Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1986, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1986, Blaðsíða 35
DV. MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR1986 35 „Grúppa“ kringum kaupfélagsstjórann Rætt er um að í kringum kaup- félagsstjórann hafi myndast „grúppa". Bræður hans tveir vinna hjá kaupfélaginu, einnig móður- bróðir. Allt menn í lykilstöðum. í „grúppunni“ voru einnig aðrir lykil- menn fyrirtækisins. Fullyrt er að þessi „grúppa" sé á miklu hærri launum en hinn almenni starfsmaður kaupfélagsins. Sumir hafa kveðið svo fast að orði við DV að „grúppan" hafi „skammtað sér laun“, gert launakröfur, og gengið á lagið vegna góðmennsku kaupfé- lagsstjórans. Pitsugerð á Akuf eyri Það hefur farið nokkuð fyrir brjóstið á bændum, sem standa að kaupfélaginu, að bræður kaupfélags- stjórans reka pitsugerð á Akureyri jafnframt störfum sínum hjá kaup- félaginu. Annar þeirra hefur verið sláturhússtjóri en hinn yfirverkstjóri í kjötvinnslunni. Bræðurnir hafa átt viðskipti við Kaupfélag Svalbarðseyrar, keypt þar hráefhi. Sumum hefur fundist sem þeir væru að eiga viðskipti við „sjálfa sig“ og þótt það óeðlilegt. Bræðurnir hafa einnig keypt mikið af hráefni fráKEA. Viltu kaupa Wagoneer? Óstjórn hefur verið á fjármálum kaupfélagsins. Nefna má dæmi þar sem einn viðskiptamanna kaupfé- lagsins skuldaði því um 300 þúsund krónur. Gert var upp við hann með því að taka gamlan Wagoneer-jeppa upp í skuldina. Reynt hefur verið að selja Wagon- eerinn, en ekkert gengið. Það vill enginn kaupa hann. Sennilegt mats- verð bílsins er í kringum 150 þúsund. Einnig var keypt gömul trilla af einum sem skuldaði kaupfélaginu. Trillan var tekin upp í skuldina langt yfir raunvirði. Það var sama með trilluna og Wagoneer-jeppann, hvort tveggja keypt án nokkurra sjáan- legra þarfa. Þá mun vera dæmi um að við- skiptamaður sem skuldaði hafi látið gömul húsgögn upp í skuldina. Fært inn á viðskiptareikninginn og hann jafnaður út. Vigtunin í kjötvinnslunni Bókhaldið á milli sláturhúss og kjötvinnslu kaupfélagsins hefur ekki verið í fullkomnu lagi. Um tíma var þar ekki vigtað á milli. Þetta er samkvæmt umsögn Sambandsins sem gerði úttekt á kaupfélaginu síð- asta sumar. Fleiri dæmi væri hægt að nefna um lélega fjármálastjórn. Kaupfélagið mun til dæmis hafa staðið illa í skil- um með greiðslur bænda af lánum til Stofnlánadeildar landbúnaðarins. Kaupfélagið hefur annast þessar greiðslur fyrir bændur, átt að taka þær út af viðskiptamannareikningi þeirra. Fjögur síðastliðin ár hefur ekki verið staðið í skilum á réttum tíma með þessar greiðslur. Þær hafa átt að greiðast fyrir ára- mót en dregið hefur verið að greiða þær allt fram í mars. Bændur hafa því fengið dráttarvexti á lánin. Um þá hafa þeir orðið að karpa við kaupfélagið til að fá leiðréttingu. 50 til 70% vextir vegna vanskila Vanskilin hafa hlaðist upp hjá Kaupfélagi Svalbarðseyrar og kost- að mikla dráttarvexti og innheimtu- kostnað. Verið er að greiða 50 til 70 prósent vexti af lánum. Þeim mun verra er það fyrir kaupfélagið ef það sjálft er farið að lána einstökum starfsmönnum milljónir króna. Víkjum þá að rekstri Kaupfélags Svalbarðseyrar. Tapið nam allt að 40 milljónum króna síðustu tvö árin. Rætt er um að tapið hafi verið 2 milljónir á mánuði á síðasta ári. Stór hluti tapsins var vegna kart- öfluverksmiðjunnar sem framleiðir frönsku kartöflumar Fransmann og hins mikla vaxtakostnaðar. Framtíð Fransmann? Þeir Svalbarðseyrarmenn telja ekki hægt að reka kartöfluverk- Svalbarðseyri: Fer þorpið á nauðungaruppboð innan skamms? Mikill taprekstur hefur verið á kart- Innbrotið í kjötgeymsluna. Forráða- öfluverksmiðjunni sem framleiðir menn Sambandsins urðu æfir af m.a. Fransmann. reiði. Hús gjaldkerans. Verðtryggðu lánin hans skrúfuðust upp og því leitaði hann á náðir kaupfélagsins. íbúðarhús kaupfélagsstjórans. Hann tók ekkert húsnæðislán en „seldi“ kaupfélaginu 77 fermetra hálfkláraða kjallaraíbúð á tvær milljónir króna. smiðjuna áfram ef greiða eigi bænd- um fúllt verð fyrir kartöflumar en það sé aftur nauðsynlegt vegna fjár- festingar þeirra í tækjum og kart- öflugeymslum. Ósáttir eru Svalbarðseyrarmenn með hlut hins opinbera. Kartöflu- verksmiðjan hefur orðið að berjast upp á líf og dauða við ódýrar inn- fluttar franskar kartöflur. Þær kosta miklu minna en nemur framleiðslu- kostnaði franskra kartaflna hérlend- is. Erlendis er verð kartaflna frá bændum miklu lægra en á Islandi. Verksmiðjuna á Svalbarðseyri hef- ur vantað kartöflur. Ekki hefur hún mátt flytja þær inn vegna þess að nóg er enn til af kartöflum fyrir sunnan, í Þykkvabænum. Ríkið og innfluttar franskat Þetta hefur þótt ósanngjamt af ríkinu og óeðlilega að málum staðið. Svalbarðseyri meinað af ríkinu að flytja inn ódýrar kartöflur erlendis frá, en á sama tíma leyft að flytja inn ódýrar franskar kartöflur sem verk- smiðjan hefur orðið að keppa við. Sennilega er kartöfluverksmiðjan á Svalbarðseyri - og Þykkvabænum líka - bjartsýnisflárfesting. Fyrst var tilraunaverksmiðja og hafðist ekki undan að selja. Á þessum tíma voru kartöflur niðurgreiddar. Því var ákveðið að stækka verksmiðjuna. Þegar svo verksmiðjan var tilbúin eftir stækkunina var hætt að greiða niður kartöfluverð. Það með var fótunum kippt undan rekstri hennar. Þetta hefur leikið kaupfélagið á Svalbarðseyri grátt, tap verið óum- flýjanlegt. Mjólkin bönnuð- ekki kartöflur Þama eru önnur kaupfélög, sem einvörðungu byggja á hefðbundnum landbúnaðarvömm, betur sett. Bánnað er að flytja inn mjólk, ost, kjöt og mjólkurvörur eins og jógúrt. En því miður fyrir Kaupfélag Sval- barðseyrar- ekki kartöflur. Reyndar vekur þetta spurninguna um niðurgreiðslur og framleiðslu- styrki almennt á landbúnaðarvörum, hvort þær virki ekki hvetjandi á framleiðsluna. Dæmið á Svalbarðseyri sýnir að kartöflur voru niðurgreiddar, farið var út í að reisa verksmiðju, bændur fjárfestu í tækjum og kartöflu- geymslum. Til að standa straum af fjárfesting- unni þurfa þeir ákveðið lágmarks- verð fyrir kartöflurnar. Það getur verksmiðjan hins vegar ekki greitt vegna samkeppninnar við ódýrar innfluttar franskar kartöflur. Kartöflubændur án launa? Kaupfélag Svalbarðseyrar gat haustið 1984 aðeins borgað kartöflu- bændum um 30 prósent af grundvall- arverði. 35% komú í febrúar ’85, 5% í apríl og 20% í september síðastliðn- um. Þetta þýðir að aðeins var hægt að greiða 90% af grundvallarverðinu til bænda. Þetta reyndist þeim óhemju- dýrt vegna skuldavaxtanna á við- skiptamannareikningi. Þeir eru 34% eins og áður greinir. Þess má geta að sumum kartöflu- bændum hefur þótt vanta punktinn yfir i-ið hjá kaupfélaginu varðandi byggingu kartöflugeymslunnar. Kæling þar sé ekki í lagi og það hafi þýtt að kartöflur eyðilegðust í ríkara mæli en ella. Samvinnubankinn á mest inni En gjaldþrotið blasir nú við Kaup- félagi Svalbarðseyrar. Heildarskuld- imar eru sagðar um 280 milljónir króna. Samvinnubankinn, Samband- ið, Áburðarverksmiðjan og bændur eiga mest inni hjá kaupfélaginu, hátt í 200 milljónir. Samvinnubankinn er sagður eiga mest inni, eða um 80 milljónir króna. Bankinn lánaði til kartöfluverk- smiðjunnar, langtímalán, eins hefur bankinn lánað kartöfluverksmiðj- unni afurðalán. Yfirdráttur kaup- félagsins í bankanum er mikill, skipt- irmilljónum. Helstu eignir Kaupfélags Sval- barðseyrar eru fasteignir, afurðir og útistandandi skuldir. Fasteignirnar einar sér eru metnar á 125 milljónir, þar af kartöfluverksmiðjan og nýtt kjötfrystihús á um 70 milljónir til samans. Af öðrum fasteignum má nefna lóðir, sláturhús, réttarbyggingu, kartöflugeymslu og verslunarhús. Afurðimar fara til greiðslu á af- urðalánum. Útistandandi skuldir hljóta að vera með spumingarmerki. Hvaö fæst fyrir eignimar? Þeir sem eiga inni hjá kaupfélag- inu, eins og Samvinnubankinn, hljóta því að spyrja sig alvarlega að því hvað fáist fyrir eignimar, því veð bankans er einungis í þeim. Hvað fæst til dæmis fyrir kartöflu- verksmiðju sem rekin er með tapi án framleiðslustyrks? Hvað fæst fyrir kjötvinnslu og kjötfrystihús þegar helsti viðskiptavinur kjötvinnslunn- ar, Hagkaup á Akureyri, er farinn annað, kaupir nú allt sitt kjöt af Bautabúrinu á Akureyri? í þessu sambandi er vert að minna á matsverð eigna eins og hagfræð- ingar meta þær. Eign er aðeins talin eign svo fremi hún skili tekjum, hagnaði. Þá má ekki gleyma stað- greiðsluverðinu. Staðgreiðsluverð eigna I efnahagsreikningi em skuldir metnar á staðgreiðsluverði. Þetta er sú upphæð sem skuldin er í og þarf að greiða sé hún greidd upp. Sama verður þá að gera við eignimar. Þetta er sú upphæð sem ég fæ, fái ég eignina greidda út í hönd. En slíkt þekkist varla í viðskiptum. Greidd er ákveðin útborgun, afgangurinn er á lánum sem sjaldnast eru verð- tryggð. Til frekari glöggvunar má minna á sölu hlutabréfa ríkisins í Flugleiðum. Greiðslukjörin lækkuðu raunverð kaupanna verulega. Var mun minna en Albert hafði sett upp fyrir bréfin. Útreikningar samkvæmt stað- greiðsluverðinu rýra því eigur Kaup- félags Svalbarðseyrar enn meir mið- að við núverandi aðstæður þar sem rekstur félagsins stendur illa. Hvað get if KE A eftir sex mánuði? Það er fleira sem spilar inn í Sval- barðseyrarmálið. Kaupfélag Eyfirð- inga, KEA, hefur tekið rekstur kaup- félagsins á leigu í sex mánuði. Nota á tímann til að kanna frekari rekstr- argrundvöll, reyna að renna stoðum undir reksturinn. Hvað við tekur eftir sex mánuði er hins vegar óvíst. Þetta með KEA er athyglisvert. Sagt er að KEA mönnum hafi verið Kaupfélag Svalbarðseyrar þymir í augum. Félagið hafi nefnilega veitt KEA samkeppni á Akureyri. Kaupfélag Svalbarðseyrar hefur fóðrað Hagkaup á Akureyri á kjöti. Einnig selt unnar kjötvörur til veit- ingastaðanna á Akureyri. Kaupfé- lögin hafa því verið að keppa á sama markaði í kjötvörum. Og athugið að Hagkaup hefur staðið í samkepþni við kjörbúðir KEA á Akureyri. Haldið í spennitfeyju Komum þá inn á það hvernig lán- ardrottnar Kaupfélags Svalbarðs- eyrar hafa haldið félaginu í spenni- treyju. Það segir kannski hvað mest um það traust sem þeir hafa á kaup- félaginu, um stöðu þess. Lánar- drottnarnir trúa því ekki fyrir pen- ingum. Samvinnubankinn hefur fengið greiðslur upp í afurðalán beint frá umboðssölufyrirtækinu sem selur Fransmann, áður Grænmetisverslun landbúnaðarins, nú Ágæti. Salan í Hagkaupi Áburðarverksmiðjan hefur fengið hluta af sölunni í Hagkaupi greiddan beint frá versluninni, sjö hundruð þúsund á mánuði. Þetta var vegna skuldar fyrra árs. Enn eru ógreiddar skuldir vegna áburðarkaupa síðasta vors. Sú skuld er talin nema um 17 milljónum króna. Vegna þess að svikist var um greiðslur til Sambandsins á afurða- lánum frá í fyrra var kjötgeymslan innsigluð, kjötið tekið handveði þegar Sambandið gekkst í ábyrgð fyrir nýtt afurðalán í haust. Kaupfélagið hefur greitt hverja úttekt á kjöti til Sambandsins. Hvað- 1 an fær það peninga? Sambandið hefur tekið við víxlum frá kaupfélag- inu. Þeir eiga eftir að gjaldfalla. Innbrotið klaufalegt Þess vegna var það ótrúlega klaufalegt þegar yfirmenn kjöt- vinnslunnar brutust inn í kjöt- geymsluna og stálu dilkaskrokkum til að afgreiða viðskiptavini um kjöt. Þetta var í kjötútsölunni í vetur. Kaupfélagið greiddi kjötið fljótlega. En hvers vegna þótti mönnunum svona sjálfsagt og lítið mál að ná sér í kjötið? Þá erum við komin að spuming- unni um framtíð Svalbarðseyrar sem er steinsnar frá Akureyri, í 18 kíló- metra fjarlægð. Og með íbúatöluna 160 manns. Þama býr hinn almenni launþegi sem sett hefur traust sitt á kaup- félagið. Fólk sem sest hefur þarna að og unnið vel og samviskusamlega, margt húsbyggjendur sem em skuld- um vafðir eins og aðrir húsbyggjend- ur þessa lands? Verði um atvinnuleysi að ræða hjá íbúunum eftir sex mánuði og fái þeir ekki vinnu á Akureyri kann svo að fara að þorpið lendi á nauðungar- uppboði. Kannski bjargast málin og „Beverly Hills" verður staðreynd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.