Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1986, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1986, Page 13
DV. MÁNUDAGUR17. FEBRÚAR1986. 13 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Eigin jógúrt íein- angraðri skál Fyrir skömmu sögðum við frá nytsömu töfratæki, jógúrtvél, sem kona nokkur í Homafirði átti. Við auglýstum jafn- framt eftir upplýsingum um hvar slíkir gripir fengjust. í frásögninni af töfravélinni í Homa- firði var missagt að vélin ætti að vera í ísskápnum á meðan gerjunin fer fram. Hún stendur á eldhúsborðinu á meðan en jógúrtin er síðan geymd í kæliskápnum þar til hennar er neytt,- Eigandi þessa kjörgripar sagði að vélin hefði hreinlega borgað sig upp á einni viku, en hún kostaði aðeins 4 pund í Englandi. Nú höfum við fengið upplýsingar um aðra jógúrtgerðarvél, eða réttara sagt skál, þar sem ekkert vélrænt er við það tæki, sem við höfum reynt og er mjöghentugt. Þetta er einangruð skál með þéttu loki. Með fylgir hitamælir og suðuvari. Hitið 7,5 dl af mjólk, léttmjólk eða undanrennu í potti, hafið suðuvarann ofan í pottinum. Hann kemur í veg fyrir að mjólkin sjóði, en hún á að vera á heitri plötunni smástund. Þá er mjólkin kæld niður í 49 gráður, eins og sést á hitamælinum, má alls ekki fara niður fyrir 43 gráðumar á mælin- um. Ein teskeið af venjulegri jógúrt er látin í skálina og mjólkinni blandað saman við, lítið í einu, þar til öll mjólkin er komin í skálina. Þá eru lokin látin á og skálin látin standa á eldhúsborðinu í 5 klst. Þá er jógúrtin tilbúintilneyslu. Næsti skammtur er síðan búinn til úr einni matskeið af þessari jógúrt og svokollafkolli. Þetta undratæki kostar 488 kr. og fæst hjá G.S. Júlíusson hf, Sundaborg. Fyrir nokkru sögðum við frá jógúrt- gerð í potti með undanrennudufti og undanrennu. Kona nokkur hafði samband við okkur og kvartaði yfir að þessi jógúrt hefði orðið svo súr hjá henni að enginn á heimilinu gat borð- að hana. Við kunnum því miður ekki skýringar á því en þiggjum leiðbein- ingar ef einhver kann þær. -A.Bj. Það sem fylgir í kaupunum fyrir 488 kr. er einangraða skálin með tveimur lokum og hitamæli. Þar að auki fylgir einnig leiðbciningabók þar sem í er að finna uppskriftir að jógúrtréttum. DV-myndGVA 300.000,- krónur lítrinn Neytandi hafði samband við DV og sagðist hafa keypt málningu sem honum þótti í dýrara lagi og vildi leita skýringa á. Þetta er svokölluð leiðnimálning sem notuð er m.a. til viðgerða á þráðum afturrúðuhitara og var keypt hjá varahlutaverslun- inni Bílanausti, Síðumúla 7-9. Leiðnimálningin er seld í litlum glös- um sem innihalda 1,4 ml. og kosta 421,- krónu. Okkur reiknast svo til að millilítrinn kosti 300,70 krónur sem gerir að lítrinn yrði seldur á rúmar 300.000,- krónur og mun vand- fundin jafndýr málning. Reynir Matthíasson, innkaupa- stjóri Bílanausts, sagði að þessi til- tekna leiðnimálning héti Duro og væri innflutt frá Bandaríkjunum. „Þetta er sérstakt efni sem inniheld- ur silfur og því dýrt. Innflutningur frá Bandaríkjunum er einnig óhag- stæður vegna gengisþróunarinnar og tolla, þannig að við ætlum að snúa okkur að innflutningi frá Þýska- landi. Sambærilegt magn af slíkri málningu kemur til með að kosta 181,- krónu út úr búð hjá okkur, en í Þýskalandi kostar hún um 90,- krónur. Þar ofan á bætast svo tollar og vörugjald, auk söluskatts og álagningar sem ég tel ekki vera mikla,“sagði Reynir aðspurður um verðmyndunina. Ekki mun þurfa mikið magn af leiðnimálningu til viðgerða sem þessarar, enda kemur það sér betur fyrir bifreiðaeigendur, sem fáir myndu treysta sér i stórinnkaup af þessu dýra efni. -S.Konn. Kryddhornið Krydd dagsins er minta og múskat. Hvort tveggja kryddið er gamal- kunnugt og hefur verið notað um margra alda skeið. Minta Mintan er upprunnin frá Evrópu og Asíu og á sér langa og merkilega sögu. Assyríumenn notuðu hana til fórna fyrir eldguðinn, Nýja testa- mentið nefnir hana en nafnið er komið frá Grikkjum sem nefndu kryddið eftir goðsagnaverunni Mint- he. Mintukryddið er úr þurrkuðum blöðum jurtar sem á ensku kallast „spearmint" en á íslensku hrokkin- menta og fæst bæði sem flögur og korn. Bragð mintunnar þekkja flestir en það er nokkuð sætt og skilur eftir sig ferskan og kælandi eim. Notkun Notað í te, sósur á eftirrétti og lambakjöt, ávaxtarétti af ýmsum gerðum, ís, kakó, kökur og köku- krem. Múskatkryddið er upprunnið á Molucca eyjum og er nú ræktað í flestum löndum hitabeltissvæðisins. Það barst til Evrópu á 12. öld með Portúgölum og Hollendingum sem einokuðu múskatverslunina um margar aldir. Bandarískir kaupmenn seldu við- armúskat sem ekta krydd og varð það til þess að Connecticut var kall- að Múskat-fylkið. Múskatið er unnið úr ávöxtum sígrænna trjáa sem bera ávöxt í meira en 50 ár og er hýðið skilið frá fræunum og hvort tveggja þurrkað og selt ýmist heilt eða mal- að. Af múskati er sætt og sterkt krydd- bragð sem hentar ekki einungis sætmeti heldur gefur það einnig góðan keim af kjöti og grænmeti. Notkun Malað múskat eða nýþurrkað heilt hentar vel í ýmsa heita og kalda mjólkurdrykki, ávexti, búðinga og súpur. Það er einnig notað til að bragðbæta kjöt, sjávarrétti, græn- meti og sósur, kökur og bakkelsi. -S.Konn. Þegar þú kemur meö bílinn í smurningu til okkar, færöu aö sjálfsögöu fyrsta flokks alhliöa smurningu. En það eru tvö atriði sem viðskiptavinum okkar hafa líkað sérstaklega vel og viö viljum vekja athygli þína á. Þessi tvö atriði framkvæmum viö án sérstaks aukaqjalds á öllum bílum, sem við smyrjum. í fyrsta lagi smyrjum viö allar hurðalamir og læsingar á bílnum. Þetta tryggir aö allar huröir og læsingar veröa liðugar og auð- opnaöar, jafnvel í mestu frostum. í öðru lagi tjöruhreinsum við framrúðuna, framljósin og þurrku- blöðin. Þetta lengir endingu þurrkublaðanna og eykur útsýni og öryggi í vetrarumferðinni. Tryggðu þér fyrsta flokks smurningu með því að panta tíma í síma 21246 eða renna við á smurstöð Heklu hf. Laugavegi 172.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.