Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1985, Page 23
DV. MÁNUDAGUR 30. DESEMBER1985. 23
í íþróttir Í íþróttir Í íþróttir Í íþróttir
SIGGIPÉ OG RAGNAR ÓL-
AFS. ATVINNUMENN (GOLFI
Einstakur
árangur hjá
GR-sveitinni
• Ragnar Ólafsson, GR. Sannar-
lega sjónarsviptir að honum og
Sigga Pé ef þeir leika í Sviþjóð
næsta sumar eins og margt bend-
ir til.
• Sigurður Pétursson, GR. Leik-
ur hann í atvinnumannakeppni í
Svíþjóð næsta sumar?
Eins og komið hefur fram í fréttum
vann sveit Golfklúbbs Reykjavíkur
það frábæra afrek í lok nóvember að
hafna í 4. sæti í Evrópukeppni félags-
liða í golfi sem fram fór á Aloha
vellinum í Marbella á Spáni. í
íþróttaannálnum fyrir árið 1985, sem
fylgdi DV um síðustu helgi, láðist
að geta þessa mikla afreks
GR manna og eru hlutaðeigandi
beðnir velvirðingar á því.
Þessi árangur GR-sveitarinnar er
besti árangur sem íslenskir kylfmgar
hafa náð í keppni erlendis og þegar
litið ér á þær þjóðir sem sú íslenska
skildi eftir fyrir aftan sig verður
árangurinn enn glæsilegri. Alls tók
21 þjóð þátt í mótinu að þessu sinni
og allar mættu þær með sína bestu
kylfinga til leiks. Á eftir GR-sveit-
inni voru miklar golfþjóðir eins og
írar, Englendingar, Skotar og a- og
b-lið Vestur-Þjóðverja. Spánverjar
sigruðu, léku á 606 höggum, Danir
urðu í 2. sæti á 609 höggum og Frakk-
ar í 3. sæti á 611 höggum. íslenska
sveitin lék á 616 höggum en í henni
léku þeir Ragnar Ólafsson, Sigurður
Pétursson og Hannes Eyvindsson:
Liðsstjóri sveitarinnar var Björgúlf-
ur Lúðvíksson. Og til að kóróna
þessa einstöku frammistöðu varð
Sigurður Pétursson í 3.-4. sæti í skori
einstaklinga sem er frábær árangur.
í lokin má geta þess að GR-sveitin
vakti einstaka athygli fyrir smekk-
legan klæðaburð og íþróttamanns-
lega framkomu utan vallar sem inn-
an og voru sveitir annarra þjóða
minntar á að taka GR-sveitina sér
til fyrirmyndar í hvívetna.
-SK.
„Við erum ekki búnir að gefast
upp og ætlum að reyna fyrir
okkur aftur í atvinnumennsk-
unni. Við stefnum að því að
komast að í Svíþjóð næsta sumar
og það er verið að vinna í þeim
málum fyrir okkur,“ sagði Sig-
urður Pétursson kylfmgur i sam-
tali við DV í gærkvöldi en hann
ásamt félaga sínum í GR, Ragnari
Ólafssyni, reyndi í sumar að
komast í atvinnumennsku sem
kunnugt er.
Mál þeirra Ragnars og Sigurðar
eru nokkuð flókin. Að sögn Sigurðar
eru þeir Ragnar báðir atvinnumenn
í golfi í dag þrátt fyrir að þeim hafi
mistekist að komast áfram í keppn-
inni á Spáni í haust. Gefum Sigurði
orðið:„Þegar þú ert búinn að skrifa
undir inntökuskjal í atvinnumanna-
skólann ert þú sjálfkrafa orðinn
atvinnumaður. Og til þess að við
verðum áhugamenn aftur þurfum við
að sækja um áhugamannaréttindin á
nýjan leik. Reglurnar eru hins vegar
þannig i dag að ef þú færð áhuga-
mannaskírteinið aftur og sækir síðan
aftur um skólavist í atvinnumanna-
skólanum ert þú orðinn atvinnumað-
ur fyrir lífstíð. Þetta eru auðvitað
fáránlegar reglur en vonir standa til
að þeim verði breytt á næstunni.
Málum hagar svo til núna að okkur
gefst væntanlega kostur á því að
keppa á 12 atvinnumannamótum í
Svíþjóð næsta sumar. Þetta er hins
vegar mjög dýrt fyrirtæki og það er
verið að kanna fyrir okkur í Svíþjóð
um þessar mundir með bakhjarl sem
myndi vera tilbúinn til að styrkja
okkur næsta sumar. En við erum
ákveðnir í að reyna þetta. Það eru
miklir peningar í boði á mótunum í
Svíþjóð en þar mæta mjög sterkir
kylfingar til leiks þannig að maður
verður að hafna í einu af efstu sætun-
um ef einhverjir peningar eiga að
fást út úr þessu," sagði Sigurður.
- Munið þið Ragnar þá ekki keppa
hér heima á næsta keppnistíma-
bili?
„Það fer eftir ýmsu. Ef við sækjum
ekki um áhugamannaskírteinin aft-
ur megum við líklega ekki keppa
nema sem gestir og þá ekki taka við
verðlaunum ef okkur tekst að vinna
til þeirra. Ef við komumst til Svíþjóð-
ar verðum við auðvitað þar og leik-
um því ekki hér heima næsta sumar.
En þetta skýrist allt á næstu vik-
um,“ sagði Sigurður Pétursson.
-SK.
— Þeir urðu það sjálfkrafa við undirskrift innritunarskjals í atvinnumannaskólann á Spáni íhaust
Þeir þurfa að sækja um áhugamannaréttindi aftur ef þeir ætla að spila hér á landi næsta sumar.
Báðir stefna þeir að atvinnumennsku í Svíþjóð næsta sumar