Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1986, Side 10
10
DV. MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR1986
Utlönd
Utlönd
Utlönd
Utlönd
Utlönd
HAITI - 29 ÁRA ÓGNARSTJÓRN
Haiti breyttist í eitt dularfyllsta
einveldi heims í valdatíð Francois
Duvalier sem varð forseti til lífstíð-
ar og kom til valda eftir byltingu
hersins 1957. Hann var betur
þekktur undir nafninu „Papa Doc“.
Eitt síðasta embættisverk Papa
Doc, áður en hann dó 1971, var að
tryggja að sonur hans „Baby Doc“
tæki sæti hans eftir hans dag og
héldi lífstíðartitlinum. - Jean-
Claude Duvalier var þá aðeins
nítján ára, glaumgosi óreyndur í
pólitíkinni eða valdatafli. Flestir
spáðu því að honum mundi ekki
haldast lengi á völdum.
Sonurinn með frjálslyndara
yfirbragði
Stjórn sonarins þótti með frjáls-
lyndara yfirbragði en Papa Docs,
sem var sannkölluð ógnarstjórn,
þar sem enginn gat verið óhultur
fyrir útsendurum „Tonton Macout-
es“, eins og hinar hræðilegu örygg-
issveitir voru kallaðar. Baby Doc
reyndi ögn að bæta úr með því að
banna pyndingar og geðþóttafang-
elsanir. „Tonton“ var þannað að
blanda sér í störf hinnar almennu
lögreglu og laganna verðir voru
íklæddir nýjum einkennisbúning-
um sem tákn um að nú væri blaðinu
snúið við.
Þetta var það sem blasti við á
ytra borðinu en að öðru leyti hefur
stjórn Baby Doc reynst sama kúg-
unarstjórnin, þar sem troðið var á
mannréttindum, eins og fyrr. Að
vísu efndi Duvalier yngri til þing-
kosninga þar sem flokkur hans
(PUN) vann öll 59 þingsætin. Það
leyfðist nefnilega engum öðrum að
bjóða fram á móti. - Sylvio Claude,
leiðtogi kristdemókrata, aðal-
stjórnarandstöðuflokksins, var
hnepptur í stofufangelsi.
Óánægjan brýst út
Haiti er fátækasta ríki á vestur-
hveli jarðar. Það er talið að helm-
ingur af vinnuafli landsins sé at-
vinnulaus. Seinni árin hafa Banda-
ríkin og fleiri ríki, sem veitt hafa
Haiti efnahagsaðstoð eða hjálp í
öðru formi, lagt mjög að stjóminni
að gera úrbætur, bæði í lífskjörum
og til lýðræðislegri stjórnarhátta.
Eins og jafnan eftir langa kúgun
og bág kjör, þegar slakað er á eftir-
litinu, þá brýst óánægjan fram á
yfirborðið í mótmælaaðgerðum,
sem snúast yfir í óeirðir þegar tekið
er á móti. - Sumarið 1984 urðu
óeirðir.
Eftir uppþotin það sumar herti
Baby Doc aftur tökin. í mars 1985
greindi Amnesty Intemational
(mannréttindasamtökin) frá nýjum
kúgunaraðgerðum, ritskoðunum
og fangelsunum án réttarhalda.
Þær óeirðir, sem nú hafa brotist
út, em kallaðar ungmennabylting-
in og hófst hún 28. nóvember í vetur
í bænum Gonaives þegar þrennt
var skotið til bana af hermönnum
eftir mótmælaaðgerðir stúdenta
gegn ókjömnum og harðstjórninni.
Gjörspilltir valdhafar
Efnahagslífið er knémnnur sem
spillingin og óstjómin hafa í sam-
einingu marghöggvið í. Forseta-
fjölskyldan neitar sér ekki um
nokkum munað í glæsihúsum eða
öðrum lúxus. Sú skrítla gengur í
lágum hljóðum í Port-Au-Prince,
höfuðborginni, að rétt svar við
spumingunni um hvar ríkissjóður
sé eigi að vera að forsetafrúin,
Michele, hafi tekið hann með sér
til Parísar. Þar er vísað til þess
þegar hún í vetur fór með átján
manna fömneyti til höfuðborgar
hátískunnar og lifði í vellystingum
praktuglega. Meðal annars er hún
sögð hafa keypt dýrindis pelsa og
loðskinnavömr fyrir svimandi fjár-
hæðir, en veðurfar á Haiti er þann-
ig að menn geta gengið þar um á
hálferma skyrtunni allan ársins
hring, nema þá til þess að klæða
afsér hitann.
Kvittur er uppi um að 34 milljónir
dollara vanti hreinlega í ríkissjóð
og að sjö af þeim séu í búgarði sem
fjármálaráðherrann keypti nýlega
í Kanada.
Þetta er gert beint frammi fyrir
augum þeirra sem 80% af þurfa að
lifa af 5200 króna árslaunum. Enda
hefur túristum fækkað um 75%,
síðan Haiti fékk á sig óorð af eyðni-
sjúkdómnum (AIDS) sem talinn er
hafa borist til Bandaríkjanna að
miklu leyti þaðan. - Sjúkdómurinn
hefur og sett annað strik í reikn-
inginn. Bandarísk yfirvöld hafa af
heilbrigðisástæðum tekið mjög
hefur borið á gripdeildum í versl-
unum, íkveikjum opinberra bygg-
inga og róstum. Skólum var lokað
í nær tvær vikur þegar áskoranir
um niðurfellingu skólasóknar
fengu of góðar undirtektir.
Herinn hefur haft sig ótrúlega
lítið í frammi í óeirðunum. Líf-
ffBahamaöarna
0 200 400km
I .... I
JAMAiCA,
HAITI
D0MINIKANSKA
. REPUBUKEN
O
PUERT0RIC0
Gonaives
haiti^
P0RTAU PRÍNCE^ J
DOMINIKANSKA
REPUBLIKEN
Forseti til lífstíðar (samkvæmt stjórnarskránni, hver sem raunin verður), Jean-Claude Duvalier. Til hægri sést
afstaða eyjarinnar Hispaniola, þar sem Haiti og Dóminíska lýðveldið eru.
er meðal ævilengd á Haiti ekki
nema 45 ár. - Um 90% Haiti-búa
eru í reynd ólæsir.
Efnahagsaðstoð stór hluti
þjóðartekna
Spillingin hefur mergsogið efna-
hagsl'fið sem þar að auki hefur
orðið fyrir ýmsum áfollum. Kaffi-
verð hefur farið lækkandi á al-
þjóðamörkuðum og frá því 1979,
þegar ferðamannastraumurinn
komst upp í 150 þúsund manns,
fyrir innflytjendastreymi þaðan
sem áður var öryggisventill því að
hinir óánægðu áttu sér útgöngu-
leið þar.
Bandaríkjastjórn hefur aukið
enn þrýstinginn á stjórn Duvalier
um úrbætur með þvi að stöðva í
bili efnahagsaðstoðina, sem stóð
undir fjórða hluta ríkisteknanna.
Fyrirmynd í þrælauppreisn-
inni
í óeirðunum undanfarna vikur
vörður var efldur við forsetahöll-
ina en menn eru samt efins um
hollustu hersins við forsetann.
Þrátt fyrir nær þriggja áratuga
einræði Duvalier-fjölskyldunnar
sýnist hún nú vera á fallanda fæti
vegna þess krafts sem andófið hefur
öðlast. Sumt í því, eins og rauðu
og bláu litimir í veifum mótmæl-
enda, minnir sterklega á bylting-
una á eynni árið 1804 þegar hinir
blökku þrælar gerðu uppreisn gegn
nýlenduherrum sínum, Frökkum.
Honecker pantaði bjór
og kom á vinabæjar-
tengslum við Saarhérað
Ásgeir Eggertsson, fréttaritari DV
í Munchen:
I fyrsta sinn í sögu Austur- og
Vestur-Þýskalands hefur verið
stofnað til vinabæjatengsla á milli
tveggja borga í löndunum tveimur.
Annars vegar er um að ræða aust-
ur-þýsku iðnaðarborgina Eisen-
huttenstadt við landamæri Pól-
lands og hins vegar vestur-þýsku
borgina Saarlouis sem er stutt frá
Frakklandi og Luxemburg.
Austur-þýsk yfirvöld hafa fram
að þessu kurteislega neitað öllum
vinabæjarumsóknum frá Vestur-
Þýskalandi. Hins vegar eiga aust-
ur-þýskar borgir allmarga vinabæi
í löndum vestantjalds. Þar má
meðal annars nefna Stokkhólm,
Strasbourg, Coventry og Flórens.
Honeckerupprunninn í Saar
Á þennan atburð verður að líta
frá því sjónarhomi að Erich
Honecker, formaður austur-þýska
kommúnistaflokksins, á ættir sínar
að rekja til Saarhéraðs. Hann
fæddist þar fyrir 73 árum í bænum
Neunkirchen. Hefur hann að und-
anfömu haldið uppi beinum og
óbeinum tengslum við heimahérað-
ið.
Hvort það hefur verið af heimþrá
vitum við ekki en Honecker þykii
bjórinn af æskuslóðum sínum svo
góður að eitt sinn pantaði hann 659
hektólítra af honum og svipaða
sögu er að segja um vínið af þessum
slóðum.
Er forsætisráðherra Saarhéraðs.
Óskar Lafontaine, var í opinberri
heimsókn í Austur-Berlín síðastlið-
inn nóvember var minnst á að
kannski myndu Austur-Þjóðverjar
panta tíu þúsund bifreiðir frá Vest-
ur-Þýskalandi með því skilyrði að
þeir væri framleiddir í Saarhéraði.
Ekki var undrunin minni er
Honecker samþykkti beiðni La-
fontaine um vinabæjatengslin.
Einn galli er þó á gjöf Njarðar.
Þetta fyrirtæki samræmist ekki
starfsreglum austur-þýska ríkis-
flokksins.
Óþekkt vegabréfsáritun
I éraraðir hefur sú skoðun ríkt á
meðal þarlendra stjómmálamanna
að eitt af skilyrðum fyrir jákvæðri
þróun sósíalismans væri einangrun
gagnvart nágrönnum sínum í
vestri.
Ekki er hægt að tala um annað
en jákvæð viðbrögð vestur-þýskra
fjölmiðla. Er austur-þýska sendi-
nefhdin kom af þessu tilefhi yfir
landamærin rifust vestrænir fjöl-
miðlar um gestina.
Eitt var sérstaklega áhugavert
að mati fjölmiðlanna. Sendinefndin
kom til landsins með stimpil í
vegabréfinu er aldrei hafði sést
áður. Þar stóð skýrum stöfum
„Ferðamannaáritun". í fréttum
vestur-þýska sjónvarpsins var jafn-
vel gengið svo langt að túlka þetta
á þann hátt að í framtíðinni gætu
íbúar Eisenhuttenstadt ferðast
óhindrað til viha sinna í borginni
Saarlouis.
Þegar öllu er á botninn hvolft er
ekki hægt að búast við því að vina-
bæjasamningurinn verði opinber-
lega staðfestur fyrr en næsta vetur.
Ekki er hægt að segja að í aust-
ur-þýskum fjölmiðlum hafi gleði-
öskur brotist út. Nokkrum dögum
eftir að umræðunni í vestur-
þýskum fjölmiðlum var lokið og
þar með á vitorði allra í Vestur-
Þýskalandi, kom stutt frétt í aust-
ur-þýska blaðinu Neues Deutsch-
land þar er sagði að sendinefnd
„friðar og vináttu" frá Eisenhutt-
enstadt hefði dvalist í Saarlouis til
viðræðna um möguleikann á vina-
bæjatengslum borganna.
í Austur-Þýskalandi segja gagn
rýnisraddir innan Flokksins aí
með tímanum eigi sambandið eftii
að dofna og að lokum muni það
leggjast með öllu af.
Nóg aö gera hjá bæjarstjór-
anum
í samtali við tímaritið Der Spieg-
el sagði ónefndur austur-þýskur
flokksstarfsmaður: „Þegar Erich
Erich Honecker er búinn að vera leiðtogi austur-þýskra kommúnista í 15
ár og orðinn einn af „gömlu mönnunum" í röðum valdhafa austan járntj-
alds. Á myndinni sjáum við flokksleiðtogann fagna félaga Brévsnev, fyrr-
um Sovétleiðtoga, á allt annað en kuldalegan hátt er sá síðarnefndi kom
í opinbera heimsókn til Austur-Þýskalands.
Gánmgarnir segja að aukin tengsl Austur-Þj óðverj a við Saarhérað bygg-
ist á því að Honecker sé þar fæddur og uppalinn, auk þess sem hann sé
mikill aðdáandi bjórbruggara í héraðinu.
er kominn undir græna torfu er
hægt að gleyma sérleyfissamband-
inu við Saarhérað."
Frá því að vinabæjatengslin voru
gerð opinber hefur síminn á skrif-
stofu bæjarstjórans í Saarlouis
ekki þagnað. Skólastjórar vilja vita
hvort hægt sé að senda námsfólk í
skólaferðalög og borgarstjórar
annars staðar í Vestur-Þýskalandi
hringja til að spyrja hvemig best
8é að fara að við að koma á slíkum
vinabæjatengslum.
Umsjón: Hannes Heimisson og Guðmundur Pétursson