Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1985, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1985, Page 40
40 BY. MÁNUDAGUR 30. DESEMBER1985. Andlát Halldóra Sveinsdóttir hjúkrunar- fræðingur lést 19. desember sl. Hún fæddist 29. september 1919 að Arn- ardal í Eyrarhreppi, Norður-ísa- íjarðarsýslu, dóttir hjónanna Hólm- fríðar Sigríðar Kristjánsdóttur og Sveins Sigurðssonar. Halldóra lauk námi frá Hjúkrunarskóla Islands árið 1948. Eftir það stundaði hún hjúkrunarstörf alla tíð þegar heilsa hennar leyfði. Eftirlifandi eigin- maður hennar er Guðmundur Sigur- jónsson. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið og eru tvö á lífi. Útför Halldóru verður gerð frá Fossvogs- kirkju í dag kl. 13.30. Jón Kristinsson verkstjóri, Otra- teigi 52, sem andaðist 24. desember, verður jarðsunginn frá Laugarnes- kirkju fimmtudaginn 2. janúar kl. 15. Kristbjörg Eggertsdóttir, Greni- mel 2, sem lést 19. desemher, verður jarðsungin frá Neskirkju í dag, mánudaginn 30. desember, kl. 13.30. Pétur Jóhannsson, Bjarkargötu 14, lést í Borgarspítalanum 23. desemb- er. Jarðarförin fer fram frá Fríkirkj- unni í Reykjavík 30. desember kl. 13.30. Friðrik Hjartarson, Kaplaskjóls- vegi 55, andaðist í Landakotsspítala 24. desember sl. Gísli Kristjánsson, fyrrverandi rit- stjóri, lést 24. desember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðfinnur Sigmundsson, vélsmið- ur frá ísafirði, síðast búsettur í Lyngholti 19, Keflavík, lést á sjúkra- húsi Keflavíkur á aðfangadag. Guðfríður Bjarnadóttir, Laugar- nesvegi 100, er látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnarlátnu. Guðlaug Jónsdóttir, Saurbæ, Kjal- arnesi, andaðist að Reykjalundi á jóladag. Guðjón Ólafsson, Seljalandi 7, fyrr- um bóndi að Stóra-Hofi, Gnjúpverja- hreppi, lést í Borgarspítalanum 24. desember. Haraldur Kr. Magnússon, Ása- braut 7, Keflavík, fyrrv. verkstjóri Rafveitu Kcflavíkur, andaðist í Landspítalanum 26. desember. Ingjaldur Tómasson, Austurbrún 4, Rvík, lést aðfaranótt aðfangadags jóla. Margrét Sæmundsdóttir, Snæ- landi 7, lést að morgni jóladags, 25. desember. Björgvin Samúelsson lést 18. des- ember sl. Hann fæddist 7. janúar 1942, sonur hjónanna Helgu Magn- úsdóttur og Samúels Jónssonar. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Þórhildi Guðmundsdóttur, og tvö börn. Útför hans verður gerð frá Bústaðakirkju í dag kl. 15.00. Flugstöðin á Keflavíkurflugvelli: Samninga- viðræður við Hagvirki Stjórn byggingarnefndar flug- stöðvarinnar á Keflavikurflugvelli hefur ákveðið að ganga til samninga- viðræðna við Hagvirki um tilboð þeirra í flugstöðina. Þegar tilboð voru opnuð í innréttingar og frágang stöðvarinnar var lægsta tilboðið frá Álftárós hf. Því tilboði var ekki tekið en nú ákveðið að ræða við Hagvirki um næstlægsta tilboðið sem er um 625 milljónir króna. Tilboð Álftáróss hf. var um 569 m.kr. Næsta tilboð á eftir Hagvirkistilboðinu er frá ístaki og hljóðar upp á 635,9 milljónir króna. Að sögn Sverris Hauks Gunnlaugs- sonar, formanns byggingarnefndar, hefjast samningaviðræður við Hag- virki i dag. Sverrir Haukur sagði einnig að farið yrði fram á það að gildi tilboðanna verði framlengt til lð.janúar nk., en þau renna annars út á morgun. T ,, Nauðungaruppboð sem auglýst var í 36., 39. og 44. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á Bakkastíg 15, Eskifirði, þingl. eign Benedikts Hilmarssonar o. fl„ fer fram skv. kröfu Landsbanka íslands á eigninni sjálfri mánudaginn 6. janúar 1986 kl. 10.30. Bæjarfógetinn á Eskifirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 36., 39. og 44. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á Sæbergi 12, Breiðdalsvík, talin eign Guðmundar Kristjánssonar, fer fram skv. kröfu Landsbanka íslands o.fl. á eigninni sjálfri mánudaginn 6. janúar 1986 kl. 14.00. Sýslumaðurinn í Suður-Múlasýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 78., 83. og 87. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á fasteigninni Framtíð, Djúpavogi, þingl. eign Kaupfélags Berufjarðar, fer fram skv. kröfu ferðamálasjóðs á eigninni sjálfri mánudaginn 6. janúar 1986 kl. 16.30. ___________________Sýslumaðurinn í Suður-Múlasýslu. Happdrætti Styrktar- félags vangefinna 1985 Vinningsnúmer: 1. vinningur, Subaru station 1800 GL, 4 wd 1986, nr. 69008. 2. vinningur, Mada 323 Saloon, 4ra dyra, nr. 66947. 3. vinningur, bifreið að eigin vali að upphæð kr. 340 þús., nr. 52778. 4. -10. vinningur, húsbúnaður að eigin vali, hver að upphæð kr. 1 50 þús. nr. 7404, 7522, 25264,40645, 45341,51503,75639. Styrktarfélag vangefinna. Þórdís Helgadóttir, lést í Landspít- alanum að kvöldi 23. desember. Þorbjörn Benediktsson, Kirkju- bóli, Höfnum, andaðist í Borgarspít- alanum þann 26. desember. Þuriður Elín Bjarnadóttir, Ljós- vallagötu 32, lést af slysförum 25. desember. Karítas Grímsdóttir, Miðtúni 21, andaðist 17. þ.m. Jarðarförin hefur farið fram. Hildur Vigfúsdóttir Hjaltalín, Laugateigi 17, lést í Landspítalanum sunnudaginn 22. desember. Útför hennar verður gerð frá Laugarnes- kirkju föstudaginn 3. janúar kl. 13.30. Tilkynningar Litprentuð kort eftir Sigurjón Ólafsson Listasafn Sigurjóns Ólafssonar hefur á þessu hausti látið gera litprentuð kort af tveim verkum eftir Sigurjón í eigu safnsins. Önnur myndin, SURTUR, var gerð árið 1968 og unnin úr málmplötum og viði en hin, sem er unnin í plast og ber heitið ÉG BIÐ AÐ HEILSA, er frá árinu 1976. Prentun annaðist prentsmiðjan GRAFÍK hf. Kortin, sem fást í flest- um bókabúðum, kosta 33 kr. og renn- ur allur ágóði af sölunni í bygginga- sjóð safnsins. DV fæsU íárnbrauta- stöðinni í Kaupmanna' höfn 80 ára verður á morgun, þriðjudag, gamlársdag, Vilhjálmur V. Hjalta- lín í Brokey á Breiðafirði. Kona hans er Jóhanna Guðjónsdóttir. Hafa þau búið i Brokey frá árinu 1941. Menning Menning Menning Nú skal hlæja... Leikfélag Reykjavikur: SEX í SAMA RÚMI. Höfundar: Ray Cooney og John Chapman. Þýðandi: Karl Guðmundsson. Lýsing: Daniel Williamsson. Leikmynd og búningar: Jón Þórisson. Leikstjóri: Jón Sigurbjörnsson. Samkvæmt hefð eru frumsýning- ar í Þjóðleikhúsinu og Iðnó um jólaleytið. Leikfélag Reykjavíkur hefur að þessu sinni valið til sýn- inga gamanleikinn Move Over Mrs. Markham eftir Ray Cooney og John Chapman. í íslenskri þýð- ingu Karls Guðmundssonar hefur leikritið hlotið nafnið „Sex i sama rúmi“, og vísast þar til þess að sex manns hafa ákveðið að nota íbúð eina til stefnumóta sama kvöldið, en hætt er við að þar hittist þeir sem síst skyldi. Efni leiksins er léttvægt. Aðal- persónurnar eru tvenn hjón en eiginmennimir eiga saman bama- bókaútgáfu. Annar þeirra er vinnusamur og fellur vart barna- bók úr hendi en hinn er heldur léttur á bámnni og á í eilífu kvennastússi utan hjónabands. Þegar sá fyrrnefndi finnur síðu úr bréfi, sem hann heldur að sé ástar- bréf til konu sinnar, rennur upp fyrir honum að hann hafi haft hugann um of bundinn við yngstu lesendurna og hefði ef til vill átt að líta oftar upp frá bókunum. Upp hefst mikill misskilningur og flækja. Og ekki batnar ástandið þegar siðavandur barnabókahöf- undur blandast í málið. Þetta segir samt lítið um farsann þar sem fyndnin liggur í orðaleikj- um og kyndugum uppákomum í samskiptum persónanna og flestir em undir lokin famir að þykjast vera eitthvað annað en þeir eru. Mikilvægt er að fyndni og tví- ræðni textans komist til skila. Einnig þarf mikinn hraða og ná- kvæmt samspil, þannig að ekki reki sig hver á annars horn þegar flækj- an er í algleymingi. En þó hraði og nákvæmni séu nauðsynleg má samt of mikið af öllu gera. Á frumsýningunni var oft hlegið dátt að tilsvörum, en stundum fengu áhorfendur varla ráðrúm til að hlæja út því of mikið lá á að halda áfram. Orðaleikir skiluðu sér, að því er best varð greint, ágætlega, en orða- lag var einstöku sinnum óþarflega hátíðlegt og brá fyrir sjaldyrðum sem ekki eru töm dags daglega. Þetta er sem sé leikrit um venju- legt fólk sem óvænt lendir í vand- ræðalegum aðstæðum og í stað þess að leysa hnútana, flækir málin alltaf meira og meira. Leiklist AUÐUR EYDAL Af leikurum þótti mér þau Val- gerður Dan og Þorsteinn Gunnars-' son, sem leika önnur hjónin, að ! ýmsu leyti óþvingaðri og leikur þeirra áreynsluminni en hinna, og þar af leiðandi komust þau að mínum dómi best frá sínum hlut- verkum. Kjartan Ragnarsson og Hanna María Karlsdóttir leika hin hjónin. Kjartan leikur hlutverk léttlynda eiginmannsins og mér fannst hann stundum grípa til ýkjuleiks um of. Hanna María var óþarflega þving- uð, einkum framan af. Kjartan Bjargmundsson leikur innanhússhönnuðinn litaglaða sem nauðugur, viljugur flækist í ástamálin og Margrét Olafsdóttir er höfundur metsölubókanna um hann Voffa. Sigurður Karlsson leikur uppþornaðan herramann sem gjarna vill bregða á leik þó að það gangi hálfilla og þær Liija Þórisdóttir og Rósa Þórsdóttir fara með hlutverk tveggja stúlkna sem koma við sögu. Jón Sigurbjönrsson er leikstjóri, en hann hefur leikstýrt mörgum sýningum í gamla Iðnó og þekkir vel bæði húsið og sitt fólk. Óneitanlega er þetta leikrit keim- líkt farsanum Með vífið í lúkunum, sem Þjóðleikhúsið hefur sýnt í haust, enda eftir sama höfund (Ray Cooney). Ekki veit ég hvort tilvilj- un réð því að bæði leikhúsin völdu farsa eftir sama mann til sýninga á svo svipuðum tíma. En hitt er víst að leikrit Ray Cooney eru mjög vinsæl um þessar mundir, m.a. ganga tvö verka hans nú í London, alltaf fyrir fullu húsi. Mér sýnist sem svipað gæti orðið uppi á tengingum hér í Reykjavík. Undirtektir á frumsýningu bentu að minnsta kosti til þess að áhorf- endur kynnu að meta grínið þó að boðskapurinn sé rýr. AE ATH. Einn þeirra, sem ekki hafa farið í jólafrí í ár er prentvillu- púkinn. Hann bregður á leik í umsögn minni um Bleikar slaufur, sem birtist í blaðinu sl. laugardag. Prakkarinn er greinilega í jóla- skapi því hann breytir orðinu stilli- lega í snilldarlega og dugir ekki minna til. En rétt er umrædd setning þann- ig: Eggert Þorleifsson og Guðlaug María Bjarnadóttir leika þau Helga og Margréti stillilega, eins og vera ber um svo góðar og guð- hræddar manneskjur... AE Leikfélag Reykjavíkur leikur nú á léttar nótur. Hér sjást aðstandendur Sex í sama rúmi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.