Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1985, Síða 22
22
' DV. MÁNUDAGUR 30. DESEMBER1985.
Iþróttir Iþróttir íþróttir íþróttir
Landsleikur íslendinga og Dana á Akranesi á laugardag:
Danir enn f heljargreipum
íslendinga á Akranesinu
Frá Gissuri Þór Ágústssyni,
fréttamanni DV á landsleik ís-
lands og Danmerkur á Akranesi:
„Þessi leikur var mun betur
leikinn af okkar hálfu en sá fyrsti.
Það var fyrst og fremst góður
varnarleikur og vel útfærð
hraðaupphlaup í síðari hálfleik
sem færðu okkur þennan sæta
sigur. Þá stóð Sigurður Gunnars-
son sig mun betur en í fyrsta
leiknum og Július kom mjög
sterkur út í sókninni á vinstri
vængnum," sagði Kristján Ara-
son eftir að íslenska landsliðið i
handknattleik hafði unnið stóran
sigur á því danska hér á Akranesi
á laugardag, 24-20. Staðan í leik-
hléi var jöfn, 12-12.
íþróttahúsið á Akranesi var troð-
fúllt af áhorfendum á laugardag og
íslenska liðið náði sér strax vel á
strik. Mikla athygli í byrjun leiksins
vakti stórgóð frammistaða Júlíusar
Jónassonar. Þegar íslenska liðið
hafði skorað átta mörk hafði Júlíus
átt þátt í öllum þeirra, annaðhvort
skorað sjálfur eða átt síðustu send-
ingu fyrir mark. Liðin voru nokkuð
jöfn í byrjun og munurinn aldrei
meiri en eitt til tvö mörk á annan
hvorn veginn. Og í leikhléi var stað-
an jöfn, 12-12. íslendingar náðu síð-
an tveggja marka forskoti í byrjun
síðari hálfleiks, 14-12, mjög vel
studdir af áhorfendum og enn átti
eftir að koma í Ijós hve áhorfendur
geta haft mikið að segja, Fram að
þessu hafði leikurinn venð áferðar-
fallegur og lítið um hörku. Þess má
geta að fyrsta gula spjaldið í leiknum
var gefið á 5. mínútu síðari hálfleiks.
Á síðustu mínútum leiksins var
mikill hraði hjá báðum liðun; r g oft
ekki nægilega mikill agi í leik ís-
lenska hðsins. Þegar sjö mínútur
voru til leiksloka var staðan 20-17
og þá brá Leif Mikkaelsen, landsliðs-
þjálfari Dana, á það ráð að taka þá
Kristján og Sigurð úr umferð en það
hafði ekkert að segja. Leikmenn ís-
lenska liðsins héldu haus og náðu
að auka muninn. Og þegar upp var
stáðið hafði íslenska liðið skorað 24
mörk en það danska 20 og skoruðu
þeir síðasta mark sitt eftir að leik-
tíminnn var runninn út úr vítakasti. #Þorgils Óttar Mathiesen átti mjög góðan leik gegn Dönum á Akranesi sem og í fyrsta leiknum í Laugardalshöll. Hért sést hann skora
eitt marka sinna og Paul Sörensen kemur engum vörnum við. DV-mynd Bjarnleifur.
Danir á ný i heljargreipum Is-
lendinga á Akranesi
Engu er líkara en íslendingar hafi
mjög góð tök á Dönum á Akranesi
og er skemmst að minnast stórsigurs-
ins um árið þegar íslenska liðið sigr-
aði með ellefu marka mun. Leikur
íslenska liðsins á laugardag var mjög
góður og þá sérstaklega varnarleik-
urinn. Þá var markvarsla þeirra
Ellerts Vigfússonar og Kristjáns
Sigmundssonar mjög góð. Ellert
varðí 7 skot í fyrri hálfleik og Krist-
ján fór á kostum í síðari hálfleik og
varði 12 skot og munar um minna.
Vöm íslenska liðsins var mjög góð
eins og áður sagði. Liðið lék svokall-
aða 5-1 vöm, en bakverðimir komu
mjög vel út á móti svo og homa-
mennimir, svo lengi vel leit út fyrir
að íslenska liðið léki 3-2 vöm. Þetta
er sú vöm sem koma skal og ef leik-
menn íslenska liðsins leggja sig fram
verður erfitt fyrir andstæðinga ís-
lenska liðsins í framtíðinni að kom-
ast framhjá íslensku vöminni.
Allir leikmenn íslenska liðsins áttu
góðan leik á laugardag, báðir mark-
verðimir og Júlíus Jónasson, sem lék
sinn besta leik í langan tíma, Sigúrð-
ur Gunnarsson var mjög góður og
sömu sögu er að segja um Bjama
Guðmundsson sem verið hefur dauf-
ur í síðustu leikjum. Hann rak nú
af sér slyðmorðið og átti mjög góðan ,
leik. Hjá danska liðinu var Paul
11 Frábær
1 ei kur”
sagði ión Hjaltalín Magnússon, formaður HSI
Frá Gissuri Þór Ágústssyni,
fréttamanni DV á landsleik ís-
lands og Danmerkur:
,, Þetta var frábær leikur. Sér-
staklega er ég ánægður með
frammistöðu ungu leikmann-
anna í liðinu sem nú fengu að
spreyta sig í fyrsta skipti í langan
tíma,“ sagði Jón Hjaltalin Magn-
ússon, formaður Handknattleiks-
sambands Íslands, í samtali við
DV eftir sigurleik íslendinga gegn
Dönum á Akranesi á laugardag.
„Ég er sérstaklega ánægður
með leik Júliusar Jónassonar.
Hann hefur ekki fengið tækifæri
lengi til að sína getu sína en nú
kom hans tækifæri og hann nýtti
það mjög vel. Þetta er þriðji
landsleikurinn þar sem Júlíus fær
að reyna sig og hann er maður
framtíðarinnar. Einnig kom
Bjarni Guðmundsson mjög vel frá
þessum leik. Hann hefur verið
gagnrýndur mikið fyrir leiki sína
með landsliðinu að undanförnu
en skilaði sínu hlutverki mjög vel
í þessum leik. Einnig vil ég nota
tækifærið og þakka áhorfendum
hér á Akranesi frábæran stuðn-
ing. Án þeirra hefði þessi árangur
ekki náðst og þeir áttu mjög stór-
an þátt í þessum sæta sigri,“
sagði Jón Hjaltalín Magnússon,
formaður HSÍ.
-SK.
„Ég er sáttur
við mína
frammistöðu”
| - sagði Júlíus Jónasson sem sló í gegn á Skaganum |
IFrá Gissuri Þór Ágústssyni, sig í þriðja skipti. |
fréttamanni DV á landsleik ís- „Ég heíd að áhorfendur hafi gert ■
I landsogDanmerkur: útslagið í þessum leik. Þeir voru I
" „Ég er virkilega ánægður með frábærir og studdu mjög vel við '
I þennan leik hjá okkur. Við bakið á okkur. Ég er mjög ánægður |
■ náöum að sýna góðan leik og með að hafa fengið að byija inná J
I þá sérstaklega i vörninni. Þá á laugardaginn og ég fann mig |
mjög vel og er nokkuð sáttur við
Ívar markvarslan einnig mjög
góð,“ sagði Valsmaðurinn, Júl-
Iíus Jónasson, en hann átti mjög
góöan leik með islenska lands-
liðinu gegn Dönum þegar þjóð-
I irnar léku á laugardaginn. Júl-
5 íus hefur ekki fengið mörg ------------—.......
| tækifæri með landsliðinu og á Júlíus Jónasson.
jjaugardag fékk hann að spreyta
mjog vel og er noKKuo sattur við ■
mína frammistöðu. Ég held að ís- I
lenska landsliðið eigi eftir að I
styrkjast mikið fyrir HM í Sviss ■
og þar ætti liðið að geta náð góðum ■
I
-SK.j
Sörensen langbestur og ef hann hefði
ekki náð að sýna svo frábæra mark-
vörslu hefði ævintýrið frá 1981
eflaust endurtekið sig.
Mörk íslenska liðsins: Sigurður
Gunnarsson 5, Þorgils Óttar 5,
Kristján Arason 4, Bjarni Guð-
mundsson 4, Steinar Birgisson 3,
Júlíus Jónasson 3. -SK.
stórsigur íslenska liðsins, 24:20, en snilldarmarkvarsla
n í veg fyrir að <
endurtækisig