Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1986, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1986, Blaðsíða 7
DV. FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR1986. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur ILLA UTLEIKINN JOLAPOSTUR Má alltaf búast við mistökum þegar verið er með óvant fóik í bréfaútburði — segir póstmeistarinn „Mig langar til að sýna ykkur hvernig þessi jólakort mín voru út- leikin er ég fékk þau inn um bréfal- úguna hjá mér. I einu umslaginu voru tvö kort sem höfðu nánast feng- ið mjög óblíða meðferð en í það vantaði kort frá þeim sem hafði skrif- að utan á það. Eitt umslagið var tómt en hafði greinilega verið rifið upp,“ sagði Benedikt Jónsson er hann sýndi DV illa útleikinn jólapóst. Þessi bréf komu inn um lúguna hjá Benedikt á öðrum tíma en pósturinn er vanur að berast, en Benedikt býr í raðhúsi í Fossvoginum og hefur áður fengið sinn póst með skilum eftir þvi sem best verður vitað. Hann mundi eftir að hafa fengið bréf til sín sem átti að fara til fólks i næstu götu. Við höfðum samband við Björn Björnsson, póstmeistara í Reykjavík. Hann sagðist ekki hafa heyrt um neinar kvartanir úr þessu hverfi en við þeim mætti þó búast þegar um 200 krakkar væru í bréfútburði í mestu jólaönnunum. Hann kvaðst mundu láta athuga þetta. Og það gerði hann svo sannarlega. Útibústjóri R-108, Sverrir Frið- björnsson, var sendur út af örkinni. Hann kom á DV og fékk bréfin til þess að sýna viðkomandi bréfhera. Sá kannaðist ekki við að hafa afhent þau þannig á sig komin. Bréfberi þessi hafði tvo krakka sér til aðstoð- ar en þeir könnuðust heldur ekki við að hafa afhent rifm bréf. Helst var hallast að þeirri skýringu að bréfin hefðu verið borin á rangt heimilisfang, þar lent í „hundskjafti" 0g viðkomandi síðan borið þau á rétt heimihsfang athugasemdalaust. „Við getum því miður ekki gert annað en að biðjast afsökunar á þessu og gerum það hér með,“ sagði Sverrir Friðbjörnsson er hann kom aftur á DV eftir að hafa rætt við bréfberann. í sama streng tók Sig- urður Ingvarsson, fulltrúi í R-108, sem var með honum. Þessum afsökunum er hér með komið á framfæri. -A.Bj. Fiskarnir ruglaðir í ríminu: HROGN KOMIN í FISKBÚÐIR Fyrir helgi fengum við hrogn í Hafrúnu í Skipholtinu. Okkur rak í rogastans, hrogn eru vanalega ekki Hrogn þurfa mismunandi mikla suðu eftir stærð. Þessi voru frek- ar stór, við suðum þau í plastpoka í 35-40 mín. Gott er að kaupa dálítið ríflega af hrognum í mat- inn því þau eru stórkostlega góð steikt eða í gratíni. DV mynd GVA á boðstólum fyrr en seinnihluta jan- úar eða i byrjun febrúar. Fisksalinn sagði að sjórinn væri svo hlýr að fiskarnir hefðu áreiðan- lega ruglast í ríminu og haldið að það væri farið að síga á seinni hluta vetrar og því byrjað að hrygna! Það er ekki amalegt að geta fengið sér glæný hrogn og spriklandi ýsu svona inn á milli jólakrásanna. Hrognin voru á sama verði og ýsuflökin, eða 160 kr. kg. - A.Bj. Tvö illa leikin kort voru í þessu umslagi en í það vantaði hins vegar bréfið frá þeim sem utan á það skrifaði. lCeiv jvsVttS taðii' sssss-* XS38r*~ Grófii1 ■R-VÍk U-Qótð fc-vík [St3jaáta- w 09«“® Yveíst 6 ;atv. * etxti© %*&&»*** diivg s^eitva *&*** ' vduaísi^' ^uivið«ölsM DANSSKÓU AUÐAR HARALDS S:73626 og 11007

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.