Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1985, Síða 4
4
" DV. ÁNUDAGUR 80. DESEMBER1985.
HVAÐ ER MINNISSTÆÐAST FRA ARINU SEM ER AÐ LIÐA?
Margrét Theódórsdóttir
Fólk hafi hið
jákvæða að
leiðarljósi
Margrét Theódórsdóttir, skólastjóri
Tjarnarskóla: Það sem mér er
minnisstæðast frá liðnu ári er tví-
mælalaust stofnun Tjarnarskóla.
Það er margt sem tengist því, bæði
gott og miður gott. Allur sá stuðn-
ingur sem ég fékk, bæði frá fjöl-
skyldu minni, Maríu Héðinsdóttur,
samstarfsmanni mínum, og öðrum er
ógleymanlegur. En ég varð líka fyrir
vonbrigðum í þessu sambandi og þar
á ég við þau mannlegu viðbrögð fólks
að leiða út af hinu neikvæða.
Og þá dettur mér reyndar einnig í
hug okurlánamálið fræga þar sem
margir hafa þurft að verja æru sína
gegn ummælum fólks.
En ef við lítum okkur nær í tíma þá
man ég eftir einu sem bætir upp hið
neikvæða og það er útgáfa plötu
Hjálparsveitarinnar. Hún er mér
ofarlega í huga, sýnir svo áþreifan-
lega að fólk getur virkilega tekið
höndum saman. Ég grét yfir mynd-
inni sem sýnd var í sjónvarpinu af
þeim andstæðum sem þar komu fram:
Annars vegar samhugur fólksins sem
stóð að gerð plötunnar og hins vegar
þettahrjáðafólk.
Ég held að nýja árið hafi aðallega
gott í för með sér og vona að allir
háfi hið jákvæða að leiðarljósi.
Guðrún Erla Geirsdóttir
Draumur
sem rættist í
miklu stærra
veldi
Guðrún Erla Geirsdóttir (Gerla),
myndlistarmaður og framkvæmda-
stjóri Listahátíðar kvenna:
Síðasta ár var mjög gott og eftir-
minnilegt að mörgu leyti. Eitt af því
er að leiksýning sem ég tók þátt í
fékk menningarverðlaun Dagblaðs-
ins Vísis. Minnisstæðast er mér þó
þegar listakonur í landinu tóku sig
saman og sýndu hversu stórt framlag
þeirra er til lista og ég sá það þegar
ég var að vinna að þessu að miklu
fleiri konur eru að vinna að listum
núna heldur en fyrir tíu árum, sem
ég reyndar átti von á en ekki svona
miklu stærra hlutfalli. Það var stór-
kostlega gaman að vinna með öllum
þessum konum og finna þennan
samhug sem ríkti - að gera þetta að
svona stórri og mikilli hátíð. Þegar
byrjað var að plana þetta fyrir einu
og hálfu ári vissi maður ekkert hvað
yrði úr þessu. Kannski bara ein eða
tvær litlar sýningar. En allir þeir
aðilar sem við leituðum til allar
þær listakonur - tóku hugmyndinni
mjög vel og gerðu hana að veruleika.
Það var enginn aðili sem leitað var
til ekki tilbúinn til að aðstoða við
þetta. Það er stórkostlegt að eiga sér
draum sem rætist í miklu stærra
veldi en maður ímyndaði sér í upp-
hafi. Næsta ár leggst vel í mig en ég
ætla að passa mig á því að hafa ekki
svona óskaplega mikið að gera. Gefa
sjálfri mér örlítið meiri tíma á næsta
ári.“
Einar Vilhjálmsson
Hringganga
Reynis
Péturs
minnisstæð-
ust
„Hringganga Reynis Péturs er mér
minnisstæðust frá árinu sem senn er
liðið. Hún var mikið afrek og sér-
stakt. Ég var með honum í huganum
allan tímann og hugsaði virkilega til
hans,“ sagði spjótkastarinn Einar
Vilhjálmsson í samtali við DV.
„Hvað sjálfan mig varðar þá eru
mér ákaflega minnisstæð öll þau mót
sem ég tók þátt í á árinu. Og ekki
síst þau 12 mót þar sem mér tókst
að bera sigur úr býtum. Þetta er betri
árangur en ég hef áður náð. Ég get
ekki tínt eitt mót út úr en óneitan-
lega var mest spenna í sambandi við
mótið í Stokkhólmi þar sem ég mætti
Austur-Þjóðverjanum Uwe Hohn í
fyrsta skipti í keppni. Ég er mjög
sáttur við árið í heild. Ég tók þátt í
22 mótum og komst á verðlaunapall
í 20 þeirra. Árið gaf mér mikið og
þá sérstaklega aukna reynslu.
Hvað næsta ár varðar þá verður
það mjög spennandi hvað varðar
mína íþróttagrein. Tekið verður í
notkun nýtt áhald, breytt spjót, og
öll tækni mun breytast af þeim sök-
um. Staða manna á afrekalistanum
og geta á eftir að breytast á komandi
ári, nýtt heimsmet í spjótkasti verður
sett og ég verð að segja að ég er
mjög bjartsýnn á sjálfan mig. Ég hef
alltaf verið bjartsýnismaður,“ sagði
EinarVilhjálmsson. -SK.
Þorbjörn Jensson
Sjö marka
sigurinn
gegn Júgó-
slövum
„Mér dettur strax í hug sigur ís-
lenska landsliðsins í handknattleik
yfir Júgóslövum á árinu sem er að
h'ða. Við unnum þá með sjö marka
mun, 20-13, og náðum að sýna mjög
góðan leik,“ sagði Þorbjörn Jensson,
fyrirliði íslenska landsliðsins í hand-
knattleik.
„Og síðan er það auðvitað íslands-
ganga Reynis Péturs sem var gífur-
legt afrek opg örugglega ekki á færi
allra að leika það eftir. Einnig get
ég nefnt plötuupptökuna hjá okkur
í landsliðinu. Það var hreint ótrúlegt
hversu vel þetta gekk allt saman á
ótrúlega skömmum tíma. Nú, varð-
andi það sem fram undan er kemur
heimsmeistarakeppnin í handknatt-
leik auðvitað fyrst upp í hugann.
Þetta er stóra verkefnið sem við
höfum verið að vinna að í mjög lang-
an tíma og vonandi verður útkoman
í samræmi við alla þá vinnu sem við
í landsliðinu og allir sem vinna í
kringum landsliðið erum búin að
leggja á okkur,“ sagði Þorbjörn
Jensson.
-SK.
Sigurður Pétursson
Margt sem
kemur upp í
hugann
„Mér er einna minnisstæðastur frá
síðasta ári árangur GR-sveitarinnar
á Evrópumeistaramótinu í sumar.
Við höfnuðum þar í fjórða sæti og
ég náði þeim árangri að verða í 3.-4.
sæti í einstaklingskeppninni,“ sagði
íslandsmeistarinn í golfi, Sigurður
Pétursson, GR.
„Annars er margt sem kemur upp
í hugann. íslandsganga Reynis Pét-
urs er mjög minnisstæð og sérstök
fyrir margra hluta sakir. Nú, ég mun
aldrei gleyma 66 högga hringnum
sem ég náði í keppninni um atvinnu-
mannaskírteinið í sumar. Einar Vil-
hjálmsson náði frábærum árangri í
spjótkasti á árinu og hann er greini-
lega mjög framarlega í heiminum í
spjótkastinu. Og svo er íslandsmeist-
aratitilinn hjá mér í golfinu mér mjög
minnisstæður.“
Hvað er framundan hjá þér á
næsta ári?
„Framundan hjá mér eru stans-
lausar æfingar og aftur æfingar. Það
er vonlaust að ná góðum árangri í
golfi nema að æfa og æfa og ég stefni
að því að bæta árangur minn á næsta
ári og vonast til að það takist,“ sagði
Sigurður Pétursson.
-SK.
1 dag mælir Dagfari_______I dag mælir Dagfari_______I dag mælir Dagfari
Fastir liðir eins og venjulega
Það má með sanni segja að
menningarneysla þjóðarinnar
hafi verið fastir liðir eins og
venjulega um þessi jól. Enda
ekki upp á annað boðið. Nokkrir
vegfarendur voru teknir tali í
sjónvarpi á dögunum og spurðir
hvaða afskipti þeir ætluðu að
hafa af menningunni yfir hátíð-
arnar. Flestir sögðust lesa nema
menntamálaráðherra sem
mundi allt í einu eftir þvi að
hann ætlaði í leikhús, sennilega
af því skyldan og embættið rak
hann til þess. Hann hefur sjálf-
sagt neyðst til þess að sitja undir
frumsýningunni í Þjóðleikhús-
inu á annan í jólum þar sem
Tsjekov var færður upp í hálfan
fjórða tíma eftir verki sem
Tsjekov mundi áreiðanlega ekki
kannast við ef hann væri boðinn
í leikhúsið eins og ráðherrann.
Maður að nafni Michael Frayn
hefur dregið upp eitthvert hand-
rit sem fannst löngu eftir að
Tsjekov var dauður og samdi
upp úr því leikrit sem þessi
Frayn segir að sé eftir Tsjekov.
Upphaflega handritið mun taka
sex tíma í flutningi en verk
Frayn tekur þrjá og hálfan
tíma. Það hefði að meinalausu
mátt styttast um aðra tvo tíma
án þess að breyta neinu nema
því að leikhúsgestir hefðu
kannski betri möguleika til að
halda sér vakandi sýninguna á
enda. Að mestum hluta mun
þessi sýning ganga út á fyllirí
og kvennafar, sem segir sína
sögu um menningarframlag
Þjóðleikhússins um þessar
mundir.
En meðan Þjóðleikhúsið býð-
ur upp á stykki eftir Tsjekov,
sem ekki er eftir Tsjekov, og
mælir leiklistarhæflileika at-
vinnuleikaranna eftir því hverj-
ir kunni best að leika fulla
karla, hafa amatörarnir í leik-
arastéttinni flippað út í nýjum
bíómyndum sem frumsýndar
voru um hátíðarnar.
Annars vegar er þar á ferðinni
ný mynd eftir Þráin Bertelsson
um nýtt líf og nú er það löggulif
sem er á dagskrá. Þetta er
gamanmynd að sögn þeirra sem
fyrstir hafa séð myndina og ku
vera fyndin á köflum, og þá
helst þegar löggurnar eru gerð-
ar hlægilegar og nógu vitlausar.
Þess er sérstaklega getið að
alvörulögreglan i Reykjavík
hafi aðstoðað við myndatökuna
og er það sjálfsagt liður í þeirri
viðleitni nýja lögreglustjórans
að færa Iögregluna nær fólkinu
eins og hann hefur orðað það á
fagmáli.
Hin myndin heitir Svart og
sykurlaust og segir frá litlum
leikhópi sem fékk óvæntan
styrk frá ólíklegustu löndum til
að gera mynd um eitthvað sem
enginn veit hvað er og greini-
lega leikendumir ekki heldur.
Einhvern veginn tekst þó leik-
urunum að leika myndina á
enda, sennilega mest fyrir þá
sök að þeir eru aðallega að leika
sjálfa sig og fengu borgað fyrir
það. Það eina sem háir þessu
flippi er að myndin skuli sýnd.
í sjónvarpinu fengum við að sjá
tvö önnur menningarverk,
annars vegar slaufurnar henn-
ar Steinunnar og svo lokaþátt-
inn í Föstum liðum eins og
venjulega. í báðum þessum
menningarþáttum var fyndnin
höfð í fyrirrúmi, einkum þegar
hægt var að gera grín að venju-
legu fólki með þvi að gera það
nógu heimskt og afkáralegt.
Ekki fer sem sagt á milli mála
hvar leikritahöfundarnir ís-
lensku telja heppilegast að leita
fanga þegar þeir fá útrás fyrir
kímni sína.
Af bóklestri þjóðarinnar segir
að aldrei hafi fleiri bækur verið
keyptar en einmitt um þessi jól.
Engar sögur fara hins vegar af
því hversu margar þeirra eru
lesnar en það er til marks um
bókmenntasmekkinn að með
söluhæstu bókum voru bækur
eftir Alistair MacLean og
franska dömu sem samdi bók
um stúlku á bláu hjóli. Minnst
fer hún þó upp á hjólið en því
meir upp á karlmennina, þannig
að þeir sem á annað borð gáfu
sér tíma til að lesa höfðu nóg
af klámi og uppáferðum rétt
eins og í leikhúsinu og sjón-
varpinu. Islendingar vita hvað
hentar best á jólum. Það eru
fastir liðir eins og venjulega.
Dagfari