Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1986, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1986, Blaðsíða 18
18 DV. FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR1986. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Colin Gibson tryggði Man. Utd sigur og f imm stiga forskot — er hann skoraði eina mark liðsins á Old Trafford gegn Birmingham. Liverpool mátti sjá af tveimur stigum á heimavelli sínum. Átta mörk á City Ground Manchester United, topplið 1. leildarinnar í Englandi, heilsaði íýju ári með sigri og forysta liðs- STAÐAN StaðanM.deild dan. Utd. 24 16 4 4 42-16 52 Ihelsea 23 14 5 4 37-23 47 Jverpool 24 13 7 4 48-24 46 Vest Ham 23 13 6 4 38-20 45 iverton 24 13 5 6 53-31 44 Iheff. Wed. 24 12 7 5 39-36 43 juton 24 11 7 6 40-27 40 Vrsenal 23 11 6 6 25-25 39 'Jott. Forest 23 11 3 10 40-37 36 fottenham 23 10 5 8 39-26 35 Vewcastle 24 9 8 7 34-36 35 5outhampton 24 8 6 10 38-34 30 Watford 23 8 6 9 38-38 30 ÍPR 24 9 3 12 23-29 30 Vlan. City 24 7 7 10 28-32 28 öeicester 24 6 7 11 32-44 25 Joventry 24 6 6 12 29 40 24 Dxford 24 5 8 11 36-49 23 Aston Villa 24 5 7 12 27-37 22 Ipswich 24 5 4 15 18-37 19 Birmingham 23 5 2 16 13-32 17 WBA 23 2 5 17 21-58 11 Staðan í 2. deild Norwich 24 14 6 4 49-23 48 Portsmouth 24 13 4 6 37-19 43 Charlton 22 12 4 6 40-25 40 Wimbledon 24 11 7 6 32-24 40 Brighton 24 11 4 9 41-34 37 8heff. Utd. 24 10 7 7 40-33 37 Barnsley 24 10 7 7 27-22 37 Hull 24 9 8 7 41-31 35 C. Palace 24 10 5 9 30-29 35 Blackburn 24 9 8 7 28-30 35 Bradford 22 10 3 9 27-31 33 Leeds 24 9 5 10 30-38 32 Stoke 24 7 10 7 29-29 31 3hrewsbury 24 8 5 11 30-35 29 3underland 24 8 5 11 23 35 29 Grimsby 24 7 7 10 37-36 28 Oldham 23 8 4 11 33-37 28 Huddersfield 24 6 9 9 33-40 27 Middlesb. 23 6 6 10 19-27 24 Millwall 21 7 3 11 28-38 24 Fulham 20 7 2 10 21-28 23 Carlisle 23 4 3 16 20-49 15 ins er nú fimm stig því að Liver- pool og Everton máttu sætta sig við jafntefli. Þá var leik West Ham og Chelsea frestað. Fyrsta deildarmark Gibson Colin Gibson, varnarleikmaðurinn sem Manchester United keypti frá Aston Villa var færður fram i stöðu tengiiiðs vegna veikinda Danans, Jesper Olsen. Gibson sá um að skora eina mark leiksins, sitt fyrsta deild- armark. Þess má reyndar geta að leikmaðurinn hafði áður lýst því yfir að hann vildi ekki leika á miðjunni. • Paul Walsh. Skoraði 24 sek- úndum eftir að hann hafði komið inn á sem varamaður. Úrslitin, 1-0, gefa ekki rétta mynd af gangi leiksins. Sókn Manchester United var nær látlaus en mark- stangir og Bob Seaman, markvörður Birmingham, urðu liðinu erfiðar hindranir. Stigin þrjú urðu dýrkeypt því liðið varð fyrir gríðarlegu áfalli strax á sjöundu minútu er miðvörð- urinn sterki, Paul McGrath, meiddist og varð að yfirgefa völlinn. Frank Stapleton var þá færður aftur en Alan Brazil kom inn á sem varamað- ur. Hodge varði vítaspyrnu Liverpool tapaði dýrmætum stigum á heimavelli sínum, Anfield Road. Liðið mætti Sheffield Wedensday og hafði nokkra yfirburði í þeirri við- ureign. Það var þó Sheffieldliðið sem náði forystunni strax eftir 50 sekúndur en Ian Rush náði að jafna fyrir heimamenn strax í byijun síðari hálfeiksins. Skömmu seinna gerði Martin Hodge, markvörður Shef- field, sér lítið fyrir og varði víta- spyrnu frá Dananum Jan Mölby. Liverpool lagði síðan allt í sölurnar. Paul Walsh kom inn á í staðinn fyrir Mark Lawrenson þegar 24 mínútur voru til leiksloka. Walsh hafði aðeins verið inni á i 24 sekúndur þegar hann skoraði mark en Garry Thomp- son átti síðasta orðið fyrir Sheffield Wedensday. Stjóri Liverpool, Kenny Daglish, lék stöðu tengiliðs hjá Li- verpool og lék mjög vel. Þrír meiddust hjá Everton Trevor Steven kom meisturum Everton í forystu gegn Newcastle á St. James Park í fyrri hálfleik. Paul Gasgoigne jafnaði fyrir heimamenn í byrjun þess síðari. Everton leik- maðurinn Kevin Sheedy þurfti að yfirgefa Ieikvöllinn vegna meiðsla og félagar hans, Steven og Paul Bracewell, meiddust síðan stuttu seinna og Everton lék lengi með tíu menn og á tímabili aðeins níu. Newcastle færði sér liðsmuninn í nyt. Peter Beardsey náði forystunni en Graeme Sharp jafnaði sex mínút- um fyrir leikslok úr vítaspyrnu eftir að honum sjálfum hafði verið brugð- ið innan vítateigs. Þrenna hjá Harford Mick Harford var heldur betur á skotskónum á gervigrasinu í Luton þegar heimamenn tóku á móti Leic- ester. Harford skoraði öll þrjú mörk Luton í 3-1 sigri. Hann hefur því gert Ijórtán mörk á þessu keppnis- tímabili. Martin Allen, Wayne Fereday og John Byrne skoruðu mörk QPR gegn Oxford. Eina mark nýliðanna gerði David Leworthy, sem liðið keypti frá Tottenham. Yfirburðir IVIan. City Manchester City hafði mikla yfir- burði gegn heillum horfnu liði Aston Villa sem mátti þola enn eitt tapið á heimavelli sínum. Aðeins eitt mark skildi þó liðin að í lokin. Mark Lilles gerði það í upphafi seinni hálfeiks- ins. Sjö mörk á City Ground Coventry kom nokkuð á óvart með því að ná tveggja marka forystu gegn Nottingham Forest á City Ground. Það voru þeir Gyrille Regis og Maude Adams sem skoruðu mörkin. En Adam var ekki lengi í Paradís. Heimaliðið svaraði með fimm mörk- um og var Neil Webb þar fremstur í flokki, skoraði þrjú þeirra. Áhorf- endur voru 27.824. Erkifjendurnir í stórborginni Lon- don, Arsenal og Tottenham, áttust við frammi íyrir 47. þúsund áhorf- endum. Markalaust jafntefli varð. Það fyrsta hjá liðunum í 49 deildar- leikjum. Leikmenn Chelsea áttu möguleika á því að komast í toppsæti deildar- innar en það hefur ekki skeð í meira en tuttugu ár. Tækifærið fengu þeir aldrei því leik þeirra við West Ham var frestað. Leikurinn átti að fara fram i gærmorgun en var frestað vegna frosts. Gamla kempan, Mick Channon, var á skotskónum með liði sínu Norwich. Hann skoraði sigurmarkið er liðið vann góðan útisigur á Ful- ham í 2. deild. „ • Graeme Sharp. Tryggði Ever- ton jafntefli á lokamínútunum. ÚRSLIT 1. deild Arsenal-Tottenham 0-0 Aston Villa-Man. City 0-1 Ipswich-Watford 0-9 Liverpool-Sheffield Wed. 2-2 Luton-Leicester 3-1 Man. United-Birmingham 1-0 Newcastle-Everton 2-2 Nott. Forest-Coventry 5-2 QPR-Oxford 3-1 Southampton-WBA 3-1 West Ham-Chelsea frestað 2. deild Barnsley-Hull 1-4 Bradford-Sunderland 2-0 Brighton-C. Palace 2-0 Charlton-Millwall frestað Fulham-Norwich 0-1 Grimsby-Shrewsbury 3-1 Leeds-Oldham 3-1 Middlesb.-Huddersfield 0-1 Sheff. United-Carlisle 1-0 Stoke-Blackburn 2-2 Wimbledon-Portsmouth 1-3 3. deild Bolton-Wigan 1-2 Brentford-N. Countý frestað Doncaster-Bury 1-0 Lincoln-Darlington 1-1 Newport-Derby 1-0 (Hætt eftir 39 mín. vegna vatnselgs) Plymouth-Cardiff 4—4 Reading-Gillingham 1-2 Rotherham-Blackpool 4-1 Swansea-Bournemouth 1-1 Walsall-York 3-1 Wolves-Chesterfield 1-0 4. deild Burnley-Wrexham 5-2 Chester-Port Vale 4-1 Hartlepool-Halifax 3-0 Hereford-Exeter 4-1 Northampton-Orient frestað Peterborough-Southend 1-1 Preston-Mansfield 0-2 Rochdale-Cambridge 2-1 Stockport-Scunthorpe 0-0 Swindon-Colchester 2-1 Torquay-Aldershot frestað Útsala Alltað 85% afsláttur Opið um helgar Myndin Dalshrauni 13 Hafnarfirði sími 54171.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.