Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1986, Blaðsíða 16
16 DV. MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR1986 Spurningin Trúir þú að draugar séu til? Jóhann Guðmundsson offsetprent- ari: Nei og ég hef aldrei verið myrk- fælinn eða neitt svoleiðis. Hvað segir þú? Var draugur í Tímanum? Ég hef ekki heyrt um hann. w- # 1 f Eiríkur Jörundsson prentaranemi: Nei, ég trúi því ekki. Eg hef ekki séð neitt sem sannar það en ég hef heldur engar sannanir fyrir því að þeir séu ekki til. Ég var hræddur við myrkur þegar ég var lítill en ekkert að rúði held ég. Ragna Eggerts bankastarfsmaður: Nei, það hef ég aldrei gert en ég hef samt verið myrkfælin. Það voru samt ekki draugarsem ég hræddist. Hjalti Sigfússon langferðabílstjóri: Nei, ég er alveg andvígur drauga- gangi. Ég held að þetta séu bara sálræn fyrirbæri hjá hverjum og einum. Það þýddi ekkert fyrir mig að vera draughræddur þá hefði ég ekki getað keyrt út um allt land eins og ég hef gert og oft einn. Ljósadýrð- in rak burt myrkfælnina sem ég hafði sem krakki. Pétur Ingjaldsson vélskólanemi: Já, af hverju ekki? Ég hef reyndar aldrei orðið var við neitt en ég get ekki útilokað það. Ég er ekki myrkfælinn og hefaldrei verið. Sigurveig Guðjónsdóttir hjúkrunar- fræðingur: Nei, ég hef aldrei orðið vör við neitt. En ég var myrkfælin sem bam. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Eitt orð um atvinnulýðræði íbúum Reykjavíkur. Þróunin er sú að fyrirtækjum í Reykjavík fækkar í hlutfalli við íbúafjölda. Borgarstjóm ber að auka hlut sinn í arðbærum fyrirtækjum, til að þau megi stækka og starfsemi þeirra aukast. Ennfremur ber borgarstjórn að styðja nýjan atvinnurekstur með því að kaupa hlut í honum. Borgarstjóm ber að veita verka- fólki sæti í stjóm fyrirtækja sem eru í eigu borgarinnar. Þetta aukna vald fær verkafólk, þar sem hlutur borg- arsjóðs er jú eign verkafólksins, það er útsvarsgreiðenda. Ástæðulaust er að borgarstjóm fari með umboð borgarbúa í fyrirtækjum þar sem borgareignir em eign borg- arbúa allra. Þetta er vafalaust nýtískulegt sjónarmið sem sjáifsagt er líka gagn- rýnivert. En er nokkur ástæða til að ætla að atvinnulýðræði geri annað en margborga sig? Auðvitað er stjórn- araðild verkafólks í fyrirtækjum afkastahvetjandi og annað ekki. Atvinnulýðræði er orðið tímabært. Réttur Reykvíkinga er að borgar- stjóm fari með umboð þeirra svo sem best má verða. En vafalaust eru borgarbúar best færir um að fara með umboð sitt sjálfir. Slíkt er ekki þeirra fall heldur fararheill. ívar Árnason skrifar: Aurar útsvarsgreiðenda eru þeirra eign, jafnvel eftir að borgarstjórn hefur innheimt þá og skipt þeim til ýmissa verkefna sem til borgar- stjórnarmála heyra. Umboð borgar- stjórnar til að ráðskast með borgar- sjóð veita útsvarsgreiðendur. Arður af borgarsjóði er tvímæla- laust mikilvægur öllum borgarbúum. Því meiri arður sem er af borgarsjóði, því minna útsvar þurfa borgarbúar að greiða. Atvinnurekstur er álitlegur til að auka tekjur borgarsjóðs. Hann er því mikilvægur borgarbúum. Borgar- yfirvöld eiga ekki að stunda atvinnu- rekstur sem tap er á. Blómlegur atvinnurekstur í Reykjavík hlýtur að vera nauðsynlegur fyrir alla borg- arbúa. Ef ekki verður gert átak til að auka atvinnu innan borgarmark- anna er ástand á vinnumarkaði ekki glæsilegt. Atvinnuleysi blasir við „Auðvitað er stjórnaraðild verkafólks i fyrirtækjum afkastahvetjandi og annað ekki.“ Flottur bíllinn hans Alberts Skattborgari skrifar: Ekki gat ég látið vera að stinga niður stílvopni er ég las frétt í DV þriðjudaginn 28. jan. þess efnis að einn af ráðherrum þjóðarinnar hefði látið þjóðarbúið fjárfesta í Mercedes-bifreið, svona rétt til að komast í vinnuna og heim aftur. Með fréttinni fylgdi mynd af hinum stolta notanda við hlið glæsivagns- ins, gljábónaðs og konungi sæm- andi. Víst er farkosturinn augnayndi og víst er hann konungi sæmandi en hér ber þó nokkurs að gæta. f fyrsta lagi var þess getið að tækið kostaði litlar 2,6 milljónir króna. Að vísu lét ríkissjóður svo lítið að fella niður um 40% af því verði; þ.e. álögur þær sem lagðar eru á nýjar bifreiðar meðaljón- anna, vexti og viðgangi hinna op- inberu sjóða til dýrðar, og létti með því sjálfum sér blóðtökuna. Veitti enda tæpast af, þar eð fjölmiðlar hafa undanfarið borið þær fregnir á borð fyrir þjóðina að aldrei í sögu lýðveldisins hafi fjárhagsstaða þess Neytandi skrifar: Á undanfömum fimm til sjö árum hafa risið ýmsar byggingar, ýmist upphaflega ætlaðar fyrir iðnað eða skrifstofuhúsnæði, sem síðan hafa breyst í matvörumarkaði m.m. Hefur viðgangur verið slíkur að undrun sætir. Fyrir utan stórmarkaði í Reykjavík og á Seltjarnamesi em Garðabær og Hafnarfjörður að bítast líka um aurana í buddunni. Höfða- tala á þessum svæðum Stór-Reykja- víkur hefur tæplega gefið tilefni til slíkrar fjárfestingar sem raun ber vitni. En hvað er það þá? - Fómfýsi til þess að auka þjónustu? - Lækka verðlag? Þar svari hver fyrir sig, en mín skoðun er sú að þeir spekúlant- ar, sem á bak við standa, em ekki að hugsa um hóflegt verð í sjálfsaf- greiðsluverslun matvöm, enda gæti það ekki gengið upp miðað við bygg- ingar og aðrar þær gífurlegu fjárfest- ingar sem í þessum vömmörkuðum liggja, og það er sama hvað þeir auglýsa í sjónvarpi og útvarpi fyrir tugi milljóna um tilboðsverð hér og kjarakaup þar. Þá er það staðreynd að verðlag á nTmonnri matvnm hækkaði á árinu verið tæpari. Eftir stendur um ein og hálf milljón af krónum skatt- borgaranna sem hurfu þar með í fjögur hjól undir ráðherrann og mundu ýmsir telja að í hinum fjár- hagslegu krampaflogum lýðveldis- ins hefði mátt finna þeim einhverja þarfari þjónustu. Hvað um það, þessir fjármunir raska vst litlu til né frá ef fleyiðp er að sökkva hvort eð er. Að hinu ber þó að gæta að sá er munur á konungi og ráðherra að hinn síðar- nefhdi er valinn úr þegnanna röð- um við lýðræðislega kosningu og trúað til að sýsla um sameiginleg mál þeirra. Vissulega skal ekki til annars ætlast en frammámenn þjóðarinnar haldi uppi embættis- reisn og enginn fer þess á leit að þeir feti í fótspor eins af forsætis- ráðherrum okkar sem vílaði ekki fyrir sér að fara ferða sinna í stræt- isvagni með hinum kjósendunum þó í háu embætti væri. Eigi að síður hlýtur þjóðin að gera þá kröfu á hendur fulltrúum sínum að þeir gangi á undan almennum þegnum 1985 milli 60 og 70% á sama tíma og almennir launþegar hafa þurft að sætta sig við tæp 30% í launaskriði á sama tímabili. Það er því furðulegt að slík starfsemi skuli þrífast gagn- rýnislaust, bæði af ríkjandi stjórn- völdum og ekki síður frá launþega- samtökum. Það er sjálfsagt að menn, sem eru að handvolka peninga til þess að græða meira, líti í kringum sig en það er slæmt og í rauninni sorglegt að þeir skyldu koma auga á matvöruverslun til þess ama. Þegar skattar og útsvar skipa orðið annað og þriðja sæti í útgjöldum heimilis, og hefur það opinbera ekki látið deigan síga á þeim vígstöðvum, þá er orðið tímabært að fólk staldri við og hlusti betur á tilboðsauglýsing- arnar og velti því fyrir sér hverjir stjómi verðmerkingum í matvöru- verslunum, og þetta á ekki síður við um brauðgerðir, þar er lipurt kerfi að störfum til hækkunar oft á ári. Sem neytandi er mér vel kunnugt hvemig frjáls samkeppni fer fram í þessum verslunum og viðskiptavin- imir halda að þeir séu að gera betri kaun á hessum en hinum staðnum. með góðu fordæmi, einkum og sér í lagi sé þröngt í búi hjá ríkissjóði, svo sem látið er í veðri vaka, og ekki síst þá dagana er innheimtus- eðlar Gjaldheimtunnar renna inn um póstlúguna hjá fólki. Nú vill svo til að hinn hamingjus- ami bíl„eigandi“ er nýfarinn úr embætti fjármálaráðherra þjóðar- innar og því næsta sennilegt að engum sé staða okkar betur kunn en einmitt honum. Eftir myndinni af hinum konunglega glæsivagni hans að dæma, virðumst við því hreint ekki á flæðiskeri stödd.... eða hvað? Einkum þar eð sést hefur til ferða þess hins sama ráðherra undanfama mánuði á farkosti sem enginn hefði ætlað að hátignin þyrfti að skammast sín fyrir og því tæpast BRÝN þörf á endumýjun... Almenningur hlýtur að eiga óskoraðan rétt á að geta litið til kjörinna fulltrúa sinna eftir fyrir- myndum, ekki síst er að kreppir. Þess skyldu stómmálamenn okkar minnast áður en þeir reyna að troða sér í konungsskikkjuna. Það gerir lesning á verðmerkimiðum vömnnar, þetta er að vissu leyti blekking, því innbyrðis samkeppni stórmarkaðanna grundvallast á því hver er upphafsaðili að hæstu verð- lagningu hverju sinni á mismunandi tegundum. Síðan senda hinir verð- merkingarskoðara frá sér og hækka kannski ekki eins heiftarlega og sá ósvífnasti, og svona gengur þetta út árið. Ósvífnasta er véfréttin í sam- bandi við vöruverðið, síðan kemur þáttur Verðlagsstofnunar að bera saman mismunandi verð í matvöru- mörkuðum nokkrum sinnum yfir árið. Það segir ekkert til um hækkun varanna á ársgmndvelli, könnunin er bara stundarfyrirbrigði, og fólkið hleypur síðan eftir niðurstöðunum en áttar sig ekkert eða lítið á að frá síðustu könnun hefur þessi eða hin varan hækkað almennt um kannski 20-30% - svo einföld er tilveran á íslandi. Það hefur sannast hér illilega að frjáls samkeppni er langt frá því að lækka vömverð. Til þess að slíkt geti átt sér stað þarf lengri aðlögun í siðferðilegu tilliti. „í fyrsta lagi er enginn breskur sjón- varpshnötturtil.“ Enginn breskur gervi- hnöttur Jóhann Hjálmarsson skrifar: Sjónvarpsnotandi skrifar í DV nýlega og býsnast út af því að „Póst- ur og sími skuli selja okkur sjón- varpsnotendum það sem þeir eiga ekkert í. Ég er hér að tala um afnot af breskum sjónvarpshnetti sem Bretar hafa nú samkvæmt frétt í DV þegar veitt okkur afnot af án greiðsl- ukvaðar." Svo mælir sjónvarpsnot- andi og biður síðan um viðbrögð Pósts og síma við þessari athuga- semd. Þessu er til að svara að í fyrsta lagi er enginn breskur sjónvarps- hnöttur til. í öðru lagi er það svo að þegar samgönguráðuneytið veitir leyfi fyrir móttöku frá fjarskiptager- vitunglum verða leyfishafar að standa skil á þeim gjöldum sem eig- endur tunglanna ákvarða. Póstur og sími hefur aðeins milligöngu, annast innheimtu gjaldanna. Sjónvarpsnotanda skal bent á við- tal í Morgunblaðinu (23. 1. sl.) við Gústav Arnar, yfirverkfræðing Pósts og síma, en þar em þessi mál skýrð frekar. Jóhann Hjálmarsson, Matvörumarkaðir út um allt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.