Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1986, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1986, Page 16
16 DV. MÁNUDAGUR17. FEBRÚAR1986. Hefur þú fylgst með fréttum af forsetakosningunum á Filippseyjum? maður sér þetta alltaf fremst á öllum dagblöðum. Einhvem veginn finnst mér Marcos alltaf reyna að svindla. Ég 'tek ekki beint afstöðu, en þó frekar með Aquino. Ólafur Hallgrímsson prestur: Já, já, í fréttum eins og allir. Það er ekki hægt annað en að taka afstöðu gegn einræðisherranum Marcosi, það liggur ljóst fyrir. Þetta er maður sem heldur völdum með kosningasvikum og bolabrögðum í skjóli Bandaríkja- manna. Spurningin Einar Jónsson borgarstarfsmaður: Ósköp lítið og þetta er of fjarlægt mér til að ég láti úrslitin mig ein- hverju' skipta. Ég þyrfti meiri þekk- ingu á þessum málum til að svo væri. Elínborg Þorgeirsdóttir, starfsstúlka á teríu: Ja, ég vissi að það voru kosningar og held sko alls ekki með Marcosi, hann fer illa að ráði sínu gagnvart löndum sínum. Karen Gissurardóttir húsmóðir: Nei, ég vissi ekki að hefðu verið kosning- ar þar, ég var nefnilega að koma frá Kanaríeyjum og skil ekkert í spænsku. Elsa Harðardóttir afgreiðslustúlka: Nei, ég fylgist ekkert með því og vissi ekkert að það hefðu verið kosningar þar. Lesendur Lesendur Lesendur Lesend t Þingmenn: Nýr þrýstihópur í launamálum íslendingur skrifar: Þingmenn geta glaðst þessa dag- ana. Þeir hafa eignast eina mál- svarann í landinu í launamálum. En þessi málsvari þeirra er úr röðum þeirra sjálfra og hefur sennilega riðið á vaðið að frum- kvæði þeirra. Þetta er þingmaður úr liði þeirra alþýðubandalagsmanna. Hann seg- ist hafa „aðeins“ tæpar sjötíu þús- und krónur á mánuði! Og þegar búið sé að draga frá skatta séu ekki eftir nema 40 þúsund krónur! Það eru þó hvorki meira né minna en tvenn brúttólaun tveggja verka- kvenna. Mánaðarlaun að upphæð um 70 þúsund krónur eru yfrið nóg fyrir störf alþingismanna sem fá mánað- arjólafrí, páskafrí og allt sumarið að auki. í f.ama blaði og þingmaðurinn tjáði launaraunir sínar og starfs- systkina sinna mátti sjá mynd af nokkrum þingmönnum sem stóðu álútir í einni dyragættinni á Al- þingi og hlýddu á ávítur þingfor- seta fyrir slælega mætingu á þing- fundum þrátt fyrir ítrekaðar beiðn- ir, bjölluhringingu og smölun á göngum. Raunar sjást alþingismenn lítt í þingsölum nema þegar leyfðar eru svokallaðar „fyrirspumir" sem þá eru helst um einhverhneykslismál- in í þjóðfélaginu - allt niður í fram- hjáhöld og bameignir. í sjónvarpsþætti fyrir stuttu var svo þingmaðurinn mættur ásamt uppgjafarþingmanni úr Alþýðu- flokknum og átti hann sennilega að vera eins konar „mótvægi" við launakröfur þingmannsins. Eða áttu þeir kannske báðir að vera málsvarar launahækkunar fyrir þingmenn? Það kom svo í Ijós að uppgjafar- þingmaðurinn fyrir landsbyggðina studdi kröfuna um hærri laun þing- mönnum til handa. Hann sagðist þekkja það af„eigin raun“ að það væri erfitt að halda „tvö heimili" fyrir utanbæjarþingmenn! Ekki er vitað annað en sá þingmaður eigi lögheimili í Reykjavík. Og hvað viðvíkur þingmönnum í öðmm löndum erum við Islending- ar allir á sama báti að því leyti að við höfúm ekki sambærileg laun á við starfsbræður okkar erlendis. Eða ætla þingmenn að slást í hóp þeirra stétta hér sem hafa verið að bera laun sín saman við starfs- . bræður sína, t.d. í Bandaríkjunum? Það er staðreynd, sem ekki verð- ur á móti mælt, að Alþingi er orðið eins konar „þröskuldur" þessarar þjóðar og alþingismenn, flestir, orðnir landsþekktir „grínarar“ sem enginn tekur mark á. Hér ættu ekki að vera fleiri en 30 þingmenn og viðhafa sömu vinnubrögð og tíðkast í borgar- stjórn, koma saman með vissu millibili og ræða brýn mál, síðan færi hver til sinnar vinnu að fundi loknum. Að fjölga þingmönnum um þrjá, eins og nú stendur til, er yfirgengi- leg fjarstæða sem þjóðin mun ekki líðá. Heldur ekki launahækkun þeirra því hún er brandari ársins. „Það er staðreynd, sem ekki verður á móti mælt, að Alþingi er orðið eins konar „þröskuldur“ þessarar þjóðar." Remolaði er Ijúffeng fæða „Ekki er ofmælt að þar hafi verið á ferðinni ómerkilegasta skaup í manna minnum.“ Traustur skrifar: Ég skrifa nú aðallega til að mót- mæla þeirri aðför sem Jón Pálsson fór að einhverri ljúffengustu fæðu- tegund þjóðarinnar á þessum síðum þann 3. þessa mánaðar. Hann gagn- rýnir remúlaði sem er einhver besta fæða sem völ er á. Það er bæði orku- ríkt og leysandi og auk þess ákaflega gott á bragðið sem er meira en segja má um ýmislegt gums eins og mæjo- nes sem oft er borið saman við hið ástkæra remúlaði. Jón Pálsson reyn- ir að vera fyndinn með því að skrum- skæla málstað remúlaðsins og með óhugnanlegum lýsingum reynir hann að hindra almenning í að neyta þess. Ég vil nú bara segja þér, Jón minn, að ef þú ert svo mikill klaufi að geta ekki borðað samlokur með remúlaði án þess að valda stórtjóni ættir þú bara að halda þig við barnamat í dós eða banana. Nóg um remúlaðið í bili en ég ætla í staðinn að tæpa á öðru máli sem er mér kært. Þar á ég að sjálfsögðu við ára- mótaskaupið síðasta. Ekki er of- mælt að þar hafi verið á ferðinni ómerkilegasta skaup í manna minn- um. Vörður vakti fyrst athygli manna á því hve lélegt þetta skaup var, en hvað gerist þá? Jú, upp rís illa skipulögð kös andlegra eyði- marka sem mega vart vatni halda af hrifningu einni saman. Þessir aðilar keppast við að rífa niður sjálf- straust frumkvöðulsins, Varðar, og brjóta hann og beygja á allan hátt. Það skal þó aldrei takast því að táp og fjör og frískir menn finnast hér á landi enn. Vörður, stöndum saman. Sjúkrohús Skagjiröinga Sauöárkroki HJÚKRUNARFRÆÐINGAR Á Sjúkrahúsi Skagfirðinga eru eftirtaldar stöður lausar til umsóknar nú þegar. Staða hjúkrunardeildarstjóra á nýrri 28 rúma hjúkrunardeild. Æskilegt að viðkomandi hafi sér- nám eða starfsreynslu í öldrunarhjúkrun og geti hafið störf sem fyrst. Stöður hjúkrunarfræðinga á sömu deild. Skriflegar umsóknar sendist til skrifstofu hjúkr- unarforstjóra fyrir 1. mars 1 986. Allar nánari upplýsingar um launakjör, húsnæði og annað veitir hjúkrunarforstjóri í síma 95-5270. Stjórn sjúkrahúss Skagfirðinga. Nauðungaruppboð á lausafé Eftir kröfu Útvegsbanka íslands verður mölunar- og hörpunan/élasamstæða, Unicompact 2 frá Baioni s.p.a. (framleiðslunúmer 12521), ásamt öllum til- heyrandi fylgihlutum, þ.m.t. F-10 Deutz dísilrafstöð (framleiðslunúmer 1413), mótor og rafall, tal. eign Valbergs sf., Helenar Guðrúnar Pálsdóttur og Jóns Hauks Olafssonar og/eða framleiðanda, selt á opinberu uppboði sem fer fram þriðjudaginn 18. febrúar 1986 kl. 15.00 við námu í landi Stóru-Fellsaxl- ar við Grundartangaveg, Skilmannahreppi, Borgarfjarðarsýslu. _____________________ Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Rakarastofan Klapparstig Hárgreidslustofan Klapparstíg Sími 12725 Timapantanir 13010 j ———— ______i 1- ==: Utboð - malbikun Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í malbikun gatna og göngustíga sumarið 1986. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverkfræðings, Strandgötu 6, Hafnar- firði, gegn 2000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 25. febrúar kl. 10. Bæjarverkfræðingur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.