Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1985, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1985, Qupperneq 21
DV. MÁNUDAGUR 30. DESEMBER1985. 21 kilJJln, falkilt i tliUi. kk Klaus Hilpert á ný til Akraness? íþróttir íþróttir íþróttir HEIMSMET „Ég fann það um leið og ég lyftist frá gólfinu að mér myndi takast að setja heims- met,“ sagði Bandaríkjamað- urinn Billy Olson í gær eftir að hann hafði sett nýtt heims- met í stangarstökki innan- húss. Olson stökk 5,86 metra en Frakkinn Thierry Vigner- on átti eldra metið sem var 5,85 metrar. -SK. Góður árangur Sigurðar Góðurárangurá jólamóti ÍR innanhúss „Ég hef æft markvisst í Ala- bama í haust og þjálfunin er að byrja að skila sér. Stórstígar framfarir innanhúss. Ég stökk nýlega 3,36 m í langstökki án atrennu, 9,53 m í þrístökki án atrennu og 15,05 m í kúluvarpi í keppni við Einar Vilhjálmsson, UMSB, sem kastaði 14,09 m. Nú stökk ég 1,56 m í hástökki án atrennu. Afrek mín eru Ár- mannsmet," sagði Sigurður Ein- arsson sem stefnir að þátttöku í Evrópumeistaramótinu í Stutt- gart næsta sumar. Árangur Sig- urðar í langstökkinu er þriðji besti árangur Islendings. Á jólamóti ÍR annan í jólum kepptu 20 keppendur frá 6 félög- um. Mótið hefur farið fram í 30 ár í ÍR-húsinu og þar hafa þeir Vilhjálmur Einarsson, Jón Þ. Ólafsson, Óskar Jakobsson og Valbjörn Þorláksson náð afrek- um á heimsmælikvarða undir merki ÍR. Á jólamótinu kom Gunnar Örn Sigurðsson, KR, öll- um á óvart með sigri sínum í langstökki án atrennu, 3,26 m. íslandsmet Gústafs Agnarsson- ar, KR, er 3,44 m. í þrístökki sigr- aði Einar Gunnarsson, UBK, Kópavogi, með 9,38 m í harðri keppni við Sigurð Einarsson, Á, 9,29 m. Úrslit: Annan í jólum. 26.12. Karlar: Langstökk án atrennu 1. Gunnar Örn Sigurðsson, UBK 3,26 m 2. Sigurður Einarsson, Á3,22 m • Klaus Hilpert. Miklar líkur á því að hann þjálfi Akurnesinga næsta sumar. Sex marka tap Noregs gegn Spáni — á móti í Austur- Þýskalandi ,, Ég er mjög ánægður með sóknar- leikinn hjá okkur en varnarleikur- inn var veiki hlekkurinn,“ sagði Geir Pettersen, aðstoðarlandsliðs- þjálfari Norðmanna í handknattleik, eftir að Noregur hafði tapað, 23-29, fyrir Spáni á alþjóðlegu handknatt- leiksmóti í Austur-Þýskalandi. Spán- verjar héldu til Austur-Þýskalands á mótið eftir landsleikina hér á landi fyrir skömmu. Leikurinn var mjög jafn lengst af og staðan i leikhléi var 15-15. Norð- menn voru síðan alveg með í leiknum þar til staðan var 23-25 en þá sprungu þeir alveg. Spánverjarnir skoruðu síðustu íjögur mörkin og tryggðu sér sex marka sigur. -SK. „Jú það er rétt. Við erum búnir að vera í sambandi við Klaus Hilpert. Það er verið að athuga með samn- inga þessa dagana og ég er bjartsýnn á að hann muni þjálfa Akranesliðið næsta sumar,“ sagði Gunnar Sig- urðsson á Akranesi í samtali við DV í gær. „Við erum með mörg nöfn í at- hugun en það erun óneitanlega lang- mestar líkur á því að Hilpert verði næsti þjálfari hjá okkur. Við höfum mestan áhuga á að fá hann til okkar. Það er ekki hægt að slá því föstu eins og er hvort hann komi eða ekki en ég tel mjög miklar líkur á að svo verði“ sagði GunnarSigurðsson. Vestur Þjóðverjinn, Klaus Hilpert, er ekki ókunnugur málum á Akra- nesi. Hann þjálfaði meistaraflokk ÍA fyrir nokkrum árum og náði góðum árangri með liðið. Það er því ekki óeðlilegt að Skagamenn skuli hafa áhuga á að ná í þennan snjalla þjálf- ara á nýjan leik. -SK. Éískar Southaíl eiginkonu sfna? Á hann bamið með Ijóskunni Joy Sims? Hvernig yrði þér við ef einhver ókiinnug manneskja myndi berja að dyrum á heimili þínu einn góðan veðurdag og segja konu þinni að þú værir elskhugi hennar og ættir von á barni með henni? Þær láta sér fátt fyrir brjósti brenna ljóskumar á Englandi. Það fékk Neville Southall, markvörður Everton og Wales, að reyna um daginn. Karlkvölin var að verja mark Wales í Noregi þegar Ijóshærð kona, Joy Sims að nafni, knúði dyra á heimili hans í Liverpool. Eryl, eiginkona Southalls, fór til dyra. Og hún átti erilsama tíma framundan. Joy Sims þessi tjáði Eryl ósköp pent að hún hefði átt vingott í meira lagi við Southall • Eryl, eiginkona Southalls, markvarðar Everton og Wales, bíður eftir niðurstöðum blóð- prufunnar. og auðvitað kom þetta sem ísköld vatnsgusa framan í Ervl. Hún sagði i viðtali við breska blaðið Sunday Min-or: „Fyrst varð ég furðu lostin og kom ekki upp einu einasta orði. Síðan áttaði ég mig og komst að þeirri niðurstöðu að þetta hlyti að vera tóm vitlevsa í konunni,“ sagði Eryl. En Joy Sims var rétt að byrja. Til að bæta gráu ofan á svart stráði hún nokkrum saltkomum í sárin og sagði Eryl að hún væri barns- hafandi og að Neville Southall væri faðir barnsins. Southall var auðvitað sagt frá heimsókn þeirrar ljóshærðu þegar hann kom heim frá Noregi. Og hann neitar harð- lega að hann hafi lagt hönd á plóg- inn við sköpunarverkið. En Eryl, eiginkona hans, vill fara alla leið í leit að sannleikanum og lætur sér ekki orð eiginmannsins nægja. Hún hefur krafist þess að úr því fáist skorið hvort Southall eigi barnið eða ekki og það er einungis hægt að gera með blóðprufu. Og á orðum eiginkonu Southall hér á eftir má ljóst vera að markmanns- fjölskyldan á erfiða tíma fyrir höndum. Hún sagði í viðtalinu við Sunday Mirror: „Þetta eru mjög erfiðir tímar fyrir okkur. Við verð- um að bíða í sex mánuði eftir því að blóðprufan verði tekin og þá fyrst liggur endanleg niðurstaða í máli þessu fyrir." Þess má til gamans geta að Ne- ville Southall gekk bísperrtur um Wembley leikvanginn í fyrra eftir bikarúrslitaleikinn í ensku knatt- spyrnunni og var í bol sem á stóð „I love my Wife“ (sjá nwnd). -SK. • Neville Southall neitar að hann eigi barnið með ljóskunni. Ástæðan þá líklega áletrunin á bolnum sem hann er í á mynd- mm. 3. Einar Gunnars., UBK 2,97 m Þrístökk án atrennu 1. Einar Gunnarsson, UBK 9,38 m 2. Sigurður Einarsson, Á 9,29 m 3. Gunnar örn Sigurðsson, KR 8,77 m Hástökk án atrennu 1. Sigurður Einarsson, Á 1,56 m 2. Þórður Þórðarson, ÍR 1,53 m 3. Elias Sveinsson, KR 1,50 m 4. Valbjörn Þorláksson, KR 1,50 m Konur: Langstökk án atrennu 1. Fanney Sigurðardóttir, Á 2,43 m 2. Eva Sif Heimisdóttir, ÍR 2,31 m 3. Guðbjörg Svansdóttir, ÍR 2,28 m Hastökk án atrennu 1. Guðbjörg Svansdóttir, ÍR 1,18 m 2. Eva Sif Heimisdóttir, ÍR 1,15 m 3. Hulda Björg Bjarnadóttir (10), UMFA 1,10 m Þrístökk án atrennu 1. Eva Sif Heimisdóttir, ÍR 6,85 m 2. Guðbjörg Svansdóttir, ÍR 6,81 m 3. Fanney Sigurðardóttir, Á 6,80 m 4. Guðrún Valdimarsdóttir, ÍR 6,72 m -Ó.U. SIGRUM VIÐ DANI? Um næstu helgi fer fram mikið mót í körfuknattleik í Keflavík og Njarð- vík. Bandaríska skólaliðið Luther Collage, danska landsliðið og a- og b-landslið íslands taka þátt í mótinu. Á föstudaginn leika íslensku liðin og á eftir Luther Collage gegn danska landsliðinu. Á laugardag leika ísland b og Luther Collage og loks ísland a og Danmörk. Á sunnu- dag leika ísland a og Luther Collage og ísland b og Danmörk. Eftirtaldir leikmenn leika í íslensku liðunum: Ragnar Torfason, ÍR, Þorvaldur Geirsson, Fram, Símon Ólafsson, Fram, Ólafur Rafnsson, Haukum, Pálmar Sigurðsson, Haukum, Henn- ing Henningsson, Haukum, ívar Webster, Haukum, Hreinn Þorkels- son, ÍBK, Jón Kr. Gíslason, ÍBK, Sigurður Ingimundarson, ÍBK, V alur Ingimundarson, UMFN, Jóhannes Kristbjörnsson, UMFN, ísak Tómas- son, UMFN, Kristinn Einarsson, UMFN, Páll Kolbeinsson, KR, Leif- ur Gústafsson, Val, Tómas Holton, Val, Torfi Magnússon, Val, Viðar Vignisson, Haukum, og Matthías Matthíasson, St. Paul, USA. Birgir Michaelsson, KR, var valinn í þenn- an hóp en hefur ekki mætt á æfingar. -SK. Spennan eykst í Skotlandi — Hearts í efsta sætið eftir sigur gegn Rangers Hearts skaust á toppinn á skosku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu um helgina er liðið sigraði Glasgow Rangers í Glasgow með tveimur mörkum gegn engu. Tveir aðrir leikir fóru fram. Celtic sigraði Clydebank, 2-0, og Dundee United og Dundee gerðu marka- laustjafntefli. Staðan í skosku úrvalsdeildinni er nú þannig að Hearts hefur 26 stig eftir 21 leik, Dundee Utd er með 24 eftir 19 leiki, Aberdeen 23 eftir 19 leiki, Celtic 22 eftir 18 leiki og Rang- ers er með 21 stig eftir 20 leiki. Greinilega mikil spenna framundan í skosku knattspyrnunni. -SK. I" UMFN gegn' j LCollage | — íNjarðvíkíkvöld kl. 20.00 I Eins og komið hefur fram í ■ fréttum fer fram mót í körfu- I knattleik hér á landi í byrjun janúar þar sem landslið Dana, | bandaríska liðið Luther Col- Ilage og a- og b-lið íslands leika og fer mótið fram í íþrótta- Ihúsinu í Keflavík. Leikmenn Luther Collage eru I mættir hingað til lands og leika * í kvöld gegn íslandsmeisturum | UMFN í íþróttahúsinu í Njarð- Ivík. Leikur liðanna hefst klukk- an átta og verður fróðlegt að sjá I hvernig íslandsmeisturunum Ireiðir af gegn bandaríska liðinu sem margoft hefur komið hingað verandi þjálfari þess, Kent Finnanger, en hann er íslenskum körfuknattleiksmönnum að góðu kunnur. -SK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.