Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1986, Síða 10
10
DV. MÁNUDAGUR17. FEBRÚAR1986.
Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd
HUNDUM OG GYÐINGUM
BANNADUR AÐGANGUR
—slapp lifandi frá Auschwitz og segir nú
sænsku skólafólki frá helförinni
Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, frétta-
ritara DV í Lundi:
„Nei, ég hata ekki Þjóðverjana.
Ég er alveg laus við haturs- og
hefndartilfinningar. En ég mun
alltaf berjast gegn kynþáttamis-
rétti, sama í hvaða mynd er.“
Þannig farast orð Ferenc Göndor,
fyrrverandi fanga í útrýmingar-
búðum nasista í Auschwitz.
Göndor, sem kom sem flóttamað-
ur til Svíþjóðar í stríðslok og starf-
ar sem verkfræðingur hjá sænska
ríkisútvarpinu í Stokkhólmi, tekur
á hverjum vetri nokkra af sumar-
leyfisdögum sínum og notar þá til
að ferðast um landið og skýra
sænskri skólaæsku frá reynslu
sinni. Á dögunum var hann á ferð
héríLundi.
Missti alla fjölskyldu sína
Göndor, sem missti alla íjöl-
skyldu sína á stríðsárunum, skýrir
yfirvegaður frá óhugnanlegri
reynslu sinni í fangabúðum nasista
og þegar líður á frásögn hans hefur
hann náð fullkominni athygli
skólaæskunnar í Lundi þannig að
heyra hefði mátt saumnál detta er
hann gerir hlé á máli sínu.
I sjötíu mínútur segir Göndor
sögu sína frá áhyggjulausum
æskuárum í Ungverjalandi og fram
til þess tíma er bandarískir her-
menn frelsuðu hann úr fangabúð-
unum. Þá var hann aðeins 35 kíló
að þyngd og á svipuðum aldri og
menntaskólanemarnir sem hann
talar nú til í Lundi.
„Æska mín var mjög ánægjuleg.
Við áttum marga vini, bæði gyð-
inga og aðra. Ég gerði engan grein-
armun á þeim,“ segir Göndor. Það
var ekki fyrr en hann komst á
skólaaldur að það smám saman
laukst upp fyrir honum að gyðingar
nutu ekki sömu réttinda og aðrir.
Áþreifanlegasta dæmið um það
fékk Göndor er faðir hans missti
læknisstöðu sína eingöngu vegna
þess að hann var gyðingur. Árið
1939 lést faðir hans. Göndor var
þá ellefu ára og einn með móður
sinni og eldri systur. Um líkt leyti
jukust ofsóknirnar á hendur gyð-
ingum.
Hundum og gyðingum
bannaður aðgangur
Göndor minnist þess hvernig
gyðingunum var ýtt til hliðar í
skólanum. Meðan hinir „arísku"
skólafélagar hans fengu tilsögn í
hemaðarlist í skólanum voru gyð-
ingabörnin látin vinna í garðinum
íyrir utan. „Ég hljóp grátandi heim
til mömmu. Mér fannst ég hafa
verið auðmýktur. Móðir mín hugg-
aði mig og sagði að verra en þetta
gæti ástandið ekki orðið. En henni
skjátlaðist."
Göndor minnist þess hvernig
ástandið fór sífellt versnandi. Árið
1943 var honum neitað um klipp-
ingu hjá hárskera sem hafði þó
verið góður vinur hans. Nú stóð á
skilti á hurðinni „Hundum og
gyðingum bannaður aðgangur".
Þegar Þjóðverjar réðust inn í
Ungverjaland seig enn á ógæfu-
hliðina fyrir gyðingunum. „Gyð-
ingar höfðu ekki leyfi til að hreyfa
sig fyrir utan borgina án þess að
hafa stjörnu á yfirhöfninni. Ég man
vel eftir því þegar mamma grátandi
saumaði stjörnur á fötin okkar og
þegar önnur böm skemmtu sér við
að reyna að hitta stjörnurnar með
steinum".
Þann 20. apríl 1944 var Göndor-
fjölskyldunni skipað að yfirgefa
heimili sitt. „mamma reyndi fram
undir það síðasta að sjá til þess að
við gætum haldið saman, þ.e. Kati
systir min, ég og hún. Við vorum
ásamt hundruðum annarra gyð-
inga flutt í hlöðu uppi í sveit. Þar
breiddi mamma besta teppið okkar
á gólfið í homi hlöðunnar svo að
ég og systir mín gætum hvílt okkur
eftir hina löngu göngu."
Allan tímann hafði það haldið
kjarkinum í Göndor að hann var
þó með móður sinni og systur. En
þegar við komuna til Auschwitz
var hann skilinn frá þeim en það
var ekki fyrr en eftir stríðið sem
honum varð ljóst að sá skilnaður
var að eilífu. „Ég veit ekki hvað
varð um þær. Ég veit aðeins að
móðir mín var kölluð upp til þess
að leysa eitthvert verkefni af hendi.
Eftir það finnast engin spor.“
Refsað fyrir að yrkja Ijóð
Nemendurnir í Lundi fengu einn-
ig að heyra frásagnir af margs
konar grimmdarverkum í Ausch-
witz. Einu sinni stóð einn her-
mannanna Göndor að því að semja
ljóð til mömmu sinnar sem hann
saknaði svo sárt. í refsingarskyni
var hann látinn standa heila nótt
milli tveggja rafmagnsþráða. „Mér
tókst að standa kyrr með því að
syngja og fara með bænir," sagði
Göndor.
Píslarganga Göndors lá alla leið
inn í svokallað dauðaherbergi í
Mauthausen í austurrísku Ölpun-
um. Hann var orðinn svo illa hald-
inn af niðurgangi að einn her-
mannanna kastaði honum inn i
herbergið þar sem hinir látnu og
deyjandi lágu. Fæstir áttu aftur-
kvæmt úr þessu herbergi. En von
vaknaði í brjósti Göndors er hann
sá í gegnum dymar lækni sem hafði
verið góður vinur föður Göndors.
Þessi gamli fjölskylduvinur bjarg-
aði Göndor með því að útvega
honum rúm í svefnsalnum. Án þess
að hafa rúm var maður dauða-
dæmdur.
Getum ekki gleymt
En hvers vegna ferðast Göndor
um rúmum 40 árum eftir þessa
atburði og skýrir sænskri skóla-
æsku frá hörmungunum?
„Þegar ég var frelsaður úr útrým-
ingarbúðunum sá ég stafla af lík-
um. Neðstu líkin voru byrjuð að
rotna. Á þvi augnabliki lofaði ég
sjálfum mér því að skýra frá þessu
ef það mætti verða til þess að slíkt
endurtæki sig ekki. Ég hét sjálfum
mér því að segja frá því hvaða af-
leiðingar kynþáttamisrétti og gyð-
ingahatur geta haft. Ég get aldrei
gleymt því sem ég gekk í gegnum,"
segir hann og ef marka má þá
athygli sem frásögn hans vakti hér
í Lundi er sennilegt að þeir sem á
hann hlýddu gleymi aldrei því sem
þeir fengu að heyra.
Meira en 2000 sniglakuðungar eru á hvorum búningi. Þessir tveir koma
fráSvartaskógi.
Umsjón:
Guðmundur Pétursson
og Hannes Heimisson
Bjór og furðubúningar
á þýsku kamivali
Ásgeir Eggertsson, fréttaritari DV
i Múnchen:
Nú er enn einu sinni það tímabil
liðið er Þjóðveijar kalla fimmtu
árstíðina en þekkkist þó betur
undir nöfnunum Karneval og
Fasching. Karnevaltímabilið ber
ætíð í garð þann 11. 11. stundvís-
lega klukkan 11 mínútur yfir 11.
Þetta ár kvartar fólk yfir því að
kamivalið standi allt of stutt yfir.
Að þessu sinni gat fólk aðeins
skemmt sér í 94 daga og vegna þess
hve snemma öskudagur var að
þessu sinni þurfti fólk að sætta sig
við að sækja útiskemmtanir í 9
stiga frosti. Engan þurfti að undra
að óvenjumikið seldist af heitum
drykkjum, áfengum og óáfengum.
Hrekja á brott iliar vetrarvætt-
ir
Hafa verður í huga að þýskir
karnevalsiðir eiga rætur sínar að
rekja til grárrar forneskju. Fólk
fagnaði vorkomunni með ýmsum
siðum og nauðsynlegt þótti að
hrekja illar vetrarvættir á brott.
Hinn upphaflegi tilgangur fíflalát-
anna og grímuklæðnaðarins er nú
á bak og burt. Nú setur fólk upp
grímur og klæðist litskrúðugum
fötum til að skemmta sér og öðrum.
Mikill munur er á karnevalsiðum
í Þýskalandi eftir því hvar borið
er niður í landinu. Ekki er eins
algengt í Norður-Þýskalandi að
halda upp á karneval. En þegar
komið er til Aachen, Kölnar, Mainz
og annarra borga um miðbik
landsins fer strax að bera á líflegu
skemmtanahaldi. í Suðvestur-
Þýskalandi eiga grímuklæðnaður-
inn og búningamir rætur að rekja
til ævafornra hefða. 1 Múnchen
hefur karneval orðið fyrir áhrifum
frá ftalíu. Talið er að sá frægi
maður Casanova hafi flutt með sér
mikið af siðvenjum frá Feneyjum
Vel búin Múnchenarmær og máluð
samkvæmt nýjustu tísku. (Mynd
ÁE.)
er hann staldraði við í Múnchen
um miðja 18. öld. Fimmtán árum
síðar, eða um aldamótin 1800, var
ritað í annála: Sú ástríða að klæð-
ast grímum er almenn og jaðrar við
að vera ofsafull. Á þessum tíma er
sem maður sé staddur í Feneyjum.
Nú tekur sem sé aftur við grár
hversdagsleikinn. Fólkið setur aft-
ur upp gamla hversdagssvipinn og
bíður eftir að sumarið komi og því
að hægt verði að hefja veisluhöld
úti undir beru lofti.
Horft yfir mannhafið í miðborg
Múnchenar, jafnvel ljósastaurarnir
voru skreyttir. (Mynd ÁE.)