Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1986, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1986, Blaðsíða 22
22 DV. MÁNUDAGUR17. FEBRÚAR1986. FIRMA-OG FÉLAGAKEPPNI Þróttar verður haldin dagana 21.-23. febrúar 1986. Þátttaka tilkynnist fyrir 20. febrúar í síma 624694 og 74803 eftirkl. 19.00. Yfirfærið filmurnar á myndband Texti og tónlist, ef óskað er. Nánari upplýsingar í síma 46349 -íisófí- te Hori 12.000 S23SS— LAS VEGAS B 240 x L 270 - áklæði Iþróttir Iþróttir Iþróttir Bestu stangarstökkvararnir saman íkeppni: 0LS0N REYNDIÞRÍ- VEGIS VIÐ HEIMSMET — Sergei Bubka féll út á 5,72 m. Joe Dial felldi byrjunarhæð sína „Það er gott að fá sér sæti á ný, keppnin tók sex og hálfa klukku- stund,“ sagði heimsmethafinn í stangarstökki, Billy Olson, USA, eftir að honum hafði þrívegis mistekist að setja heimsmet, 5,94 m, á miklu móti i Madison Square Garden í New York á föstudagskvöld. Þar voru mættir til leiks þeir þrír stangarstökkvarar sem verið hafa að setja heimsmet að undanförnu. Joe Dial þurfti að fá lánaða stöng þar sem hann kom sinni ekki í flugvélina sem flutti hann til New York. Hann felldi siðan byijun- arhæð sína. Sergei Bubka, heims- methafmn utanhúss (sex metrar), féll út á 5,72 m. Olson sigraði en sá sem varð í öðru sæti, David Volz, USA, var skráður í lokin fyrir meiri hæð og handhafi nýs meistaramóts- mets í Millrose-keppninni kunnu!!. Þegar Olson var að reyna við nýtt heimsmet kom Bubka til hans og sagði hlæjandi. „Þetta er kjánalegt allt saman. Þetta er aðeins sýning, eins og sirkus.“ Vinningshæð Olsons var skráð 5,79 m í lokin. Hann reyndi við 5,80 m eins og David Volz. Báðir fóru yfir en Olson hristi rána heldur betur. Hæðin var þá endurmæld og reyndist 5,79 m. Það var sigurstökkið í keppninni. Köppunum tókst ekki að stökkva hærra en Volz fékk metið með sínum 5,80 m. Gífurleg truflun var af ljósmyndurum þegar stangar- stökkskeppnin fór fram og ýmsir óviðkomandi við keppnisstaðinn. Kannski skiljanlegt að Bubka talaði • Billy Olson, reyndi við heims- met. um sirkus. Þriðji í stangarstökkinu var Frakkinn kunni, Pierre Quinon, með 5,72 m. Snjallir írar á mílunni Míluhlaupið var einn af hápunkt- um mótsins. Þrír írar fyrstir í mark. Eamonn Coghlan, sem sigrað hefur í hlaupinu á þessu móti síðustu sex árin, varð að láta sér nægja annað sætið þrátt fyrir gífurlega hvatningu áhorfenda. Tókst þvi ekki að jafna met Bandaríkjamannsins kunna hér á árum áður, Glenn Cunningham, sem sigraði sjö sinnum í röð. Marcus O’Sullivan sigraði á 3.56,05 mín. Coghlan annar á 3.56,34 mín. og Ray Flynn þriðji á 3.58,16 mín. Abbi Bile, Sómalíu, varð fjórði á 3.58,16 mín. og Steve Scott, USA, fimmti á 3.59,13 mín. I 60 jarda hlaupi kvenna varð ólympíumeistarinn, Evelyn Ashford, USA, að láta sér nægja annað sætið. Gwen Torrence, USA, sigraði á 6,57 sek. Evelyn hljóp á 6,65 og Merelene Ottey-Page, Jamaíka, varð þriðja á 6,69 sek. Á sömu vegalengd karla sigraði Ben Johnson, Kanada, enn einu sinni á 6,04 sek. Sam Graddy, USA, annar á 6,08 sek. Larry Myricks, USA, sigraði í langstökki, 8,37 m. Mike Conley, USA, annar með 8,29 m. Walter McCoy, USA, sigraði í 500 jarda hlaupi á 56,44 sek. Sunder Nix, USA, annar á 56,62 og Egbunike, Nígeríu, þriðji á 56,82 sek. Grace Jackson, Jamaíka, sigraði í 200 m hlaupi kvenna á 23,45 sek. Ólympíumeistarinn Valerie Brisco— Hooks, USA, önnur á 23,53 sek. Johnny Gray, USA, sigraði í 800 m hlaupi á 1.47,18 mín, Doina Melinte, Rúmeníu, í 1000 m hlaupi kvenna á 2.42,40 mín. Antonio McKay, USA, í 4oo m á 47,04 sek. Heimsmeistarinn Bert Cameron, Jamaíka, annar á 47,44 sek. hsím Létt hjá meistuniniim gegn fallliði ÍR — Njarðvík sigraði ÍR, 92-71, íúrvalsdeildinni fkörfuboltanum Njarðvikingar áttu ekki í neinum erfiðleikum með fallliðið ÍR syðra á föstudagskvöldið. Að vísu tóku gest- irnir forystuna, 0-2, en eftir það var leikurinn heimamanna, nema hvað þeir höfðu hægt um sig seinni hlut- ann í fyrri hálfleik. Eigi að síður voru Njarðvíkingar með 19 stiga forskot í leikhléi sem þeir juku reyndar ekki nema um tvö i s.h. þvi lokatölur urðu 92-71. UMFN heldur því forystunni í úrvalsdeildinni og allar líkur benda til að þeir gangi þar með sigur af hólmi - eiga einn leik eftir gegn ÍBK og þar ætla þeir sér ekkert annað en sigur. Hitt er líka víst að Keflvíkingar munu selja sig dýrt í þeirri viðureign. Við bíðum og sjáum hvað setur. Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, frétta- manni DV íSvíþjóð. Sovéska landsliðið í handknatt- leiknum, heimsmeistararnir, lék þijá landsleiki við Svía og Dani í vikulok- in. Skemmtilegasti leikurinn var í Gautaborg á föstudagskvöldið og um tíma þar virtist stefna í sigur Svía. Eftir að staðan var 14-11 fyrir Sovét- rikin í leikhléinu léku Svíar mjög vel framan af síðari hálfleiknum. Kom- ust þremur mörkum yfir, 20-17, og höfðu möguleika á að komast fjórum mörkum yfir. Náðu hraðaupphlaupi i—Fafnaði i marki Þrátt fyrir sigurinn yfir ÍR mega Njarðvíkingar gæta sín. Misheppn- aðar sendingar voru allt of margar í leiknum hjá þeim. ÍR-ingum tókst ekki að færa sér það í nyt en hætt er við að keppinautarnir í fjögurra liða úrslitunum þiggi slíkar gjafir með þökkum. Jóhannes Kristbjörns- son og Árni Lárusson voru virkastir UMFN í fyrri hálfleik og skoruðu mest. Jón Örn Guðmundsson og Björn Steffensen reyndu að halda eitthvað í við heimamenn en það gekk ekki sem skyldi, þrátt fýrir góðan vilja. Valur Ingimundarson fékk lausan tauminn í s.h. og þá var ekki að sökum að spyrja. Skoraði 18 stig, þar éskra. Hins vegar var markið dæmt af. Dómararnir töldu að Svíar hefðu brotið af sér í upphlaupinu. Þetta atriði vakti mikla gremju meðal sænsku leikmannanna sem áhorf- enda. Lokakaflann reyndust heims- meistararnir svo sterkari. Sigruðu í leiknum með tveggja marka mun, 29-27. í hinum leikjunum var spenn- an minni. í Malmö á fimmtudags- kvöld unnu heimsmeistararnir ör- uggan sigur á Svíum, 28-21, eftir 15-9 í hálfleik. Þá unnu þeir einnig léttan sigur á Dönum, 29-22. af þrisvar í röð þriggja stiga körfur. Helgi Rafnsson, maðurinn með seg- ularmana, Hreiðar Hreiðarsson og Ellert Magnússon skoruðu ásamt Vali næstum öll stig fyrir UMFN. Kannski hefur Jóhannes Sveinsson komið of seint inn á fyrir ÍR-inga. Hann skoraði öll sín stig, 12, í s.h. og átti mjög góðan leik. Karl Guð- laugsson fór eins að nema hann skoraði tvær körfur í f.h. Ragnar Torfason komst einnig vel í gang þegar á leið en er greinilega ekki jafnáræðinn og áður vegna nefbrots- ins. „Jú, við misstum tök á leiknum um tíma,“ sagði Gunnar Þorvarðarson, þjálfari UMFN, „þegar okkur öflug- ustu menn voru fyrir utan og það fannst mér miður. Hins vegar náðum við okkur fljótlega aftur á strik þótt illa gengi og það er ég ánægður með. Það sýnir að baráttuandinn er fyrir hendi.“ Dómarar voru þeir Sigurður Valgeirsson og Bergur Steingríms- son. Áhorfendur óvenju fáir, innan við 100. Stig UMFN: Valur Ingimundarson 24, Jóhannes Kristbjörnsson 14, Helgi Rafnsson 13, Kristinn Einars- son 11, Hreiðar Hreiðarsson 9, Ámi Lárusson 8, Ellert Magnússon og Teitur Örlygsson 6 hvor. Isak Tómas- son 1. Stig ÍR: Karl Guðlaugsson 16, Jó- hannes Sveinsson 12, Ragnar Torfa- son 12, Jón Öm Guðmundsson 10, Björn Steffensen 9, Vignir Hilmars- son 8, Hjörtur Oddsson 2, Björn Leósson 2. - emm. Þrír sigrar sovéskra — í leikjum við Svía og Dani

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.