Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1986, Blaðsíða 8
8 DV. MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR1986 Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Hundruð þúsunda Vestur-Þjóð- verja tóku þátt í skæruverkföllum í gær til að mótmæla nýrri löggjöf ríkisstjórnarinnar um verkföll. febrúar næstkomandi. Búist er við að framkvæmdir taki rúmlega sex ár og hefjast verklegar framkvæmdirsumarið 1987. Sprengjutilræði Önnur sprengjan sprakk í miðborg Parísar á innan við sólarhring og sérþjálfuðum lögreglumönnum tókst að gera þá þriðju óvirka rétt áður 100 þúsunda í verkfóllum Yfir 130 þúsund vestur-þýskir verkamenn fóru í stutt skæruverkföll í gær til að mótmæla nýjustu kaup- tilboðum stjórnvalda í kjaradeilu sinni við ríkisvaldið. Samgöngukerfi borga eins og Stuttgart, Karlsruhe og Ulm Iamað- ist í yfir tvo tíma vegna verkfalla strætisvagnabílstjóra og sporvagna- stjóra. í Múnchen lagðist öll umferð í neðanjarðalestunum niður í tvo tíma og skapaði mikið umferðaröngþveiti. Talsmaður verkalýðsfélaganna sagði að starfsfólk sjúkrahúsa hefði lagt niður vinnu í skamman tíma auk þess sem starfsfólk í ræstingu og starfsfólk í stofnunum hins opinbera lagði einnig niður vinnu í gær. Samningaviðræður verkalýðsfé- laganna við atvinnuveitendur halda áfram í Stuttgart á morgun. Félagsmenn verkalýðsfélaganna, er eiga í vinnudeilum, eru tæpar þrjár milijónir. Atvinnuveitendur hafa boðið þríggja prósenta hækkun grunn- launa á fjórtán mánuðum á meðan verkalýðsfélógin krefjast sex pró- senta grunnkaupshækkunar. Mótmæla nýrri löggjöf Mörg hundruð þúsund félagsmenn verkalýðsfélaga víðs vegar um Vest- ur-Þýskaland fóru að auki í mót- mælaverkföll í gær til að undirstrika andstöðu sína við fyrirhugaða lög- gjöf stjórnvalda um breytingar á verkfallsrétti en búist er við fyrstu umræðu um lagabálkinn á þingi í dag. Verkalýðsfélög hafa boðað til úti- funda í dag þar sem breytingum á löggjöfinni um verkfallsrétt verður harðlega mótmælt. Ríkisstjórninni er einkum um- hugað um að koma í veg fyrir óeðli- legt fjárstreymi til verkalýðsfélaga í formi atvinnuleysisbóta á meðan á verkföllum stendur. en hún átti að springa við Eiffelturn- inn heimsfræga. Sprengja númer tvö sprakk á annatíma í bókaverslun í latneska borgarhverfinu og særði fjóra. Eftir sprenginguna kom upp tölu- verður eldur er breiddist óðfluga út um bygginguna þar sem bókaversl- unin er til húsa. Á mánudagskvöld sprakk sprengja í verslun við Champs Elysees og særði átta manns. Enn hefúr enginn lýst ábyrgð á hendur sér vegna tilræðisins í gær- kvöldi en franska lögreglan leitar nú sprengjuvarganna. Heimildarmaður lögreglunnar sagði í morgun að svo virtist sem sprengjumar, er sprungið hafa og sú er gerð var óvirk, séu af ólíkum gerðum og samansettar af mismun- andi sprengiefni. Þykir lögreglunni ekki ólíklegt að fleiri en einn aðili sé ábyrgur fyrir sprengjutilræðun- um. Nú hafa 44 opinberir trúnaðarmenn frá 19 rikjum verið fengnir til að fylgjast með framkvæmd forsetakosninganna á Filippseyjum næstkomandi föstudag. Útlendir eftir- litsmenn í kosn „OKKUR VEX AFL ingum Filippseyja Trúnaðarmenn frá nítján löndum, sem fylgjast eiga með kosningunurn á Filippseyjum, segjast hafa alla aðstöðu til þess að uppgötva ef um útbreidd kosningasvik verður að Göngin skapa tíu þúsundum nýja atvinnu Hin nýju göng Breta og Frakka undir Ermarsund munu skapa tíu þúsund ný atvinnutækifæri í Bret- landi á næstu mánuðum, segir í nýútkominn breskri stjórnarskýrslu um atvinnumál. Breska ríkisjárnbrautarfélagið verður stærsti vinnuveitandinn með fjárfestingu í hinum nýju göngum upp á 390 milljón sterlingspund. Ríkisstjórnir Bretlands og Frakk- lands undirrita formlegan samning um verkaskiptingu og samkomulag um verktaka við framkvæmdirnar 12 ræða og segjast ekki munu hika við að fietta ofan af því ef til kæmi. Þessir 44 eftirlitsmenn vöruðu fylg- ismenn Marcosar forseta og mót- frambjóðanda hans, Corazon Aqu- ino, við að þeir myndu ekki líða óátalið neina vitleysu þegar þeir fylgdust með kjörstöðunum á fóstu- daginn. Þeir eru á Filippseyjum að boði Marcosar forseta en eftirlitið er kostað af Demókrataflokknum og Repúblíkanaflokknum bandarísku. Þar til viðbótar bætist 20 manna embættisnefnd bandarísk undir for- ystu Richard Luger, formanns utan- ríkismálanefndar öldungadeildar- innar, sem ætlar að fylgjast með kosningunum. Fangaskiptin í næstu viku — Gorbatsjov og Reagan lögðu grunninn að þeim í nóvember Austur- og Vestur-Þýskaland hafa staðfest fréttirnar um að meiriháttar fangaskipti austurs og vesturs séu ráðgerð í næstu viku og þar á meðal verði andófsmanninum Anatoly Shcharansky sleppt vestur fyrir járntjald. Sovétmenn og Bandaríkja- menn varast samt að láta uppi í smáatriðum hve margir eða hverjir verði í þessum sk'iptum en þeir eru ekki einir aðilar heldur hafa Bonn og Austur-Berlín einnig átt hlut að samningunum. Meðalgöngu í samningunum ann- aðist eins og svo oft áður austur- þýski lögfræðingurinn Wolfgang Vogel, sem allt frá því 1962, þegar Gary Powers, flugmaður bandarísku U-2 njósnaþotunnar, fékkst látinn laus í skiptum fyrir sovéska njósn- ara, hefur verið aðalsamningamaður i slíkum kaupum. Það hefur kvisast frá Moskvu að gyðingurinn Shcharansky verði í þessum fangaskiptum og er sá leki talinn vera af ráðnum hug. Með því er talað um Shcharansky og njósn- araskipti i sömu andránni en sovésk yfirvöld hafa viljað stimpla andófs- manninn landráðamann. Hann var dæmdur fyrir landráð 1978 og allir bænstafir um náðun hans, lausn eða jafnvel skipti fyrir sovéska stór- njósnara hafa fallið fyrir daufum eyrum. Eftir því sem frést hefur af hinum fyrirhuguðu fangaskiptum munu sovétmenn sleppa tólf v-þýskum föngum auk Shcharanskys en ekki hefur frést hve marga þeir fái í stað- inn. - Helmut Kohl kanslari sagði erlendum fréttamönnum í gær að þeir Gorbatsjov og Reagan hefðu á fundi þeirra í Genf í nóvember lagt grunninn að þessum skiptum. Reagan Bandaríkjaforseti var bjartsýnin uppmáluð í rikisræðu sinni á samein- uðum fundi beggja deilda þingsins í gærkvöldi. Annars á kappinn 75 ára afmæli á morgun, elsti forseti er verið hefur við völd í Bandaríkjunum. MEÐ DEGIHVERJUM” — segir Reagan í ríkisræðu sinni og er bjartsýnn Bjartsýni gætti í ríkisræðu Reag- ans Bar.daríkjaforseta er hann hélt í gærkvöldi. Forsetinn kvað bandarískt efna- hagslíf hafa styrkst á síðastliðnu ári og styrkst með hverjum degi. 1 ræðu sinni minntist forsetinn á lækkandi verðbólgu og minna at- vinnuleysi samfara batnandi efna- hagsástandi. Forsetinn ætlaði upphaflega að halda ríkisræðu sína síðastliðinn þriðjudag en frestaði því um viku vegna hins sorglega atburðar er geimferjan Challenger sprakk í loft upp með allri áhöfn. Á sameinuðum fundi beggja þing- deilda kom forsetinn fram með þrjár nýjar tillögur er verið hafa í brenni- depli í Bandaríkjunum. Athuga skyldi hvort efna skyldi til alþjóðlegrar, ákvarðandi ráðstefnu um gengis- og gjaldeyrismál, boðað var nýtt tryggingafyrirkomulag fyrir þá þegna er ganga með lífshættulega sjúkdóma og lýst var yfir allsherjar- endurskoðun á velferðaráætlunum fyrir þá þegna er minna mega sín í efnahagslegu tilliti. 75 ára á morgun Reagan ávarpaði sérstaklega „frelsisbaráttumenn" víðs vegar um heim og sagði þá geta treyst á stuðn- ing Bandaríkjamanna í baráttu sinni. 1 því sambandi minntist forset- inn á Afganistan, Angóla, Nigaragua og Kambódíu. Eftir fimm ár í embætti forseta virðist fylgi bandarísks almennings lítið fara minnkandi. Nýlegar skoðanakannanir benda til aukins fylgis frekar en fylgistaps. Reagan forseti á afmæli á morgun, fimmtudag, verður þá 75 ára, elsti maður er gegnt hefur forsetaembætti í Bandaríkjunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.