Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1985, Qupperneq 26
26
, DV. MÁNUDAGUR 30. DESEMBER1985.
Iþróttir Iþróttir Iþróttir iþróttir
„Leikur of
harðan hand-
knattleik”
— segir Leif
Mikkelsen, þjátfari
Dana, um íslenska liðið
„Það var klaufaskapur hjá
okkur að missa niður tveggja
marka forskot á síðustu níutíu
sekúndunum. Við áttum að
yinna leikinn með það forskot.
íslenska liðið er gott cn það leik-
ur alltof harðan handknattleik,
sérstaklega þegar Þorbjörn Jens-
son lamdi einn leikmann okkar í
gólfið á lokamínútunum. Það á
ekkert skylt við handbolta,“
sagði Leif Mikkelsen, þjálfari
Dana, eftir leikinn á föstudags-
kvöidið.
Mér fannst dómararnir dæma
svolítið furðulega. Hvorugt
rauða spjaldið átti rétt á sér og
égskil ekki hvernig í ósköpunum
stóð á því að leikmenn mínir
þurftu að vera utan vallar fimm
sinnum í fyrri hálfleik.
Það er engin spurning um það
að Kristján Arason var besti
maður íslenska liðsins en um lið
mitt vil ég ekki dæma. Flestir
leikmenn okkar léku vel,“sagði
Mikkelsen. fros
„Vinstri
vængurinn
var okkar
vandamál”
— sagði Bogdan,
þ jálfari íslenska
landsliðsins, um
leikinn á
föstudagskvöld
„Vinstri vængurinn i sóknar-
leiknum var okkar vandamál í
kvöld. Við söknuðum Atla Hilm-
arssonar, Alfreðs Gíslasonar og
Þorhergs Aðalsteinssonar. Sig-
urður Gunnarsson er öllu rcynd-
ari á miðjunni og honum tókst
ekki að fylla skarð þeirra,“sagði
Bogdan, þjálfari islenska lands-
liðsins, eftir fyrsta leikinn við
Dani á föstudagskvöldið.
Ég tel að aðeins tveir leikmenn
okkar hafi leikið af' eðiilegri
getu, þeir Kristján Arason og
Þorgils Óttar Mathiesen. Aðrir
leikmenn stóðu sig ekki nægilega
vel. Ég tel að danska liðið hafi
leikið af eðlilegri getu. Mark-
varslan var greinilega höfuð-
verkur liðsins en vörn þeirra var
mjög góð,“sagði Bogdan.
Enn vinnur
Olympia
— Í2. deild í Svíþjóð
Frá Gunnlaugi Jónssyni,
fréttamanni DV í Svíþjóð: .
Brynjar Harðarson og félag-
ar hans hjá sænska 2. deildar
liðinu Olympia héldu áfram
óslitinni sigurgöngu sinni er
liöið sigraði Sierra meó 23-17.
Brynjar, sem verið hefur aðal-
markaskorari liðsins í vetur
með níu mörk að meðaltali,
náði ekki að sýna sinar bestu
hliðar i leiknum. Skoraði
aðeins eitt mark.
Olympia hefur fullt hús í suð-
vestur riðli 2. deildar með 18 stig
eftir níu leiki. Rauði ormurinn
er í öðru sæti með tólf stig. Þrátt.
fyrir gott gengi Olympia til þessa
mun slagurinn um 1. deildar sæti
koma til með að reynast líðinu
erfiður. Fækkað verður í 1. deild-
inni og það þýðir að liðið verður
að standa stig mjög vel í úrslita-
keppni eigi það að hafa einhverja
möguleika. -fros
Tuttugu manna sundlandslið valið
Hrafnhildur Guðmundsdóttir
og Guðmundur Harðarsson,
landsliðsþjálfarar í sundi, völdu
fyrir skömmu tuttugu manna
landsliðshóp er keppa mun
meðal annars á móti í Stras-
bourg í Frakklandi í þessum
mánuði. Hópurinn hefur æft
mjög stíft yfir jólin og þessi
mynd Sveins var einmitt tekin
á æfingu sundmannanna í
Sundhöllinni um helgina.
Hópurinn er þannig skipaður,
aftari röð frá vinstri: Ólafur
Einarsson, Ragnar Guðmunds-
son, Árni Sigurðsson, Magnús
Ólafsson, Arnþór Ragnarsson,
Kristinn Magnússon, Eðvarð
Eðvarðsson, Tómas Þráinsson,
Jóhann Björnsson, Jens Sig-
urðsson. Fremri röð: Þórunn
Guðmundsdóttir, Bryndís Ól-
afsdóttir, Kolbrún Gissurar-
dóttir, Þorgerður Diðriksdóttir,
Hugrún Ólafsdóttir, Sigurlaug
Guðmundsdóttir, Ragnheiður
Runólfsdóttir og Ingibjörg Arn-
ardóttir. -fros
Draumamark hjá
Sigurði Gunnarssyni
— tryggði íslenska fandsliðinu annað stigið gegn Dönum í fyrsta leik liðanna
á föstudagskvöldið. Þrjú rauð spjöld og mikil spenna í20:20 jafntefli
• Sigurður Gunnarsson tryggði
íslendingum jafntefli með fallegu
marki á lokasekúndunni.
„Það var gaman að ná jafnteflinu
með svona stórkostlegu marki frá
Sigurði. Ég er sæmilega ánægður
með mína frammistöðu. Mér fannst
of mikið af kerfunum ganga út á
vinstri vænginn í fyrri hálfleik en í
þeim seinni náðum við okkur betur
á strik. Það var náttúrlega gott að
ná öðru stiginu en það eru margir
hlutir sem við þurfum að laga í leik
okkar,“sagði Kristján Arason eftir
leik Íslendinga og Dana í Laugardals-
hjöllinni á föstudagskvöldið sem
endaði með jafntefli, 20-20, eftir
hörkuspennandi Ieik. Það var Sig-
• íþróttamenn ganga í það heilaga eins og aðrir þessa dagana og hér
að ofan er mynd sem tekin var nýlega af einum þeirra. Hér er það
landsliðsmaðurinn í körfuknattleik, Valdimar Guðlaugsson, Karlsson-
ar hestamanns, sem stendur stoltur við hlið eiginkonu sinnar, Þuríðar
Ágústsdóttur. Tilbreyting er að sýna lesendum íþróttamenn í öðrum
klæðum en íþróttabúningum sinum. Valdimar leikur í vetur með IS
og þjálfar einnig liðið. Þess má geta að Valdiinar er bróðir Karls
Guðlaugssonar sem leikur með ÍR.
urður Gunnarsson er náði að jafna á
síðustu sekúndu leiksins og tryggja
landanum annað stigið.
Það voru gestirnir, Danir, sem voru
öllu meira sannfærandi á upphafs-
mínútunum. Flest gekk þeim í hag-
inn í byrjun. Markvörður þeirra,
Sörensen, varði vítakast frá Kristj-
áni Arasyni, eina vítakastið sem ís-
lendingar fengu í leiknum, og hinn
skemmtilegi hornamaður Dana,
Michael Fenger, var óstöðvandi.
| Skoraði þrjú af fyrstu fjórum mörk-
Ium liðs síns sem hafði yfirhöndina,
4-1. Kristján Arason minnkaði
Imuninn í 4-2 er Klaus Sletting Jens-
en, ein af frægustu stórskyttum
I heims, fékk að sjá rauða spjaldið
fyrir brot á Páli Ólafssyni. Umdeild-
| ur dómur en norskir dómarar voru
Iekki í vafa, drógu upp rauða kortið
í fyrsta en ekki síðasta skiptið í
Ileiknum. Danir juku muninn aftur í
þrjú mörk, 5-2, en góður kafli íslend-
I inga tryggði þeim jafntefli, 5-5, og
1 síðan forystuna, 9-6. Tvö dönsk mörk
| fyrir hlé og staðan því 9-8.
Danir náðu að jafna leikinn, 10-10,
| í upphafi seinni hálfieiksins og náðu
Isiðan forystunni, 11-12. Þá var
Steinari Birgissyni sýnt rauða
Ispjaldið fyrir að reyna að hindra einn
Danann í hraðaupphlaupi, þá voru
I sextán mínútur eftir. Leikurinn var
síðan æsispennandi allt tií loka.
I Jafnt á öllum tölum frá 13-13 til
118-18 er gestirnir náðu að skora
tvívegis. Aðeins tvær mínútur eftir.
IÞorgils Óttar minnkaði muninn í
eitt mark er rúmlega mínúta var til
I loka og allt á suðupunkti. Kristján
Arason og Guðmundur Guðmunds-
] son áttu þess kost að jafna eftir að
Isá síðamefndi hafði náð boltanum
eftir misheppnaða sóknarlotu Dana.
IVonin virtist síðan hverfandi er Is-
lendingar áttu aukakast aðeins
I þremur sekúndum fyrir leikslok.
* Danski varnarmúrinn hafði allur
I augameðKristjáni Arasyni og Þorg-
J ils Óttar Mathiesen tók þann kostinn
§ að gefa boltann til Sigurðar Gunn-
_ arssonar sem sendi boltann rakleiðis
| efst í markhorn Dana með þrumu-
| fleyg.
IKristján var án efa besti leikmaður
íslenska liðsins í þessum leik. Hann
Ináði sér vel á strik í seinni hálfleikn-
um. Samvinna hans og Þorgils Ótt-
I ars gaf einnig af sér þrjú af íjórum
* mörkum Þorgils í leiknum. Þeir tveir
| stóðu sig best í íslenska liðinu. Páll
Ólafsson átti þokkalegan leik en
hann hefur þó oft leikið betur fyrir
íslands hönd. Sigurður Gunnarsson
virtist miður sín lengst af og náði sér
aðeins á strik lokakaflann. Horna-
mennirnir léku þokkalega. Bjarni
átti að þessu sinni betri leik en gegn
Spánverjum en hann var þó oft full-
bráður á sér að skjóta í opnum fær-
um. Guðmundur var að venju skjótur
að hugsa í hraðaupphlaupum, auk
þess sem hann hafði góðar gætur á
Michael Fenger í vörninni ef fyrstu
mínúturnar eru undanskiIdar.Varn-
arleikur íslenska liðsins var í meðal-
lagi en markvarslan var ekki nógu
góð. Kristján Sigmundsson náði sér
aldrei á strik þó að ekki sé hægt að
tala um slaka frammistöðu hjá hon-
um. Ellert Vigfússon leysti hann af
í nokkrar mínútur en fann sig ekki.
Fyrirliði Dana, Morten Stig Christ-
iansen, var bestur Dana. Hann tók
stöðu vinstri handar skyttunnar
Sletting Jensen eftir að Jensen hafði
verið sýnt rauða spjaldið um miðjan
fyrri hálfleikinn. Honum reyndist oft
furðu létt að finna glufur á íslensku
vörninni. Fenger var illstöðvandi í
byrjun en sýndi ekki mikið eftir það.
Stórskyttan Eric Rassmussen sýndi
hvers hann var megnugur lokakafl-
ann en gerði fátt fram að því. Vörn
liðsins var mjög sterk, sérstaklega í
fyrri hálfleiknum er sóknarleikur
landans varð oft ráðalaus en mark-
varsla þéirra var slök. Danir voru
utan vallar í íjórtán mínútur, þar af
í tíu mínútur í fyrri hálfleik. Einn
leikmaður þeirra varð að yfirgefa
völlinn fyrir fullt og allt. Fékk þriðja
rauða spjaldið í leiknum eftir þrjár
brottvísanir. Islendingar voru utan
vallar í tíu mínútur og Danir fengu
tvö vítaköst gegn aðeins einu íslend-
inga.
Mörk íslands: Kristján og Páll 5,
Þorgils Óttar .4, Sigurður 3, Bjarni
2, Guðmundur 1.
Morten Stig Christiansen varð
markahæstur Dana ásamt Michael
Fenger, þeir gerðu báðir fimm mörk.
Eric Rassmussen gerði þrjú og Keld
Nielsen þrjú, tvö úr vítum.
Norsku dómararnir dæmdu eftir
línu sem ekki hefur sést oft hér á
landi. Þeir voru óragir við að gefa
rauð spjöld en öllu ragari við að
dæma vítaköst. Höfíu nokkuð-góð
tök á leiknum.
fros