Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1986, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1986, Síða 9
DV. FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR1986. 9 Utiönd Utiönd Utiönd Utiönd 7 FÓRUST ÍHÚS- BRUNA Sjö manns fórust í húsbruna í Hugsanlegt þykir að kviknað Montreal í gær þegar eldur kom hafi í út frá logandi vindlingi en upp í fjögurra hæða húsi þar sem jafnframt er rannsakað hvort um voru tólf íbúðir. Tvö börn voru er að ræða íkveikju af ráðnum meðal þeirra sem brunnu inni. hug. Ofbeldisalda gekk yfir Suður-Afríku um áramótin. Á tveim dögum féllu að minnsta kosti ellefu. Á myndinni bera blökku- menn særðan félaga sinn á brott eftir skotárás lögreglu í Soweto. Suður-Afríka: Schliiter for- dæmir Sovét- mennharðlega Poul Schlúter. forsætisráðherra Danmerkur, gagnrýndi Sovétmenn harðlega í áramótaávarpi sínu á nýársdag. Fordæmdi hann veru Sovétmanna í Afganistan og sagði að þar hefðu þeir drepið hundruð þúsunda Afgana af fádæma grimmd. Forsætisráðherrann lofaði aukin og bætt samskipti stórveldanna í kjölfar leiðtogafundarins í Genf en bætti við: „Við skulum þó aldrei loka augunum fyrir ómannlegum hernaði Sovétmanna í Afganistan. Þeir hafa drepið hundruð þúsunda íbúa Afganistan af óskiljanlegri og vægðarlausri grimmd. Það getur enginn heiðvirður maður tekið undir þá afsökun þeirra að innrásin sé gerð undir því yfirskini að tryggja öryggi Sovétríkjanna," sagði forsætisráð- herrann í óvenjuharðorðri ræðu. Schlúter sagði ennfremur að innrás Sovétmanna hefði skapað mesta flóttamannavandamál heimsins í dag og átti þá við flóttamannabúðir Afgana í Pakistan þar sem yfir fjórar milljónir flóttamanna hafast við. „Engin sönnun um raunverulegan friðarvilja Sovétríkjanna væri hald- betri en sú að þau kölluðu her sinn heim frá Afganistan." sagði danski forsætisráðherrann að lokum í ára- mótaávarpi sínu. OFRIÐARBAL YFIR ÁRAMÓT Að minnsta kosti ellefu manns létu lífið i áframhaldandi óeirðum í Suð- ur-Afríku yfir áramótin. Er þetta ein versta ofbeldisalda sem yfir lýðveldið hefur gengið frá því óróaskeiðið í landinu hófst fyrir 22 mánuðum. Að sögn lögreglunnar létu fimm manns lífið í Transvaalfylki í óeirð- um blökkumanna og lögreglu. Þrír létust í einu úthverfa Höfðaborgar sem ætlað er blökkumönnum og þrír blökkumenr. voru skotnir af lögreglu í öðru héraði í nánd við Höfðaborg. Yfir 5000 blökkumenn réðust inn á svæði hvítra í borginni Durban við Indlandshaf, komust þar inn á bað- strandarsvæði þar sem þúsundir hvítra hafast nú við yfir jól og ára- mót. Kastaði múgurinn steinum, braut og bramlaði, auk þess sem kveikt var i verslunum og bifreiðum hvítra. Ofbeldisaðgerðir í landinu dreifð- ust yfir óvenjumikið svæði um ára- mótin, voru alls ekki bundnar við afmörkuð svæði, þó aðalóróinn hafi verið í Transvaal, Höfðaborg og frí- ríkinu Orange. Flestir létu lífið í Transvaal þegar hópar blökkumanna, sem gert hefur verið að flytjast til svokallaðra heimalanda í Ndebele fyrir blökku- menn, réðust á annan hóp blökku- manna er haft hefur uppi mótmæli vegna þessara flutninga. Samkvæmt lögum aðskilnaðar- stefnunnar verður öllum blökku- mönnum gert að gerast ríkisborgarar í hinum tíu svokölluðu heimalöndum sem í dag taka yfir 15 prósent af flatarmáli Suður-Áfríku. Við það að flytjast til heimaland- anna missa blökkumenn ríkisborg- ararétt sinn í Suður-Afríku. i ; ' • : ' ., *- Poul Schlúter, forsætisráðherra Danmerkur, fordæmdi Sovétmenn harðlega fyrir innrás þeirra í Afganistan i áramótaávarpi sínu á nýársdag. „Sovétmenn hafa myrt hundruð þúsunda i Afganistan af vægðarlausri grimmd,“ sagði danski forsætisráðherrann. Tveir lögreglumenn myrtir á N-írlandi Tveir lögreglumenn voru drepnir í sprengjutilræði snemma á nýárs- dagsmorgun í borginni Armagh á Norður-írlandi. Flokkur lögreglumanna var á eftir- litsferð fótgangandi þegar sprengja sprakk á leið þeirra. Einn lögreglu- maður særðist hættulega að auki. Mjög róstusamt hefur verið á Norður-írlandi að undanförnu. Engin samtök hafa lýst ábyrgð á hendur sér fyrir verknaðinn- en talið er fullvíst að þar hafi liðsmenn hins ólöglega irska lýðveldishers verið að verki. * Ofbeldisaldan á Norður-írlandi heldur áfram. Á nýársdag voru tveir lögreglumenn drepnir í sprengjutilræði. Rit Plútarkosar hins gríska hafa löngum veitt leikritahöf- undum innblástur. Þeirra kunnastur er væntanlega sjálfurWilliamShakespeare. - BókPlútar- kosarstolið Bíræfnum þjófum tókst á ný- ársnótt að stela einni verðmæt.- ustu bók sem um getur frá Long Eaton bókasafninu í Notting- ham. Hér er um að ræða skinnhand- rit á latínueftir griska heimspek- inginn Plútarkos er lifði á fyrstu öld eftir Krist. Skinnhandritið var unnið í Feneyjum árið 1478 en barst fljótlega til Englands. Handritið er safnrit 46 ævi- sagna þekktra Grikkja og Róm- verja er Plútarkos skráði og tók saman. Leikritahöfundar hafa löngum fengið innblástur úr þessu verki Plútarkosar, þar á meðal sjálfur William Shakespeare er mikið hélt upp á gríska heimspeking- inn. Talsmaður bókasafnsins sagði í gær að óttast væri að þjófarnir gætu ekki komið feng sínum í verð vegna þess hve þekktur hann væri og kynnu því að losa sig við hann á annan hátt, eða hugsanlega eyðileggja hann. Umsjón: Hannes Heimisson og Guðmundur Pétursson Flugvél ferst áSuður- skautslandi Átta bandariskir ferðamenn og t.veir flugmenn fórust þegar lítil flugvél fórst í lendingu á chile- anskri herstöð á Suðurskautsl- andinu á nýjársnótt. Flugvélin flaug frá borginni Punta Arenas, 2000 kílómetra suður af Santiago höfuðborg Chile á gamlársdag með ferða- mennina sem ætluðu að dvelja í herstöðinni yfir áramótin. Sprenging íAmsterdam Kröftug sprenging skók mið- borg Amsterdam á nýársdag. Að sögn lögreglunnar hafði sprengju verið komið fyrir fram- an við aðalskrifstofu búlgarska ferðamálaráðsins í miðborginni. í sprengingunni brotnuðu rúður í nágrenninu en engin slys urðu á fólki. Hringt var í lögregluna 25 mínútum áður en sprengjan sprakk og fólk varað við. Gafst tími til að rýma svæðið. Hér er um að ræða fyrsta sprengjutilræðið gegn búlgörsk- um aðilum í Hollandi. j Enn hefur enginn lýst ábyrgð I á hendur sér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.