Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1985, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1985, Síða 12
12 ■ DV. MÁNUDAGUR 30. DESEMBER1985. Menning Menning Menning Menni Bókmenntir ANDRÉS KRISTJÁNSSON hefst á þeim þáttaskilum, er varð- skipin fara að beita skaiðasta vopni sínu, togvíraklippunum frægu, og síðan eru átökin rakin, en þau færðust mjög i aukana eftir því sem klippingar urðu fleiri, ])ví að bresk herskip og dráttarbátar tóku þá að beita harðari gagnsókn með ásigl- ingum, og henni lýkur er Guð- mundur fer í land að loknu stríði átökum verði nokkuð líkar, þar sem aðstæður og aðferðir eru með svipuðu móti. Einnig eru lýsingar á þætti hvers skipverja og hlut- verki þeirra í klippingum og öðrum aðgerðum ekki mjög skýrar, nema í síðasta og tíðindamesta ásiglinga- þættinum sem áður getur, en þar er skipshöfnin öll á sviðinu í leikn- um, og lesandinn sér hvern mann fyrir sér í hlutverki sínu og við- brögðum. Talartil margra íslendingar fylgdust af lifandi áhuga með því sem gerðist í land- helginni þessi örlagamiklu misseri. Hugur þeirra var hjá varðskips- mönnum, og enn muna menn margt sem gerðist. Hér er sagan rifjuð upp og raunar sögð miklu nánar en áður, svo að menn fá fyrri mynd sina skýrða að miklum mun. Sagan öll er til þess fallin að endurvekja þann hug sem áður hitaði brjóstið. Þess vegna tekur þessi skýra frá- sögn Guðmundar skipherra hug- ann svo fanginn og talar til svo margra. Hin rósama og jafnvæga frásögn Guðmundar af æsilegum og hættu- legum atburðum er til vitnis um gerð mannsins og mikla skipstjórn- arhæfileika hans, og skörp dóm- greind hans, æðruleysi og skjótar en öruggar ákvarðanir og fram- kvæmd þeirra er líklega helsta skýringin á því hve vel honum farnaðist og hvernig hann fékk borgið skipi sínu og áhöfn í þessum darraðardansi þótt oft væri teflt í tvísýnu afdirfsku. Frásagnarbækur þeirra Sveins og Guðmundar af átökunum og þorskastriðinu eru góðra gjalda verðar, bæði sem heimildir og áhugaverður lestur. Þær hafa ekki aðeins stundargildi heldur verða áreiðanlega teknar fram hvað eftir annaðafnýjumkynslóðum. A.K. Frásögn sem ekki má fyrnast Sveinn Sæmundsson: GUDMUNDUR SKIPHERRA KJÆRNESTED. Bókaútgáfan Örn og Örlygur 1985. Þetta er síðara bindi ævisögu Guðmundar skipherra, og má heita samfelld stríðssaga úr landhelgis- deilunni. Sú saga hefur auðvitað aldrei verið sögð svona nákvæm- lega frá þessu sjónarhorni og er því mikilvæg sagnfræðileg heimild, auk þess sem hún er spennandi í besta lagi, a.m.k. á köflum. En yfir- bragð Guðmundar er að mestu látið halda sér, og hann virðist ekki vera neinn ýkjumaður um sjálfan sig og miklar ekki viljandi það sem gerst hefur, heldur ró sinni og jafnvel þótt leikurinn æsist. Þetta er virð- ingarverð frásagnaraðferð, en sag- an verður lygnari fyrir bragðið. En Sveinn lætur Guðmund ráða í þessu efni og virðist ekki knýja á eða kynda undir með áleitnum spurningum, að minnsta kosti fer lítið fyrir spurningunum og því vafasamt að kalla þetta samtals- bók. Sveinn er aðeins góður hlu- standi og hagvirkur skrásetjandi oftast nær, en þó kemur þar undir bókarlok, að hann bregður öðru við, hættir að skrá í nafni Guð- mundar en segir sjálfur söguna, og sést þá ekki gerla, hvar hann heyj- ar efniviðinn, vafalaust að miklu leyti hjá Guðmundi en einnig af frásögn annarra skipverja og margra fleiri, svo og af skipsbókum og skýrslum eða blaðafrásögnum. „Við rífum þá á hol“ Þetta er frásognin af ásiglingum freigátunnar Falmouth á Tý undir lok þorskastriðsins undir dagskip- uninni: „Við rífum þá á hol“. Þarna verður frásögnin með allt öðrum brag, tekur alveg nýjan ' fjörkipp og rís í sterkum lýsingum á öllu sviðinu. Þar verður öll áhöfn varð- skipsins virk, hverjum manni lýst af flaggskipi íslensku varðskip- anna,Tý. Hver þáttur og atvik og allt frá- sagnarefnið er vel tímasett, enda hægurinn hjá að fylgja skipsbók- um. Guðmundur segir í bókarlok, að hann og menn hans hafi klippt einar 70 vörpur aftan úr breskum togurum á þessum missurum. Það er há tala, og önnur varðskip klipptu líka. Hve margar vörpur skyldu hafa verið klipptar i allt? Og hvað varð um þær allar? Mér finnst vanta frásögn af því, í hve miklum mæli bresku togararnir náðu vörpum upp aftur. Þess vill auðvitað gæta, að frá- sagnir af klippingum og öðrum Guðmundur Kjærnested. á sínum stað, viðbrögðum hans og verkum. Þetta er afbragðsvel skrif- aður kafli, og að manni hvarflar, að Sveinn hefði oftar átt að bregða fyrir sig þessum stíl og formi í bókinni. Það er til mikilla bóta hve marg- ar lýsifyrirsagnir eru í textanum. Það léttir mjög lestur og minnir á sögulega viðburði. Myndaefnið í bókinni er ríkulegt og gott, enda úr miklu að velja. Klippustríðið Þetta síðara bindi fjallar um viðburðaríkasta og átakamesta kaflann í þorskastríðinu, sem kalla mætti klippustríðið. Frásögnin Einstök manndómssaga Jón Helgason ristjórl: ORÐ SKULU STANDA, 2. útgáfa. Iðunn1985. íslenska ríkið er sagt vera að drukkna í erlendum skuldum. En skyldi nokkur maður hafa sent ríkisstjórninni árskaupið sitt óskipt á þessu ári til þess að grynna á skuldunum? Líklega ekki. Þó er sagt, að hver maður í landinu láti af hendi nokkurn hluta launa sinna hvem dag í þessu skyni, eða í skatt til verðbólgunnar, en það virðist aðeins auka við skuldimar. En Páll Jónsson, vegfræðingur, stærðfræðingur og mesti jafnaðar- maður Islands að eðlisávísun en ekki fræðum, lét sig ekki muna um að senda landstjórninni árskaupið sitt allt þegar hann var áttræður í því skyni að leggja sitt fram til að grynna á skuldum þjóðarinnar. Hann vann líka barnmargri ekkju í Biskupstungum kauplaust í nær áratug af því að maður hennar hafði drukknað við ferjustað, sem hann hafði valið honum yfir skað- ræðisfljót. Þetta taldi hann sér skylt. Hann var sagður lifa eftir ellefta boðorðinu, sem hljóðaði svo: Orð skulu standa. Lausaleikskrógi Páll þessi Jónsson var í heim borinn á Álftanesi laust eftir miðja síðustu öld, lausaleikskrógi, og lifði sitt merkilega æviskeið fram undir nírætt og lést ekki fyrr en heimsstyrjöldin síðari var skollin á. Jón Helgason, ritstjóri og rit- höfundur, kunni þá frásagnarlist Jón Helgason, Bókmenntir ANDRES KRISTJÁNSSON öðrum fremur að segja mannlífs- sögur frá liðinni tíð, safna saman brotum úr slitróttum og sundruð- um heimildum og gæða þær lífi svo að í senn heillaði óg snerti hjarta lesandans um leið og þær urðu heilleg og heimildatrú lífsmynd og aldarspegill. Hin einstaka lífssaga Páls Jónssonar vegfræðings hefur talað til hans sterkri röddu og verið í huga hans aðdáunarvert lífsdæmi. Það sýna tök hans á þessu efni. Á árunum milli 1960 og 1970 tók Jón sér fyrir hendur að kanna lífs- hlaup Páls Jónssonar vegfræðings, og síðan skrifaði hann um þennan mann bókina Orð skulu standa, sem kom út 1971. Sú saga er sögð af listfengi og djúpri samúð og svo vel að hrærir hug hvers lesanda. Þetta er einhver snjallasta og áhrifaríkasta bók Jóns Helgasonar um mannleg örlög og sannkallaðan manndóm. Sálarstyrkur og samviska I þessari frásögn nýtur stílgerð Jóns og frásagnarháttur sín mjög vel, og þróttmikið, merkingarskýrt og orðfagurt málfar hans lyftir öllum lífsmyndum og gæðir söguna áhrifamætti. Stíll hennar er ein- hvers staðar mitt á milli frásögu og skáldsögu og með því nást áhrifakostir beggja. Það eru ekki stórmerkin á heimsvísu, sem stuðla lífssögu Páls Jónssonar, heldur hógvær og einmana sálarstyrkur og samviska sem aldrei bognar eða hvikar. Páll Jónsson lærði nokkuð í stærðfræði af sjálfum sér og heldur stirðlegri bók, en fékk þó ofurlitla skilningshjálp hjá öðrum. Síðan fór hann til Noregs og starfaði þar að vegalögnum nokkur ár, lærði þar að mæla fyrir vegum, velja vegar- stæði og jafnvel brúa. Heim kom- inn lagði hann stund á vegagerð og stóð fyrir ýmsum verkum af því tagi víða um land. Af því varð nafngiftin. Bókin Orð skulu standa vakti bæði athygli og aðdáun er hún kom út 1971, og hún hefur verið ófáan- leg á bókamarkaði allmörg ár. Iðunn, sem er að gefa út að nýju í samstæðum búningi helstu ritverk Jóns Helgasonar, hefur nú sent Orð skulu standa frá sér í annarri út- gáfu, en um leið er bókin fimmta eða sjötta bindi í hinu samstæða ritsafni. Það var þarft verk að gefa þessa bók út aftur. Hún er svo sérstæð, að hún á sér varla systur meðal frásagnarbóka frá liðinni tíð. Því veldur bæði maðurinn, sem frá er sagt, og listatök höfundarins á þessu einstæða, mannlega sögu- efni. A.K.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.