Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1986, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1986, Blaðsíða 11
DV. FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR1986. 11 Grunnmynd flugstöðvarinnar. Teikningað flugstöð Reykjavíkurflugvallar: ÁÆTLAÐUR KOSTNAÐUR VH> FLUGSTÖÐINA 235 MIUJ. „Nefndin leggur til að flugstöð á Reykjavíkurflugvelli verði staðsett í geiranum norðaustur af flugskýli Landhelgisgæslunnar í samræmi við skipulagsuppdrátt Teiknistofunnar hf.,“ segir í áliti nefndar sem sam- gönguráðherra skipaði í febrúar 1984 til að vinna að tillögugerð um fram- kvæmdir í flugmálum. Fonnaður nefndarinnar er Birgir ísleifur Gunnarsson alþingismaður. Eins og fram kom í DV laugardag- inn fyrir jól liggur nú fyrir borgar- stjóm tillaga að deiliskipulagi flug- vallarins. Helsta atriðið í tillögunum er flugstöðin sem áætlað er að kosti um 235 milljónir króna með flugvéla- stæðum, bílastæðum og aðkeyrslu- brautum. Um Reykjavíkurflugvöll fara í ár um 300 þúsund farþegar. Stærð flug- stöðvarinnar er miðuð við að hálf milljón farþega fari um hana árlega og að 500 manns séu samtímis í af- greiðslu og biðsölum. Gert er ráð fyrir að starfsmenn í flugstöðinni verði í heild um 180 en að 80 verði samtímis á vakt. Fyrir framan bygginguna verður flugvélastæði fyrir sex flugvélar af sömu stærð og Fokker F-27 og fyrir sex minni flugvélar. Hinum megin er gert ráð fyrir 300 bílastæðum í fyrsta áfanga en hægt er að fjölga þeim síðar upp í 500 stæði. Flugstöðin er ein hæð með kjallara undir hluta hennar. V egna lofthæðar i sal er komið fyrir nokkrum skrif- stofum á 2. hæð yfir farangursaf- greiðslu. Gólfflötur er alls um 4.000 fermetrar en rúmmál 15 þúsund rúmmetrar. Öll fyrsta hæð verður notuð fyrir flugfarþega og þjónustu við þá. Þar verður afgreiðslusalur með tíu af- greiðsluborðum með tilheyrandi færiböndum, þar af átta afgreiðslu- borð fyrir Flugleiðir en tvö fyrir Arnarflug og önnur minni flugfélög. Gert er ráð fyrir margháttaðri þjónustu við farþega. í flugstöðinni verður meðal annars veitingasalur fyrir 100 gesti, bankaafgreiðsla, pó- stútibú, sjúkraherbergi, leikherbergi fyrir börn og aðstaða til að skipta um bleiur á ungbörnum. Reiknað er með nokkru utanlands- flugi til Færeyja og Grænlands. Hægt verður að loka hluta af biðsal fyrir farþega í utanlandsflugi þar sem tollgæsla og útlendingaeftirlit fá aðstöðu. Á annarri hæð, sem verður um 500 fermetrar að stærð, verða skrifstofur flugfélaga og flugvallastjórnar svo og fundar- og móttökustofa. Kjallari, 750 fermetrar, verður fyrir starfsfólk og ýmsan tæknibúnað hússins. I áliti flugmálanefndar Birgis ísleifs segir: „Að lokinni umfjöllun og ákvörðun ráðherra um tillögur þessar, svo og ákvörðun borgaryfirvalda um deili- skipulag flugvallarsvæðisins, leggur nefndin til að byggingarnefnd flug- stöðvar fjalli um nánari hönnun flugstöðvar. Tillögur um fjármögnun munu fylgja lokaskýrslu nefndarinn- ar.“ KMU. Sérhæfir danskennarar Brautryðjendur á íslandi í kennslu á keppnisdönsum fyrir alla aldurshópa Isvo sem: gömlu dönsunum og samkvæmisdönsum, einnig: barnadansar, jassballett, rokk og tjútt. F élagar í F.Í.D. og Alþjóðasamtökum danskennaró Takmarkaður fjöldi nemenda í hvem tíma. Kexmsla tiefst 1. janúar. MMSSKÓUMM IL ?# | f | Innritun í símum 52996 Kennslustaðir: REYKJAVIK Ármúla 17a HAFNARFJÖRÐUR Liimetsstíg 3 "'A . 52996 og 38830 daglega kl. 10-12 og 14-18. /

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.