Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1986, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1986, Síða 16
16 DV. FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR1986. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir jþn ■ Enginn mætti frá KR Opið bréf f rá stjóm KKÍ til KR-stúlkna Á 25. ársþingi Körfuknattleiks- sambandsins, sem haldið var 17. og 18. maí sl., urðu miklar um- ræður um fjárhagsáætlun þá sem lá fyrir þinginu. í þessa fjárhagsá- ætlun verður oft vitnað í þessu svari. Eins og flestum er ljóst þá eru hinar ýmsu nefndir starfandi fyrir Körfu- knattleikssambandið og má nefna landsliðsnefnd karla, unglingalands- liðsnefnd og nefnd sem sett var á fót til að skipuleggja Evrópumeistara- riðil í körfuknattleik sem leikinn verður hér á landi í apríl 1986. Þessar nefndir eru skipaðar mjög áhuga- sömum félögum og kappkosta að reksturinn og starfið verði sem best. Þá má nefna að nefndirnar hafa sérfjárhag en fá starfsstyrk frá Körfuknattleikssambandinu skv. samþykktri fjárhagsáætlun. Þegar ársþingi lauk höfðu fulltrúar samþykkt fjárhagsáætlun sem gerði ráð fyrir umtalsverðum halla og að auki hafði ekki verið gert ráð fyrir fjármagni til Evrópumeistarakeppn- innar. Þegar svo er staðið að málum þá verður að gæta aðhalds og sparn- aðar i rekstri þannig að Körfuknatt- leikssambandið blæði ekki um of. Forsaga Þann 21. október sl. var haldinn stjórnarfundur og tekið fyrir bréf frá sænska körfuknattleikssambandinu þar sem íslenska kvennalandsliðinu í körfuknattleik er boðið á Norður- landamót kvenna í Uppsölum í Sví- þjóð 25. 27. apríl 1986. Þar sem ekki hefur verið til landslið í kvenna- körfubolta sl. 10 ár þá kom fram mikill áhugi á þessu boði en jafn- framt að fjárhagsstaða KKI væri mjög slæm og ekki væri hægt að gera ráð fyrir fjárstuðningi að sinni. Á þessum fundi var samþykkt tillaga þess efnis að boða til fundar með fulltrúum frá félögunum og var ákveðið að halda fundinn 28. okt. kl. 18.00. Fundur þessi var haldinn ;i áður- nefndum tíma og mættu fulltrúar frá KR ekki á fundinn. Á fundinum var málið skýrt og hver aðdragandi þess væri og hversu slæm fjárhagsstaða KKÍ væri. Á þessum fundi kom fram mjög mikill áhugi á þessu verkefni og töldu fundarmenn að vinna ætti að þessu með öllum ráðum. Því var samþykkt að senda inn tilkynningu um þátttöku til sænska körfuknatt- leikssambandsins og að mynda kvennalandsliðsnefnd. Bréfið Eins og fram kemur í bréfi sem kvannalandsliðsnefndin sendi út 12.11. sl. til þeirra félaga sem stunda kvennakörfuknattleik þá hefur ekki verið til landslið (í kvennakörfu- knattleik) sl. 10 ár eða svo og ekki hefur mikið heyrst frá KR körfu- knattleikskonum í öll þessi ár og því eru þetta kuldalegar kveðjur sem landsliðsnefnd kvenna og stjóm KKÍ fær með þessari viðleitni sinni. Bréf það sem landsliðsnefnd kvenna sendi út segir í raun allt það sem þarf og fylgir það hér með. Athugasemdir við bréf frá KR körfuknattleikskonum 1. Til fyrsta viðræðufundarins voru boðaðir fulltrúar þeirra félaga sem áhuga höfðu á þessu verkefní þ.á m. var fulltrúi frá KR boðaður. Enginn mætti frá KR en samt voru mættir fundar- menn spurðir um niðurstöðu fundarins af KR körfuknatt- leikskonum. 2. AllirstjórnarmennKKÍsitjaað auki í hinum ýmsu nefndum, s.s. EM-nefnd, mótanefnd og dómaranefnd. 3. Landsliðsnefnd kvenna er skip- uð fjórum konum en ekki þrem eins og segir í áðumefndu bréfi, þar af er ein sem ekki er leik- maður. 4. Liðin sem leika kvennakörfu- knattleik í 1. deild kvenna eru sjö en ekki sex eins og segir í margnefndu bréfi. 5. Landsliðsnefnd karla er skipuð þrem mönnum og þar af tveim 'þjálfurum úrvalsdeildar. Ekki hafa landsliðsnefnd karla og þjálfari verið sökuð um hlut- drægni. 6. Landsliðsþjálfari mun að sjálf- sögðu velja sitt besta lið. Það fá allir þjálfarar að velja sitt lið og mun vonandi verða svo áfram. 7. Það er kannski vegna hugsun- arháttar KR körfuknattleiks- kvenna sem ekki hefur verið landslið hjá kvenfólkinu sl. 10 10. ár. KR körfuknattleikskonur hafa haft þrjá boðaða fundi til að gera athugasemdir á tæpum tveim mánuðum en aldrei hafa þær látið sjá sig á þessum fund- um eða komið hugmyndum sin- um á framfæri fyrr en með þessu bréfi. Þar með er talinn alls- herjarnefndarfundur, sem hald- inn var 3. des. sl., þar sem öllum félögum innan KKÍ var gefíð tækifæri á að bera upp hin ýmsu mál. Meðal dagskrárliða var kvennalandslið. Ársþing KKÍ verður haldið í vor. Vonandi koma sem flestar KR körfuknattleikskonur til þingsins og setjast í sem flestar starfsnefndir. Þar verður einnig lögð fram ný margnefnd fjár- hagsáætlun. Eftir stendur fátt eitt satt í umræddu bréfi. Stjórn KKl mun ekki svara fleiri bréfum um þessi mál á íþróttasíðum dag- blaðanna. Vonandi sjá KR körfuknattleikskonur að sér því ekki verður hvikað frá mark- aðri stefnu. Landsliðsnefnd kvenna fær bestu óskir og von um að vel takist til og hún láti ekki á sig fá þó niðurrifsöfl innan körfuknattleiksins reyni að brjóta niður vel unnin verk. Með vinsemd og virðingu STJÓRN KKÍ. • Sigurjón Kristjánsson Veistu hvað heppnin ViniiiiKMiiirtlmi I(. i.inn.11 I'I-M VíllMÍili'smiOimi 1980 Viimingsmirtinii im vimiiiiinhÍMími 10 ,i|ml 19811 mamm Vinningar í H.H.Í. 1986: 9 á kr. 2.000.000; 108 á kr. 1.000.000; 216 á kr. 100.000; 2.160 á kr. 20.000; 10.071 á kr. 10.000; 122.202 á kr. 5.000; 234 aukavinningar á kr. 20.000. Samtals 135.000 vinningar á kr. 907.200.000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.