Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1986, Blaðsíða 24
24
DV. MÁNUDAGUR17. FEBRÚAR1986.
DV. MÁNUDAGUR17. FEBRÚAR1986.
25
Iþróttir
Iþróttir
SÍBW
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
róttir
Iþróttir
Iþróttir
• Asa Hartford.
Hartford til
Birmingham
Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta-
tnanni DV í Englandi:
John Bond, framkvæmdastjóri
Birmingham City, hefur naelt í gamla
reftnn Asa Hartford sem gerði garð-
inn frægan hjá Manchester City og
nú síðast hjá Norwich. Hartford er
35 ára gamall og mun hann auk þess
að leika með Birmingham starfa að
einhverju leyti við þjálfun hjá félag-
inu. Kaupin á Hartford eru liður í
áætlunum Bonds stjóra þess efnis að
sanka að sér öldruðum fyrrverandi
snillingum og halda Birmingham í 1.
deiid.__________________-SK.
Stórsigur hjá
KR-ingum
KR-ingar komu nokkuð á óvart í
íþróttahúsi Hagaskóla í gær er þeir
sigruðu Kefivikinga í leik liðanna í
úrvaisdeildinni í körfuknattleik.
KR-ingar skoruðu 81 stig en Keflvík-
ingar 68 og virðast þeir vera í ein-
hverri lægð þessa dagana. Guðni
Guðnason var stigahæstur hjá KR og
skoraði 22 stig. Sigurður Ingimund-
arson skoraði 24 stig fyrir Kcflavík.
Keflvíkingar hafa tryggt sér rétt í
úrslitakeppnina en KR-ingar sigla
lygnansjóídeildinni. -SK.
Dregið i
riðla á HM í
körfu
Nýir heimsmeistarar i körfuknatt-
leik verða krýndir á Spáni í sumar,
eða nánar tiltekið þann 20. júli. Fyrir
skömmu var dregið í riðla i úrslita-
keppninni og fór drátturinn þannig:
A-riðill: Spánn, Brasilía, Panama,
Grikkland, S-Kórea og Frakkland.
B-riðilI: Sovétríkin, Astralía, Urugu-
ay, Israel, Kúba og Angóla.
C-riðill: Bandarikin, V-Þýskaland,
Ítalía, Puerto Rico, Kína og Fíla-
beinsströndin.
D-riðill: Júgóslavía, Kanada, Argent-
ína, Holland, Filippseyjar og Nýja-
Sjáland.
Keppnin hefst 6. júlí í sumar og
henni lýkur20. júlí.
________________________-SK.
Að gefnu tilefni
Að gefnu tilefni skal það tekið fram
að það var að sjálfsögðu Stefán
Kristjánsson, íþróttafréttaritari DV
sem skrifaði greinina „í vitateign-
um“ sem birtist í DV í siðustu viku
en ekki Stefán Kristjánsson, fyrrver-
andi iþróttafulltrúi Reykjavíkur-
borgar.
||
Naumt hjá
Haukunum
þegar Valsmenn voni lagðir að velli með
tveggja stiga mun
Haukar lögðu Valsmenn að velli
með aðeins tveggja stiga mun er liðin
áttust við í úrvalsdeildinni í körfu-
knattleik í Seljaskóla í gærkvöldi.
Þegar upp var staðið höfðu Haukar
skorað áttatíu stig gegn sjötíu og
átta stigum Valsmanna. Haukar
höfðu yfirhöndina allan tímann í
leiknum, en mesti munur á liðunum
var á tíma í seinni hálfleik þegar
Haukar náðu sautján stiga forskoti.
Leikurinn var í heild nokkuð vel
leikinn, hraður og þó nokkuð íjörug-
ur á köflum, en sérstaklega þó undir
lok leiksins þegar Valsmenn voru
búnir að vinna upp stórt forskot
Haukanna.
Leikurinn fór frekár róglega af stað
og jafnt var á með liðunum í byrjun
en þegar líða tók á fyrri hálfleik tóku
Haukarnir af skarið og leiddu ávallt.
Þó var munurinn á liðunum aldrei
mkill. Undir lok fyrri hálfleiks voru
Haukarnir búnir að ná átta stiga
forskoti og hélst sá munur á liðunum
fram að hálfleik, en í leikhléi var
staðan 46-38 Haukum í vil. í byrjun
seinni hálfleiks tóku Haukamenn
heldur betur af skarið með mjög
góðum leik og fyrr en varði voru
þeir komnir með sautján stiga for-
skot, 71-54, og héldu þá flestir að þar
með væru Valsmenn auðsigraðir en
það var öðru nær því þá hristu Vals-
menn heldur betur af sér slenið og
byrjuðu jafnt og þétt að saxa á for-
skot Haukanna. Það var kannski
ekki að furða, sérstaklega fyrir þær
sakir að á þessum kafla leiksins voru
Valsmenn farnir að missa sína helstu
máttarstólpa út af með fimm villur,
Sturlu Örlygsson og Torfa Magnús-
son. Liðið virtist tvíeflast við þennan
missi og þegar um ein mínúta er eftir
að leiktímanum er munurinn aðeins
fimm stig, 80-75, og allt gat gerst en
tíminn var of skammur fyrir Vals-
menn að jafna en þó bættu þeir við
þremur stigum áður en yfir lauk og
þar við sat. Haukamenn fóru því
ánægðir til síns heima í Fjörðinn
tveimur stigum ríkari, þeir fylgja því
en fast á eftir Njarðvíkingum í topp-
baráttunni í úrvalsdeildinni.
Haukar spiluðu þennan leik prýði-
lega á köflum, en á milli datt leikur
liðsins niður sem Valsmenn færðu
sér vel í nyt. Leikmenn liðsins voru
allir frekar jafnir getu én þó bar
talsvert á Pálmari að venju en hann
hefur þó oft verið sprækari. Ólafur
Rafnsson komst einnig vel frá leikn-
um.
Hjá Valsmönnum stóð Kristján
Ágústsson eins og kóngur upp úr og
lék við hvém sinn fingur, bæði í sókn
og vöm, og skoraði grimmt. Einnig
stóð Sturla sig með ágætum en þó
var hann kannski fullbráður í skot-
tilraunum sínum því hann getur hitt
mikið betur þegar sá er gállinn á
honum.
Dómarar leiksins vora þeir Jón
Otti Ólafsson og Sigurður Valgeirs-
son og stóðu þeir sig þegar á heildina
er litið ágætlega, en þó verður Sig-
urður sakaður um mistök, sérstak-
lega undir lok leiksins. -jks
Werder missti
niður tveggja
marka forskot
—aðeins fjórír leikir í Bundesligunni
Efsta liðið í vestur-þýsku knatt-
spyrnunni, Werder Bremen, náði
tveggja marka forustu í leik við
Nurnberg á útivelli á laugardag en
mátti í lokin þakka fyrir jafntefli,
2-2. Werder heldur þó áfram fjögurra
stiga forustu í Bundesligunni.
Thomas Wolter skoraði bæði mörk
Werder, það síðara á 60. mín. Tíu
mín. síðar var Austurríkismanninum
Brano Pezzey frá Werder vikið af
velli og leikurinn snerist heldur
betur. Reiner Geyer minnkaði mun-
inn í 1-2 á 76. mín. og á 82. mín.
jafnaði Dieter Eckstein. Numberg
sótti látlaust lokakaflann en fleiri
urðu ekki mörkin.
Aðeins fjórir leikir vora háðir í
Bundesligunni. Mikið vetrarríki
víða í Þýskalandi. Bayem Munchen
lék í Hamborg og varð jafntefli.
Hvorugu liðinu tókst að skora mark.
Minna og jafnara hjá Bayem mundi
einhver segja. Fyrir leikinn í Ham-
borg hafði Bayem skorað 10 mörk í
tveimur leikjum, fimm í hvoram.
Bochum sigraði Kaiserslautem, 3-2,
á heimavelli. Þar skoraði Klaus Fisc-
her sigurmark Bochum í sínum 500.
leik í Bundesligunni. 263.mark hans,
aðeins Gerd Múller, Bayern, sem
hættur er keppni, hefur skorað fleiri
Bundesligu-mörk. í fjórða leiknum
sigraði Fortuna Dússeldorf Bayer
Leverkusen, 2-1.
hsím
STAÐAN
Staðan í Bundeslígunni eftir leik-
ina á laugardag er nú þannig.
Weder 23 16 4 3 63-32 36
Bayem 23 14 4 5 50-24 32
Gladbach 22 12 7 3 50-31 31
Leverkusen 23 10 7 6 46-33 27
Hamborg 23 11 4 8 35-23 26 I
Stuttgart 22 9 5 8 40-34 23
Uerdingen 22 9 5 8 33-49 23 1
Bochum 21 10 1 10 41-35 21 ;
Mannheim 20 8 5 7 30-25 21
Frankfurt 22 5 10 7 24-33 20
Schalke 22 7 5 10 34-35 191
Numberg 23 7 5 11 34-36 19
Dortmund 22 7 5 10 35-45 19
Kaisersl. 22 6 6 10 28-33 18
Köln 21 5 8 8 31-38 18
Dusseldorf 23 6 4 13 32-50 16
Saarbrúcken 22 4 7 11 28-43 15
Hanover 22 5 4 13 34-69 14
• Kristján Arason í kröppum dansi í leiknum gegn Norðmönnum á laugardag. Það er oft erfitt að stöðva Kristján og
oft þarf þrjá andstæðinga til eins og á þessari mynd. DV-mynd Bjarnleifur.
Alan Clarke vill
lagði Leeds að velli, 0:2,
á Ellan Road. Semur Siggi við Barnsley?
Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta-
ritara DV i Englandi:
„Sigurður Jónsson er mjög leikinn
með knöttinn. Hann er aðeins 19 ára
og hefur allt til að bera til að geta
orðið stórt nafn í enskri knatt-
spyrnu,“ sagði Alan Clarke, fram-
kvæmdastjóri 2. deildar liðsins
Barnsley, í samtali við DV í gær.
Clarke var mjög ánægður með sigur
Barnsley á Leeds á útivelii en Clarke
lék sem kunnugt er lengi með Leeds.
„Stærsti gallinn við Sigurð er
hversu rólegur hann er og talar lítið.
Miðjumenn eiga að vera frekir og
reka menn áfram. Þetta er ekki al-
varlegur galli og þetta á að vera
mjög auðvelt að laga. Ég mun fylgj-
ast mjög vel með Sigurði á næstunni.
Ég hef mikinn áhuga á því að hafa
hann áfram í mínu liði eftir að láns-
tíminn rennur út þann 27. febrúar,"
sagði Alan Clarke ennfremur í sam-
tali við DV í gær.
„Ánægður með minn leik“
Þetta var mjög sanngjarn sigur hjá
okkur og sérstaklega lékum við vel
í fyrri hálfleik. Ég tel að ég hafi
komist vel frá leiknum, lék á miðj-
unni en fékk engin marktækifæri,11
sagði Sigurður Jónsson í samtali við
DV í gær. Og hann hélt áfram: „Ég
er mjög ánægður með þá reynslu sem
ég fæ hér hjá Barnsley. Með Barns-
ley leik ég gegn mun sterkari leik-
mönnum en með varaliði Sheffield
Wednesday. Ég get ekki sagt neitt
um hvort ég verð áfram hjá Barnsley
en ég mun hugsa mig vel um þegar
þar að kemur,“ sagði Sigurður.
-SK.
og sá 20. f rá upphaf i gegn Norðmönnum er íslenska liðið sigraði Noreg, 30:19,
á laugardag. Atli Hilmarsson átti stórleik og skoraði 8 mörk
Mjög öflugur sóknarleikur lengst
af skóp stóran íslenskan sigur gegn
Norðmönnum er þjóðimar léku
landsleik í handknattleik í Selja-
skóia á Iaugardag. íslenska liðið
skoraði 30 mörk í leiknum en Norð-
menn aðeins 19 en staðan í leikhléi
var þannig að íslenska liðið hafði
skorað 18 mörk en það norska 11.
Þessi síðasti leikur íslenska liðsins
fyrir HM í Sviss lofar vissulega góðu
en hafa verður það ofarlega í huga
að norska liðið er mjög slakt og
stendur öllum þeim þjóðum sem við
höfum verið að glíma við undanfarið
verulega að baki. Þessi ellefu marka
sigur er því ekki alveg tilefni til
skýjaborga en vissulega sýnist þetta
vera á réttri leið. Varnarleikurinn
virðist vera höfuðverkurinn þessa
dagana. Oft opnaðist islenska vömin
illa í leiknum og vissulega er það
lélegt að láta þetta slaka norska lið
skora nítján mörk. Vörnina þarf að
laga mikið fyrir HM í Sviss og það
verður örugglega gert.
Þegar hins vegar litið er í heild á
leikinn á laugardag og allt varðandi
undirbúning íslenska liðsins verður
að telja útkomuna gegn Norðmönn-
um frábæra. íslenska liðið er þreytt,
meira að segja útkeyrt, en þrátt fyrir
það nást góð úrslit í síðari leiknum
gegn Noregi. Þeirsem gleggstþekkja
voru ekki bjartsýnir á góð úrslit fyrir
leikina gegn Norðmönnum. Liðið
átti að vera útkeyrt samkvæmt æf-
ingaáætlun Bogdans og er það svo
sannarlega. Hvort það er svo eðlilegt
skal ósagt látið hér en allir vita að
undirbúningur íslenska landsliðsins
er ekki eins góður og hann ætti að
vera. En það hefur verið unnið mikið
undanfarnar vikur og mánuði og
undirbúningur íslenska liðsins eins
góður og aðstæður frekast leyfa. Að
því leyti fer íslenska landsliðið með
góða samvisku til Sviss. Allir hafa
gert sitt besta og meira er ekki hægt
að biðjaum.
Stórleikur Atla Hilmarssonar
Atli Hilmarsson átti stórleik á
laugardag. Það er ekki oft sem
landsliðsmaður skorar átta mörk úr
jafnmörgum skottilraunum. Og það
er víst að ekki hefur Atli leikið betri
landsleik í langan tíma. Sigurður
Gunnarsson kom mjög vel út en það
sama verður ekki sagt um Pál Ólafs-
son. Hann hefur oft leikið betur og
nokkrum sinnum réð eigingirni ferð-
inni og það er hlutur sem ekki má
sjást í Sviss. Guðmundur Guð-
mundsson misnotaði mörg dauða-
færi og hefur oft leikið mun betur.
Steinar kom vel frá leiknum og sömu
sögu er að segja um Jakob sem þó
átti að leika meira með. Stundum
finnst manni Bogdan þjálfari vera
of ragur við að gefa óreyndari leik-
mönnum tækifæri. Þegar Guðmund-
ur stóð sig ekki betur en raun varð
á átti Jakob að konia í hans stað.
Kristján Arason skoraði 7 mörk og
átti góðan leik. Markverðirnir, Ein-
ar Þorvarðarson og Kristján Sig-
mundsson, vörðu þokkalega en vörn-
in, sem þeir höfðu fyrir framan sig,
var ekki til útflutnings.
Gangurinn í stuttu máli
Gangur landsleiksins gegn Norð-
mönnum á laugardag var þannig að
eins og í fyrri leiknum voru það
Norðmenn sem skoraðu fyrsta mark-
ið. íslenska liðið svaraði með fjórum
mörkum og um miðjan fyrri húlfleik
var staðan 9-5, Islandi í vil. Munur-
inn jókst enn fyrir leikhlé og staðan
þá 18-11. Fyrri stundarfjórðungur-
inn í síðari hálfleik var mjög lélegur
hjá íslenska liðinu. Liðið skoraði
ekki mark í 17 mínútur og Norðmenn
breyttu stöðunni úr 19-11 í 19-14.
Síðan hrökk íslenska liðið aftur í gír
og síðustu fimmtán mínúturnar voru
sannkölluð markaveisla, mikið skor-
að. En ef leikmenn íslenska liðsins
hefðu nýtt dauðafærin betur hefðu
Norðmenn fengið enn verri útreið í
Seljaskóla.
Mörk íslands: Atli Hilmarsson 8,
Kristján Arason 7/2, Sigurður Gunn-
arsson 5/1, Páll Ólafsson 3, Steinar
Birgisson 2, Jakob Sigurðsson 2,
Guðmundur Guðmundsson 2 og
Þorgils Óttar skoraði 1 mark.
Þeir Sigurður Gunnarsson, Einar
Þorvarðarson og Jakob Sigurðsson
komu inn í íslenska liðið í stað Júlíus-
ar Jónassonar, Brynjars Kvaran og
Bjarna Guðmundssonar. Þess má
geta að þetta var 40. landsleikurinn
gegn Norðmönnum og 20. sigurinn.
Vestur-þýskir dómarar dæmdu
leikinn og komust vel frá sínu hlut-
verki. -SK.
Franskur milli
vill fá Hughes
Terry Wenables talar við forráðamenn
Man. Utdfvikunni
Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta-
ritara DV í Englandi:
Nú eru þeir sem áhuga hafa á að
ná í welska landssliðsmanninn Mark
Hughes hjá Manchester United
komnir á beinu brautina og úr þessu
mú búast við að slagurinn harðni að
mun.
I vikunni er Terry Wenables, fram-
kvæmdastjóri Barcelona, væntanleg-
ur til Manchester til viðræðna við
forráðamenn Manchester United.
Nokkrar líkur eru taldar á að Hughes
fari til Barcelona en spænska liðið
verður að borga mikið fyrir sóknar-
Magnús varð
í efsta sæti
—og var kosinn íþróttamaður HSK1985
Frá Sveini Ármanni Sigurðssyni,
fréttaritara DV á Selfossi:
Nýverið var tilkynnt val á iþrótta-
manni HSK fyrir árið 1985. Sund-
maðurinn Magnús Ólafsson hreppti
þennan eftirsótta titil en kosningin
var nokkuð spennandi og ekki mun-
aði mörgum atkvæðum á efstu
íþróttamönnum.
Magnús Ólafsson hlaut Í82 at-
100% nýting hjá Atia H
Mjög góð sóknarnýting hjá íslenska liðinu, 66,6% gegn Noregi í sfðari leiknum
Atli Hilmarsson var maður
leiksins þegar íslendingar sigr-
uðu Norðmenn í landsleik í hand-
knattleik í Seljaskóla á laugar-
dag. Atli skoraði átta mörk úr
átta skottilraunum og var þvi
með 100% nýtingu í leiknum. Auk
þess átti Atli tvær linusendingar
en hann tapaði knettinum tvíveg-
is.
• Kristján Arason skoraði 7
mörk úr 12 tilraunum. 2 skot voru
varin og þrjú fóru framhjá.
Kristján tapaði knettinum einu
sinni ag vann hann jafnoft.
•Páll Ólafsson skoraði 3 mörk
úr 7 tilraunum. 3 skot voru varin
og eitt fór framhjá. Páll vann
knöttinn einu sinni og fiskaði eitt
vítakast.
•Steinar Birgisson skoraði 2
mörk úr tveimur tilraunum.
Hann vann knöttinn einu sinni.
•Sigurður Gunnarsson skoraði 5
mörk úr 6 tilraunum, 1 skot var
varið. Siggi tapaði einum bolta.
•Guðmundur Guðmundsson
skoraði 2 mörk úr 6 tilraunum. 3
skot voru varin og eitt fór fram-
hjú. Guðmundur fiskaði eitt víta-
kast en tapaði boltanum einu
sinni.
•Jakob Sigurðsson skoraði 2
mörk úr þremur tilraunum, 1
skot varið. Jakob vann knöttinn
einu sinni.
•Þorgils Óttar skoraði 1 mark
úr 2 tilraunum, eitt skot varið.
•Þorbjörn Jensson tapaði knett-
mum emu sinni.
•Einar Þorvarðarson varði 6
skot, þar af eitt vitakast en
Kristján Sigmundsson varði 7
skot.
• Alls fékk islenska liðið 45 sókn-
ir í leiknum og skoraði 30 mörk
og það gerir 66,6% nýtingu sem
ervelyfirmeðallagi.
•íslendingar voru einum leik-
manni færri i 8 mínútur en Norð-
menni2mínútur.
-SK.
manninn snjalla. Talið er að kaup-
verðið verði ekki undir tveimur millj-
ónum punda.
En Terry Wenables og félagar hjá
Barcelona eru ekki einir um hituna.
Nú hefur frönskum milljónamæringi
skotið upp á stjörnuhimininn. Milli
þessi keypti nýverið franska liðið
Marseille og er sagt að hann ætli sér
að ná í marga snjalla leikmenn og
gera Marseille að stórveldi í frönsku
knattspyrnunni. Litlar líkur eru tald-
ar á að Hughes hafi áhuga á að fara
til Marseille enda borgin ekki beint
aðlaðandi. -SK.
uáSW”. ■ M
•Charlie Nicholas. Lögreglan heim-
sótti hann í leikhléinu.
Löggan kom
íleikhléi
— ogtalaðivið
„Kampavíns-Kalla”
Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta-
manni DV i Englandi:
Arsenal-leikmaðurinn Charlie Nic-
holas átti i smáútistöðum við lögregl-
una í leikhléi á laugardaginn þegar
Arsenal lék gegn Luton í Luton. Á
leið til búningsherbergja danglaði
Nicholas hendinni í andlit stráks
nokkurs sem sat við hlið föður síns
alveg við inn- og útganginn á leik-
völlinn. Faðirinn brást hinn versti við
og kom lögreglunni í málið. Hún
stormaöi að búningsklefa Arsenal og
talaði við Nicholas. Ekki var málið
útkljáð i leikhléinu en vitni segja að
greinilegt hafi verið að Nicholas hafi
gert þetta óviljandi og hann hafi alls
ekki ætlað sér að meiða stráksa.
-SK.
kvæði. Birgitta Guðjónsdóttir frjáls-
íþróttakona varð í öðru sæti með 165
atkvæði og systir Magnúasr, Bryndís
Ólafsdóttir, varð þriðja með 151
atkvæði. Þessi þrjú vora í nokkrum
sérflokki í kjörinu en þessir íþrótta-
menn urðu í næstu sætum: Þórdís
Gísladóttir, frjálsar, 115, Unnar
Garðarsson, frjálsar, 113, Páll Guð-
mundsson, knattspyrna, 112_ og
Andrés Guðmundsson blakmaður
hlaut 101 atkvæði. -SK.
m
• Magnús Ólafsson, sundmaðurinn
snjalli frá Þorlákshöfn, var kosinn
íþróttamaður HSK1985.
Átta mörk
ogjafntefli
— h já Coventry og
Birmingham
Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta-
manni DV í Englandi:
Átta mörk voru skoruð i gær þegar
Coventry City og Birmingham City
gerðu jafntefli i 1. deild ensku knatt-
spyrnunnar. Hvort lið skoraði fjögur
mörk og langt síðan að ensku liðin
hafa boðið upp á slika markasúpu.
Brian Kilcine skoraði tvivegis úr
vítaspyrnum og David Bennett skor-
aði tvö mörk fyrir Coventry. Fyrir
Birmingham skoraði Andy Kennedy
tvö mörk og þeir Steve Whitton og
Martin Cole hvor sitt markið. Whitt-
on er í láni þjá Birmingham frá West
Ham og Cole er í láni frá Ipswich.
Einn leikur var á dagskrá í 3. deild
ensku knattspyrnunnar í gær. New-
port sigraði Swansea á heimavelli
með tveimur mörkum gegn engu.
-SK.
Pruzzo skor-
aði 5 mörk
Forskot Juventusnú
3 stig á Ítalíu
Forskot Juventus í 1. deild itölsku
knattspyrnunnar minnkaði i 3 stig i
gær þegar liðið náði aðeins jafntefli
á heimavelli gegn Torino. Helsti
keppinauturinn, Roma, vann stóran
sigur á heimavelli sínum á Avellino,
5-1. Það merkilegasta við þennan leik
var það að Roberto Pruzzo skoraði
öll mörkin fimm fyrir Roma og tvö
þeirra úr vítaspymum. Pruzzo hefur
leikið með Roma i níu ár og er 30 ára
gamall.
Þegar níu umferðum er ólokið á ítal-
iu hefur Juventus hlotið 33 stig úr 21
leik, Roma kemur fast á eftir með 30
stig eftir 21 leik og nokkuð langt bil
kemur síðan í næstu lið. Napoli er
nú í þriðja sæti með 25 stig eins og
Inter Milan, Torino og Inter Milanó
hafa 23 stig, Fiorentina er með 22 stig
og i tveimur næstu sætunum eru
Verona, meistararnir frá í fyrra, og
Sampdoriameð20stig. _sk.