Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1985, Qupperneq 1
Hólmfríður Karlsdóttir var valin MAÐUR ÁRSINS 1985 af DV. Af því tilefni afhenti Ellert B. Schram, ritstjóri DV, Hólmfríði veglega bókar-
gjöfímorgunáheimilihennaríGarðabæ. ■ DV-myndKAE
HOLMFRIÐUR VAL-
IN MAÐUR ÁRSINS
„Það var nánast einróma sem þú
vannst til þessa sæmdarheitis," sagði
Ellert B. Schram, ritstjóri DV, í
morgun er hann afhenti Hólmfríði
Karlsdóttur, ungfrú heimi, veglega
bókargjöf. Snemma í morgun var
farið á fund Hólmfríðar og henni
tilkynnt að hún hefði orðið fyrir
valinu sem MAÐUR ÁRSINS sem
DV velur árlega.
Útnefningin gladdi Hólmfríði sem
þakkaði heiðurinn. Hún sagðist ekki
vita hvert leið hennar lægi fyrst í
hnattreisunni sem framundan er,
hugsanlegt að byrjað verði í Ástral-
íu.
Hún mun ferðast mikið um Banda-
ríkin.
„Ég veit að ég fer til Vínarborgar
i apríl, einhverjir vilja fá mig þangað
til að spila á klarínettu," sagði Hólm-
fríður.
Dagskrá Hólmfriðar er óráðin en
víst er að hún verður þéttskipuð allt
næsta ár. Hún mun á ferðum sínum
kynna Island. Komið hefur til tals
að bæði ungfrú heimur og ungfrú
Skandinavía, Sif Sigfúsdóttir, komi
fram saman á íslandskynningum í
Skandinavíu.
ÞG
Sigurjón Valdimarsson, f ramkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna:
Getum ekki borið póli-
tíska ábyrgð á sjóðnum
„Menntamálaráðherra hefur bor-
ið starfsmönnum lánasjóðsins á brýn
ábyrgð á þeim vandamálum sem
herja á sjóðinn núna. Það er ekki
starfsmönnum sjóðsins að kenna þótt
ríkisstjómin treysti sér ekki til þess
að standa við þau lög sem eru í gildi
varðandi lánasjóðinn. Við höfum
sent menntamáláráðherra bréf þar
sem við krefjumst nánari skýringa á
ummælum hans. Starfsmenn geta
ekki tekið á sig ábyrgð á pólitískum
ákvörðunum," sagði Sigurjón Vald-
imarsson, framkvæmdastjóri Lána-
sjóðs ísl. námsmanna.
Samkvæmt upplýsingum mennta-
málaráðherra munaði 50 milljónum
á áætlun lánasjóðsins fyrir tvo síð-
ustu mánuði ársins. Þeir báðu um
181 milljón og fengu það.“ Síðan
dynur það yfir um síðustu mánaða-
mót að lánasjóðurinn segist hafa
skotist yfir 50 milljónir," sagði Sverr-
ir Hermannsson menntamálaráð-
herra.
„Mér hafa einnig borist ýmsar
kvartanir vegna starfsemi og af-
greiðslumáta þessa sjóðs. Yfirvinna
hjá starfsmönnum sjóðsins er feikna-
lega mikil, sumir með yfirvinnu yfir
100%. Þetta er milljarða sjóður og
ekkert undarlegt þótt ég fari fram á
rækilega endurskoðun á honum. En
ég er ekki að sakfella neinn. Það
þarf að skoða þessi mál,“ sagði Sverr-
ir. KB
Danskursigur
íHöllinni
— sjá íþróttir
bls.21-28
Bestu hljóm-
plöturársins
— sjá bis. 42 og43
•
Kasparovgæti
missttitilinn
— sjá bls.8
Gervihnatta-
sjónvarp um
Seltjarnames
— sjá bls. 3
•
Hvaðvar
minnisstæðast
á árinu 1985?
— sjábls. 4,5,11,
18 og 19
„Eins og
kviknað haf i
í olíutunnu”
— sagði Helgi
Jónsson, bóndi á
Urðarteigi, sem rétt
komstútúr
brennandi hlöðu
„Ég rétt komst út úr hlöðunni.
Það var eins og kveikt hefði verið
í olíutunnu. Eldhafið var strax
geysilegt,“ sagði Helgi Jónsson.
bóndi á Urðarteigi við lljúpavog.
Hlaðan við bæ hans varð alelda
á laugardaginn kl. 18. Talið er
l að kviknað hafi í þegar verið var
að þíða vatnsleiðslur.
„Ég fór strax að bjarga skepn-
um sem voru í fjárhúsi við hlöð-
una. Um 100 kindur voru inni.
Mér tókst að koma þeim öllum
út nema einni sem varð eldinum
að bráð,“ sagði Helgi.
5000 heybaggar voru í hlöðunni
þegar hún brann. Það tókst að
bjarga nokkrum hluta þeirra.
Húsin, sem kviknaði í, voru 20
1 ára. Þá varð ný viðbygging einn-
ig fyrir skemmdum.
Slökkviliðið á Djúpavogi kom
,á staðinn, en nokkrar tafir urðu
á að það kæmist að bænum vegna
lófærðar. . SOS