Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1986, Blaðsíða 7
DV. MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR1986
7
Atvinnumál Atvinnumál
Dagskrá keppnisdaginn:
8 ára og yngri og 9-10 ára keppa frá kl. 13-15, mæting kl.
12.30, verðlaunaafhending þegar keppni þeirra er lokið.
11-15 ára keppa kl. 15.30, mæting kl. 15, verðlaunaafhending
að lokinni keppni.
Fullorðnir:
Húsiðopnaðkl. 20.
Keppni hefstkl. 21.
Kl. 24: Úrslit kynnt.
Dansað til kl. 01.
Öllum áhugamönnum (ekki atvinnudönsurum) er heimil þátttaka.
Þátttökugjald:
Börn og unglingar kr. 150,-
Fullorðnir kr. 250,-
Aðgangseyrir áhorfenda:
Börn og unglingar kr. 200,-
Fullorðnir kr. 300,-
Aðgöngumiði á báðar keppnirnar kr. 400,-
Forsala aðgöngumiða verður í Nýja dansskólanum og hjá
Þjóðdansafélagi Reykjavíkur.
NÝR F1SKMATSÖLU-
STAÐURIKEFLAVÍK
— til húsa í KK-húsinu. Stórí salur hússins verður
opnaður 14. mars
í næstu viku verður opnaður nýr
matsölustaður í Keflavík sem mun
leggja mikla áherslu á fiskrétti.
Ragnar Örn Pétursson, sem rekur
KK-húsið, hefur byggt glerskála við
húsið þar sem matsölustaðurinn
verður. Staðurinn tekur 50 manns í
sæti og verður opinn frá kl. 18 til 23.
„Við leggjum áherslu á fiskrétti,
unna úr nýjum fiski. Það verða þetta
tíu til tólf réttir á boðstólum á hverj-
um degi. Matseðillinn verður aldrei
ákveðinn fyrr en rétt fyrir opnun, eða
eftir að við vitum hvaða hráefhi
bátarnir, sem landa kl. 17, koma
með,“ sagði Ragnar Örn.
Nú fer að líða að því að stóri salur-
inn í KK-húsinu verði opnaður. Iðn-
aðarmenn vinna nú af fullum krafti
við að ganga frá salnum sem mun
taka 800 manns. „Salurinn verður
opnaður 14. mars og þá koma gömlu
góðu Hljómar fram og skemmta,"
sagði Ragnar.
Nú þegar hafa fyrirtæki og starfs-
hópar pantað inni fyrir árshátíðir
sínar í KK-húsinu.
-sos
íslandsmeistarakeppni áhugamanna í gömlu dönsunum verður haldin á Hótel
Sögu sunnudaginn 2. mars 1986 á vegum Nýja dansskólans og Þjóðdansafélags
Reykjavíkur.
Keppnin verður með svipuðu sniði og áður.
Keppninni mun lokið á einum degi.
Dómarar verða f jórir.
Dómarar sýna strax dóma s«na með gjöf frá 1-6. Þannig safnast stig á
keppendur.
Þátttakendur tilkynni sig í síma 68-74-64 og
5-29-96 virka daga f rá kl. 10-12 fyrir 26. febrúar
___________________________1986._________________________________
Tilhögun keppni barna og unglinga:
8 ára og yngri dansa polka, vals og svensk maskerade.
9-10 ára dansa polka, vals, skottís og vínarkrus.
11-13 ára dansa polka, vals, skottís, vínarkrus, marzuka
og skoska dánsinn.
14-15 ára dansa sömu 5 dansana.
16-34 ára dansa sömu 5 dansana.
35 ára og eldri dansa sömu 5 dansana
Styrkið og fegrið líkamann
DÖMUROG HERRAR!
Ný 5 vikna námskeið hefjast 12. febrúar
HINIR VINSÆLU HERRATÍMAR í HÁDEGINU
Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sértimar fyrir
konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértimar fyrir eldri dömur og þær sem
eru slæmar í baki eða þjást af vöðvabólgum. Vigtun — mæling — sturtur — gufu-
böð — kaffi — og hinir vinsælu sólarium-lampar.
Leikfimi fyrir konur á öllum aldri.
(®) Júdódeild Ármanns
Ármúla 32 *nnr'tun 09 uppiýs'r,9ai' a**a v|rka dag
Flugvél Helga Jónssonar á Grænlandi.
KK-húsið í Keflavík. Nýr matsölustaður opnaður þar í næstu viku og stóri
salurinn 14. mars.
50-60ný herbergi Hótel Sögu
— tilbúin til notkunar 1. maí
Iðnaðarmenn vinna nú af fullum
krafti í nýbyggingu Hótel Sögu en
fyrirhugað er að taka helming hús-
næðisins í nýju álmunni í notkun 1.
maí. „Þá munum við taka í notkun
fundarsali óg um 50-60 herbergi.
Einnig á að verða búið að ganga frá
garðskálanum sem verður á milli
nýju og gömlu byggingarinnar os bá
verður gestamóttakan fullgerð,"
sagði Konráð Guðmundsson, hótel-
stjóri Hótel Sögu.
Iðnaðarmennimir eiga að verða
búnir að ljúka störfum 1. maí. Fram-
kvæmdir við lokaáfangann hefjast
síðan í október. Nýbygging Hótel
Sögu verður fúllfrágengin fyrir
sumarið 1987. -SOS
fslandsmeistarakeppni
áhugamanna
í gömlu dönsunum
2. mars 1986
GRÆNLANDSFLUG
MEIRA EN N0KKRU
SINNIFYRR
— Grönlandsfly með áætlunarflug til Reykjavíkur
Flugsamgöngur milli íslands og
Grænlands verða meiri í sumar en
nokkru sinni fyrr. Flugleiðir, Flug-
skóli Helga Jónssonar og Gronlands-
fly verða með reglubundnar ferðfr
milli landanna.
Gronlandsfly, sem er eign SAS og
grænlensku heimastjómarinnar,
hefur ákveðið að fljúga einu sinni í
viku á Dash 7-flugvél, sem er svipuð
Fokker, á milli Nuuk og Reykjavík-
ur. Gronlandsfly ætlar að fljúga frá
Nuuk á föstudögum og til baka frá
Reykjavík á sunnudögum.
Flug þetta verður í samvinnu við
Flugleiðir. Með því verður Gron-
landsfly eina erlenda flugfélagið sem
heldur uppi áætlunarflugi til Islands.
Flugleiðir ætla að fljúga reglu-
bundið leiguflug sex sinnum í viku
milli landanna. Tvisvar í viku, á
mánudögum og föstudögum, flýgur
Boeing-þota til Narsarssuaq. Fjórar
ferðir verða á Fokker til Kulusuk.
Flugskóli Helga Jónssonar, sem
yfir vetrarmánuði flýgur eina ferð í
viku til Kulusuk á Mitsubishi-vél,
hyggst fljúga tvisvar í viku í sumar,
á mánudögum og föstudögum.
KMU