Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1985, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1985, Síða 16
16 DV. MÁNUDAGUR 30. DESEMBER1985. Spurningin Spurt í Rangárvallasýslu. Hvaða stjórnmálamaður ís- lenskur finnst þér skara fram úr? Baldur Árnason bóndi: Hann Al- bert Guðmundsson slær öllum við og hefur svo gert frá upphafi stjórn- málaferils síns. Svavar Friðleifsson lagerstjóri: Þorsteinn Pálsson. Ég vel hann vegna góðrar frammistöðu sem for- maður Sjálfstæðisflokksins. Erlingur Ólafsson verslunar- stjóri: Á Alþingi sitja 6 tugir karla og kvenna og eyða tíma sínum í að tala um ekki neitt. Ásgerður Ásgeirsdóttir, verka- kona og (áhuga)leikari: Enginn. Ég vonaði að Þorsteinn Pálsson bætti ástandið en missti vonina við svikin með skattalækkunina. Hörður Helgason forstjóri: Af þeim mönnum sem mér fmnast bera hæst í dag vil ég nefna Geir Hall- grímsson. Frammistaða hans á al- þjóðavettvangi hefur verið landi og þjóð til sóma. Stefán Böðvarsson kennari: Guðrún Helgadóttir, hún virðist hafa meiri innsýn í líf venjulegs fólks en flestir starfsfélagar hennar. Hún þorir að hafa skoðun á málum og segir þær vafningalaust. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Forráðamenn Meitilsins í Þorlákshöfn reyndust bréfritara betri en enginn. Hlýja, samúð, skilningur Þakklátur skrifar: Það þykir ekki tíðindum sæta þó einhver í voru þjóðfélagi fari í með- ferð sökum áfengisneyslu eða annara fíkniefna. Hitt er svo annað mál hvernig þjóðfélagið tekur á móti þeim sem koma úr slíkri meðferð. Oft eru þeir búnir að brjóta allar biýr að baki sér þegar þeir taka ákvörðun um að gera eitthvað rót- tækt í sínum málum. En það er mjög algengt að þegar inn á stofnun er komið getur viðkomandi ekki ein- beitt sér að þeim verkefnum sem fyrir hann eru lögð, vegna þess að hugur- inn er stöðugt fyrir utan stofnunina, ýmist hjá fjölskyldu, öðrum ættingj- um eða á vinnustað. Sú spurning vaknar aftur og aftur hvernig mér verði tekið. Fer konan frá mér? Fæ ég að sjá börnin? Held ég vinnunni? Svona mætti lengi telja. Ég hef sjálfur farið þennan rúnt og bæði náð góðum og slæmum ár- angri. Ég hef misst íjölskyldu, vini og atvinnu, sumt oftar en einu sinni. En það sem mig langar að skrifa um í þetta skipti er hversu drengilega atvinnurekendur mínir, Meitillinn í Þorlákshöfn, reyndust mér þegar það henti mig sem alltaf getur hent: ég sprakk. Ég hafði unnið þar í tæpa tvo mánuði þegar ósköpin dundu yfir. Ég sem sagt datt í það og ruslaði um allt þar til ég gat ekki meir. Ég vaknaði inn á Vogi og vissi ekki hvernig ég var kominn þangað. Ég mundi hreint ekkert frá því ég tók fyrsta glasið. En miklar voru áhyggj- urnar. Ég t.d. afskrifaði atvinnu mína, þangað bjóst ég ekki við að eiga afturkvæmt, taldi víst að ef heppnin væri með mér þá fengi ég að sækja pokann minn á herbergið. Ég var á Vogi í eina 6 eða 7 daga. Þegar ég kom út þorði ég ekki fyrir mitt litla líf að fara strax til Þorláks- hafnar og þvældist um í bænum í 2 daga áður en ég hleypti í mig kjarki til að fara austur. Það var heldur lúpulegur náungi sem drattaðist inn á kontór til for- stjórans. En móttökum hans mun ég seint gleyma. Hvað sagt var vil ég eiga með sjálfum mér en ég fékk að vita að forstjórinn og verkstjórar hans höfðu unnið ötullega að því að koma mér inn á Vog og ég var boðinn velkominn aftur á vinnustað. Her- bergið mitt var uppbúið og óhrein föt höfðu verið þvegin. Það sem ég er að reyna að segja er: Að hvarvetna hjá þessu góða fyrirtæki var mínu vandamáli sýndur skilningur og mér samúð og hlýhug- ur. Að lokum ætla ég að óska ráða- mönnum og starfsfólki Meitilsins gleðilegra jóla og velgengni á kom- andi árum. Ivenær ætlar þú að koma til Suðurnesja, Bubbi? Kom þú, Bubbi Ein með Bubbaæði: Ég er hér ein af Suðurnesjum, mikill Bubba-aðdáandi, og mig langar til að senda mínu uppáhaldi, Bubba Morthens, bestu jóla- og nýárskveðjur með von um að þú farir að láta sjá þig á Suðurnesjum með tónleika sem allra fyrst. Þig bara grunar ekki hvað þú átt marga aðdáendur héma. Þessi hugmynd ykkar tónlistarmanna að safna handa munaðarlausum börn- um í Afríku er alveg frábær. Þetta er eitt af því besta sem íslenskir tónlistarmenn hafa gert til þessa. Svo vil ég þakka alveg frábæra og vel gerða plötu, Konu, og nýja lagið þitt er sömuleiðis alveg æðis- legt. Falskt öryggi Ragnar Jónsson skrifar: Ég er einn af þúsundum bíleigenda sem ofbýður þessi ofsalega ofnotkun salts á götur Stór-Reykjavíkursvæð- isins. Þessi 5-30 g á m2, sem sagt er að dreift sé, er augljóslega alltof mikið. Það getur ekki talist eðlilegt að eftir síðastliðinn vetur, sem var hinn mildasti í áratugi, hafa götur aldrei verið í verra ástandi. Tjónið skipti hundmðum milljóna króna og sama sagan virðist ætla að endur- taka sig nú. Ekki má koma slydda sem bráðnar jafnóðum eða smásnjófjúk þar sem hjólför haldast auð á fjölförnum götum án þess að þeir salti. Einnig verða bíleigendur fyrir stórfelldu tjóni vegna ryðs. Saltið er efni sem leikur ryðvörn mjög illa og árangur af endurryðvörn er oft ekki góður. Hefur mér þó tekist að halda nokk- urn veginn í horfinu með því að losa af bretti og fleira, hreinsa og bera á menju og feiti, en þeir sem ekki geta staðið í slíku verða fyrir meiri skaða. Oftast verða boddíin ónýt löngu á undan gangverki. Sem kunnugt er borgum við hér á landi eitthvert hæsta verð í heimi fyrir bíla og varahluti og flest getum við ekki endurnýjað oft. Saltdreif- ingin veldur því að ökumenn fá falska öryggistilfinningu og aka eins og á sumardegi, 10-30 km yfir lögleg- um hraða. Þegar bílar lenda á hálku- blettum eða ósöltuðum götum hafa dekkin misst eðlilegt grip vegna tjöru sem sest á þau og veldur þetta hættu. Hreinsun á þeim endist mjög stutt. Tjaran sest líka á rúður og þurrkublöð og hindrar útsýni. Það er flestra álit að mesta öryggið sé fólgið í því að taka úr umferð van- búna bíla. Það gengur ekki að veita þessum trössum á sléttu dekkjunum sérstaka þjónustu, söltun, á kostnað allra. Við getum ekki sætt okkur við að aka í þessum óþverra allt að 6 mán. á ári eða meira. Þetta er meira en næg ástæða til að flytja burt af Reykjavíkursvæðinu. Er ekki hægt að láta nægja að salta strætisvagna- stoppistöðvar og allra bröttustu brekkur eða nota sand á þessa staði? Umferðin gengur vel i bæjum úti á landi þótt ekki sé saltað, t.d. á Akur- eyri. Þessa skemmdarverkastarfsemi , verður að stöðva þegar í stað. Saltbíll að dreifa. Bréfritari er ekki hrifinn af saltinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.