Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1985, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1985, Qupperneq 8
8 DV. MÁNUDAGUR 30. DESEMBER1985. Utlönd Utlönd Uíönd UUönd Israel hótar Dian Fossey tileinkaði líf sitt umhverfisvernd og rannsóknum á sviði dýrafræði. Síðustu 18 ár hafði Fossey rannsakað fjallagórillurnar í Mið-Afríku en þeim fer nú ört fækkandi. Myrtu veiði- þjófar dýra- fræðinginn? Bandaríski dýrafræðingurinn Dian Fossey, einn þekktasti górillusér- fræðingur heims og landvörður í einum þjóðgarða Afríkuríkisins Rúanda, fannst myrt á afskekktum stað í þjóðgarðinum á laugardag. Fossey hafði um langt skeið helgað líf sitt baráttunni gegn veiðiþjófum í Mið-Afríku og hafði í gegnum tiðina komið mörgum veiðiþjófnum á bak við lás og slá. Hún var sérfræðingur á sviði fjallagórilla en einungis er talið að á annað hundrað slíkar lifi villtar í heiminum í dag. Flestar lifa þær á afmörkuðu svæði í frumskógum Rúanda. Fossey hafði síðustu 18 ár tileinkað líf sitt rann- sóknum á þeim. Að sögn lögreglunnar fannst lík Fossey i Karisokeþjóðgarðinum við samnefnda rannsóknarstofnun er hún setti sjálf á laggirnar. Vinir hennar i Nairobi telja líklegt að hún hafi verið myrt af veiðiþjóf- Kasparov gæti misst titHinn í fyrirhuguðu móti leiðir það sjálf- krafa af sér að hinn aðilinn verður heimsmeistari," sagði aðalritarinn. ' í viðtali við Tass á föstudag kallar Kasparov allar hugmyndir um annað einvígi hina mestu firru. Gagnrýndi heimsmeistarinn þær reglur FIDE er gera ráð fyrir að hann mæti Karpov í öðru áskorendaeinvígi þann 10. febrúar, aðeins þrem mánuðum eftir að hafa öðlast titilinn eftir 24 skáka einvígi við landa sinn Karpov. Kasparov hefur einnig harðlega gagnrýnt forseta FIDE, Florencio Campomanes, og farið fram á afsögn hans. Að sögn Lim hefur Kasparov frest fram til 6. janúar til að láta FIDE vita um hvort hann kemur til með að mæta til leiks og þá hvaða keppn- isstað hann kýs. Fram að þessu hafa bæði London og Leningrad boðist til að halda einvígið. Þetta fullyrðir Lim Kok Ann, aðal- ritari FIDE, í viðtali við fréttamann Reuters fréttastofunnar í gær. „Ef annar hvor mætir ekki til leiks Garry Kasparov, nýbakaður heimsmeistari í skák, mun missa titil sinn ef hann neitar að mæta til leiks gegn áskorandanum og fyrrverandi heimsmeistara, Anatoly Karpov, í einvígi sem alþjóðaskáksambandið fyrirhugar í febrúar næstkomandi. hefndum fyrtr hryðjuverkin — en annar fanginn frá Rómarflugvelli segir fleiri hryðjuverk í bígerð Ríkisstjóm Israels, fundaði í gær og ræddi um nýafstaðnar árásir hermdarverkamanna á ísraelska ferðamenn í Austurriki og á ítalíu á þriðja dag jóla. í árásunum féllu 18 manns og 114 særðust. „Við þurfum að finna þá sem ábyrgir eru fyrir ódæðisverkunum og refsa þeim,“ sagði upplýsinga- málaráðherrann, Amnon Rubinstein. Talsmaður stjórnarinnar staðfesti það við fréttamenn eftir fundinn að aðalefni hans hefði verið árásir hermdarverkamanna en vildi ekki opinbera hvort rætt hefði verið um leiðir til að leita hefnda. Háttsettur fulltrúi stjórnarinnar, er vildi ekki láta nafns síns getið, fullyrti að ísraelsstjórn hefði ekki enn komist að því fyrir víst hverjir væru ábyrgir fyrir morðunum. Þegar það væri upplýst yrðu hefndarað- gerðir skipulagðar. Hann kvað þó ekki líklegt að hefndaraðgerðirnar yrðu neitt í líkingu við loftárásir ísraelsmanna á aðalstöðvar PLO í Túnis í haust. Abu Nidal ábyrgur? Einí hermdarverkamaðurinn er lifði af árásina í Róm tjáði lögregl- unni að hann tilheyrði einum armi Palestínuleiðtogans Abu Nidal er hvað þekktastur er fyrir andstöðu sína við Y asser Arafat. Israelskir leyniþjónustumenn telja það möguleika að armur Nidals sé ábyrgur fyrir árásunum en segja það 'erfitt að hefna sín á samtökum Abu Nidals. Samkvæmt heimildum leyniþjón- ustunnar eru búðir Abu Nidals dreifðar yfir þrjú ríki, Sýrland, Líbýu og Líbanon, og ekki ljóst hvar aðal- stöðvarnar eru. Slíkar aðstæður eru taldar ómögu- legar með tilliti til loftárásar í sama dúr og loftárásin á aðalstöðvar PLO í Túnis. En ísraelsmenn eru bjartsýnir á að ná til Abu Nidals. „Fyrst og fremst er Abu Nidal af holdi og blóði og því jafnveikur fyrir byssukúlum og fómarlömb hans,“ segir Ariel Merrari í Jaffee herfræði- stofnuninni í Tel Aviv. Boðskapur Reagans Réagan Bandaríkjaforseti fór hörðum orðum um hermdarverka- menn og sendi samúðarkveðjur sínar til ríkisstjórnar ísraels í ávarpi sínu til bandarísku þjóðarinnar um helg- ina. I ávarpinu segir hann Bandaríkja- menn tilbúna til að berjast gegn hryðjuverkum hvar sem er og hvern- ig sem er. Forsetinn áminnti þjóðir þó um þolinmæði í kjölfar ódæðis- verka eins og þeirra sem framin voru á flugvöllunum i Róm og Vín. Sjálfsmorðsárás Mohammed Sarham, 19 ára gamall Palestínumaður, var eini árásarmað- urinn er lifði af hermdarverkið í Róm. Að sögn Sarham er hann meðlimur í sérstakri sjálfsmorðssveit Palest- ínumanna sem skipulagt hefur fleiri ódæðisverk í Evrópu. „Drepum þá alla,“ öskruðu skæru- liðarnir er þeir hófu skothríð sína á afgreiðslu ísraelska flugfélagsins E1 A1 í Róm. Við yfirheyrslur sagði Sarham að árásin væri hefnd fyrir árás Israelsmanna á aðalstöðvar PLO í Túnis í október. Hyllturfyrir morðábömum Herdómstóll í Egyptalandi hefur dæmt lögreglumann í lífstíðarfang- elsi fyrir að drepa sjö ísraela í Sinaí í október síðasta. Hann skaut af hríðskotariffli á 12 manna hóp ísra- ela í hafnarbænum Noweiba við Aqabaflóann. Tæmdi hann tvö mag- asín á hópinn. Meðal þessara sjö sem létu lífið voru íjögur börn. En í Líbýu og Iran var miklu lofs- orði lokið á þetta verk lögreglu- mannsins og hann hylltur sem hetja fyrir „garpskapinn". Dáleiddu fómardýrin Tvær konur frá Oganda dáleiddu skartgripasala og skömmtuðu sér síðan peninga og gull úr verslun hans í Norður-Súmatra. En þær hafa verið dæmdar i þriggja mánaða fang- elsi. Þær höfðu þrettán þúsund krónur upp úr krafsinu og 88 grömm af gulli. Það komst upp um þær þegar þær ætluðu að reyna sama dáleiðslu- bragðið við annan skartgripasala sem ekki var eins móttækilegur og hafði enda frétt af kollega sínum. Sagði hann til kvennanna. Róstureftir rokkhljómleika Rokkstjörnur úr kvikmyndinni „Krash Groove“ efndu til tónleika í New York á föstudagskvöld en þeir enduðu með ryskingum og ránum. Átján voru handteknir og kærðir fyrir rán, líkamsárásir og óeirðir. Hundruð táninga gengu berserks- gang eftir hljómleikana í Madison Square Garden. Einn særðist af byssuskoti, nokkrir voru stungnir hnífum og þar af særðust tveir alvar- lega. - 22 þúsund höfðu sótt hljóm- leikana. Kalla þurfti út 150 manna lögreglu- lið til að hemja ungmennin sem hófu lætin í lok hljómleikanna og héldu áfram á leið sinni frá hljómleika- staðnum til Times Square þar sem kvikmyndin „Krush Groove" er til sýningar. Það þykir ekki tiltakanlega mikið af ofbeldisatriðum i kvikmyndinni en hér og hvar um landið, þar sem hún hefur verið til sýningar, hafa fy lgt henni róstur og uppþot. Lækkuðuíhávaða- belgjummeð haglabyssum Feðgar tveir í Le Puy í Frakklandi hafa verið ákærðir fyrir morð og morðtilraun eftir að þeir skutu til bana tvo Marokkómenn sem höfðu valdið þeim ónæði með háværri jóla- veislu á fimmtudag. Það voru um 30 Marokkómenn i veislunni sem létu sér ekki segjast þótt kvartað væri í húsinu undan hávaðanum frá þeim. Faðirinn tók sér haglabyssu í hönd og skaut í gegnum lokaðar dyrnar á íbúðinni þar sem fagnaðurinn var. Tveir dóu ogsjösærðust. Sautján ára sonur hans hafði einn- ig farið til að kvarta undan hávaðan- um vopnaður haglabyssu en var afvopnaður áður en hann gat gert neitt af sér alvarlegra. Kynþáttahatur er talið standa að baki þessu tiltæki feðganna en mjög Umsjón: Guðmundur Péturssonog Hannes Heimisson liefur borið á slíku í þessum fámenna bæ. Kínverskur stórsvindlari Mútum, spillingu og öðrum auðg- unarglæpum í Kína hefur farið hrað- fjölgandi á þessu ári, eftir því sem Dagblað alþýðunnar segir, og tiltek- ur sérstaklega eitt svindlmál þar sem svindlarinn hafði náð 250 milljónum króna. - Du Guozhen í Fujianhéraði hafði á tíu mánuðum gert falssamn- inga upp á 625 milljónir króna og náð af því 250 milljónum í sinn hlut. Hann gaf sig út fyrir að vera auð- maður og lofaði stórfjárfostingum í fyrirtækjum sem réðu hann í staðinn til æðstu starfa. I krafti nýfenginna stöðutákna gerði hann síðan enn fleiri samninga og óf mikinn blekk- ingarvef. Hann varði 250 milljónum króna í mútur til opinberra embætt- ismanna til að tryggja sér bankalán, falskar skráningar, hafnaraðstöðu til smygls og fleira.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.