Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1986, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1986, Side 5
DV. FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR1986. 5 Halldór Ásgrímsson,sjávarútvegsráðherra, kynnir hina nýju reglugerð um stjórnun botnfiskveiða. DV-mynd KAE. Ný reglugerö um botnfiskveidar Sjávarútvegsráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um stjórnun botnfiskveiða sem grundvallast á nýsamþykktum lögum um stjórnun fiskveiða næstu tvö árin. Samkvæmt þessari reglugerð verður afli smábáta miðaður við sóknardaga en ekki aflamark eins og áður. Óvíst er hver afli þeirra verður á næsta ári. Samt hefur verið slegið á það að aflinn geti náð heildarafla siðasta árs. Þá veiddu smábátar 24 þúsund tonn en höfðu aðeins fengið úthlutað um 12 þúsund tonnum. Ymsar breytingar eru gerðar frá fyrri reglugerð þó að þessi nýja sé í megindráttum sú sama. Af nýjum ákvæðum má geta þess að þorskk- vóti loðnuskipa verður skertur. Kvóti þeirra verður skertur um 0,5 prósent af þyngd úthlutaðs loðnuk- vóta. Þannig fær loðnuskip með 20 þúsund tonna loðnukvóta skerð- ingu á þorskkvóta sem nemur 100 tonnum. Framsal á kvóta verður að mestu leyti með sama sniði. Þó verður réttur rækjuskipa, sem frysta sinn eigin afla um borð, skertur. Hann skerðist sem nemur hálfri þyngd rækjuafla skipsins, Þá er óheimilt að framselja aflamark skips sem ekki hefur verið á veiðum 1985. Loðnuskipum, sem einnig hafa rækjuveiðileyfi, er óheimiit að selja aflamark sitt. Veiðileyfi fá aðeins skip sem leyfi fengu á árinu 1985. Ný skip fá aðeins leyfi ef önnur hverfa úr rekstri. Undantekning er gerð frá þessu ef smíði skipa var hafm hér á landi fyrir árslok 1983. I þessu tilfelli er átt við svokölluð rað- smíðaskip sem eru fimm að tölu. Stefnt er að því að selja þau á næsta ári. Til þess að það sé mögu- legt verður kvóti fyrir þessi skip ákveðinn á næstunni. Samkvæmt reglugerðinni verður heildarþorskafli 300 þúsund lestir, ýsuafli 60 þúsund lestir, ufsaafli 70 þúsund lestir, karfaafli 100 þúsund lestir og grálúðuafli 30 þúsund lestir. - APH Farþeginn sem sló gamla metið, Einar Kristjánsson frá ísafirði, fékk að launum helgarferð fyrir tvo til Reykjavíkur. DV-mynd: KAE. Metar í innanlands- flugi Flugleiða Mjög hagstætt tíðarfar fyrir flug, friður á vinnumarkaði og ýmsar nýjungar í fargjöldum og þjónustu hjálpuðust að til að gera árið 1985 metár í sögu innanlandsflugs Flug- leiða. Farþegafjöldinn á metárinu varð um 245 þúsund. Gamla metið var frá árinu 1978 eða 243.485 farþegar. „Þetta er í fyrsta sinn í tólf ár sem innanlandsflugið er ekki rekið með halla,“ sagði Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða. Sá farþegi sem sló gamla metið var Einar Kristjánsson, sjómaður frá ísafirði. Sá varð furðu lostinn er forstjóri Flugleiða tók á móti honum við komu flugs frá ísafirði til Reykja- víkur og afhenti honum sérstaka viðurkenningu, helgarferð til höfuð- borgarinnar fyrir tvo. Flugleiðir halda uppi áætlunar- flugi til tíu staða utan Reykjavíkur með fjórum F-27 flugvélum. Á blaða- mannafundi kom fram að ekki væru uppi áform um endurnýjun flugflot- ans. „Það er orðið mjög brýnt að byggja upp flugstöð hér á Reykjavíkurflug- velli,“ sagði Einar Helgason, yfir- maður innanlandsflugs. Einar sagði að þröng húsakynni háðu starfsemi innanlandsflugsins mjög. Allt upp í tvö þúsund farþegar færu um gömlu flugstöðina á einum degi. -KMU. Flugleiðir vilja leigja Gæsluvél Flugleiðir hafa óskað eftir að fá Fokker Friendship-flugvél Land- helgisgæslunnar leigða þrjá daga í viku næsta sumar. „Forstjóri Landhelgisgæslunnar hefur tekið mjög vel í þetta,“ sagði- Einar Helgason, forstöðumaður inn- anlandsflugs Flugleiða. Nokkrir fundir hafa verið haldnir um málið undanfarnar sex vikur. Ýmis atriði eru óleyst, þar á meðal hvort flugmenn Landhelgisgæslunn- ar verða einnig leigðir. Rætt er um að Flugleiðir greiði fast verð fvrir hvern flugtíma og fyrir ákveðna lágmarksnotkun. Farþegum í innanlandsflugi Flug- leiða ijölgaði mjög á árinu 1985. Flugleiðir sjá fram á að erfitt verði að anna eftirspurn með fjórum Fok- kerum félagsins næsta sumar. Ráða- menn félagsins telja það hins vegar of stórt stökk að kaupa fimmtu flug- vélina og vilja freista þess að brúa bilið með Gæslufokkernum sem flog- ið er lítið. Gæslan gæti á meðan notað Flugmálastjórnarvélina til að gæta miðanna. ianaríeyjav -Tenevife - Gvan Kanari Orugg sólskinsparadís í skammdeginu. Enska ströndin - Ameríska ströndin - Las Palmas- Puerto de la Cruz Beint leiguflug, verð frá kr. 25.970, ÓTRÚLEGA HAG- STÆTT VERÐ 3 VIKUR, 2 í ÍÐÚÐ, FRÁ KR. 28.480,- FIUOFEROIR ^ SOLRRFLUG Sjórinn, sólskinið og skemmtanalífið eins og fólk vill hafa það. Vesturgötu 17 Símar 10661,15331 og 22100 Dagflug báðar leiðir. Fullkomin þjónusta og islenskurfararstjóri. 8. janúar 4 vikur á 3 vikna verði. 4. febr. og 26. febr., 22 dagar. Páskaferð 19. mars, 14 dagar. Þið veljið um dvöl í íbúðum, án matar, eða á fjögurra og fimm stjörnu hótelum með morgunmat og kvöldmat, á eftirsóttustu stöðum Kanarieyja. Ik Fjölbreyttar skemmti- og skoðunarferðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.