Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1986, Qupperneq 4
4
DV. MÁNUDAGUR17. FEBRÚAR1986.
Stjórnmál___________Stjórnmál___________Stjórnmál___________Stjórnmál
Staða samningamálanna eftir helgina:
Eru menn að missa
trúna á nýju nótumar?
Ásmundur á fundinum á Akureyri um helgina: „Tilboð VSÍ er algjörlega óaðgengilegt. Það felur í sér 4% rýrnun
á kaupmætti á milli áranna 85 86. Við erum ekki tilbúin að axla frekari byrðar við að greiða verðbólguna niður.“
Samningar takast örugglega ekki
í dag þegar ASÍ og VSÍ hefja við-
ræður aftur en þær hafa legið niðri
um helgina. Það sem meira er,
vinnuveitendur telja verulega hafa
dregið úr Iíkum á að samið verði á
nýju nótunum, grundvelli ríkis,-
stjómarinnar, úr því fáist skorið
síðar í vikunni.
Breitt bil
„Það er enn breitt bil. Það getur
enginn sagt á þessari stundu um
það hvort samningar takast eftir
helgi,“ sagði Ásmundur Stefáns-
son, forseti ASÍ, við DV eftir fund-
inn með stjórnum Verkalýðsfélags
Norðurlands á Akureyri á laugar-
dag.
Forseti ASÍ var ekki bjartsýnn.
Hann notaði helgina ásamt fylg-
darliði til að fara um landið og
hvetja verkalýðsfélög til þess að
afla sér verkfallsheimilda. „Við
verðum að hafa eitthvað til þess
að veifa framan í þá.“
Vinnuveitendur notuðu helgina
til að skoða „ýmsar útfærslur" frá
fyrra tilboði, sérstaklega hvort
hægt væri að lækka ýmis útgjöld
útflutnings-atvinnuveganna svo
hægt verði að hækka kaupið.
Farið að togna á nýju nótun-
um
„Það er öruggt, það verður ekki
samið í dag. Menn eru ekki eins
bjartsýnir og áður. Það er verulega
farið að togna á því hvort samið
verði á umræðugrundvelli ríkis-
stjórnarinnar,“ sagði heimildar-
maður DV innan Vinnuveitenda-
sambandsins.
Á samningafundinum í dag, sem
hefst klukkan fimm, mun fyrst og
fremst verða rætt um lífeyrissjóð-
ina, um hinar nýju reglur varðandi
réttindi þeirra og skyldur, sérstak-
lega iðgjöldin.
Víkjum aftur að fundi Ásmundar
á Akureyri. Hann sagði þar að
atvinnurekendur væru orðnir
áheyrilegri. „Þeir eru tilbúnir að
gleyma því í dag sem þeir sögðu í
gær,“ eins og hann orðaði það.
Hann átti við tilboð VSÍ sem lagt
var fram í síðustu viku.
Klukkan tifar
Það var athyglisvert hve Ás-
mundur lagði mikla áherslu á að
aflað yrði verkfallsheimildar strax.
Augljóst er að hann vill samninga
sem allra fyrst. Hver dagur er
mikilvægur þegar verðbólgan er
jafnmikil og nú. Reyna verður að
hindra ennþá frekari kaupmáttarr-
ýrnun.
Á fundinum kom fram að númer
eitt er að umsaminn kaupmáttur
haldist. Á að taka gamla vísitölu-
kerfið upp aftur? Svo er ekki, menn
spyrja sig helst hvort loforð ríkis-
stjórnarinnar um verðbólguna
standist.
- Fréttaljós -
Jón G. Hauksson
Verði samið á nýju nótunum, en
þær eru að ríkisstjórnin vill lækka
skatta og taxta opinberrar þjón-
ustu til samræmis við verðbólgu-
spár, setur ASl örugglega einhverj-
ar viðmiðanir á verðbólguna, eða
„rauð strik" eins og það hefur
stundum verið nefnt.
Kröfur ASÍ
Rifjum upp kröfur ASÍ. Þær eru
að kaupmáttur þessa árs verði sá
sami og síðasta árs. Til viðbótar
komi 8% kaupmáttaraukning
vegna taps síðustu ára.
Til að kaupmáttur ársins 86 verði
sá sami og ’85 þarf kaup að hækka
um 11-12 prósent. Þetta verði gert
á sama tíma og gengið sé fryst.
Ofan á þetta kemur svo 8% kaup-
máttaraukningin.
Góðærið svokallaða bar á góma
á fundi forseta ASÍ með verkalýðs-
leiðtogunum á Akureyri. „Otilok-
að er annað en að launþegar fái
sinn skerf af þessu góðæri," sagði
Ásmundur.
Áhrif góðærisins komin fram
Góðærið er verðhækkun á fiski á
erlendum mörkuðum og oliuverðs-
hækkunin. Þegar hefur verð á salt-
fiski hækkað um 16% og verð
frystra afurða um 5-10%.
Vinnuveitendur segja að þessar
verðhækkanir hafi þegar haft áhrif,
þær hafi lyft sjávarútveginum upp
úr nokkurra prósenta tapi upp í
núllið. En eftir 3 1/2% fiskverðs-
hækkun sé sjávarútvegur kominn
í núllið og frystingin raunar rekin
með tapi.
I herbúðum vinnuveitenda er
einblínt mjög á afkomu útflutn-
ingsatvinnuveganna í yfirstand-
andi samningaviðræðum. Þar trúa
menn því ekki að hægt sé að hækka
kaupið um 11 -12% án þess að
gengið springi, það verði fellt.
Ef ekki verði gengisfelling, ríkis-
stjórnin haldi fast við gengisfryst-
ingu og fyrrnefnd kauphækkun
komi til segja atvinnurekendur að
sjávarútvegurinn stöðvist. Þjóðin
þoli ekki að sú atvinnugrein, sem
skapi gjaldeyrinn, verði stoppuð
meira en viku.
Mátin í hnút?
Samningamir virðast því komnir
í hnút. ASÍ vill fá tryggingu fyrir
því að verðbólgan minnki þannig
að kaupmátturinn haldist. VSÍ tel-
ur hins vegar útilokað að hægt sé
að ganga að kröfum ASÍ án þess
að gengið falli á árinu og verð-
bólgan rjúki upp.
„Við erum ekki að reikna út nýtt
tilboð, það er of mikið sagt,“ sagði
heimildarmaður DV hjá vinnuveit-
endum. „En við erum að skoða
ýmsar útfærslur og höfum verið að
því um helgina."
ídag mælir Dagfari_________í dag mælir Dagfari_______í dag mælir Dagfari
Þjófagengi í mjólkinni
Stundum fréttist af því að lögreglan
hafi handsamað þjófagengi ungl-
inga sem hafi stundað minniháttar
innbrot hér og þar í bænum. Þetta
þykja engar stórfréttir enda gera
menn sér vonir um að unglingarnir
sjái að sér með aldrinum og gerist
löghlýðnir og ráðsettir borgarar.
Svo brá við á dögunum að nýtt
þjófagengi var gripið. I þetta skiptið
voru það ekki óstálpaðir unglingar
heldur fullorðnir starfsmenn hjá
Mjólkursamsölunni. Og með í
samsærinu voru að minnsta kosti
tíu kaupmenn á höfuðborgarsvæð-
inu. Ekki er enn að fullu upplýst
hvemig þessi stuldur fór fram. Þó
er ljóst að mikillar útsjónarsemi er
krafist þegar heilu gengi af starfs-
fólki dettur í hug að svindla fram-
hjá bókhaldi, framleiðslueftirliti og
söludeild það miklu magni af
mjólkurvörum að eitthvað sé upp
úr því hafandi. Það er ekki heiglum
hent enda er sagt að starfsmenn-
irnir hafi verið sextán talsins.
Mikið hefði Dagfari viljað gefa til
að fá að sitja fundi með þessu þjófa-
gengi og fylgjast með því þegar lagt
var á ráðin um hvernig best væri
hægt að haga þjófnaðinum. Slíkir
fundir eru nefnilega harla óvana-
legir þegar sextán manns koma
saman til að brugga þjófaráð. Til
þess þarf bæði röggsama fundar-
stjórn, nákvæma hernaðaráætlun
og fullkomna þagmælsku. Eftir því
sem fréttir herma hefur þessi stuld-
ur viðgengist um alllangt skeið svo
það lítur út fyrir að gengið hafi
samanstaðið af heiðarlegu fólki
sem ekki kjaftaði frá.
Eftir því sem best er vitað hefur
engum manni verið sagt upp störf-
um enn sem komið er. Tveimur var
stungið inn meðan rannsókn stóð
yfir en að öðru leyti hefur rekstur
Mjólkusamsölunnar gengið
snurðulaust áfram með þjófageng-
ið í vinnunni. Hlýtur það að vera
heldur nýstárleg reynsla fyrir hina,
sem ekki tóku þátt eða ekki fengu
að taka þátt í stuldinum, að um-
gangast slika vinnufélaga. Að vísu
hefur Mjólkursamsalan gefið þjóf-
unum kost á því að segja upp störf-
um og er ekki að spyija að kurteis-
inni hjá Iandanum því venjulegast
er fólki vísað umsvifalaust frá
vinnu þegar það hefur játað á sig
þjófnað í fyrirtækinu sem það
starfarhjá.
Því er þetta rakið að starfsfólk
Mjólkursamsölunnar hefur tekið
sig saman um að hegna þeim kaup-
mönnum sem keyptu stolnu mjólk-
ina með því að keyra enga mjólk í
búðir þeirra. Meðan þjófunum sex-
tán hefur ekki verið sagt upp hljóta
þeir að vera með í þessum hefnd-
araðgerðum. Þjófunum er sem sagt
boðið upp á það að segja upp starf-
inu með þriggja mánaða fyrirvara
en vesalings kaupmönnunum, sem
tóku tilboði þjófanna um að kaupa
ódýra mjólk, er refsað þegar í stað
með grimmum hefndarráðstöfun-
um. Og það af þjófunum sjálfum!
Um þessar mundir steðjar mikill
vandi að landbúnaðinum, sérstak-
lega að kúabúunum, vegna þess að
sala hefur dregist saman á mjólk
samkvæmt opinberum tölum. En
Dagfari spyr: Er nema von að
mjólkursalan dragist saman hjá
Mjólkursamsölunni og mjólkur-
samlögunum þegar sextán manna
hópar starfsmanna hafa rekið
umsvifamikla mjólkursölu upp á
eigin spýtur? Er ekki allt eins lík-
legt að mjólkursalan hafi stórlega
aukist þegar allt er talið saman,
selda mjólkin og stolna mjólkin?
Getur ekki vel verið að framtak
þjófanna í Mjólkursamsölunni hafi
örvað mjólkurneyslu þegar allt
kemur til alls?
Og hvers eiga þá þjófsnautarnir í
kaupmannastéttinni að gjalda þeg-
ar þeir hafa beint og óbeint stuðlað
að því að viðhalda kúabúunum í
landinu og gert sitt til að bjarga
landbúnaðinum frá gjaldþroti? Er
þessi þjófnaður ekki bara búbót
fyrir bændur sem eru hvort sem er
í vandræðum með að losna við
mjólkina?
Auðvitað kemur ekki til greina
að fara refsa kaupmönnum fyrir
arðsama mjólkursölu og í rauninni
ætti að verðlauna þjófana í Mjólk-
ursamsölunni með því að leyfa
þeim að stela áfram en taka pró-
sentur af sölunni hjá þeim. Þetta
er ennþá hægt. Þeir eru allir á
staðnum. Dagfari