Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1986, Blaðsíða 8
8 DV. FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR1986. Utlönd Uflönd Utlönd UUönd Yfir 50 þúsund manns komu saman ó Trafalgartorgi til að fagna nýju ári. Fjölmenni á Trafalgar Lögreglan í Lundúnum hand- tók 124 manns í miðborginni á nýórsnótt vegna óláta og slags- móla. Talið er að yfir 50 þúsund manns hafi safnast fyrir á Traf- algartorgi um miðnætti á gaml- árskvöld til að fagna nýju ári og að sögn Iögreglunnar bar mikið áölvun. Það er gömul hefð í London að safnast saman á Trafalgartorgi til að fagna nýja árinu og er þar jafnanfjörfram eftir allri nóttu. Yfir 200 manns meiddust á nýársnótt í áramótagleðinni á Trafalgar, þar af þurfti að fiytja 77 á spítala til frekari aðgerða. nOíeinum herjeppa Gúrkahermenn í Hong Kong unnu sér sess í Heimsmetabók Guinness með því að troða sér 170 í tíu sæta herjeppa (Land- Rover). Það tók þá 50 sekúndur að koma sér fyrir í jeppanum og aka 20 metra. Höfuðsmaður þeirra sagði að það hefðu ekki verið fleiri Gúrkahermenn til staðar, ella hefðu þeir slegið gamla metið enn rækilegar en það var 153 menn í einum jeppa og var það met sett á Englandi í fyrra. Asnaleg skrúðganga Indverska lögreglan tók upp nýja aðUrð til þess að hegna fyllibyttum sem urðu sér til skammar á gamlórskvöld. Hún setti þá upp á asna og teymdi þá í einni lest um götur Nýju Delhí. Yfir fimmtíu þeirra voru teymdir í lestinni með hendur bundnar fyrir aftan bak og svert- ir í framan. Flestir höfðu verið teknir fyrir ryskingar í ölæði. Rann snarlega að þeim í reið- túrnum. Þessi aðferð er þekkt úr sveita- þorpum þar sem hún er oft notuð við afbrotamenn. Leynilögreglu- foringimyrtur íGuatemala Fyrrum ytírmaður í hinni ill- ræmdu leynilögreglu Guatemala, Carlos Ignacio Palacios, var myrtur við heimili sitt á gamlárs- dag. Fjórir grímuklæddir menn með hríðskotabyssur hófu skothríð á Palacios er hann ætlaði að ganga út í bifreið sína. Palacios bjó í borginni Amat- itlan, 25 kílómetra fyrir sunnan Guatemalaborg. Carlos Ignacio Palacios var yfirmaður leynilögreglunnar á sjötta áratugnum, tímabili óróa og mannvíga í sögu Guatemala, þegar menn hræddust leynilög- regluna eins og pestina. Reagan og Gorbatsév varð tíðrætt um gagnkvæmt traust í samskiptum landa sinna hvors við annað í áramótaávörpum sínum sem sjónvarpað var til milljóna í gær. Nýjársávörp Reagans og Gorbatsévs: ÁGREININGSMÁL YFIRSTÍGANLEG Reagan Bandaríkjaforseti og Gor- batsév, leiðtogi Sovétmanna, ávörp- uðu þjóðir hvor annars í sjónvarpi síðdegis á nýársdag og kváðust báðir vilja leggja sitt af mörkum til friðar í heiminum og minnkandi spennu á milli stórveldanna. Slík ávörp leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna til þjóða hver annars í sjónvarpi eiga sér enga hlið- stæðu. Eigin kerfi Sovétmanna? Agreiningur stórveldanna um geimvopnaáætlun Bandaríkjanna kom greinilega fram í nýórsboðskap leiðtoganna. Reagan varði þá ákvörðun Banda- ríkjanna að leggja í slíka áætlun og fullyrti að Sovétmenn væru þegar byrjaðir að leggja drög að eigin geimvarnakerfi. Þvi hafa Sovétmenn alfarið neitað. „Vinnum að því saman að gera þetta ár að ári friðarins, betra mark- mið fyrir 1986 er ekki til,“ sagði Reagan, fyrsti Bandaríkjaforseti sem ávarpar sovésku þjóðina í sjónvarpi frá því er Richard Nixon ávarpaði hana á dögum slökunarstefnunnar 1972. „Þegar ég sit hér andspænis ykkur í dag vil ég segja það að íbúar Sovét- ríkjanna trúa einarðlega á frið,“ sagði Gorbatsév, Sovétleiðtogi, í sams konar fimm mínútna ávarpi til bandarísku þjóðarinnar sem sýnt var í öllum sjónvarpsstöðvum. 70 milljón Sovétmenn Ávarp Reagans var sýnt á öllum þrem rósum sovéska ríkissjónvarps- ins. Talið er að að minnsta kosti 70 milljón Sovétmenn hafi hlustað á forsetann tala en útsendingin náði þó aðeins til Evrópuhluta Sovétríkj- anna. Leiðtogunum var tíðrætt um nauð- syn þess að koma á gagnkvæmu trausti á milli þjóðanna og sögðu að á Genfarfundinum í nóvember síðast- liðnum hefði mikið áunnist á því sviði. „Gjáin á milli okkur er enn djúp, það verður ekki auðvelt að brúa hana en við sáum það í Genf að slíkt er hægt,“ sagði Gorbatsév í ávarpi sínu. Herforingjastjórnin íUganda: Saka skæruliða um brot á f riðarsamningi Herforingjastjórnin í Kampala, höfuðborg Uganda, segir að skæru- líðar þjóðfylkingar Museveni lið- þjólfa hafi brotið friðarsamning deiluaðilanna er undirritaður var í Nairobí i desember. Fulltrúar stjómarinnar segja að skæruliðar haldi enn uppi árásum sínum á stjórnarhermenn og áróð- ursstriði þeirra hafi ekki heldur linnt. I ásökunum stjórnvalda segir með- al annars að 20. desember síðastlið- inn hafi yfir 800 skæruliðar gert áhlaup á búðir stjórnarhersins í borginni Mpigi, suðvestur af höfuð- borginni. Stjórnvöld segja ennfremur að skæruliðar hafi ekki staðið við gefið fyrir heit um að tilnefna sjö fulltrúa í 20 manna herforingjaráð landsins er fer með æðstu stjóm landsmóla. Skæruliðar hafa í engu svarað ásökunum stjórnvalda en hafa áður ásakað stjórnarherinn fyrir svipuð brot á friðarsamningum. Harðar ósakanir stjórnarinnar í Kampala gegn skæruliðum í landinu hafa valdið mikilli ólgu í Uganda. Á myndinni sést Yoweri Museveni, leiðtogi skæruliða i Uganda, á meðal fylgismanna eftir undirritun friðarsamninga í desember síðastliðnum. Líbanon: Ellefu manns falla íkjölfar morðtilraunar Talið er að ellefu manns að minns- takosti hafi látið lífið í miklum átök- um er spruttu upp í stríðshrjáðri Líbanon yfir áramót. Átökin koma í kjölfar morðtilraun- ar grímuklæddra byssumanna við Amin Gemayel, forseta Líbanon, og nokkrum klukkustundum eftir að vopnahléssamningur hinna þriggja stríðandi fylkinga í landinu gekk í gildi. Byssumennirnir sátu fyrir bifreiða- lest forsetans á gamlársdag og hófu skothríð á forsetabifreiðina, hvíta Mercedes bifreið í miðri lestinni. Forsetinn var ekki í bifreiðalest- inni og sakaði því ekki. Eftir morðtilraunina hófust heift- arlegir götubardaga andstæðra fylk- inga í Beirút. Talið er að meirihluti fórnarlamb- anna hafi verið saklausir borgarar er yoru í skothnu þeirra er börðust. Ástandið í borginni lægði ekki fyrr en hermenn stjórnarinnar höfðu tekið sér stöðu á því svæði þar sem götubardagarnir voru hvað harðast- ir. Leiðtogar þeirra þriggja fylkinga, er undirrituðu innbyrðis vopnahlés- samninga fyrir áramót fyrir tilstuðl- an Sýrlands, hafa fordæmt átökin um áramót og skorað á fólk að halda .stillingusinni. Amin Gemayel forseti heldur í dag til Damaskus í Sýrlandi til viðræðna við Hafez-Al Assad, forseta Sýrlands, um nýundirritaða vopnahléssamn- inga. Að ofan forsætisráðherra Spánar, Gonzalez, og forsætis- ráðherra Portúgal, Cavaco Silva, er undirrituðu samning- inn um inngöngu ríkja sinna í Efnahagsbandalag Evrópu. Spánn og Portúgal gangaíEBE Spánn og Portúgal urðu formlega aðildarríki Efnahagsbandalags Ev- rópu um áramót. Ríki efnahagsbandalagsins eru nú orðin tólf, en í þessum stærstu efna- hagssamtökum heims voru fyrir Ital- ía, Vestur-Þýskaland, Luxemburg, Frakkland, Belgía, Holland sem stofnríki samtakanna, auk síðari aðildarríkja. Þau eru Bretland, ír- land, Danmörk, og Grikkland. Leiðtogar bæði stjórnar og stjórn- arandstöðu á Spáni og í Portúgal fögnuðu inngöngunni og töldu aukna efnahagssamvinnu ó milli aðildarríkjanna forsendu aukins hagvaxtar og framfara í löndum sínum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.