Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1986, Blaðsíða 36
36
DV. MIÐVTKUDAGUR 5. FEBRÚAR1986
Sviðsljós
Sviðsljós
Sviðsljós
Sviðsljós
Litur dagsins er
RAUTT!
Dagárnir í Hlíðaborginni höfðu
svo sannarlega líf og lit þegar
Sviðsljósið leit þar inn á dögunum.
Þann daginn var allt umhverfið
rautt, hvert sem auga var litið.
Börn og fóstrur voru rauðklædd,
rauðlit listaverk fæddust í flestum
hornum og ómissandi fróðleik-
skorn eins og staðreyndir um rauð-
lita Indíána flugu á milli. Daginn
áður hafði allt snúist um þann gula
og þá sagði okkur einn stuttur að
það hefði komið fram að Kínverjar
væru gulir - allir sem einn. Leik-
skólavistin leiddist greinilega eng-
um og litavikan féll í frjóan jarð-
veg. Næsta dag átti hvítur allan
og svo koll af kolli. Var einhver
að minnast á gráan hversdagsleik-
ann?
Jóhanna Lilja, Birkir og Bjarni í föndurhorninu.
Þau sótu eins og englahópur með Seðlabankafötu ó milli sín og föndruðu með rauða pappíspeninga. „Þú getur
ekki þurft svona mikið af peningum, Guðmundur Ingi,“ hrópaði fóstran. En só stutti, sem er fremst ó mynd-
inni, hélt ókveðið ófram söfnuninni; verðandi bankastjórar standa fastir fyrir ó slíkum stundum. Aðrir eru
Þegar menn hafa séð rautt i heilan dag er bróðnauðsynlegt að hvíla lúin
bein. Trölladeildin öll sem einn maður í hvíldarstellingu - Stefón, Guðrún,
Edda, Sigríður Ósk, Bjarki Þór, Óðinn, Elvar, Sævar örn og Kristjón Ingi.
DV-myndir: GVA
Tómas mólaði rauðan, svo ósköp rauðan, af ókafa - þungamiðja er þemað.
Félagi hans, Þorvaldur Hrafn, lét ekki sitt eftir liggja en taldi blaðið
nothæft út í ystu brúnir.