Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1986, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1986, Síða 3
DV. FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR1986. 3 SKEMMT1STAÐURINN RÍO EYÐHAGEHST í BRUNA Skemmtistaðurinn Ríó í Kópa- vogi eyðilagðist í bruna sl. mánu- dagskvöld. Enginn var í húsinu þegar eldurinn kom upp og upptök hans eru ókunn. Nýir eigendur höfðu tekið við staðnum fyrir nokkrum dögum og hugðust gera á honum talsverðar breytingar. Þeir voru að vinna þar umrætt kvöld en brugðu sér frá um tíuleytið. Það var svo um klukkan hálftólf að slökkviði var tilkynnt um að reyk legði frá Ríó. Þegar að var komið var skemmtistaðurinn alelda og engu hægt að bjarga. í sama húsi er útbú Útvegsbank- ans og trésmíðaverkstæði Björns Traustasonar sem er eigandi húss- ins. Engar skemmdir urðu á bank- anum en trésmíðaverkstæðið skemmdist lítillega af reyk og vatni. Rannsókn málsins gat ekki hafist strax þar sem óvarlegt þótti að fara inn í rústirnar ef strengjasteypu- bitar þeir sem halda þakinu væru ótraustir. Ekkert hefur þó enn bent til þess og er óskandi að svo sé ekki því annars þarf að skipta um þak og tjónið þar með enn meira en ella. . JSÞ Reykjarkófið var gífurlegt og fjöldi slökkviliðsmanna barðist viðeldinn. Vinnuaðstaða trésmiða: Til fyrirmyndar hjá Húna, Byggða- verki og Verkamannabústöðum Fyrirtækin Húni sf., Byggðaverk smiðafélags Reykjavíkur fyrir góðan hf. og Verkamannabústaðir í aðbúnað starfsfólks og öryggi á Reykjavík hlutu viðurkenningu Tré- vinnustað. Viðurkenningarnar voru Viðurkenningarnar voru afhentar í hófi daginn fyrir gamlársdag. myndinni eru frá vinstri: Þorbjörn Guðmundsson, varaformaður Trésmiðafélags Reykjavíkur, Guðjón Daviðsson, Byggðaverki, Sigurð- ur Sigurðsson, Byggðaverki, Konráð Ingi Torfason, Húna sf., Guðjón Jónsson, Verkamannabústöðum, og Ríkarður Steinbergsson, Verka- mannabústöðum. i DV-mynd: KAE. veittar i hófi sem haldið var daginn fyrir gamlársdag. Þetta var í fyrsta sinn sem Tré- smiðafélagið veitti slíkar viðurkenn- ingar. Hyggst félagið gera þetta ár- lega til að stuðla að átaki í þessum efnum. Er það von félagsins að þetta framtak verði öðrum hvatning til að gera betur á þessu sviði. Starfsmenn Trésmiðafélagsins söfnuðu gögnum á nýliðnu ári um allmörg fyrirtæki á svæði félagsins. Mat þeirra er lagt til grundvallar viðurkenningunum. 1 frétt frá félaginu segir að fjölmörg atriði komi til álita þegar aðbúnaður starfsmanna og öryggi þeirra á vinnustað er metið, svo sem hrein- læti á vinnustað og kaffistofu, bún- ings- og salernisaðstaða, fatageymsl- | MÁLASKÓLh 26908 □ □ □ □ □ □ □ □ 26908 Danska, sænska, enska, þýska, franska, ítalska, spænska og íslenska fyrir útlendinga. Innritun daglega kl. 13-19. Kennsla hefst 13. janúar. Skírteini afhent 10. janúar (föstudag) kl. 16-19. Fjölbreytileg kennslutæki, m.a. segul- og mynd- bönd. Nýjar kennslubækur í þýsku og frönsku. 20% afsláttur fyrir hjón, systkini, öryrkja og ellilíf- eyrisþega. Starfsmenntunarsjóður ríkisstofnana veitir félags- mönnum námsstyrki. HALLDÓRS ur og loftræsting. Þá komi einnig til álita umgengni starfsmanna um vinnustað og kaffistofu. Athugað sé hvort lyfjakassi sé á staðnum og h\'ort slökkvibúnaður sé til taks. Hjá Húna, Byggðaverki og Verka- mannabústöðum reyndist aðbúnaður allur til fvrirmyndar, snyrtimennska var áberandi í kaffistofum og örygg- ismál voru í góðu lagi. . KMU. Innritun byrjenda er að hefjast hjá yngsta karatefé- lagi landsins, Karateskólanum. I skólanum er áhersla lögð á iíkamsrækt og japansk- an aga. Æft er í Skipholti 3, (skammt frá Hlemmi) tvisvar í viku, mánudag og föstudag kl. 19-20. Kennt er hið geysivinsæla SHOTOKAN KARATE. Innritun á æfingatímanum á staðnum og í símum 40171 og 641158.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.