Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1986, Síða 3
DV. MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR1986
3
Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir
— minnstsex
vikna bið eftir
viðtalstíma hjá
ráðgjafarstöðinni
REYNIR Á GEÐHEILSU
HÚSBYGGJENDANNA
Það getur orðið tafsamt fyrir þá
húsbyggjendur eða íbúðakaup-
endur, sem eiga í greiðsluerfiðleik-
um, að sækja þá úrlausn sem fé-
lagsmálaráðherra hefur nú boðið.
Ráðgjafarstöð Húsnæðisstofnunar
var falið þetta verkefni. Þar er nú
minnst sex vikna bið eftir að fá
viðtal við ráðgjafana.
DV hringdi í Húsnæðisstofnun í
gær, eftir ábendingu um þetta
ástand. „Ef það er bara viðtal eig-
um við lausan tíma 17. mars,“ var
svarið um næsta lausan tíma hjá
ráðgjafarstöðinni. Það er því von
að greiðsluerfiðleikamir reyni á
geðheilsu manna.
„Þetta er rétt, ég get vel trúað
þessu,“ sagði Sigurður E. Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri Hús-
næðisstofnunar. „Ég hef beðið um
leyfi til þess að ráða viðskiptafræð-
ing til viðbótar, ekki veitir af. Það
var fjallað um þessa beiðni á föstu-
daginn var en svar er ókomið."
Samkvæmt reglum félagsmála-
ráðherra er ráðgjafarstöðinni falið
að meta greiðslugetu umsækjenda
um viðbótarlán, svo og að hafa
samráð við lánastofnanir um leng-
ingu lána sem fyrir em. Veita má
50.000-200.000 króna lán. Veðsetn-
ing eignar má ekki fara yfir 75%
af brunabótamati.
HERB
Grétar J. Guðmundsson verkfræð-
ingur veitir ráðgjafarstöðinni for-
stöðu. Þarna er hann að kanna mál
fjölskyldu, sem vill hafa sín mál á
hreinu. DV-mynd: GVA.
„MER VAR YTT
TIL HLIÐAR”
—segir f yrrverandi f ramkvæmdast jóri Úrvals,
„Ég átti ekki von á þessari breyt-
ingu hjá Úrvali. Ég held að hún hafi
komið Erling Aspelund jafnmikið á
óvart og mér. Mér var vikið til hliðar
og annar maður, Erling, settur fyrir
ofan mig,“ sagði Karl Sigurhjartar-
son, fyrrverandi framkvæmdastjóri
Úrvals. Flugleiðir eiga 80% í Úrvali
og fyrir skömmu var Erling Aspe-
lund, sem lengi hefur unnið hjá
Flugleiðum, færður til og settur
aðalframkvæmdastjóri Úrvals.
„Úrval er ekki það stórt og mikið
fyrirtæki að ástæða sé til að hafa 2
framkvæmdastjóra. Ég leit á ráðn-
ingu annars framkvæmdastjóra sem
gagnrýni á mín störf. Það stóð þó
ekki til að lækka mig í launum en
ég hlýt að túlka þessa breytingu sem
óánægju með mín störf. Ég ákvað
að hætta og fara út í sjálfstæðan
atvinnurekstur, keypti helminginn í
Karl Sigurhjartarson
Karl Sigurhjartarson er nú flog-
inn frá Urvali. „Fyrirtækið þarf
ekki tvo framkvæmdastjóra,“
sagði Karl.
Polaris. Þar mun ég vera með leigu-
flug til Mallorca og Ibiza.- Stjórn
Úrvals taldi það ekki borga sig, en
ég er á annarri skoðun og tók yfir
gistisamningana sem Úrval hafði
gert á þessum stöðum.“
Á síðasta ári var tap á rekstri
Úrvals og fyrirtækið mun ekki vera
stöndugt, samkvæmt upplýsingum
DV.
-Hefur þú trú á að Úrval muni
hætta starfsemi innan skamms?
„Nei, það held ég ekki, eiginfjár-
staða fyrirtækisins er það góð þótt
tapið sé nokkurt. Ég var búinn að
byggja upp alls konar samninga sem
ég hef trú á. Ég fer frá Úrvali með
eftirsjá. Og Flugleiðum hef ég unnið
hjá í aldarfjórðung. Það er heilmikið
um mannátilfæringar hjá þvi fyrir-
tæki, sem er af hinu góða, en þeir
búa starfsmenn ekki nægilega undir
slíkt. Oft er hægt að túlka þessar
tilfæringar sem gagnrýni á fyrri
störf,“ sagði Karl. -KB
Ekki af ráðið hvort
Höskuldur fær varðskip
Forstjóri Landhelgisgæslunnar og
dómsmálaráðuneytið þurfa á næs-
tunni að ákveða hvað gera skuli við
Höskuld Skarphéðinsson skipherra í
framhaldi af dómi sem nýlega féll í
sakadómi Reykjavíkur.
„Þetta hefur ekki komið til tals
ennþá,“ sagði Þorsteinn Geirsson,
ráðuneytisstjóri dómsmála.
I sakadómi var Höskuldur sakfelld-
ur fyrir að leggja fram í hæjarþingi
Reykjavíkur rangar áfengisnótur til
grundvallar steftiukröfu sinni um
greiðslu risnu skipherra. Dómarinn
ákvað hins vegar að refsing skyldi
falla niður vegna ríkra málsbóia.
Höskuldur, sem er formaður Skip-
stjórafélags Islands, átti í deilum við
ráðamenn Landhelgisgæslunnar um
túlkun ákvæða í kjarasamningum
um risnu.
Höskuldur hefur ekki fengið að
stjóma varðskipi frá því í vor þegar
í ljós kom að áfengisnóturnar voru
ekki réttar. Hann var þá settur á
biðlaun. I haust var hann látinn
annast kafaranámskeið fyrir varð-
skipsmenn. Að undanförnu hefur
hann haldið eldvamanámskeið fyrir
áhafnir varðskipa í samráði við
Brunamálastofnun.
Mál Höskuldar vakti mikla athygli
í vetrarbyrjun. Þing Farmanna- og
fiskimannasambandsins samþykkti
þá vantraust á forstjóra Landhelgis-
gæslunnar. Þingið krafðist þess að
Höskuldur Skarphéðinsson yrði
þegar látinn taka við sínu fyrra starfi
og kannað yrði hvort Landhelgis-
gæslan og dómsmálaráðuneytið
hefðu farið að lögum í afgreiðslu
sinni á máli Höskuldar.
-KMU
Höskuldur Skarphéðinsson, sem heldur á slökkvitæki, kennir varðskipsmönn-
um eldvarnir um þessar mundir. DV-mynd: GVA.
Farmanna- ogfiskimannasambandið
hef ur áhyggjur:
Skapar hættu og
öryggisleysi að
leigja Gæsluvél
Farmanna- og fiskimannasam-
band íslands hefur lýst áhyggjum
sínum vegna fyrirhugaðrar leigu
Landhelgisgæslunnar á Fokker-vél
sinni, TF-SYN, til Flugleiða. í
ályktun stjómar sambandsins er
athygli alþingismanna vakin á
„þeirri hættu og því öryggisleysi
sem kynni að skapast, ef tæki
Landhelgisgæslu íslands ýrðu leigð
eða lánuð til annarra starfa en
þeim er ætluð samkvæmt lögum“.
„Tækjafiúnaður Landhelgisgæsl-
unnar er sá eini er sjómenn og
landsbyggðarfólk getur átt tilkall
til, þegar vá ber að höndum.
Stjórn FFSl leggur á það sérstaka
áherslu að flugvélar Landhelgis-
gæslunnar verði ávallt undir stjórn
starfsmanna gæslunnar og tiltækar
með mjög stuttum fyrirvara þegar
á þarf að halda,“ segir í ályktun
sem send hefur verið Alþingi.
I greinargerð með ályktuninni
segir að TF-SYN sé sérstaklega
útbúin og sérhæfð til björgunar-
og landhelgisgæslustarfa.
Flugþol Landhelgisgæsluvélar-
innar sé rúmar 10 klukkustundir
borið saman við um það bil 5
stunda flugþol Flugleiðafokkera og
um 6 stunda flugþol Flugmála-
stjórnarvélarinnar.
Drög að leigusamningi um
Gæslufokkerinn liggja fyrir. Gert
er ráð fyrir að Flugleiðir fái vélina
leigða þrjá daga í viku í sumar.
Flugleiðir telja leiguna á Gæslu-
vélinni foreendu þess að hægt verði
að opna nýja fiugleið miUi Færeyja
og Glasgow. Ennfremur hyggjast
Flugleiðir auka flug sitt til Græn-
lands.
íslensku flugfélögin hafa oft
fengið Gæslufokker leigðan, eink-
um þó til að létta á álagi í kringum
stórhátíðir og eftir óveður. I fyrra
var TF-SYN leigð Flugleiðum í alls
fjóra daga, þar af í þrjá daga til
flugs með erlenda farþega til Græn-
TF-SYN
Hugsanlegt er að Landhelgis-
gæsluvélin TF-SYN verði í áætl-
unarflugi hjá Flugleiðum i
sumar.
lands. Arnarflug leigði vélina í
einn dag.
Tvær til þrjár klukkustundir þarf
til að breyta vélinni aftur til gæslu-
eða leitarflugs eftir farþegaflug.
-KMU