Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1986, Qupperneq 6
6
DV. MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR1986
Viðskipti Viðskipti Viðskipti Viðskipti
Peningamarkaðurinn
Innlán með sérkjörum
Alþýöubunkinn: Stjörnureikningar eru
fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn-
stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir
verða fullra 16 ára. 65-74 ára geta losað inn-
stæður með 6 mánaða fyrirvara, 75 ára og
eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningam-
ir eru verðtryggðir og með 8% nafnvöxtum.
Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert
innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með
9% nafnvöxtum.
Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá
lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn-
stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn-
vextir eru 29% og ársávöxtun 29%.
Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir
27% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði
án úttektar upp í 33%. Ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu er 33,5% á fyrsta ári.
Búnaðarbankinn: Sparibók með sér-
vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 36%
nafnvöxtum og 36% ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð-
tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri
úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðrétt-
ingu.
18 mánaða reikningur er með innstæðu
bundna í 18 mánuði á 39% nafnvöxtum og
42,8% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða
verðtryggðs reiknings reynist hún betri.
Iönaðarbankinn: Bónusreikningar eru
annaðhvort með 28% nafnvöxtum og 30%
ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5%
vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvem mánuð.
Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging
auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka
má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án
þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir
30.06. og 31.12.
Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með
36% nafnvöxtum og 39,2% ársávöxtun eða
ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings
reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast
1,7% í svonefhda vaxtaleiðréttingu.
Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur
hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg,
fyrst 22%, eftir 2 mánuði 25%, 3 mánuði 27%,
4 mánuði 29%, 5 mánuði 31%, eftir 6 mánuði
37% og eftir 12 mánuði 37%. Ársávöxtun á
óhreyfðu innleggi er 37%, eða eins og á 3ja
og 6 mánaða verðtryggðum reikningum reyn-
ist hún betri. Vextir færast einu sinni á ári.
Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort
hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í
bankanum, nú 34,6%, eða ávöxtun 3ja mán-
aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt-
um sé hún betri. Samanburður er gerður
mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé
tekið út af reikningnúm gilda almennir spari-
sjóðsvextir, 22%, þann mánuð.
Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er
óbundinn. Þá ársQórðunga sem innstæða er
óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu
sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár-
reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun
annaðhvort 34,8% eða eins og á verðtryggðum
6 mánaða reikningum með 3,5% nafnvöxtum.
Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari-
sjóðsvextir, 22%. og eins á alla innstæðuna
innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur
verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax
hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta hejla
ársfjórðung.
Sparisjóðir: Trompreikningur er verð-
tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga
með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn
3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun
með svokölluðum trompvöxtum, 32%, með
34,3% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn-
stæðu í hverjum ásfjóröungi. Reynist tromp-
vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt
á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn-
an mánaðar bera trompve^ti sé innstæðan
eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari-
sjóðsvexti, 22%. Vextir færast misserislega.
Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með
þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, Qög-
urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur,
vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól
við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14
ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun
er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni
og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert.
Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð-
stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára.
Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til-
tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku
marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%.
Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í
einu lagi við innlausn.
Almenn verðbréf
Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá
verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með
veði undir 60% af brunabótamati fasteign-
anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverð-
tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau
eru seld með afíollum og ársávöxtun er al-
mennt 12-18% umfram verðtryggingu.
Húsnæðislán
Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis-
ins, F-lán, nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til
einstaklinga 720 þúsundum króna, 2-4 manna
fjölskyldna 916 þúsundum, 5 manna og fleiri
1.073 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik-
um) 1.237 þúsundum. Lánin eru til 31 árs.
Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema
á 4. ársfjórðungi 1985: Til kauþa í fyrsta sinn
er hámark 348 þúsund krónur til einstaklings,
annars mest 139-174 þúsund. 2-4 manna fjöl-
skylda fær mest 442 þúsund til fyrstu kaupa,
annars mest 177-221 þúsund. 5 manna fjöl-
skylda eða stærri fær mest 518 þúsundir til
fyrstu kaupa, annars mest 207-259 þúsund.
Lánstími er 21 ár.
Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns-
kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum.
Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól,
aðeins vextir og verðbætur.
Útlán lífeyrissjóða
Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver
sjóðurákveðursjóðfélögum lánsrétt, lánsupp-
hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að láns-
rétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða
aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin
stig. Lán eru á bilinu 150-700 þúsund eftir
sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð-
tryggð og með 5-8% vöxtum. Lánstími er 15-35
ár.
Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur.
Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli
sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum.
Nafnvextir, ársávöxtun
Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir
í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir
og Jagðir við höfuðstól oftar á ári verða til
vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri
en nafnvextimir.
Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á
22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok
tímans 1220 krónur og ár&ávöxtunin þannig
22%.
Liggi 1000 krónur inni í 6 + 6 mánuði á 22%
nafnvöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir 6
mánuði. Þá er upphæðin orðin 1110 krónur.
Á hana koma svo 11% vextir eftir næstu 6
mánuði. Þannig verður innstæðan í Jok tím-
ans 1232 krónur og ársávöxtunin 23,2%.
Oráttarvextir
Dráttarvextir eru 3,75% á mánuði eða 45%
á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt þvi
0,125%.
Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem eru 50 þúsund að nafnverði. Vísitölur Lánskjaravísitala í febrúar 1986 er 1396 stig en var 1364 stig í janúar. Miðað er við grunninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 1. ársfjórðungi 1986 er 250 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3699 stig á grunni 100 frá 1975.
VEXTIR BANKA 0G SPARISJÚÐA (%) 01.-10.02. 1986
INNLÁNMEÐSÉRKJðRUM SJA sérusta il ll ifiilf iiÍiiflfíi
innlAn úverðtryggð SPARISJÖÐSBÆKUR úbundin innstnú. 22.0 22.0 22,0 22.0 22,0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0
SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsogn 25.0 26.6 25.0 25.0 23.0 23.0 25.0 23,0 25.0 25.0
6 mén. uppsögn 31.0 33.4 30.0 28.0 26.5 30.0 29,0 31,0 28.0
12 mán. uppsögn 32.0 34.6 32.0 31.0 33.3
SPARNAÐUR - LÁNSRÉTTUR Spar.ð 3-5 m*n. 25.0 23.0 23,0 23.0 23,0 25,0 25.0
innlAnsskIrteini Sp.6mén. ogm. 29.0 26,0 23.0 29,0 28.0
Til 6 máníöa 28.0 30.0 28.0 28.0
tEkkareikningar Avls.n.n>ikning.r 17.0 17.0 8.0 8.0 10,0 10.0 8.0 10.0 10.0
Hlaup.reikningar 10.0 10.0 8.0 8.0 10,0 10.0 8.0 10.0 10.0
INNLÁN VERÐTRYGGÐ SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 2.0 1.5 1,0 1.0 1.0 1.0 1.0 2.0 1.0
6 mán. uppsögn 3.5 3.5 3.5 3.0 3.5 3.5 3.0 3.5 3.0
innlAn gengistryggð gjaldeyrisreikningar Bmd.rlkjadoll.rar 8.0 8.0 7.5 7,0 7.5 7.5 7.5 7.5 8.0
Stmiingspund 11.5 11.5 11.0 11.0 11.5 11.0 11.0 11.5 11.5
Vestur-þýsk mörk 5.0 4.5 4.25 4.0 4.5 4.5 4.5 5.0 4.5
D.nskar krónur 10,0 9.5 8.0 8.0 9.0 9.0 9.0 10.0 9.0
útlAn úverdtryggð ALMENNIRVlXUR (forvextir) 30,0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0
VIÐSKIPTAVlXUR (fonrextir) 34.0 2) kge 34.0 kg« 32.5 kgt kfl. kfl* 34.0
ALMENN SKULDABREf 32,03) 32.0 32.0 32,0 32.0 32,0 32.0 32.0 32.0
VIÐSKIPTASKULDABRÉF 35,02) kge 35.0 kgs 33,5 kfl« kí. 35.0
HUUPAREIKNINGAR yfirorAttur 31.5 31,5 31.5 31,5 31,5 31.5 31.5 31.5 31.5
útlAnverðtryggð skuldabrEf AA 21/2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0
Ungrien21/2ár 5,0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5,0 5.0 5.0
ÚTlAN TIL FRANILEIÐSU) sjAneðanmAlsi)
1) Lán til iraianlandsframleiðslu eru á 28,5% vöxtum. Vegna útflutnings, í SDR 10%,
í Bandaríkjadollurum 9,75%, í sterlingspundum 14,25%, í vestur-þýskum mörkum 6,25%.
2) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum er miðað við sérstakt kaup-
gengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá sparisjóðunum í
Hafiiarfirði, Kópavogi, Keflavík, Sparisjóði Reykjavíkur og Sparisj. vélstj.
3) VaxtaáJag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalóna er 2% á ári, bæði á verðtiyggð og
óverðtryggð lán, nema í Alþýðubankariuiríög Verskinarhankántim -
Fær ekki leyfi til að
flytja inn áburð
—gæti verið allt að 50% ódýrari en hér
Landbúnaðarráðuneytið hefur
hafnað heiðni Guðmundar Halldórs-
sonar frá Húsavík um leyfi til að
flytja inn allt að 1000 tonn af til-
búnum áhurði frá Austur-Evrópu.
Það er gert á grundvelli laga um að
Áburðarverksmiðja ríkisins hafi
einkarétt á öllum innflutningi til-
búins áburðar.
„Ég get fengið blandaðan áburð frá
Austur-Evrópu. Pokinn hingað að
bryggju myndi kosta um 535 krónur.
Ég get fullyrt að þetta verð verður
aldrei minna en 40 til 50 prósent
lægra en verð á áburði frá Áburðar-
verksmiðju ríkisins," sagði Guð-
mundur Halldórsson í viðtali við DV.
Það var í fyrra sem nokkrir bændur
óskuðu eftir því við Guðmund að
hann kannaði innflutning á áburði.
Eftir að Guðmundur hafði aflað sér
þessara viðskiptasambanda bauð
hann Kaupfélagi Þingeyinga á
Húsavík að taka yíir þennan inn-
flutning og annast söluna. Áður
hafði hann fengið þau svör frá land-
búnaðarráðherra að hann hefði síð-
asta orðið um hvort mögulegt yrði
að ffytja inn áburð. Ráðherra sagðist
þó þurfa að ráðfæra sig við aðra áður
en hann tæki ákvörðun.
Guðmundi barst síðan bréf frá
ráðuneytinu í síðasta mánuði. Þar
kemur fram að innflutningur sem
þessi brjóti í bága við lög. Áburðar-
verksmiðjan hafi ein heimild til að
flytja inn áburð og einnig að verk-
smiðjunni sé ekki heimilt að fram-
selja þennan rétt til annarra.
Guðmundur er ekki ánægður með
þessi málalok. „Ég mun leita til
lögfræðinga til að kanna hvort þetta
sé rétt. Sé svo tel ég rétt að verðinu
hér á landi verði breytt í samræmi
við það verð sem hægt er að fá er-
lendis eða þá að þessi innflutningur
verði gefinn frjáls,“ segir Guðmund-
ur.
í fyrra kostaði áburðarpoki 470
krónur. Þá var hann niðurgreiddur
um ein 20 prósent. Áburðarverð í vor
hefur ekki verið ákveðið enn. Það
mun að líkindum hækka í samræmi
við verðbólgu. Þá er mögulegt að
áburður verði boðinn á staðgreiðslu-
verði sem ætti að lækka verðið.
-APH
Áburðarverksmiðja ríkisins. Verksmiðjan hefur einkarétt á innflutningi tilbúins áburðar. Guðmundur Halldórsson á
Húsavík fúllyrðir að hann geti flutt inn og boðið bændum mun ódýrari áburð en Áburðarverksmiðjan býður.
METMÁNUÐUR HIÁ
ICELAND SEAF00D
Sölumet varð hjá Iceland Seafood,
dótturfyrirtæki Sambandsins í
Bandaríkjunum, í janúarmánuði
síðastliðnum. Fyrirtækið seldi fyrir
14,628 milljónir dollara sem er 65,5%
hærra en í janúar 1985. Söluhæsti
mánuðurinn fram að þessu var sept-
ember 1985? Þá nam salan rúmlega
13,3 milljónum dollara.
Mæld í magni er janúarsalan nú
um 4.843 tonn eða 10 milljónir og 677
þúsund pund. Það er magnaukning
upp á 41,4% frá janúarmánuði 1985.
Nánar skiptist salan þannig að 6,8
milljónir punda voru verksmiðju-
framleiddar vörur, sem er 31,3%
magnaukning, seldar fyrir 7,8 millj-
ónir dollara sem þýðir 40% verðmæt-
isaukningu.
3,2 milljónir punda voru seldar af
flökum fyrir 4,9 milljónir dollara.
Það er 77,1% magnaukning og 84,4%
verðmætisaukning.
450 þúsund pund voru seld af skel-
fiski fyrir 1,8 milljón dollara. Magn-
aukningin er þar 860% en verðmæt-
isaukningin 545%.
Að sögn Guðjóns B. Ólafssonar, for-
stjóra Iceland Seafood, er vöruskort-
ur nú mjög farinn áð segja til sín.
„Við óttumst að vöruskortur muni
hafa mikil áhrif á febrúarsöluna og
við hefðum getað selt mun meira í
janúar ef vöruskortur hefði ekki
komið til,“ sagði Guðjón B. Ólafeson.
Hann sagði að nú vantaði tilfinnan-
lega ýsublokk og ýsuflök. Einnig er
skortur á ufeablokk, karfablokk,
karfaflökum, grálúðuflökum og
rækju. Þá gat Guðjón þess að gott
væri að eiga meira af þorskþlokk og
þorskflökum þótt ekki væri beinlínis
hægt að tala um skort þar.
- óm