ekki gleyma því að þeir sem treyst er til forystu í fyrir- tækjum sem og á hinum ýmsu svið- um þjóðlífsins hljóta að hafa öðlast menntun sina í einhverjum menntastofnunum þessa lands; hvernig skyldi sú uppfræðsla fara íram? Fyrir löngu var mér sögð saga er gerðist í Háskóla íslands, nánar tiltekið lögfræðideild. Þá var prófessor í þeirri deild Bjarni heit- inn Benediktsson. Einn nemenda hans hafði haft í frammi utan skól- atíma vafasama aðgerð til fjáröfl- unar og vissu skólafélagar hans af því. Kom þar að þetta barst til eyrna prófessors. Hann, eftir því sem sagan segir, leggur fyrir nem- endur sína getraun, sem reyndi töluvert á siðferðilegt þrek nem- enda hans. Féll þessi umræddi nemandi á prófinu. Ræddi prófess- orinn við nemandann um ýmis mál, er kæmu til með að verða á vegi hans sem lögmanns, ef úr yrði. En í þessu viðtali komst prófessor- inn að svo siðferðilegri brotalöm í hugsun nemandans að hann vék honum úr námi til þess að forða samfélaginu frá jafnskemmdum ávexti. - Verkamaður með skóflu og haka gerir aldrei stórtjón en margir glepjast á manni með próf og hafa því miður stundum þurft að bíta í súrt epli. Ragnheiður Benediktsdóttir sjúkraliði: Já, ég byrjaði um 10 desember og er búin með 5 sortir af smákökum. Það er eitthvað af tertu- botnum eftir. Ætli ég klári ekki um 18. Steinunn Júlíusdóttir húsmóðir: Já, já, það er vika síðan og ég er búin með allt. Þetta var ekkert mál, bara þetta venjulega. Hrefna Rúnarsdóttir nemi: Já, já, fyrir hálfum mánuði. Ég er búin með slatta og eiginlega búin. Böðvar Björnsson velvirki: Nei, ég hef alveg sleppt því, ég er svo lélegur bakari. Konan mín er byrjuð, það er ábyggilega vika síðan og komnar 6 til 8 sortir af smákökum. Ég held að hún sé langt komin. Systir mín bauð mér á sýningu hjá Módelsamtökunum. Boðsmiðinn úr gildi Einn mjög óánægður skrifar: Mig langar til að segja frá heldur óskemmtilegri reynslu sem ég varð fyrir á skemmtistaðnum Broadway fimmtudaginn 21. nóv. síðastliðinn. Málavextir voru þeir að mér var boðið á Broadway þennan tiltekna dag til þess að horfa á Módelsamtök- in sýna en það var árssýning hjá þeim. Fékk ég meðfylgjandi miða hjá systur minni sem er meðlimur í Módelsamtökunum. Eins og sjá má á miðanum stendur þar að húsið opni kl. 20 en eins og ástatt var hjá mér þetta tiltekna kvöld þá komst ég ekki fyrr en um kl. 22, en húsið var opið til kl. 1 e.m. Nú, ég mætti þarna uppáklæddur og snyrtilegur, með boðsmiðann minn og var ég í fylgd með öðru fólki úr fjölskyldu minni sem einnig var með boðsmiða. Þegar við ætluðum að afhenda boðsmiða okkar vildu dyraverðir ekki taka við þeim en tjáðu okkur að miðinn hefði bara gilt til kl. 21 þó það standi hvergi á miðanum. Þurftum við að greiða 250 kr. hvert okkar til þess að komast inn, sem við gerðum. Mig langar þess vegna að spyrja forráðamenn Broadway hvort hér sé ekki um að ræða slæm svik í tafli og hvernig þeir geti leyft sér að koma svona fram við fólk til að auðgast á því. Ég spurði einnig systur mina, sem er í Módelsamtökunum, hvort hún hefði vitað um þessa auðgunar- aðferð þeirra og svaraði hún því neitandi og varð jafnhneyksluð og ég- Brúttólaun ráðherra og opinberra forráðamanna: Var fréttin um 228 þús. krónur röng? Launþegi skrifar: I fréttum fyrir nokkru var því sleg- ið upp að í launagreiðslum ríkisins hefðu átt sér stað þau mistök að launatékkar hefðu víxlast milli tveggja aðila, ráðuneytisstjóra fjár- málaráðuneytis og tollþjóns. En þessir menn voru sagðir nafnar. Tollþjónninn hafði skilað til baka launatékka sínum, sem sagður var hafa verið upp á kr. 228 þús., og fengið í staðinn sinn rétta launa- tékka sem var víst talsvert lægri. I dálkunum Sandkomi í DV kom svo síðar eins konar leiðrétting á þessari frétt frá ráðuneytisstjóranum sem sagði að sín útborguðu laun hefðu ekki verið sú upphæð sem fréttin greindi frá. Þá er spurningin sú hvort upp- haflega fréttin hafi verið röng, eða hvort eitthvað sé málum blandað. Nú er það svo að yfirleitt ætti fólk ekki að hnýsast í sh'k einkamál sem launagreiðslur eru en þar sem fréttin hafði birst var auðvitað ekki úr vegi að kanna nánar hvort laun til opin- berra aðila, þótt í háum stöðum séu, gætu numið svo hárri upphæð sem hér um ræðir, kr. 228 þús. Ef fréttin er röng á auðvitað að leiðrétta hana eða bera til baka frá réttum aðila, launadeild fjármála- ráðuneytis, því fréttin nafngreindi tvo aðila, tollþjóninn og ráðuneytis- stjórann sem þolanda mistakanna. Þar sem sú háa upphæð, sem nefnd var til ótborgunar mánaðarlauna, nettó eða brúttó, er langt fyrir ofan venjuleg laun til hinna almennu launþega er ekkert óeðlilegt að landsmenn fengju á þessu nánari skýringu. Énnfremur er ekkert úr vegi að landsmenn fengju að sjá svart á hvítu, hver laun til dæmis ráðherra okkar eru, og þá ekki eingöngu grunnlaun heldur þau laun sem þeir þiggja fyrir önnur störf sín, ef um slíkt er að ræða. Sama gildir um þingmennina. Þeir eru sagðir hafa svokallað þingfarar- kaup en hvað hafa þeir í laun þegar allt er talið? í ljósi harðorðra yfirlýsinga sumra þingmanna um laun fólks í einka- geiranum svonefnda væri fróðlegt að heyra meira um launamál hinna ýmsu forráðamanna okkar um leið og skýring er gefin á tékkavíxluninni margnefndu. Draumur fagmannsins sérhæfð áhöld í tösku á ótrúlega lágu verði. Einnig er hægt að kaupa einstaka hluti. ARNIOLAFSSON HF. Vatnagörðum 14, Reykjavik. Sími 83188. Spurningin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 290. tölublað (18.12.1985)
https://timarit.is/issue/190462

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

290. tölublað (18.12.1985)

Aðgerðir: