Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1985, Blaðsíða 13
DV. MIÐVIKUDAGUR18. DESEMBER1985.
13
AÐSTOÐ TIL SJÁLFSBJARGAR
Á árunum milli 1970 og 1980 var
efnahagsþróunin í E1 Salvador
komin lengra en í flestum þróun-
arlöndum, þökk sé miklu átaki sem
hófst upp úr 1960 og byggðist á
aðstoð frá Bandaríkjunum. Mælt í
hagvexti skilaði þetta átak ágætum
árangri.
Gagnvart almenningi horfði
þetta svolítið öðruvísi við. Smá-
bændur flosnuðu upp og urðu að
leita sér að vinnu á sístækkandi
stórbúum, oft við illa launaða og
árstíðabundna uppskeruvinnu
fjari'i heimilum sínum. Fjöldi fólks
hraktist til bæjanna en þrátt fyrir
mikla iðnvæðingu fengu aðeins fáir
vinnu. Það sem almenningur upp-
skar af þessu var atvinnuleysi,
óöryggi og búseturöskun. Hverjum
þeim sem vildi bæta lífskjör al-
mennings, sem í þessu landi hlaut
að þýða öðruvísi skiptingu auðsins,
var svarað með fangelsun, pynd-
ingum eða aftöku án dóms og laga.
Uppreisn eina úrræðið
Við þessar aðstæður átti fólkið
aðeins um tvo kosti að velja: að
sætta sig við kúgun og örbirgð eða
gera uppreisn.
Það voru ekki aðeins öfgafullir
byltingarmenn sem höfðu þessa
skoðun. Sósíaldemókratar og
frjálslyndir menn úr flokki kristi-
legra demókrata, flokki núverandi
forseta, gengu til bandalags við
skæruliðahreyfinguna og höfðu þó
sumir þeirra gegnt ráðherraemb-
ættum og öðrum háum stöðum en
ekkert fengið að gert fyrir hinni
fámennu yfirstétt sem ræður efna-
hagslífi landsins og hernum.
Bágborin heilsugæsla
Árið 1977 var meðalævi innan við
60 ár og ungbarnadauði um 6 af
hundraði- Þetta segir þó ekki allt
vegna þess að yfirstéttin bjó við
góða heilsugæslu, en alþýðufólk
margt, einkum til sveita, hafði
nánast enga læknisþjónustu og bjó
að auki við vannæringu. Yfirvöld
höfðu lítinn áhuga á að byggja upp
heilbrigðisþjónustu fyrir almenn-
ing og hún stjórnaðist fyrst og
fremst af lögmálum markaðs og
gróða.
Nú er ungbarnádauði til sveita
18 af hundraði, meðalævi innan við
45 ár og 25 þúsund manns um hvern
Þessar heilsugæslustöðvar eru
talsvert ólíkar því sem við eigum
að venjast. Sumar eru nánast ekki
annað en lyf og hjúkrunartæki sem
hægt er að setja ofan í töskur og
koffort og koma undan ef gerð er
árás, aðrar eru í einhverjum húsum
eða skýlum.
Þeir læknar og hjúkrunarfræð-
ingar sem starfa við'slíkar stöðvar
eru oftast sjálfboðaliðar og vinna
þá til skiptist við fleiri en eina stöð.
Unnið er við lækningu sjúkra og
særðra en einnig lögð áhersla á
fyrirbyggjandi aðgerðir. Sjálfboða-
liðar eru þjálfaðir og reynt að
fræða íbúana og fá þá til að taka
þátt í þessu starfi.
Réttum hjálparhönd
Með fórnfýsi, sjálfboðastarfi og
útsjónarsemi er hægt að halda
kostnaði við heilsugæslustöðvarn-
ar í lágmarki. T.d. eru lyf ákaflega
dýr ef hægt er á annað borð að
nálgast þau. Við þessu hefur verið
brugðist með því að búa til lyf úr
jurtum og nýta reynslu alþýðunnar
í þeim efnum. nú eru um 60% lyfja
sem notuð eru heimatilbúin.
En ef vel á að vera verður kostn-
aðurinn meiri en þetta allslausa
fólk ræður við. Þess vegna hefur
verið gripið til þess ráðs að fá hópa
erlendis sem vinna að stuðningi við
frelsishreyfinguna til að sjá um
kostnað við rekstur heilsugæslu-
stöðvar í tiltekinn tíma, gjarnan
eitt ár.
Nýlega barst E1 Salvador-nefnd-
inni á Islandi beiðni um slíka að-
stoð. Hér er um að ræða heilsu-
gæslustöð í Santa Barbara sem er
27 km frá höfuðborginni, San
Salvador. Kostnaður við þessa
stöð, er um það bil 1,6 milljónir
króna á ári. E1 Salvador-nefndin
hefur nú ákveðið ásamt fleiri aðil-
um að taka að sér þetta verkefni í
ársfjórðung, a.m.k. til að byrja
með, og hefja söfnun til þess innan
skamms.
Hér er um verðugt þróunarverk-
efni að ræða, aðstoð við fólk sem
búið hefur við neyð sem stafar af
mannlegu óréttlæti en hefur nú
ákveðið að leysa vandamál sín
sjálft. Við skulum hjálpa því til
þess.
Einar Ólafsson.
„Læknadeildin við háskólann í E1 Salvador hefur verið lokuð síðan 1980. Að auki hefur Qöldi lækna
og hjúkrunarfólks neyðst til að flýja land en aðrir hafa horfið eða verið pyndaðir eða drepnir.“
lækni. Vitaskuld hefur margra ára
borgarastyrjöld ekki bætt ástand-
ið. Læknadeildin við háskólann í
E1 Salvador hefur verið lokuð síðan
1980. Að auki hefur fjöldi lækna
og hjúkrunarfólks neyðst til að
flýja land en aðrir hafa horfið eða
verið pyndaðir eða drepnir. Hér er
að sjálfsögðu fyrst og fremst um
að ræða þá sem hafa helst viljað
þjóna alþýðunni.
Frumkvæði
alþýðunnar
Gegn þessu ástandi hefur fólkið
sjálft nú snúist. Undir forystu hér-
aðsstjórnanna á frelsuðu svæðun-
um, þ.e. þeim svæðum sem upp-
reisnarhreyfingin hefur náð á sitt
vald, hafa verið reistar fjölmargar
heilsugæslustöðvar. Þær eru bæði
á frelsuðu svæðunum og svæðum
sem enn er barist um.
a „Hér er um verðugt þróunarverkefni
^ að ræða, aðstoð við fólk sem búið
hefur við neyð sem stafar af mannlegu
óréttlæti, en hefur nú ákveðið að leysa
vandamál sín sjálft.“
Kjallarinn
EINAR ÓLAFSSON
BÚKAVÖRÐUR
Húsnæðislán eru okurlán
Þessi verðtryggðu lán, sem fólk í
íbúðarkaupum hefur neyðst til að
taka, eru svindl og svínarí. Þar sem
ég hef undanfarið starfað sem sölu-
maður á fasteignasölu hef ég þurft
að horfa upp á sorgleg dæmi. Fólk
er búið að veðsetja upp fyrir stromp
og þeir sem keyptu fyrir meira en
ári eru komnir í vanskil með
greiðslur, því greiðslubyrðin
magnast óðfluga. Afborganirnar
verða sífellt stærri hluti af árstekj-
um fólks. Ég get ekki lengur setið
aðgerðalaus við fínt og fágað skrif-
borð og horft upp á þetta ófyrirgef-
anlega óréttlæti.
Eins og snjóbolti
Skuldir þeirra, sem eru að kaupa,
stækka og stækka eins og snjóbolti.
En verðið á íbúðum þeirra stendur
í stað. Þeir sem keyptu fyrir ári og
tóku 650 þúsund króna verðtryggt
lán hafa hafa stórtapað. Lánið'
hækkaði um 200 þúsund en íbúðin
hækkaði ekkert í verði. Þar með
hefur fólkið tapað 200 þúsund
krónum bara á sinu fyrsta ári í
íbúðarkaupum. Ég hef séð dæmi
þar sem menn hafa tapað yfir 500
þúsundum á þennan hátt á einu
ári. Hvernig á fólk að geta staðið
undir svona lánum? Nú græða þeir
sem lána með verðtryggðum kjör-
um, til dæmis Húsnæðismálastofn-
un og lífeyrissjóðir. Þetta eru ekk-
ert annað en OKURLÁN.
Afnám verðtryggingarinnar
Laun fólks hækka ekki í takt við
verðbólguna svo greiðslubyrðin er
orðin óhugnanleg víða. Ógæfan
byrjaði er verðtrygging launa var
tekin af. Þar liggur glæpurinn.
Menn héldu að þetta væri aðgerð
til að minnka verðbólgu, en verð-
bólgan hefur ekkert minnkað.
Þetta er ruddalegt óréttlæti gagn-
vart saklausu fólki sem vinnur baki
brotnu til að koma sér upp húsa-
skjóli.
Það sem af er þessu ári hafa farið
fram 23 uppboð á fasteignum fólks,
samkvæmt upplýsingum frá Borg-
arfógetaembættinu. Og 11.000 fjár-
námsbeiðnir liggja fyrir. í áraraðir
hafa þessi uppboð verið 9-11 á ári,
svo þetta er helmingsaukning.
Þetta er rosalegt. Fullt af fólki
sefur ekki á nóttunni út af áhyggj-
um. Fólk tekur okurlán í neyð og
fjöldi fólks er að missa eigur sínar,
en enginn gerir neitt, enginn segir
neitt.
Húsnæðislán, sem maður fær hjá
Veðdeild Landsbanka íslands, ber
2% vexti á ári. En verðtryggingin
er lögð á grunnkjarna lánsins. Ef
verðbólgan er 30%, sem hún hefur
verið þetta ár, þá hækkar grunntal-
an um 30% fyrsta árið. En næsta
árið 60% og 90% þriðja árið og
120% þar á eftir og svo framvegis.
Svo hækka laun þeirra, sem borga
af þessum lánum, ekkert. Hvað er
þetta annað en OKURLÁN.
Engin eftirspurn
Á íðbúðamarkaðnum er engin
eftirspurn en mikið framboð. Það
er ekkert að gera hjá fasteignasöl-
um og fasteignasölurnar ganga
kaupum og sölum. Það litla sem
gerist er að sumir minnka við sig,
ungt fólk kaupir í fyrsta sinn og
veit ekkert hvað það er að gera,
Kjallarinn
ÁSGEIR
ÞÓRHALLSSON
HVÍTASKÁLD
eða venð er að selja otan at peim
sem ráða ekki við lánin. Og það
er það sem heiðarlegur maður með
gott hjarta getur ekki horft upp á.
Því þar tapar fólkið stórum fúlgum.
íbúðarverðið, sem fólkið fær, er
langt undir því sem það er búið að
kosta til.
Um þessar mundir eru fleiri og
fleiri fyrirtæki að rúlla á hausinn
og í ljós kemur að í mörg ár hafa
þau verið rekin með tapi, mörgum
hefur verið haldið gangandi með
ríkisfé. En hve lengi á að mergsj-
úga einstaklinga? Hve lengi á að
halda íslensku taprekstrarþjóð-
félagi gffngandi? Hve lengi lætur
fólkið í landinu bjóða sér þessa
óvandvirkni í stjórnun?
Að klóra sér i kollinum
Margir hafa beðið eftir spreng-
ingu. Vitrir menn sögðu að augljós-
lega gæti þetta ekki gengið svona
til lengdar, að stjórnvöld hlytu að
grípa inn í. En nú er liðið eitt ár í
viðbót og ekkert hefur verið gert.
Stjórnendur klóra sér í hausnum,
þjarka fram og aftur um sömu
hlutina inni á Alþingi, Alþingi, sem
við bárum eitt sinn traust til.
I heiðvirðu landi væri fyrir löngu
búið að skjóta alla svona stjórnars-
kussa. Þetta er ófyrirgefanlegt.
Brjálæðislegt ef maður hugsar um
það eina nótt. Annaðhvort verður
að setja verðtryggingu á laun eða
taka verðtrygginguna af lánum.
Þetta er ekki mannsæmandi og
óánægjan magnast í landinu. Upp-
reisnin í Rússlandi varð ekki út af
engu. Hún braust út vegna ósann-
girni og langvarandi klúðurstjórn-
ar. Er enginn manndómur, er engin
vandvirkni í stjórnarsölum ís-
lands?
Ásgeir hvítaskáld.
a „Skuldir þeirra, sem eru að kaupa,
^ stækka og stækka eins og snjóbolti.
En verðið á íbúðum þeirra stendur í stað.“