Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1986, Blaðsíða 6
6 DV. FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR1986. Opið ð laugardögum PANTANIR SÍMI13010 -------- KREDIDKORTAPJONUSTA HÁRGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTÍG 29. r Auglýsing frá ríkisskattstjóra Samkvæmt ákvæðum 3. málsl. 7. gr. laga nr. 49/- 1985 um húsnæðissparnaðarreikninga hefur ríkis- skattstjóri reiknað út þær fjárhæðir er um ræðir í 2. mgr. 2. gr. laganna og gilda vegna innborgana á árinu 1986. Lágmarksfjárhæð skv. 2. málsl. 2. mgr. 2. gr. laganna verður kr. 16.356 og hámarksfjárhæð kr. 163.560. Lágmarksfjárhæð skv. 3. málsl. 2. mgr. 2. gr. laganna verður kr. 4.089 og hámarksfjárhæð kr. 40.890. Reykjavik 27. desember 1985. Ríkisskattstjóri. DRÁTTARVÉIA Smíðum keöjur samdœgurs eftir óskum hvers og eins. Eigum einnig keöjur á lager. Sendum hvert á land sem er. Neytendur Neytendur Neytendur Fólk er óneitanlega heilbrigðara í útliti fallega brúnt á hörund en gæta verður hófs í sólböðum sem öðru. Könnun NAN á sólbaðsstof um: Sólbaósmínútan kost- arfrá2kr. uppí8kr. Mikil notkun sólarlampa flýtir fyrir öldrun húðarinnar NAN-fréttir, fréttabréf Neyt- endafélags Akureyrar og nágrenn- is, kom út skömmu fyrir jól. í því er viðamikil könnun sem gerð var hjá sólbaðstofum á svæði félagsins. Alls er könnuð þjónusta og verð hjá 13 sólstofum á Akur- eyri, hjá fjórum á Húsavík, einni á Dalvík og einni á Siglufirði. Þá er í blaðinu verðkönnun á ýmsum bökunarvörum í verslunum á Akureyri og Dalvík. Vörulisti þeirrar könnunar er að mestu leyti byggður á verðkönnunum sem neytendafélög viðs vegar um landið gerðu þann 25. nóv. sl. að frum- kvæði Neytendafélags Vestmanna- eyja. Verðlag var svipað í flestum verslununum enda víða í gangi tilboðsverð á mörgum vörutegund- unum. Mismunandi verð og þjónusta I ljós kom að verð og þjónusta þessara sólbaðstofa var mjög mis- munandi. Könnunin var mjög nákvæm, t.d. verð útreiknað allt niður í mínútu. Ódýrasta mínútan var á 2,33 kr., en það var með hinum „ékki leyfðu“ Belarium S perum. Þær voru í notkun á þrem stöðum, en í fréttabréfinu er getið um að endurhæfingastöðin Bjarg hafi skipt um perur. Afrit af þessari könnun var sent geislavemd ríkis- ins. Dýrasta mínútan í könnun Neyt- endafélags Akureyrar var á 8 kr. Munaði þar aðeins nokkrum aur- um á næsta verði því margar stofur voru með mínútuna á frá 7,04 kr. allt upp í 8 kr. Þá var spurt um hvernig sól- bekkirnir voru þrifnir. í langílest- um tilvikum þrífur starfsmaður sólbaðstofunnar eftir hvernig við- skiptavin en á þó nokkrum er við- skiptavininum gert að þrífa sjálfur eftir sig og síðan þrífa starfsmenn með vissu millibili. Á tveimur stof- um koma starfsmenn sólbaðstof- unnar ekki nálægt þrifum á bekkj- unum. Það er alfarið í höndum viðskiptavinanna. Sýnið gætni I fréttabréfinu segir ennfremur að NAN kveði ekki upp neinn dóm um hollustu eða hugsanlega hættu samfara því að liggja í sólarlömp- um. Þó er getið um óæskileg áhrif sem stórir skammtar útfjólublárrar geislunar hafa á húðina. Útfjólubláa ljósið í „sólbaðs- perum“ er oftast þrenns konar: UV-A, sem er langstærsti hlutinn, en einnig litill hluti af UV-B og UV-C. Deilt er um áhrif langvar- andi UV-A geislunar en hún hefur lengstu bylgjulengdina. Það er hins vegar ljóst, segir í fréttabréfmu, að ljós með styttri bylgjulengdir (UV-B og UV-C) hafa í miklu magni skaðleg áhrif á húðina. Þeir geislar eru hættulegir fyrir augun, eru aðalorsök fyrir alvarlegum húðbruna og geta vald- ið húðkrabbameini. Það eru UV-A geislarnir sem framkalla brúna litinn í húðinni en með tímanum valda þeir hraðari „öldrun" húðarinnar. Þannig sjást ellimörk fyrr á þeim sem mikið nota sólarlampa. -A.Bj. Raddir neytenda Raddir neytenda STYÐJUM F0RELDRANA Á ÞESSUM SÍDUSTU 0G VERSTU TÍMUM „Ég er sextán ára stelpa og á heima úti á landi. Ég hef undanfarið borgað 3.000,00 kr. heim fyrir mánuðinn, en mamma er að hugsa um að hækka það um áramótin. Ég er alveg sam- mála því, það hækkar sennilega upp í 4-5.000 kr. Mér finnst það sann- gjamt eins og allt er orðið dýrt. Mér finnst að allir unglingar eigi. að borga heim (þ.e. þau sem vinna). Eftir að ég fór að borga heim er ég farin að gera mér betur grein fyrir því að maður verður að spara en ekki eyða öllu í einhverja vitleysu. Ég vil hvetja alla unglinga til þess að borga heim. 3.000,00 kr. er ekki mikið fyrir mat, rafmagn, hita, hús- næði, hreinlætisvörur og þjónustu- brögð og jafnvel símakostnað. Styðum foreldrana á þessum síðustu og verstu tímum. I.H. Unglingarnireiga lika aðgreiða Við þökkum I.H. fyrir bréfið og vonumst til þess að fleiri unglingar láti í sér heyra um þetta réttlætismál, - að greiða heim af-laur.um sínum fyrir veitta þjónustu. Auðvitað geta unglingar sem eru við nám ekki greitt foreldrum sínum fyrir fæði og húsnæði en ef þeir krakkar vinna sér inn einhverja peninga geta þeir notað þá peninga til fatakaupa og í vasapeninga. Unglingar eiga væntanlega eftir að standa á eigin fótum er þeir flytja að heiman og stofna eigið heimili. Þá er betra að hafa vanið sig á að eyða ekki öllum tiltækum peningum „í vitleysu“. - A.Bj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.