Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1986, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1986, Blaðsíða 12
12 DV. FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR1986. Frjálst, óháö dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóriog útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLT111 Prentun: ÁRVAKUR H F. - Áskriftarverð á mánuði 450 kr. Verð I lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Vonarglæta? Stríðsótti var mikill á nýliðnu ári. Þegar litið er yfir atburði ársins, fínnst þó vonarglæta. Leiðtogaskipti urðu í Sovétríkjunum. Nokkuð dró úr veldi hinna gömlu, þegar yngri maður settist í leiðtogasætið og ruddi braut fyrir menn sér hliðholla. Hinn nýi foringi vekur nokkrar vonir. Fundur æðstu manna Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna og afvopnunarviðræður leiða til þess, að fólk má ekki leggjast í kröm af ótta við styrjöld. Nýbyrjað ár mun leiða í ljós, hvort vaknandi vonir eru á rökum reistar. Of fljótt er að segja til um það. Fátt bendir enn til slökunar af hálfu Rússa. Stríðið í Afganistan hefur staðið í sex ár. Frelsissveitirnar halda enn í horfinu. Þær eiga skilið allan okkar stuðning og samúð. Nokkur merki sáust þess í árslok, að Rússar væru að þreytast á þessu stríði. Þeir létu að því liggja, að þeir vildu hætta því. Einnig í þeim efnum er alltof snemmt að fagna. Rússar héldu og áfram kverkataki um pólsku þjóðina. Að öllu samanlögðu ber þó að gefa hinum nýja leiðtoga Sovétríkjanna tækifæri og skoða, hvað nýtt hann hefur að bjóða. Við vorum á ýmsan hátt minnt á nálægð hins kalda stríðs risaveldanna, til dæmis þegar norski njósnarinn Arne Treholt hlaut 20 ára fangelsisdóm. Bandaríkin hafa heldur ekki hreinan skjöld, þótt hvergi nálgist svívirðu Rússa. Bandaríkjastjórn reynir enn að kollvarpa stjórn Mið-Ameríkuríkisins Nicaragua með stuðningi við skæruliða, sem gera árásir frá grann- ríkinu Honduras. Fleiri styrjaldir héldu áfram, svo sem milli Irans og íraks, í Eþíópíu og Líbanon. í Líbanon voru í árslok gerðir friðarsamningar, sem marka tímamót, þótt vafa- samt sé, að þeir haldi. Suður-Afríka er á barmi borgarastyrjaldar, eftir að stjórn hvíta minnihlutans hefur hert tökin á hinum svarta meirihluta landsmanna. Hryðjuverkamanna gætti í vaxandi mæli í Vestur- Evrópu, jafnvel í nálægum ríkjum eins og Danmörku. Flugrán voru tíð, svo og sprengingar, þar sem saklaust fólk beið bana. Eitt meginverkefni vestrænna þjóða á nýja árinu verður að reyna að stemma stigu við hermd- arverkum sem þessum. Reynslan sýnir, að linkind dugar ekki gagnvart hermdarverkamönnum, sem þá ganga á lagið. Hamfarir náttúrunnar settu svip á fréttir ársins. Um tuttugu og fimm þúsund fórust í eldgosi í Kólumbíu. Mörg þúsund létu lífið í jarðskjálftum í Mexíkó. Auk þess voru mikil flugslys tíð. Sjúkdómurinn eyðni hrelldi heimsbyggðina. Þegar yfir allt er litið, hefur margt orðið mannkyni til hrellingar á liðna árinu, en forðast verður svartsýni. Árið var að ýmsu leyti ár vonarglætu. Kvennaáratugurinn er liðinn. Ár unga fólksins er gengið um garð. Hefur þá eitthvað miðað í réttindamál- um þessa fólks? í raun hafa konur bætt hlut sinn á liðnum áratug. Þetta kemur þó síður fram í launahlut- föllum milli kvenna og karla, en meira á öðrum sviðum. Enn er unnt að tala um hefðbundin kvennastörf, sem eru verr launuð en störf karla. Þetta sýnir, að konur mega sín minna en karlar þrátt fyrir allar framfarirnar og góð orð ráðamanna. Unga fólkið er enn fremur rætt sem vandamál. Það skortir nægilegar j ákvæðar lausnir. Haukur Helgason. Burt með miðstýringu Þegar þetta er ritað er enn ekki ljóst hvort, hvernig eða hvenær sú deila leysist, sem upp er komin milli tæknimanna Pósts og sima og Ríkisútvarpsins annars vegar og ríkisvaldsins hins vegar. Víst myndi boðáð verkfall þeirra hafa mikil áhrif og lama þessa tvo höf- uðmiðla landsmanna. Það yrði einnig í augum mikils hluta þjóðar- innar á mörkum hins löglega eða jafnvel talið ólöglegt. Þetta eru þó ekki aðalatriði málsins. Aðalatrið- ið er hvernig þessi deila er til komin og hvort menn vilja gera eitthvað til þess að finna varanlega lausn á miklu stærra máli sem þessi vinnudeila tæknimannanna er aðeins angi af. Óheillaþróun Það er ekki of mikið að segja að mikil óheillaþróun hafi orðið í kjaramálum opinberra starfs- manna undanfarin ár. Sú þróun hefur nú þegar leitt til þess að heildársamtök þeirra eru að liðast í sundur. Kennarar hafa þegar kvatt þau í eftirminnilegum at- kvæðagreiðslum, nú vilja rafeinda- tæknimenn burt og semja við ríkis- valdið í gegnum Rafiðnaðarsam- bandið. Kjallari á fimmtudegi MAGNÚS BJARNFREÐSSON líta menn á launin sem lágmarks- laun og eru ófeimnir við að hækka laun við þá sem þeir leggja sérstaka áherslu á að hafa ánægða í vinnu. Að vísu er það svo að yfirgnæf- andi hluti fólks á frjálsa markaðn- um vinnur á umsömdum lágmarks- kauptöxtum, að viðbættum bónus- um. Engu að síður eru dæmin mörg um yfirborganir, launaskrið eða hvað menn viija kalla það. Og það eru þessi dæmi sem lokka og freista þeirra ríkisstarfsmanna sem telja sig með of lág laun miðað við menntun og getu. Að vísu hættir þeim við að gleyma því að frjálsi markaðurinn er bæði kröfuharðari og ótryggari en ríkisjatan, en hver telur sig ekki í raun jafnhæfan á launamarkaðnum og nágrannann? Afleiðingin verður sú, þegar til lengri tíma er litið, að hæfasta og harðasta fólkið fer úr ríkisþjón- a „Ástæða þess að svo er komið að ^ miðstýringin dugar ekki lengur er að hún hefur mistekist á frjálsa markaðnum.“ markaðinn um starfsfólk. Ef svo fer fram sem horfir munu heildarsamtökin hægt og sígandi liðast í sundur. Litlu breytir þótt beitt verði valdi til þess að hindra vinnustöðvun tæknimannanna, aðrir munu feta í fótspor þeirra. Valdbeiting er eins og kvala- stillandi lyfjagjöf gegn ólæknandi sjúkdómi. En hver er ástæðan? Það er kannski ekki rétt að spyrja um eina ástæðu, því vissulega er þar um fleiri en eitt svar að ræða. Meginá- stæðan er engu að síður sú að launakjör hjá ríkisstofnunum eru mun lakari en gerist á hinum svo- kallaða frjálsa markaði, þegar þar er uppgangur, eins og einmitt er nú á rafeindatæknisviðinu. Og ef við höldum áfram að grafast fyrir um orsakir þá má spyrja: Hvers vegna? Svarið við þeirri spurningu liggur að mínum dómi í þeirri gífur- legu miðstýringu sem verið hefur í kjarasamningum ríkisvaldsins og ríkisstarfsmanna. Á þeirri miðstýr- ingu eiga báðir aðilar vissulega sök og verða nú að horfast í augu við þá staðreynd að kerfi þeirra gengur ekki lengur upp. Ástæða þess að svo er komið að miðstýringin dugar ekki lengur er að hún hefur mistekist á frjálsa markaðnum. Hún var vissulega reynd þar líka með því að gera heildarsamninga fyrir öll aðildar- félög ASI, en tókst í raun aldrei. Þar getur hún heldur aldrei tekist. Vinnuveitendur verða ávallt frjáls- ir að því að launa vel þá starfsmenn sem þeir vilja hafa í vinnu og þeim er unnt að veita umbun á marga vegu eins og dæmin sanna. Miðstýring getur gengið á launa- markaði á meðan allir sem máli skipta láta að stjórn. En hún getur aldrei gengið til lengdar á hluta markaðarins á meðan aðrir hlutar spila frítt. Menn geta kallað fram- hjáhlaupin hvað sem þeim sýnist, launaskrið, bónusa, jólamánaðar- greiðslur eða eitthvað enn annað. Það sem eftir stendur er það að menn bera sig ávallt saman við aðra með svipaða menntun í svip- uðum störfum og una því ekki að vera tæplega hálfdrættingar á við þá sem þeir telja sig samstiga. Lögmál markaðanna Launamarkaðirnir, hinn opinberi og hinn frjálsi, eru á ýmsan hátt ólíkir. Það sem veldur mesta mun- inum er þó tvímælalaust að á frjálsa markaðnum er samið um lágmarkslaun en ríkisvaldið semur um laun sem í senn eru hámarks- laun og lágmarkslaun. Þar er ekk- ert svigrúm til úrbóta hvað varðar hina almennu launþega, það eru aðeins menn í toppstöðum sem unnt er að veita einhvers konar fríðindi með fastri yfirvinnu, bíla- styrkjum. eð_a öðrum hvimleiðum uppbótum. Á frjálsa markaðnum ustunni og yfir á frjálsa markað- inn. Ríkisstofnanir verða að mikl- um hluta uppeldisstofnanir fyrir frjálsa markaðinn, kosta þjálfun og starfsmenntun fólks sem notar fyrsta tækifæri sem býðst til þess að hverfa á braut og taka þátt i kapphlaupinu. Laun og ábyrgð Þetta verður að breytast. Við sem stöndum i atvinnurekstri á hinum frjálsa markaði vitum vel að þar borgar sig að hafa gott fólk og borga því sæmileg laun. Þannig komumst við af með færra starfs- fólk og kaupum betri vinnu en ella. Sömu lögmál hljóta að gilda um opinber störf. Þar eru það skatt- peningarnir okkar sem verið er að sýsla með og okkur er væntanlega ekki sama hvernig þeim er varið, því margt viljum við fá fyrir þá. Það er staðreynd að á meðan miðstýringin er eina launastjórn- unin á vettvangi opinberrar stjórn- sýslu þá getur hún ekki keppt við frjálsa markaðinn um hæfasta starfsfólkið. Það hlýtur að leita brott frá miðstýringarvaldinu, þangað sem hæfileikar þess og geta fá notið sín. Afleiðingin verður of margt fólk í opinberri þjónustu og þar verður margt undirmálsfólk. í raun og veru má það heita merki- legt hve margt gott fólk er enn í þjónustu hins opinbera. Þar ræður fremur íhaldssemi og vináttutengsl við samstarfsmenn en kjörin sjálf. Þetta stenst ekki til lengdar, flótt- inn hlýtur að aukast, skattpening- um okkar verður verr og verr varið. Lausn þessa máls er ekki nema ein. Miðstýringunni verður að af- létta. Ríkisstofnanir verða að fá tækifæri til þess að keppa við frjálsa markaðinn um starfsfólk. Þær verða að fá leyfi til þess að borga betur því fólki sem þeim er akkur í að hafa. Og um leið verður bæði að borga stjórnendum þessara stofnana betur en nú er gert og gera þá ábyrgari. Þeir verða einnig að hlíta lögmálum hins frjálsa markaðar, nefnilega að láta starf sitt laust ef þeir ekki standa sig, í stað þess að sitja í skjóli pólitískra tengsla, hvernig svo sem rekstur fyrirtækjanna gengur. Magnús Bjarnfreðsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.