Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1986, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1986, Blaðsíða 17
DV. FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR1986. 17 óttir iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Sigurjón til Víðis Sigurjón Kristjánsson, knatt- spyrnumaðurinn snjalli, sem gekk til liðs við Keflavík í l.deild- arkeppninni í knattspyrnu, hefur ákveðið að leika með Víði í Garði næsta sumar. „Ég get ekki sagt að það liggi nein sérstök ástæða fyrir þeirri ákvörðun minni að velja Víði. Það hefur þó kannski spilað eithvað inn í að ég þekki Kjartan þjálfara frá gamalli tíð,“ sagði Sigurjón í spjalli í gær- kvöldi en hann hefur ekki verið alls kostar ánægður í herbúðum Keflvík- inga að undanfórnu. -fros I I I I I I I I I I I I J Svan og Böe íþróttamenn ársins í Svíþjóð og Noregi — og munu því verða f ulltrúar landanna í kjörinu um íþróttamann ársins á Norðurlöndum Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, fréttaritara DV í Osló: Skíðagöngukonan Annette Böe var kjörin íþróttamaður ársins í Noregi með miklum yfirburðum. Annette hlaut 83 atkvæði, 59 stigum meira en glímukappinn Jon Rönningen er varð í öðru sæti. Fyrir valinu geng- ust norskir íþróttamenn og Annette verður því fulltrúi Noregs í kjörinu um íþróttamann Norðurlanda sem fram fer á nýja árinu. Sænskir íþróttafréttamenn kusu einnig skíðagöngumann í fyrsta sætið í sinni kosningu. Gunde Svan varð fyrir valinu annað árið í röð en hann hefur verið nær ósigrandi á árinu. Hann er núverandi meistari í heimsbikarkeppninni í skíðagöngu. Hástökkvarinn Patrick Sjöberg lenti i öðru sæti. Iþróttamaður íslands á árinu sem er að líða verður kosinn snemma á nýja árinu. -fros 4 HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings • Sigurður P. Sigmundsson. SIGURDUR P. NÁÐIBEST- UMTÍMA — í gamlársdagshlaupi ÍR Gamlárshlaup ÍR fór fram í tí- unda sinn á gamlársdag. Sigur- vegari varð Sigurður P. Sig- mundsson, FH, á 30:49 mín. Hlaupnir eru 9,5 km og var byrjað og endað hjá ÍR-húsinu við Tún- götu. 35 karlar og 6 konur luku hlaupinu, metþátttaka. Gamlárs- hlaupið hefur unnið sér slíka hefð að hlauparar vilja ekki missa af því. Meðal þátttakenda var Hanno Rheineck frá Vestur-Þýskalandi, sem keppti nú öðru sinni í hlaupinu og varð 25. Hanno var heimsmeistari í 200 m hlaupi í 40 ára flokki í Róm í sumar og reyndar einnig í 4x100 m boðhlaupi. Hanno er nú einn fremsti íþróttamaður heims í hópi eldri íþróttamanna. Nú í sumar hljóp Hanno 100 m á 10,9 sek. og 200 m á 22,4 sek., 43 ára gamall. Ótrúlegt ifrek. Hanno á best 10,5 sek. í 100 m hlaupi. Hanno hefur verið frjáls- íþróttamönnum íslands innan hand- ar á liðnum árum. Gamlárshlaup ÍR Karlar mín. 1. Sigurður P. Sigmundsson, FH 30:49 2. Már Hermannsson, UMFK 31:14 3. Ágúst Þorsteinsson, UMSB 31:17 4. Garðar Sigurðsson, ÍR 31:28 5. Bragi Sigurðsson, Á 31:42 6. Daníel Guðmundsson, USAH 32:27 7. Jóhann Ingibergsson, FH 32:41 8. Steinar Friðgeirsson, ÍR ' 33:13 9. Sigurður Atli Jónsson, KR 33:47 10. Bessi Jóhannesson, ÍR 33:59 11. Sighvatur D. Guðmundsson, ÍR 33:59 Konur 1. Steinunn Jónsdóttir, Á 41:47 2. Fríða Bjarnadóttir, UBK 44:04 3. Sigrún Hafsteinsdóttir, ÍS 49:02 ÓU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.