Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1985næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1985, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1985, Blaðsíða 31
DV. MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1985. 31 Peningamarkaður Sandkorn Sandkorn Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-74 ára geta losað inn- stæður með 6 mánaða fyrirvara, 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningam- ir eru verðtryggðir og með 8% nafnvöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn- vextir eru 29% og ársávöxtun 29%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 27% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði án úttektar upp í 33%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 33,5% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 36% nafnvöxtum og 36% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðrétt- ingu. Tvisvar á ári má taka út án þessa frá- dráttar. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 39% nafnvöxtum og 42,8% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 28% nafnvöxtum og 30% ársávöxtun eða verðtryggðir og ineð 3,5% vöxtum. Hærri ávöxtunin gildirhvern mánuð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 36% nafnvöxtum og 34% ársávöxtun eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttékt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 22%, eftir 2 mánuði 23,5%, 3 mánuði 25%, 4 mánuði 26,5%, 5 mánuði 28%, eftir 6 mánuði 29,5% og eftir 12 mánuði 34%. Árs- ávöxtun á óhreyfðu innleggi er 36,9%, eða eins og á 3ja og 6 mánaða verðtryggðum reikningum reynist hún betri. Vextir færast tvisvaráári. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 34,6%, eða ávöxtun 3ja mán- aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt- um sé hún betri. Samanburður er gerður mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir spari- sjóðsvextir, 22%, þann mánuð. Öndvegisreikningur er bundinn til 18 mánaðar, verðtryggður og með 7% nafnvöxt- um á binditímanum. Eftir það reiknast sömu vextir og á 3ja mánaða reikning í bankanum. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun annaðhvort 34,8% eða eins og á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 3,5% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari- sjóðsvextir, 22%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársíjórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila ársfjórðung. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 32%, með 34,3% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp- vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn- an mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 22%. Vextir færast misserislega. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur. Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára en innleysanleg eftir þrjú ár, 10.09.88. Nafnvextir 7%. Vextir, vaxtavextir og verðbætur greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamið- um, skírteini til mest 15 ára, innleysanleg eftir 5 ár, 10.09.90. Vextir eru 6,71% á höfuð- stól og verðbætur, reiknaðir misserislega og grciddir út gegn framvísun vaxtamiða. Verð- bætur greiðast með höfuðstól við innlausn. Með hreyfanlegum vöxtum og 50% vaxta- auka, til 18 mánaða eða 10.03.87. Vextir eru meðaltal vaxta á 6 mánaða verðtryggðum reikningum bankanna og með 50% álagi. Vextir, vaxtavextir, vaxtaauki og verðbætur greiðast með höfuðstól við innlausn. Gengis- tryggð skírteini eru til 5 ára, 10.09.90. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR og bera 9% vexti. Vextir og vaxtavextir greiðast við inn- lausn með höfuðstól, í samræmi við stöðu SDR. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60‘X, af brunabótamati fasteign- anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverð- tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er al- mennt 12-18% umfram verðtryggingu. I Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til einstaklinga 720 þúsundum króna, 2-4 manna fjölskyldna 916 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.073 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik- um) 1.237 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 348 þúsund krónur til einstaklings, annars mest 139-174 þúsund. 2-4 manna fjöl- skylda fær mest 442 þúsund til fyrstu kaupa, annars mest 177-221 þúsund. 5 manna fjöl- skylda eða stærri fær mest 518 þúsundir til fyrstu kaupa, annars mest 207-259 þúsund. Lánstími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að láns- rétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150-700 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- tryggð og með 5-8% vöxtum. Lánstími er 15-35 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytijegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextirnir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tímans 1220 krónur og ársávöxtunin þannig 22%. Liggi 1000 krónur inni í 6 + 6 mánuði á 22% nafnvöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir 6 n\ánuði. Þá er upphæðin orðin 1110 krónur. Á hana koma svo 11% vextir eftir næstu 6 mánuði. Þannig verður innstæðan í lok tím- ans 1232 krónur og ársávöxtunin 23,2%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru 3,75% á mánuði eða 45% á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því 1,125%. Vísitölur Lánskjaravísitala í desember 1985 er 1337 stig en var 1301 stig í nóvember. Miðað er við grunninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 4. ársíjórðungi 1985 er 229 stig á grunninum 100 frá janúar 1983 en 3392 stig á grunni 100 frá 1975. VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 11 .-20.12.1985 INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUNI ■e i 4 * SJA sErlista iii! ii 1! II11 l| !l í! ú INNLÁN ÓVERÐTRYGGÐ SPARISJÓÐSBÆKUR Úbundin innstæða 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22,0 22.0 22.0 22.0 SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 25.0 26.6 25.0 25.0 23.0 23,0 25.0 23,0 25.0 25.0 6 mán.uppsögn 31.0 33.4 30.0 28,0 28.0 30.0 29.0 31.0 28.0 12 mán.uppsöqn 32.0 34,6 32.0 31.0 32.0 SPARNAÐUR - LANSREHUR Sparað 3-5 mán 25.0 23.0 23.0 23.0 23.0 25.0 25.0 INNLÁNSSKÍRTEINI Sp. 6mán. ogm. Til 6 inánaða 29.0 28.0 30.0 28.0 26.0 23.0 29.0 28.0 28.0 TÉKKAREIKNINGAR Avisanareikningar 17.0 17.0 8.0 8.0 10.0 10.0 8.0 10,0 10.0 Hlaupareikningar 10.0 10.0 8.0 8.0 10.0 10.0 8.0 10.0 10.0 INNLÁN VERÐTRYGGÐ SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 2.0 1.5 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 2.0 1.0 6 mán.uppsögn 3.5 3.5 3.5 3.0 3.5 3.5 3.0 3.5 3.0 INNLÁN GENGISTRYGGD GJALDEYRISREIKNINGAR Bandar ik jadollarar 8.0 8.0 7.5 7.0 7.5 7.5 7.5 7.5 8.0 Sterlingspund 11.5 11.5 11.0 11.0 11.5 11.5 11.0 11.5 11.5 Vestur-þýsk mörk 5.0 4.5 4.25 4.0 4.5 4.5 4.5 5.0 4.5 Danskar krónur 10.0 9.5 8.0 8.0 9,0 9.0 9.0 10.0 9.0 ÚTLÁN ÓVERÐTRYGGÐ ALMENNIRVÍXLAR (forvextir) 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 VIÐSKIPTAVÍXLAR (forvextir) 34.0 2) kge 34,0 kgc 32,5 kge kge 34,0 almennskuldabrEf 32.03) 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 VIOSKIPTASKULDABRÉF 35.02) kge 35.0 kgc 33,5 kge kge kge 35.0 HLAUPAREIKNINGAR ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ YFIRDRATTUR 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 SKULOABRÉF Að 21/2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 Lengri en 21/2 ár 5.0 5,0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 ÚTLÁN TIL FRAMLEIÐSLU SJANEÐANMALSI) 1) Lán til innanlandsframleiðslu eru á 28,5% vöxtum. Vegna útflutnings, í SDR 9,5%, í Bandaríkjadollurum 9,5%. í sterlingspundum 12,75%, í vestur-þýskum mörkum 6,25%. 2) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréíum er miðað við sérstakt kaup- gengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá sparisjóðunum í Hafharfirði, Kópavogi, Keflavík, Sparisjóði Reykjavíkur og Sparisj. vélstj. 3) Vaxtaáfag á skuldabréf til uppgjörs vanskiialána er 2% á ári, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán, nema í Alþýðubankimum og Verslunarbankanum. A undan samtíðinni Það er ekki oft að við Frónbúar fáum hrós fyrir að vera á undan okkar samtíð. Þetta getur þó komið fyrir eins og dæmin sanna. Á dögunum barst okkur í hendur úrklippa úr dönsku blaði. Þar gaf að lita mynd af þrem íslensk- um frímerkjum, með póststimpil frá Hveragerði. Þetta væri ekki í frásögur færandi ef frímerkin hefðu ekki verið vendilega stimp- luð 31. 8. 2096! og það ekki einu sinni heldur tvisvar. Ekki er gott að fullyrða um ástæðuna fyrir þessu heljarstökki þeirra Hver- gerðinga fram í tímann. En áreiðanlega hafa þeir kom- ið standandi niður... Stutt jólasaga Og nú er komið að jóla- brandaranum í ár: Biskup var að vísitera Norðurland. Kom hann meðal annars á bæ þar sem nýlega hafði verið byggð kirkja í allsérstæðum stíl. Bóndi sýndi biskupi kirkj- una og var hreykinn af, enda hafði hann sjálfur staðið fyrir byggingu henn- ar. En þrátt fyrir mikinn orðaflaum um ágæti guðs- hússins var ekki neina hrifningu að sjá á svip bisk- upsins. Hann var hæ- verskur og sagði aðeins: -Hún er litil. -Já, svaraði bóndi, en herti síðan róðurinn og bætti við; en hún tekur heilt helvíti. Ruglingur í ráðuneytunum Nú liggur fyrir hæstvirtu Alþingi frumvarp um stjórnarráðið. Ekki má nú búast við að það breyti miklu um afkomu sipuð- andi atkvæðanna sem ekki sjá út úr augum fyrir skuld- um. En víst verða þing- mennimir okkar að fá eitt- hvað „létt“ til að glíma við stöku sinnum. Annað væri ekki sanngjarnt. En það var þetta með frumvarpið. í því er meðal annars gert ráð fyrir að aðstoðarmenn ráðherra fái nú annað starfsheiti. Verði það ráð- herraritarar. Er þarna um að ræða eftiröpun á skand- inavisku fyrirbrigði. Sam- fara þessari breyingu er svo gert ráð fyrir, að aðstoðar- mennimir yrðu valdameiri en nú tíðkast. En nú vill svo sérkenni- lega til að þegar starfa í ráðuneytunum svokallaðir ritarar ráðherra. Er ekkert útlit fyrir að sú stétt verði aflögð því starfssvið henn- ar er allt annað en aðstoð- armanna ráðherra. Hins vegar getur dæmið orðið nokkuð flókið ef frumvarpið nær fram að ganga því ekki er víst að menn hafi það alltaf klárt í kollinum hvort þeir ætla að tala við ráðherraritara eða ritara ráðherra eða þann- ig... Bjargað fyrir hom Við höfum það fyrir satt að simamál Grunnskólans á fsafirði hafi að undan- förnu yerið í argasta ólestri. I haust voru skól- arnir sameinaðir. Þá var um leið tekin upp sú ný- breytni að hafa aðeins eitt símanúmer fyrir allt heila kerfið. Til þess að þetta mætti verða var keypt nýtt skiptiborð til skólans fyrir drjúgan skilding. En samkvæmt Vestfirska fréttablaðinu mun skóla- mönnum alls ekki hafa gengið nógu vel að tjónka við simaborðið það arna. . Til að mynda mun ekki ýkja langt siðan símasambands- laust var við skólaútibúið í Hnífsdal um viku skeið. Var alveg sama hvernig menn báru sig að, tækni- undrið fékkst ekki til að virka á réttan hátt. Það mun þó hafa bjargað því sem bjargað varð að útibússtjóri skólans er bú- settur í næsta húsi við hann og gat þvi hlaupið með boð á milli ef mikið Iá við. Frekjuhundar í hreinsun Það falla stundum gull- Garðar Sigurðsson. korn á Alþingi, sérstaklega ef mönnum hitnar í hamsi. Ekki alls fyrir löngu ræddu þingmenn um stöðvun ' smábátaflotans og atburða í framhaldi af henni. Má þar nefna hasarinn sem varð þegar trillukarlar lokuðu Reykjavikurhöfn svo og töku „gamalsgróins trillu- karls“ á Akranesi. Meðal þeirra er tóku til máls í þessari umræðu var Garðar Sigurðsson. Hann sagði: „Það finnst fleirum en þeim sem vinna á trilium að þeir búi við takmarkan- ir. Allir sjómenn á íslandi hafa búið við takmarkanir og þurfa að sætta sig við það og þeir gera það. En þessi frekjuhundahópur sættir sig aldrei við nokk- urn skapaðan hlut.“ Þá greip fram í Ólafur Þ. Þórðarson þingmaður: „Hvaða hundar eru það?“ Og Garðar svaraði: „Ég á alls ekki við hæstvirtan þingmann, Ólaf Þórðar- son.“ Þá kom málefnaleg send- ing utan úr sal: „Á ekki að senda þá í hreinsun?" Umsjón: JóhannaS. Sigþórsdóttir ... í bókaflokknum um Lavette fjölskylduna er komin út. ,,Innflytjendurnir“, ,,Næsta kynslóð“ og ,,Valdaklíkan“ hlutu allar frábærar viðtökur enda er höfundurinn, Howard Fast margfaldur metsöluhöfundur. ,,Arfurinn“ er 4. og síðasta bókin í bókaflokknum og þetta er bók sem heldur lesandanum vakandi uns birtir af degi... INNFLYTJEND URNIR NÆSTA KYNSLÓD VALDAKLÍKAN ARFURINN KR.: 800 KR.: 800 KR.: 900 KR.: 1288

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 290. tölublað (18.12.1985)
https://timarit.is/issue/190462

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

290. tölublað (18.12.1985)

Aðgerðir: