Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1986, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1986, Blaðsíða 32
FRÉTTASKOTIO Hafir þú ábendingu ' eða vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gœtt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 1 986. íslenskir ,, skákmenn sænskir meistarar? Frá Gunnlaufji A. Jónssyni, fréttamanni I)V íSviþjóð: Deildakeppni í skák cr nýhafin hér í Svíþjóð og keppnin í l.deild. er merkileg fyrir þær sakir að í liði Malmö SS tefia fjórir Islend- ingar. Það eru þeir Júlíus Frið- jónsson, Arnór Einarsson. Gunn- ar Finnlaugsson og séra Torfi Stefánsson. Alls eru átta sk:ik- menn i sveit Malmö SS og því helmingurinn íslendingar. Nú er þremur umferðum af sjö lokið og er sveit Malmö SS í öðru sæti í suðurdeildinni. Staðan er þannig að Lundsakademiska er í fyrsta sæti með 5 stig og 15 vinn- inga, Malmö SS er í þriðja sæti með sama stigafjölda en 13 vinn- inga og í þriðja sæti er sveit Mannheim með 4 stig en 14 vinn- inga. Þess má geta að íslending- arnir fjórir hafa krækt í sjö og hálfan vinning af þeim 13 sem Malmö-sveitin hefur hlotið til þessa. Júlíus Friðjónsson og Torfi Stefánsson hafa náð hestum árangri íslensku skákmannanna. hlotið tvo og hálfan vinning af þremur mögulegum. -SK Óku stolnum bíl til Þorlákshafnar Lögreglan á Selfossi náði að góma unga pilta sem stálu hil í Reykjavík í nótt. Bíllinn fannst í Þorlákshöfn laust fyrir kl. 6 i morgun. Lögreglan í Reykjavík hafði samband við lögregluna á Selfossi og tilkynnti að piltar á stoinum FIAT-bíl væru á leið •4» austurfyrirfjall. Lögreglan á Selfossi hugðist stöðva bílinn við Hveradali. Pilt- arnir óku bílnum aftur á móti niður Grafninginn og til Þor- lákshafnar þar sem Selfosslög- reglan f'ann bílinn. -SOS LOKI Átti þessi brunakuldi ekki einhvern þátt i þessum sinubrunum? „STEFNIA EFSTA SÆTIÐ segir Kristín Á. Ólafsdóttir, sem býður sig f ram í f orvali Alþýðubandalagsins „Ég hef gefið kost á mér til að taka sæti á listanum eftir áskoranir úr ýmsum áttum og er tilbúin að taka fyrsta sætið ef niðurstöður forvalsins fara á þann veg og á það er auðvitað stefnt," sagði Kristín Á. Ólafsdóttir, varaformaður Al- þýðubandalagsins, í samtali við DV. Forv'alið á lista Alþýðubanda- lagsins til borgarstjórnarkosninga fer fram í lok janúar. Rann út frest- ur til að skila framboðum á gaml- ársdag en undanfarið hefur verið um allmikla togstreitu að ræða um sæti á listanum milli svokallaðra „lýðræðisafla“ flokksins, sem yngra fólkið kennir sig við, og þeirra eldri. Finnst þeim fyrr- nefndu flokkurinn eigi litla mögu- leika í komandi kosningum nema nýtt blóð skipi efstu sæti listans. í framhaldi af því hefur Kristín boðið sig fram, svo og Össur Skarp- héðinsson, ritstjóri Þjóðviljans, sem hyggur á 2. til 5. sæti, og Skúli Thoroddsen lögfræðingur er einnig rennir hýru auga á eitthvert af efstu sætunum. - KÞ Þær voru margar krónurnar sem fóru út í loftið í formi flugelda og blysa um áramótin eins og tilheyrir á þessum tímamótum. Þetta fólk lét ekki sitt eftir liggja og skemmti sér konunglega við brennuna á Kársnesi í Kópavogi á gamlárskvöld. DV-mynd KAE. Þrotabú Hafskips: Ekkert annað tilboð borist Enn hefur ekkert annað tilboð borist i þrotabú Hafskips en til- boðið frá Eimskip. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út 3. janúar. Ef ekkert annað tilboð berst verður gengið til samninga við Eimskip. Nú um áramótin rann út upp- sagnarfrestur hjá um 60 starfs- mönnum Hafskips. Um 30 starfs- menn hafa þegar ráðið sig til annarra starfa. Þá hafa einnig fjölmargir verið látnir hætta áður en uppsagnarfresturinn rennur út vegna þess að þeirra er ekki lengur þörf að mati skiptaráðanda. Eins og áður hefur komið fram hefur verið ákveðið að láta upp- boð fara fram á Skaftá, skipi Hafskips, sem kyrrsett var i Antwerpcn á dögunum. Ráðgert er að uppboðið fari fram í mars áþessuári. - APH NT ævintýríð úti: Tíminn kemur út á morgun Á morgun kemur út nýtt dag- blað í kjölfar þess að útgáfa NT fór á hausinn. Þetta dagblað er í raun gamalt blað i nýjum bún- ingi og ber hið gamalkunna nafn Timinn. Þar með er hið svokall- aða NT-ævintýri úrsögunni. Nýja blaðið er gefið út af Fram- sóknarflokknum og framsóknar- fólögunum í Reykjavík. Félögin í Reykjavík bafa þegar valið sér sína fulltrúa í útgáfustjórn hins nýja blaðs. Þeir eru: Kristinn Finnbogason, Alfreð Þorsteins- son og Sigrún Magnúsdóttir. Á næstu dögum mun framkvæmda- stjórn Framsóknarflokksins velja sér þrjá fulltrúa í stjórn. Sömu ritstjórar munu starfa áfram á hinu nýja dagblaði. Þá er óvíst hversu mörgum verður sagt upp i kjölfar þessara breyt- inga. Þessi Tími sem kernur út á morgun verður 16 síður. Miðað ’ við NT hefur blaðið því verið skorið niður urn 8 síður. APH Þrátt fyrir nýlega viðgerð: Laugardalslaugamar illa famar af alkalískemmdum — níu milljón krónum varið til viðgerða á þessu ári Stúkan við sundlaugarnar í Laugardal er mjög illa farin af alkalí- og frostskemmdum. Verður varið níu milljónum til viðgerðar á henni á þessu ári, að sögn Ómars Einarssonar, framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs Reykja- víkurborgar. Á fjárhagsáætlun borgarsjóðs Reykjavíkur fyrir árið 1986 er gert ráð fyrir að 13,5 milljónir fari í endurbætur á sundstöðum borgar- innar. Það eru því tveir þriðju hlutar þess sem eingöngu fara í endurbætur á Laugardalslaugun- um. Sagði Ómar að steypuskemmd- irnar væru mjög miklar á stúk- unni en einnig þyrfti að gera við laugina sjálfa, laga flísar og annað tilfallandi. Fyrir fjórum til fimm árum fóru og fram miklar viðgerðir á stúk- unni. Sagði Ómar að þær endur- bætur hefðu ekki dugað lengur en þetta. Sundlaugarnar, eins og fleiri mannvirki, sem byggð voru á svip- uðum tíma, fyrir urn tuttugu árum, hefðu orðið fyrir barðinu á alkalí- skemmdum er erfitt reyndist að bæta. - KÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.