Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1986, Qupperneq 21
DV. MIÐ VIKUDAGUR 5. FEBRÚAR1986
21
róttir
Iþröttir
Iþróttir
• Hinn nýi golfskáli Golfklúbbs Suðurnesja. Byggingarfulltrúi Gerðahrepps afturkallaði byggingarleyfið fyrir einu og hálfi ári og síðan hafa framkvæmc
ir legið niðri. Sveitarstjórinn í Gerðahreppi kannast ekki við að byggingarfulltrúinn hafi afturkallað leyfið.
Missa Suðumesjamenn
landsmótið í golf i?
Skrítið mál komið upp á Suðurnesjum. Golfskáli Golfklúbbs Suðurnesja
„strandaður”, vegna afturköllunar byggingarleyfis, rúmlega fokheldur
Fyrirhugað er að halda landsmótið
í golfi í ár á golfvelli Golfklúbbs
Suðurnesja, Leirunni, eins og hann
er oftast kallaður. Svo gæti farið að
Keflvikingar gætu ekki haldið mótið
í sumar. Upp er komið, og það reynd-
ar fyrir nokkuð löngu, skritið mál
hjá þeim Suðurnesjamönnum sem
ekki sér fyrir endann á.
Fyrir nokkrum árum réðust kylf-
ingar í Golfklúbbi Suðurnesja í bygg-
ingu nýs golfskóla fyrir meðlimi
klúbbsins. í fyrstu gengu fram-
I kvæmdir vel og það svo að fyrir einu
• Marc Girardelli.
og hálfu ári var hinn myndarlegi
skáli þeirra svo að segja fokheldur.
En síðan hefur ekkert gerst í bygg-
ingarframk væmdum.
Skáli GS-manna stendur í landi
Gerðahrepps. Á sínum tíma veitti
byggingarfulltrúi hreppsins leyfi
fyrir framkvæmdum en sá galli var
á gjöf Njarðar að hann hafði ekki
fyrir því að láta landeigendur vita
en hreppurinn mun ekki eiga land
það er skálinn stendur á. Þeir brugð-
ust nokkuð óhressir við og áttu tal
við Golfklúbb Suðurnesja vegna
málsins. GS-menn voru ekki á því
að stöðva framkvæmdir enda með
leyfi byggingarfulltrúa Gerðahrepps
í höndunum.
Byggingarleyfið afturkallað
Fyrir einu og hálfu ári sá Gerða-
hreppur sig knúinn til að afturkalla
byggingarleyfið og síðan þá hefur
ekkert verið aðhafst við byggingu
skálans. Hefur að sögn heimildar-
manns DV staðið í miklu stappi milli
GS-manna annars vegar og landeig-
enda og Gerðahrepps hins vegar og
lítið þokast í samkomulagsátt. Það,
að skálinn verði tilbúinn í sumar, eða
því sem næst, er nánast forsenda
fyrir því að Golfklúbbur Suðurnesja
geti haldið landsmótið í sumar enda
skáli sá er fyrir er engan veginn
nógu stór til að taka við öllum þeim
fólksfjölda sem á landsmót í golfi
kemur.
„Á mjög viðkvæmu stigi“
„Þetta mál er á mjög viðkvæmu
FRÆG LIÐ MED
SLAKAN ÁRANGUR
— mætast í Avellino í kvöld
Það verður ekkert af því að ítalski
miðherjinn frægi, Paolo Rossi,
markakóngurinn á HM á Spáni 1982,
leiki sinn fyrsta landsleik í kvöld i tíu
mánuði þegar Ítalía og Vestur—
Þýskaland leika í Avellino. Rossi á
við meiðsli að stríða og getur ekki
leikið, heldur ekki miðvörðurinn
sterki, Gaetano Scirea, Juventus.
ítalski landsliðseinvaldurinn, Enzo
Bearzot, varð því að velja Roberto
Tricella og Aldo Serena í jjeirra stað.
Þýski landsliðseinvaldurinn, Franz
Beckenbauer, ó einnig í vandræðum
vegna meiðsla leikmanna. Hann
hefur ákveðið að láta Wolfgang
Hannes leika sem „sweeper" og það
þýðir að Klaus Augenthaler er með
á ný. Þó hefur Beckenbauer valið
hinn 19 ára Olaf Thon, Schalke, í
framlínuna með Karl-Heinz Rumm-
enigge og Klaus Allofs.
Báðir landsliðsþjálfaramir telja
leikinn í kvöld mjög þýðingarmik-
inn. Italir hafa alls ekki leikið eins
og heimsmeisturum sæmir eftir sig-
urinn á Spáni. Komust ekki í úrslit
Evrópukeppninnarí Frakklandi 1984
og hafa mátt þola niðurlægjandi
úrslit á heimavelli, m.a. fyrir Noregi,
1-2. Síðustu mánuði hefur Vestur--
Þjóðverjum jafnvel gengið enn verr.
Þeir hafa ekki sigrað í sex síðustu
landsleikjum sínum. Það er óvenju-
legt á þeim bæ.
Liðin í landsleiknum í Avellino í
kvöld verða þannig skipuð: Ítalía.
Tancredi, Tricella, Bergomi, Vierc-
howod, Cabrini, Baresi, Bagni, An-
cellotti, Conti, Serena og Altobelli.
V estur-Þýskaland. Schumacher,
Augenthaler, Briegel, Föster, Buch-
wald, Matthaeus, Magath, Herget,
Rummenigge, Thon og Allofs. hsím
stigi,“ sagði Hörður Guðmundsson,
formaður Golfklúbbs Suðurnesja, í
samtali við DV í gær. „Við erum
bjartsýnir á að mál þetta leysist fljót-
lega en það yrði óneitanlega afar
bagalegt ef framkvæmdir drægjust
enn á langinn,“ sagði Hörður enn-
fremur en vildi ekki tjá sig frekar um
málið að svo stöddu.
Heimildarmaður DV sagði í gær-
kvöldi að það væri engin leið fyrir
GS að halda landsmótið í sumar ef
golfskálinn yrði ekki kominn í
gagnið. Þetta er því hið mesta mál
íyrir þá Suðumesjamenn og vonandi
fá þeir lausn sinna mála fyrir lands-
mótið. Ekki tókst í gærkvöldi að ná
tali af Guðbergi Ingólfssyni sem er
einn landeigenda.
-SK.
„Ég svara þér
ekki í síma”
— sagði Ellert Eiríksson, sveitarstjóri Gerðahrepps,
aðspurður um „Skálamálið” á Suðurnesjum
„Ég svara þér ekki í síma. Ég vil
horfa framan í þá blaðamenn sem
ég tala við. Þú getur komið í heim-
sókn til min klukkan niu í fyrra-
málið.“
Þetta voru nú viðbrögðin sem
blm. DV fékk þegar hann náði tali
af Ellert Eiríkssyni, sveitarstjóra
Gerðahrepps, og spurði hann út í
byggingarmál golfskólans hjá
Golfklúbbi Suðurnesja. Sannar-
lega undarleg viðbrögð og það yrði
dýrt spaug fyrir blaðamenn utan
af landsbyggðinni að ná tali af
sveitarstjóranum.
Er það rétt að byggingarfulltrúi
Gerðahrepps hafi veitt Golfklúbbi
Suðurnesja byggingarleyfi fyrir
nýja golfskálann án þess að tala við
landeigendur sem áttu landið en
ekki Gerðahreppur?
„Ja, nú veit ég ekki,“ sagði sveit-
arstjóri og endurtók fyrri yfirlýs-
ingar þess eftiis að hann ræddi ekki
málið við blaðamann í síma.
-SK
FRAMHALDSAÐALFUNDUR
KNATTSPYRNUDEILDAR ÞRÓTTAR
verður haldinn í félagsheimili Þróttar mánudaginn
10. febrúar kl. 20.00 og verða reikningar lagðir fram.
Stjórn knattspyrnudeildar.
Þjálfari óskast
Knattspyrnudeild Hugins á Seyðisfirði
óskar að ráða þjálfara fyrir meistaraflokk
og yngri flokk sumarið 1986. Upplýsingar
í síma 97-2152, Hjörtur, og 97-2467,
Magnús, eftir kl. 18 á kvöldin.
m
W. -
'ý
Gísli Felix
slasaðist
— í leik Ribe í gærkvöldi
Gísli Felix Bjarnason, markvörður
Ribe, slasaðist illa á hné í gærkvöldi
í leik með Ribe í fyrstu deildinni
dönsku gegn Kolling. Einn leik-
manna Kolling lenti þá á Bjarna í
hraðaupphlaupi og Gísli varð að yfir-
gefa leikvöllinn. Litlar líkur eru á þvi
að hann muni geta leikið meira með
Ribe á þessu keppnistímabili.
Atvikið átti sér stað um miðjan
fyrri hálfleik. Einn leikmanna Koll-
ing sveif þá inn í teiginn í hraðaupp-
hlaupi og lenti á Gísla. Flest bendir
til þess að ytra krossbandið í hnénu
á Gísla hafi slitnað en það mun
skýrast til íullnustu í dag. Hann
liggur nú á sjúkrahúsi í Esbjerg.
Leikurinn gegn Kolling var án efa
einn af slökustu leikjum Ribe í deild-
inni. Það var aðeins í byrjun að Ribe
veitti andstæðingum sínum ein-
hverja keppni en lokatölur urðu 24-
17 fyrir Kolling. Jafnræði var með
liðunum framan af en eftir að Gísli
Felix þurfti að yfirgefa leikvöllinn
fóru seglin að snúast Ribe í óhag.
Staðan í leikhléi var 11-9 Kolling í
hag.
Anders Dahl Nielsen var marka-
hæstur leikmanna Ribe með fimm
mörk en Gunnar Gunnarsson kom
honum næstur með fjögur.
Ribe er nú í íjórða sæti deildarinn-
ar ásamt Kolling en bseði liðin hafa
fengið Ijórtón stig úr þrettán leikj-
um.
Næsti leikur liðsins er gegn Hels-
ingör á útivelli. -fros
KA Akureyr-
armeistari
Frá Þráni Stefánssyni, fréttamanni
DVáAkureyri.
KA varð Akureyrarmeistari um
helgina þegar KA-liðið vann öruggan
sigur á Þór í meistaraflokki karla.
Sigraði með átta marka mun, 25-17.
Flest mörk KA skoruðu Logi Einars-
son 6, Þorleifur Annaníasson og Er-
lendur Hermannsson 5 hvor. Hjá Þór
var Kristinn Sveinsson markahæstur
meðfjögur mörk.
Júgóslavneski þjálfarinn Lubovic,
sem þjálfaði KA í vetur, hefur verið
ráðinn þjálfari félagsins í handknatt-
leiknum næstu tvö árin. Hann var
ráðinn til rcynslu sl. sumar og hefur
náð ágætum árangri með liðið. KA
varð í fjórða sæti í 1. deildar keppn-
inni i vetur. Leikmenn ánægðir með
hann og stjórnarmenn einnig eins og
tveggja ára samningurinn nýi gefur
vel til kynna.
hsím
Jafntefli hjá
Charlton
Charlton og Brighton gerðu jafn-
tefli, 2-2, á Selhurst Park í gærkvöldi
í 2. deildinni ensku. Steve Perry og
Dean Saunder skoruðu fyrir Brigh-
ton en Robert Lee og Mark Aizle-
wood fyrir Charlton, Graham Pearce,
Brighton, var rekinn af velli í síðari
hálfleik. önnur úrslit í gær:
3. deild
Blackpool-Chesterfield 0-1
Bolton-Bristol Rov. 0-2
Bournemouth-York 2-0
Brentford-Walsall 1-3
Bristol City-Bury 4-1
Cardiff-Darlington 0-1
Doncaster-Swansea 0-0
Notts Co.-Wigan 1-1
Rotherham-Newport 0-0
4. deild
Aldershot-Orient 1-1
Cambridge-Wrexham 4-1
Colchester-Southend 2-0
Crewe-Petersbro 1-1
Halifax-Exeter 1-0
Rochdale-Hereford 1-1
Torquay-Bumley 2-0
-hsím
;