Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1986, Side 19
DV. MÁNUDAGUR17. FEBRÚAR1986.
19
Menning
Menning
Menning
Menning
Myndir í fréttum
Undanfarin misseri hefur helst til
lítið gerst í Galleríi íslensk list við
Vesturgötuna. Ráðsettir listmálar-
ar hafa öðru hvoru sýnt þar blöndu
af gömlum verkum og nýjum, án
þess að uppskera mikla aðsókn eða
athygli.
Ekki skal dæmt um það hér hvort
þeir hafa farið verr út úr fjölmiðla-
hasarnum en sýnendur annars
staðar, eins og kollegi minn á
Morgunblaðinu hefur ýjað að í
greinum sínum um sjónmenntir.
Eitt er víst: sýningar íslenskra
myndlistarmanna á nýjum verkum
á þekktum og virtum erlendum
liststofnunum eru tvímælalaust
meiri „fréttir" heldur en sýningar
sömu manna á eldri verkum sínum
í ferðaskrifstofu á Vesturgötu, al-
veg burtséð frá listrænum verðleik-
um sýninganna.
Sú sýning, sem nú stendur yfir í
Galleríi Islensk list, ætti þá einnig
að vera fréttnæm þar sem hún er
fyrsta opinbera sýning nokkurra
ungra listmálara sem allir luku
námi frá Myndlista- og handíða-
skólanum á síðastliðnu vori.
Mættu aðstandendur gallerísins
gera meira af því að kynna verk
yngri listmálara heldur en þeir
hafa gert hingað til.
Erindi sem erfiði
Listamennirnir eru fjórir og heita
Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Svan-
borg Matthíasdóttir, Leifur Vil-
hjálmsson og Sara Vilbergsdóttir.
Öll eiga þau erindi á opinbera
sýningu, mismikið þó.
Guðbjörg Lind er án efa þroska-
mesti persónuleikinn af þessum
fjórmenningum. Hún hefur tekið
mátulega mikið mark á nýstefn-
unni í málverkinu, en eytt meiri
orku í að finna sér eigin myndmál.
Það hefur henni tekist aldeilis
bærilega.
Líkingar sínar finnur hún í dýra-
ríkinu, í dýrbítum og fórnarlömb-
um þeirra, sauðum sem stundum
taka á sig mannsmynd, svo og
öðrum ferfætlingum. í stað þess að
draga þessi form fram og þyngja
þau, fínkembir Guðbjörg Lind liti
sína, sléttir atburði á striganum,
uns flötur og form verða eitt. Mis-
sýnist mér, eða eru verk Jóhanns
Briem þarna einhvers staðar í
bakgrunni?
Svellandi litir
Svanborg Matthíasdóttir gerir
stórar myndir af fólki með draum-
kenndu eða táknrænu yfirbragði.
Þær eru vel gerðar tæknilega, allir
litir stemma, en það er eins og
Myndlist
AÐALSTEiNN
INGÓLFSSON
Leifur Vilhjálmsson - Hann á afmæliídag, oliaástriga.
Guðbjörg Lind Jónsdóttir - Dýr,
akrýl á striga, 1985.
málaranum liggi ekki nógu mikið
áhjarta.
Leifur Vilhjálmsson er gott efni
í málara. Hann gengur út frá ýms-
um forsendum expressjónismans,
hefur vald á svellandi litum og
skrifar djarft með pensli, en þarf
að gera upp við sig hvort skuli
mikilvægara á striganum, máln-
ingin eða mótífið. En myndir hans
eru rösklega gerðar, t.d. „Hann á
afmæli í dag“ (nr.6) og „Brjóst-
birta“. Feginn vildi ég sjá fleiri
verk eftir Leif.
Sara Vilbergsdóttir er ein um það
að róa á afstrakt mið. Myndmál
hennar er einhvers staðar miðja
vegu milli hins náttúrulega og
hreinræktaðrar afstraksjónar, og
hún fjallar um „togstreitu" eða
„spennu" með sínum hætti.
Þó vantar herslumuninn í þessar
myndir. Málarinn tekur enga
áhættu, heldur sig við viðtekin
viðhorf í stað þess að brjóta undir
sig ókunnar lendur. Með meiri
dirfsku mundi þessi afstraktlist
Söru vera gjöfulli, bæði málaran-
um og okkur áhorfendum.
skapnum í þessum fögru og vönduðu
ljóðum.
Ungu skáldin
Svo enn sé tekið dæmi af Matthíasi
Johannessen, þá hefur hann ort
kímilega, brokkgenga ljóðabálka,
svo sem Dagur ei meir og Morgunn
í maí, sem lesendur geta notið nokk-
uð umsvifalaust við fyrsta lestur.
Þau skáld, sem nú verða talin, eru
frekar í ætt við Þorstein frá Hamri
að því leyti að ljóð þeirra geta alveg
farið framhjá manni við hraðlestur.
En þau eru hnitmiðuð og gefa yfir-
leitt því meir sem þau eru lesin
vandlegar. Þessi skáld hafa hins
vegar oft verið talin arftakar Dags
að því leyti að þau yrkja um hvað-
eina í samtíma sínum, einkalíf,
pólitík fjölmiðlaheiminn og fjarlæg
lönd, og gjarnan á hversdagslegu
talmáli, jafnvel slangri. Þau hafa
mjög góð tök á málinu, listamenn í
að velja orð saman eftir stílblæ,
draga upp myndir, ná andblæ. Auð-
vitað eru þessir menn mistækir eins
og aðrir en það er sannarlegt gleði-
efni hve mörg skáld gera vel á unga
aldri. Þetta er hópur á aldrinum frá
tvítugu til fertugs, ég sé ekki ástæðu
til að sundurgreina hann nánar. Og
ekki mun ráðlegt að alhæfa mikið
um þessi skáld því þau fara hvert
sína leið og taka öll á ýmsu. Einna
mesta athygli vekur Gyrðir Elíasson,
sem gaf út tvær bækur á síðasta ári,
tvær árið áður, og sýnir æ öruggari
tök. Sigurlaugur bróðir hans gerði
og vel, að ég nú ekki tali um Geirlaug
Magnússon, Sigfús Bjartmars og að
nokkru Sigurð Pálsson sem lengi
hefur borið af en oft gert betur en
nú síðast, finnst mér. Þá eru Med-
úsumenn, sem voru raunar ekki
alveg eins afkastamiklir og árin á
undan en mjög vandaðir, einkum
Sjón, en þeir Þór Eldon hafa að auki
verið atkvæðamiklir framkvæmda-
menn um ljóðsnældur, dag ljóðs og
fleira. Efnilegir nýliðar komu fram,
og skal hér þó aðeins talinn að sinni
Atli Ingólfsson, sem gaf út óvenju-
vandaða bók, Ljóstur. Svo er tilvilj-
un háð hverjir gáfu út bók í fyrra
og hverjir koma ffekar í ár.
Eignalausir menn
Það er sannarlega gullöld og gleði-
tíð íyrir íslenska ljóðavini og ljóm-
andi framtíðarhorfur, einkanlega ef
tímaritin verða vettvangur ljóða,
þannig að þessi prýðisverk fari ekki
lengur til aðeins 30-200 manna, held-
ur til þúsunda. Þar þurfa almenn
tímarit (,,lífin“) að spreyta sig og
virðist þeim ekki mikil áhætta að
birta ljóð þegar litið er á aðsóknina
að ljóðalestri. En ekki er síður mikil-
vægt að efla tímarit svo sem Ljóð-
orm.
Svo þyrfti líka að gera skáldum
kleift að stunda list sína. Það er leitt
að slá dimma nótu í lok þessa bjart-
sýnisspjalls, en ég verð að segja frá
samtali mínu við tvö ljóðskáld i vetur
leið. Annað miðaldra, hitt svolítið
eldra. Báðir hafa áratugum saman
notið almennrar viðurkenningar sem
sérlega góð skáld. Ég held ég megi
segja að báðir séu nokkurn veginn
eignalausir menn. Þeir eiga ekki bíl,
hvað þá íbúð eins og flestir jafnaldr-
ar þeirra. Þetta kostaði ljóðagerðin
þá. Og þó hafa þeir ekki getað gefið
sig að henni, sem allir eru sammála
um að þeim láti'sérlega vel, báðir
hafa alla ævi lifað fyrst og fremst af
prófarkalestri. Það er kannski ekk-
ert verra starf en margt annað, en
hann geta margir annast, og væri
kannski ráð að leyfa þessum mönn-
um að einbeita sér að því, sem þeir
hafa sýnt sig sérstaklega hæfa til að
vinna. Skyldi nú mega gera sér vonir
um að ríkissjóður héldi þó ekki væri
nema tug skáldá uppi við ljóðagerð,
og stuðlaði að útbreiðslu verka
þeirra ef með þyrfti? Bæði er marg-
búið að sýna fram á að það kostaði
ekki nema lítinn hluta þess fjár sem
ríkissjóður tekur af bókaframleiðslu
í landinu og fátt veit ég eins líklegt
til að efla íslenska tungu, sem fjár-
haldsmenn ríkisins láta sér svo annt
um - a.m.k. í ræðum. Og hér kynni
að duga tímabundið átak því nú er
sannarlega lag til að fiytja þjóðinni
úrvalsafla ljóða.
BBHTHIK
ÍSMSKIMD
Alls verða famar tíu ferðir til Benidorm í sumar, flogið er í beinu leigu-
flugi. Gistimöguleikar eru allmargir, íbúðir eða hótel og mismunandi verð-
flokkar. Páskaferð 26. marz, 2 vikur.
Njótið þess að fara til Benidorm á ströndina hvítu,í ósvikna tveggja,
þriggja eða fjögurra vikna sólarlandaferð á eina bestu baðströnd Spánar.
Blessuð sólin skín allan daginn og það er bara ekkert notalegara en að láta
hana baka sig. Gleðjið sál og líkama og kynnist götulífinu með kaffihúsum
og sölubúðum. Rannsakið næturlífið: Kitlandi diskótek eða rökkvaða og
rómantíska dansstaði.
IIBS FERÐA.. CchUoí
HH!I MIDSTODIN Tcmd
AÐALSTRÆTI 9 • SÍMI 28133 ■ REYKJAVÍK